Morgunblaðið - 29.01.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.01.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1983 Úr tónlistarlífinu eftir: MARGRÉTI HEINREKSDÓTTUR hug «g Tónskáldafélag íslands gerir sitt þessa vikuna til að létta okkur drunga skammdcgis og veóurþyngsla á Þorra og veitir víst ekki af. Á félagið þakkir skildar fyrir Myrku músikdag- ana sína, sem eru orðnir fastur þáttur í menningarlífi vetrarins. Eina ósk hefur undirritð fram að færa — (í síngirni að sjálfsögðu en segir þó hugur, að fleiri kunni að vera sama sinnis) — að ís- lenzkir tónlistarmenn komi sér saman um að gera yfirlit að hausti og um áramót yfir fyrir- hugaða meginviðburði tónlistar- lífsins, — það gæti létt líflð vinnuþrælum, sem sækja vilja hljómleika í frístundum sínum, stopulum, en þurfa til þess að skipuleggja tíma sinn sæmilega. Lokaþáttur Myrku músikdag- anna að þessu sinni er í höndum Hamrahlíðarkórsins undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Frum- flytur kórinn annað kvöld nýtt verk eftir Atla Heimi Sveinsson, saraið við Ijóðið „Haustmyndir“ eftir Snorra Hjartarson. Það er skrifað sérstaklega fyrir Hamra- hlíðarkórinn eins og önnur ís- lenzk verk á efnisskrá hljóm- leikanna. Fyrir skömmu gaf kórinn út einstaklega fallega hljómplötu með íslenzkum tónsmíðum, eldri og yngri, og þar rak ég í það augu, að hann er orðinn flmm- tán ára gamall, — enn einn vitnisburðurinn um, að „tíminn, — hann er fugl, sem flýgur hratt“, eins og skáldið sagði. Þessi hljómplata kórsins er hrein perla, tónninn tær og flutn- ingur allur agaður og fágaður, þó líka léttur og ferskur. A plötu- umslaginu getur að líta yflrlit yf- ir nokkur atriði úr sögu kórsins frá stofnun hans og það, eins og gæði söngsins, ber með sér, að vel og dyggilega hefur verið að störfum hans staðið. Hljóm- leikahald og tónleikaferðir inn- an lands og utan, þátttaka í al- þjóðlegum tónlistarmótum og kórakeppnum; — á hverju ári í heilan áratug hefur kórinn lagt í hvert slíkt stórverkefnið af öðru, sjálfum sér, stjórnanda sínum og landi og þjóð til sæmdar. En hvernig varð Hamrahliðar- kórinn til? Hvernig bar það til, að forsjónin fékk Þorgerði Ing- ólfsdóttur það hlutverk að gróðursetja í Hamrahlíð þau fræ og hlynna að þeim gróðri, sem borið hefur svo ríkulegan ávöxt. sinn sál „Þetta á ég í upphafi vini mín- um og læriföður, Róbert A. Ottóssyni, að þakka, eins og margt annað, segir Þorgerður. „Tildrögin voru þau, að ein- hverju sinni, sem ég sat heima hjá honum, nýkomin frá fram- haldsnámi í Bandaríkjunum, tók hann sig til og hringdi til Guð- mundar Arnlaugssonar, rektors, og sagði, að hjá sér væri stelpa, sem hann teldi að gæti kannski gert eitthvað fyrir skólann. Guð- mundur rektor reyndist þegar hafa á því áhuga að stofna kórkjarna við skólann og um- hyggja hans fyrir starfi Hamra- hlíðarkórsins var óskeikul frá því fyrsta. Strax um næstu jól söng kórinn fyrir fólk í fyrsta sinn, það var á sjúkrahúsi og hafa heimsóknir hans í líknar- stofnanir síðan verið árvissir viðburðir. Tveir kórar undir nafni Hamrahiíðar Nýlega urðu þau tímamót í skipulagssögu Hamrahlíðar- kórsins, að hann er ekki lengur einn heldur tveir kórar. „Til skamms tíma voru það óskráð lög, að nemendur hættu í kórnum ekki síðar en haustið eftir að þeir brautskráðust frá skólanum, segir Þorgerður, en veturinn 1981 kom það til, að kórinn syngi stórt verk með Sin- fóníuhljómsveitinni, Daphnis og Chloe eftir Ravel, og til þess þurftum við að stækka hann úr sextíu í áttatíu manns. Þar sem við töldum ekki ráðlegt að gera það með inntöku ungra, óreyndra nemenda, var ákveðið að leita til eldri nemenda, sem áður höfðu starfað með kórnum. Síðan tók við Þýzkalandsferðin og flutningur Mattheusarpassí- unnar með Pólýfónkórnum og upp úr þessu var ákveðið, að tveir kórar skyldu starfa undir nafni Hamrahlíðar; annar eins- konar framhaldskór, þar sem skilyrði