Morgunblaðið - 29.01.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.01.1983, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1983 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón: Sighvatur Blöndahl Elzta endurskoðunar- skrifstofa landsins flytur í nýtt húsnæði ÞANN 15. janúar sl. flutti Endur- skoúunarmiöstöðin hf. — N. Manscher, Reykjavík, starfsemi sína úr Rnrf'artúni 21 i nýbyggingu ísl. Aöalverktaka að Höfðabakka 9, Reykjavík. N. Manscher, sem er elsta endurskoðunarskrifstofa landsins, var stofnsett árið 1924 af dönskum endurskoðanda Niels Manscher og Birni E. Árnasyni og ráku þeir Norðmaður boðinn fram í stöðu fram- kvæmdastjóra Evrópu- ráðsins af hálfu Norðurlandanna FRÁ utanríkisráðuneytinu hefur borist svohljóðandi fréttatilkynning: Ríkisstjórnir Danmerkur, ís- lands, Noregs og Svíþjóðar hafa ákveðið að bjóða fram Ole Álgárd, sendiherra Noregs í Kaupmanna- höfn, í kosningum þeim, sem fram fara í maí á næsta ári í stöðu framkvæmdastjóra Evrópuráðs- ins. Ráðgjafaþing Evrópuráðsins mun þá kjósa eftirmann núver- andi framkvæmdastjóra, en skip- an hans rennur út í september 1984. Ole Álgárd hefur langa reynslu og víðtæka þekkingu á alþjóða- málum. Hann réðst til utanríkis- þjónustunnar 1946 og gegndi störfum í sendiráðum Noregs, m.a. í Moskvu, Vínarborg, New York, Brússel og Peking. Hann var fastafulltrúi Noregs hjá Evrópu- ráðinu 1964—1966 og var í heilan áratug fastafulltrúi Iands síns hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, 1972—1982, og var á því tímabili m.a. tvívegis forseti Öryggisráðs- ins. Ole Álgárd hefur og á enn sæti í stjórnum og nefndum ýmissa alþjóðastofnana og verið fyrirlesari um alþjóðastjórnmál við marga bandaríska háskóla. fyrirtækið saman í nokkur ár. Ni- els Manscher fluttist til Danmerk- ur 1937 og frá þeim tíma stóðu Sigurður Jónsson og Jón Guð- mundsson að rekstri fyrirtækisins þar til Jón Guðmundsson lést árið 1965. Sigurður Jónsson rak fyrir- tækið einn til ársins 1969, er flest- ir núverandi eigenda gerðust með- eigendur. Aðalskrifstofa fyrirtækisins er í Reykjavík en auk þess rekur það útibú á Húsavík, sem Björn St. Haraldsson, löggiltur endurskoð- andi, veitir forstöðu, og á Egils- stöðum, sem Ólafur Kristinsson viðskiptafræðingur, og Gísli Bjarnason löggiltur endurskoð- andi veita forstöðu. Um sl. áramót fjölgaði eigend- um er þeir Reynir Vignir, löggilt- ur endurskoðandi, Símon Á. Gunnarsson, löggiltur endurskoð- andi og rekstrahagfræðingur og Björn St. Haraldsson, löggiltur endurskoðandi, gerðust meðeig- endur, en þeir hafa allir starfað hjá fyrirtækinu um langt árabil. Auk hefðbundinna endurskoð- endastarfa á sviði endurskoðunar, reikningshalds og skattamála hef- ur fyrirtækið haslað sér völl á sviði rekstrarráðgjafar, en þau mál annast Símon Á. Gunnarsson rekstrarhagfræðingur. Endurskoðunarmiðstöðin hf. — N. Manscher, hefur um nokkurt árabil haft tengsl við alþjóðlega endurskoðunarfyrirtækið Coopers & Lybrand, en tilgangur slíkra tengsla er fyrst og fremst að auka faglega þekkingu eigenda og starfsmanna fyrirtækisins. Starfsmenn að meðtöldum eig- endum eru nú 25 manns. Núver- andi eigendur eru; Valdimar Guðnason, Gunnar Sigurðsson, Kristinn Sigtryggsson, Valdimar Ólafsson, Emil Theodór Guðjóns- son, Oddur Pétursson, Reynir Vignir, Símon Á. Gunnarsson og Björn St. Haraldsson. Framkvæmdastjóri er Kristinn Sigtryggsson. Aukin flugumferd í Bandaríkjunum BANDARÍSK flugmálayfirvöld sögðu nýverið, að í desembermánuði sl. hefði verið búið að fljúga liðlega 540,9 milljónir farþegamílna á bandarísku flugumsjónarsvæöi. Það er um 15,4% aukning frá sama tíma árið 1981, þegar flognar voru 468,5 milljónir farþegamílna. Árið 1982 í heild sinni kom þannig út, að um 12,1% aukning varð á flognum farþegamílnum. Floginn var 6,1 milljarður