Morgunblaðið - 29.01.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.01.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1983 29 Bílakostur Slökkviliðs Akureyrar á ferð um Tryggvagötu. Ljósmynd l»orsteinn Kormákur Helgason. Slökkvilið Akureyrar. 30 ár frá því að fastar vaktir voru teknar upp: Meðalaldur bíl- anna 29 ár og sá elzti 41 árs HINN 15. janúar síðstliðinn voru liðin 30 ár síðan fastar vaktir voru teknar upp hjá Slökkviliði Akureyr- ar. í tilefni þess var bílum slökkviliðsins ekið um bæinn til að gefa bæjarbúum kost á að sjá við hvern tækjakost Slökkviliðið byggi. Morgunblaðið spjallaði lítillega við Slökkviliðs- stjórann Tómas Búa Böðvarsson og sagði hann, að tækjakostur slökkviliðsins væri kominn nokkuð til ára sinna og með öðrum þræði hefði sýning bíl- anna verið til að benda á það. Meðalaldur bílanna væri nú 29 ár og væri sá elzti á 41 aldursári og illa gengi að fá bílakostinn endurnýjaðan. Árið 1892 kom fyrst til tals hjá bæjaryfirvöldum á Akureyri að stofna slökkviliðið, svo vitað sé. Eftir stórbrunann 1902, þegar 12 hús brunnu til kaldra kola, var aftur farið að ræða um stofnun slökkviliðs, en það var ekki fyrr en 1904 að sam- þykkt var að taka 6.000 króna lán til kaupa á slökkvitólum. 1930 var svo fyrsti slökkvibíllinn keyptur, en hann var árgerð 1923. Síðan bættist smám saman við tækjakost slökkviliðsins og mannafla. Við slökkviliðið starfa nú 14 fastráðnir menn og ganga 12 þeirra vaktir. Bílar slökkviliðs- ins eru nú fimm, auk þess sem það hefur séð um sjúkraflutninga frá árinu 1968. SlökkviliAið hefur verið þarna til húsa frá árinu 1953. LjtaajTnd l*orsteinn Kormákur Helgnmn. bessir þrír hafa allir verið á stöðinni í 30 ár. Þorkell Eggertsson, bfllinn og Guðmundur Jörundsson. Á mynd- ina vantar Tómas Jónsson, sem var í veikindafríi. Ljótimynd Inireteinn Kormákur Helgason. Þeir eru sama „árgerð" slökkviliðsstjórinn, Tómas Búi Böðvarsson, og gamli trukkurinn eða á 41, aldursári. Ljósmynd l>oreteinn Kormákur llelga.son. Brídge Arnór Ragnarsson Bridgefélag Reykjavíkur Aðaltvímenningskeppni fé- lagsins, sem er barometerkeppni með þátttöku 44 para, hófst á miðvikudaginn. Eftir fyrstu 7 umferðirnar er staðan á toppn- um þessi: Örn Arnþórsson — Guðlagur Jóhannsson 152 Ásgeir Ásbjörnsson — Jón Þorvarðarson 121 Friðrik Guðmundsson — Hreinn Hreinsson 101 Sigurður Sverrisson — Valur Sigurðsson 89 Guðmundur Arnarson — Þórarinn Sigþórsson 84 Guðmundur Sveinsson — Þorgeir Eyjólfsson 61 Gestur Jónsson — Sverrir Kristinsson 56 Björn Eysteinsson — Guðmundur Hermannsson 56 Aðalsteinn Jörgensen — Stefán Pálsson 55 Gissur Ingólfsson — Helgi Ingvarsson 52 Ásmundur Pálsson — Karl Sigurhjartarson 51 Næstu 7 umferðir verða spil- aðar nk. miðvikudag í Domus Medica kl. 19.30 stundvíslega. Bridgefélag Kópavogs Fimmtudaginn 20. janúar var spilaður eins kvöld tvímenning- ur þar sem aðeins fimm sveitir mættu til leiks, var aðalsveita- keppninni frestað. Efstir í 12 para tvímenningi urðu: Bjarni Sveinsson — Júlíus Snorrason 197 Ragnar Björnsson — Þorvaldur Þórðarson 192 Þórir Sveinsson — Jónatan Líndal 178 Meðalskor 165 Síðastliðinn fimmtudag byrj- aði svo aðalsveitakeppni félags- ins. Mættu níu sveitir, 16 spila leikir allir við alla. Eftir tvær umferðir eru þessir efstir: Sveit Stefáns Pálssonar 32 Sveit Friðjóns Þórhallssonar 27 Sveit Ármanns J. Lárussonar 23 Svein Gríms Thorarensen 23 Tafl- og bridge- klúbburinn Tvímenningur var spilaður fimmtudaginn 27. jan sl. Úrslit urðu sem hér segir: Þórður Sigfússon — Þórsteinn Erlingsson 192 Bragi Jónsson — Ingólfur Böðvarsson 191 Isak Sigurðsson — Þórður Möller 183 Aðalsveitakeppni félagsins hefst fimmtudaginn 3. feb. nk. Spilað verður að venju í Domus Medica og hefst spilamennska kl. 19.30. Þátttaka tilkynnist í síma 19622 (Auðunn) og 78570 (Guðmundur). Keppnisstjóri verður Agnar Jörgenson. Öllum er heimil þátttaka. Bridgedeild Skagfirðinga Þriðjudaginn 25. jan. var hald- ið áfram aðalsveitakeppni og er staðan að loknum fjórum um- ferðum þessi: Sveit: Stig Guðrúnar llinriksdóttur 54 Hildar Helgadóttur 51 Lárusar Hermannss.48 + fr. leikur Sveit Sigrúnar Pétursdóttur 45 Næst verður spilað þriðjud. 