fyrir inngöngu er að hafa starfað i kórnum áður; hinn eingöngu skipaður nemendum, sem stunda daglegt nám í skól- anum, að stórum hluta nýliðum í kórstarfi. Með þessu verður unnt að fást við erfiðari verkefni en áður. Það hefur verið alveg sérstök reynsla að kynnast muninum á þessum tveimur kórum. Báðir hafa mikla kosti, báðir eru góð hljóðfæri, en hvor með sínum hætti, sem ég ger?" mér ekki fyllilega ljóst fyrr en ég heyrði báða kórana syngja á skólakynn- ingu í Hamrahlíð í haust. Ný- liðakórinn hafði yfir sér þennan ferska blæ augnabliksins, sem einkennir fólk á þessum aldri; fólk, sem er alltaf að verða ást- fangið og lifir tilveruna ýmist svo stórkostiega eða skelfilega. Framhaldskórinn hinsvegar ag- aðri, reyndari, þroskaðri, örugg- ari, en hefur kannski ekki lengur jafn opna sál. Þar eru stúdentar, sem margir eru komnir í há- skólanám eða vinnu — og líf þeirra hefur fengið fastari skorður." Slíkar ferðir verða ekki keyptar Að baki vönduðum hljómlist- arflutningi liggur alltaf mikil vinna, hvort sem í hlut eiga ein- staklingar eða hópar og það á vissulega við um kóra eins og Hamrahlíðarkórinn. Enda þótt gert sé ráð fyrir tveimur æfing- um vikulega vilja þær oftast verða fleiri, að því er Þorgerður segir, sérstaklega fyrir hljóm- leika. „í kór verða allir að vinna saman, það dugir ekki að hver æfi aðeins fyrir sig heima, — en einmitt þetta samstarf er svo mikils virði, bæði fyrir kórinn og mig sjálfa. í kórstarfi reynir á ýmsa skapgerðareiginleika svo sem þolinmæði og umburðar- lyndi — og hæfileikann til að stilla hug sinn og sál í sameigin- legt átak með öðrum. Og það tekst ekki nema með mikilli vinnu. Fólk heldur oft, að hljómleik- aferðir kórsins erlendis séu bara grín og gaman. Auðvitað er það oft, en það er allt annað sem gef- ur þeim gildi. Ég segi stundum við krakkana, að ferðir eins og þær, sem við höfum farið, verði aldrei keyptar fyrir peninga, okkur gefist þessi tækifæri vegna einhvers, sem þau eigi í sjálfum sér, — sem geri þeim fært að flytja fólki músík með þeim hætti, að það finni sig lif- andi.“ Tíu tónskáld skrifað fyrir kórinn Svo lánsöm erum við, íslenzk þjóð, að eiga margt æskufólk, sem með góðri leiðsögn getur flutt mönnum músík, þannig að þeir merki, hvort lífs séu eða liðnir, — og það hefur á undan- förnum árum orðið tónskáldun- um okkar hvatning. Á tónleikunum annað kvöld flytur Hamrahlíðarkórinn lög sex íslenzkra tónskálda af tíu, sem samið hafa verk fyrir hann á undanförnum árum, En það hafa erlend tónskáld einnig gert, einkum norræn. Hefur sú hefð skapazt í starfi kórsins, að frum- flytja nýtt islenzkt tónverk við hver skólaslit í Hamrahlíð, — liklega nokkuð sérstakur þáttur í sögu skólakórs og þá ekki síður í íslenzkri tónlistarsögu. „Sá, sem fyrstur samdi fyrir okkur — og oft síðar,“ segir Þor- gerður, „var Þorkell Sigur- björnsson. Ég hafði skotið því að honum fyrir skólaslit 1970, að gaman væri að eiga eitthvað nýtt að flytja og skömmu seinna færði hann okkur „Tröllaslag" (handa hálftröllum í Hamra- hlíð), við ljóð frá 17. öld. Þorkell sýndi kórnum, þá kornungum, mikið traust með því að trúa honum fyrir þessari tónsmíð sinni. Eitt stærsta og kröfuharðasta verkið, sem fyrir okkur hefur verið samið, er „Kveðið í bjargi" eftir Jón Nordal, skrifað 1978, en það var framlag íslands sem gjöf til Norræna hússins á tíu ára af- mæli þess. Árið áður hafði Jón Ásgeirsson samið fyrir okkur „Stemmur“, verk í fjórum þátt- um, sem við frumfluttum í Dan- mörku. Þá hefur Páll P. Pálsson samið fyrir okkur lög við þrjár limrur Þorsteins Valdimarsson- ar, Haukur Tómasson, ungur og efnilegur tónlistarmaður, af- sprengi Hamrahlíðarkórsins, hefur samið fyrir hann, enn- fremur Jón Þórarinsson, Gunnar Reynir Sveinsson, Snorri Sigfús Birgisson og Ríkarður örn Páls- son, — og svo Atli Heimir. Við flytjum nýja verkið hans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.