far- þegamílna, á móti iiðlega 5,4 milljörðum farþegamílna á árinu 1981. Um 7,5% aukning útflutn- ings frystra afurða 1982 Um 15% framleiðsluaukning Sambandsfrystihúsanna Sjávarafurðadeild Sambandsins flutti á sl. ári út sjávarafurðir fyrir 1.203 milljónir króna að CIF-verð- mæti. Það er um það bil 49% aukn- ingu frá árinu á undan, samkvæmt upplýsingum í „Sambandsfréttum“. Um 85% veltunnar er í frystum sjávarafurðum, en á árinu voru fluttar út 34.400 lestir af frystum afurðum, samtals að CIF-verð- mæti 1.021 milljón króna. Hafði útflutningsmagn allra frystra af- urða aukizt um 7,5%, en CIF- Innflutningshömlur á japanska bíla og efnahagssamdráttur innan- lands eru taldar aðalástæður þess, að verulega hefur dregið úr sölu inn- fluttra bila í Kanada, eða um 16,8% á síðasta ári, samkvæmt upplýsing- um samtaka bílainnflytjenda. Heildarsala innfluttra bíla á síðasta ári var 204.041 bíll, saman- borið við 245.399 bíla á árinu 1981. Mazda varð hvað harðast úti, en sala þeirra féll úr 32.042 bílum á árinu 1981 í 17.526 bíla á síðasta ári. Þá dróst sala á Lada verulega saman, eða úr 12.916 bílum á árinu verðmæti í íslenzkum krónum hins vegar um 83%. Þýðingarmestu markaðir fyrir frystar botnfiskafurðir voru sem jafnan áður Bandaríkin, Sovétrík- in og Bretland. Til Bandaríkjanna voru fluttar 19.200 lestir, og var það 12% minna en árið áður. Til Sovétríkjanna voru fluttar 5.900 lestir, sem er um 32% aukning og til Bretlands voru fluttar 3.600 lestir, sem er liðlega tvöföldun milli ára. 1981 í 7.895 bíla á síðasta ári. Honda seldi 55.961 bíl á síðasta ári, en til smanburðar 63.483 bíla á árinu 1981. Sala á Toyota dróst saman úr 60.936 bílum í 53.429. Þá seldi Volkswagen 19.878 bíla í fyrra, borið saman við 25.399 bíla á árinu 1981. Ekki urðu allir innflytjendurnir jafn illa úti. Alls seldust 34.112 Datsun-bíla, en árið 1981 seldust 31.075 slíkir. Þá seldust fleiri Mercedes Benz-bílar í fyrra en ár- ið á undan, eða 2.787 bílar á móti 2.750 bílum. BMW seldi 3.078 bíla á móti 2.857 í fyrra. Útflutningur frystra sjávaraf- urða, annarra en botnfiskafurða, jókst mikið á árinu. Þannig jókst útflutt magn rækju um 43%, hum- ars um 52% og freðsíldar um 34%. Útflutningur mjöls varð 3.100 lestir, og var það fjórðungi minna en á árinu 1981. Útflutningur skreiðar og hertra hausa nam 3.000 lestum. í „Sambandsfrétt- um“ segir, að þrátt fyrir þá erfið- leika, sem steðjuðu að skreiðar- verzlun á sl. ári, var það þriðja mesta skreiðarútflutningsár í sögu sjávarafurðadeildarinnar. Sambandsfrystihúsin fram- leiddu samtals 36.000 tonn af frystum sjávarafurðum á sl. ári, sem er um 15% aukning frá árinu 1981, en þá var framleiðslan um 31.300 tonn. Þrátt fyrir mikinn samdrátt í þroskafla, sem óhjá- kvæmilega leiddi til minni fryst- ingar þorskafurða, varð árið 1982 annað mesta framleiðsluár frysti- húsanna. Metárið var 1979, þegar framleidd voru 36.400 tonn. Framleiðslan á síðasta ári af frystum þorskafurðum var 13.210 tonn, og dróst hún saman um 11% frá árinu 1981. í öllum botnfisk- tegundum varð hins vegar aukn- ing, í sumum veruleg, og í allri botnfiskframleiðslunni varð aukn- ingin um 13%. í framleiðslu ann- arra frystra afurða varð aukning- in um 28%, en magnið var tæplega 4.400 tonn. Um 450 milljóna dollara lán á „Eurobond44- markaði TILKYNNT var um sex ný lán á „Eurobond“-markaðinum í lið- inni viku, að upphæð 450 milljón- ir Bandaríkjadollara, sem svarar til 8.348 milljóna króna. Fjögur lánanna voru i Bandaríkjadollurum, að upp- hæð liðlega 315 milljónir doll- ara. Síðan var eitt lán í sterl- ingspundum, að upphæð 50 milljónir sterlingspunda. Loks var eitt lán í Kanadadollurum, samtals 50 milljónir dollara. Verulegur samdrátt- ur í sölu innfluttra bíla í Kanada

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.