1. feb. klukkan 19.30 stundvíslega. Keppnisstjóri er Kristján Blöndal. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Frímerkjasafnarar Franskur kennari óskar aö kom- ast i bréfasamband við islenzka frimerkjasafnara. Skrifa má á frönsku eöa þýzku. Upplýsingar í sima 40904. kennsla Námskeið MÍR í rússnesku MÍR efnir nú í vetur til nýs nám- skeiös i rússnesku lyrir byrjend- ur. Kennarar veröa Olga og Sergei Alisjonok frá Moskvu. Námskeiösgjald kr. 200. Innritun og upplýsingar i 11. kennslu- stofu Háskóla íslands þriöjudag- inn 2. febrúar kl. 20.30. MÍR. Handverksmaður 3694-7357. S: 18675. Skattaframtal 1983 Tek að mér skattframtöl fyrlr einstaklinga. Sæki um frest. Gissur V. Kristjánsson hdl , Reykjavikurvegi 62, Hafnarfiröi. Sími 52963. Garðbæingar Óska eftir aö taka á leigu 2ja—4ra herb. íbúð. Öruggar mánaöargreiöslur og meömæli ef óskaö er. Uppi. i sima 46429. □ Gimli 59831317 = 2. Kvenfélag Keflavíkur Fundur í gagnfræöaskólanum i Keflavík, mánudaginn 31. janúar kl. 8.30. Fjölbreytt dagskrá. Grindavíkurkonur koma i heim- sókn. Stjórnin. Krossinn Samkoma i kvöld kl. 20.30 aö Alfhólsvegi 32, Kópavogi. Allir hjartanlega velkomnir. Skíðafélag Reykjavíkur tilkynnir ef veöur og færi leyfir verður skiöagöngukennsla viö Skiöa- skálann í Hveradölum, laugar- daginn og sunnudaginn frá kl. 1—3. Kennari er: Agúst Björns- son. Þátttökutilkynnlng er á skrifstofu félagsins í Skíöaskál- anum i Hveradölum. Uppl í sima 12371. Stórn Skiöafélags Reykjavíkur. Heimatrúboðið Óðinsgötu 6a Samkoma á morgun sunnudag kl. 20.30. Allir velkomnir. Fíladelfía Kaffisamsætiö hefst kl. 16.00. Opiö hús fyrir safnaöarfólk og velunnara starfsins. Fjölbreytt dagskrá. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Dagsferðir sunnu daginn 30. janúar 1. Kl. 13. Skíóagönguferð á Hellisheiöi. Skiöakennsla fyrir þá sem þess óska. Verð kr. 100. 2. Kl. 13. Vífilsfell (655 m) — Jósepsdalur. Nauöysnlegt að vera i góðum skóm og hafa brodda. Verö kr. 100. Farið frá Umferðarmiöstööinni, austanmegin. Farmiöar viö bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fulloröinna. Feröafélag Islands. UTIVISTARFERÐIR j Lækjargötu 6a, simi 14606, sím- | svari utan skrifstofutíma. Skíðaganga Sunnud. 30. jan. kl. 13.00. Leiti — Jósepsdalur. Hraöinn viö allra hæfi. Nú er hækkandi sól og enginn situr heima. Brottför frá BSi, bensínsölu. Verö kr. 150. Helgardvöl að Flúöum 11.—13. febrúar. Gist í Skjól- borg. Takmarkaður sætafjöldi. Sjáumst. raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Austur-Skaftfellingar Sjálfstæöisfélag Austur-Skaflfellinga gengst fyrir 3ja kvölda félagsvist aö Hótel Höfn fyrsta spilakvöldiö veröur sunnudaginn 30. janúar kl. 8.30. Kaffiveitingar. Góö verölaun. Allir velkomnir. Nefndin. Kópavogur Kópavogur Aðalfundur Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna veröur haldinn mánudaginn 31. janúar nk., kl. 20.30, í Sjálfstæðishús- inu aö Hamraborg 1, 3. hæö, Kópavogi. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Ræöa, Styrmir Gunnarsson, ritstjóri. — Um stjórnmálaviöhorfiö. Frjálsar umræöur. Námskeið í fundarsköpum Málfundafélagiö Óöinn heldur námskeið í fundarsköpum mánudaginn 31. janúar kl. 20. í Valhöll. kjallarasal. Leiöbeinandi veröur Margrét S. Einarsdóttir. Óðinsfélagar og aörir sjálfstaBÖismenn innan launþegastettar eru hvattir til aö nota sér þetta tækifærl. Stjórnin. Stiórn Fulltrúaráósins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.