Morgunblaðið - 29.01.1983, Síða 37

Morgunblaðið - 29.01.1983, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1983 37 Minning: Þorgerður Friðriks- dóttir Sauðárkróki Fædd 19. febrúar 1932 Dáin 22. janúar 1983 Þorgerður Friðriksdóttir, Háu- hlíð 2, Sauðárkróki, er látin, fimmtíu ára að aldri. Hún háði sitt dauðastríð í Landspítalanum í u.þ.b. tvo mánuði. Krabbamein varð henni að aldurtila. Hún sá sjálf að hverju stefndi og tók því með miklu æðruleysi. Hún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag. Hún er dóttir hjónanna Friðriks Jónssonar og Guðfinnu Þorleifs- dóttur, og bjuggu þau á Ásvalla- götu 24 í Reykjavík. Guðfinna var frá Þverlæk í Holtum. Hún lést fyrir sjö árum, en Friðrik lifir dóttur sína. Hann er Vestfirðing- ur, frá Patreksfirði, var lengi sjó- maður en síðar vörubílsstjóri. Tóta, eins og hún var oftast kölluð, ólst upp í Reykjavík við gott atlæti hjá foreldrum sínum. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1952.Giftist ung Steini Þ. Steins- syni. Hann er sonur Þorkels Steinssonar fv. lögregluþjóns í Reykjavík og Ritu Steinsson. Rita var skosk að uppruna. Hún lést fyrir sex árum. Þau Tóta og Sveinn héldu til Kaupmannahafn- ar þar sem Steinn nam dýralækn- isfræði aísjötta áratugnum. Heim- komin settust þau að á Sauðár- króki og bjuggu þar æ síðan, en Steinn þjónar sem dýraiæknir Skagafjarðarhéraði. Þau eignuð- ust fjögur börn sem eru: 1) Þor- steinn, f. 1954, viðskiptafræðing- ur, starfar hjá Fjárlaga- og hag- sýslustofnun. Kona hans er Sigur- björg Guðmundsdóttir þroska- þjálfi. 2) Finna Birna, f. 1958. Gift þeim er þetta skrifar. 3) og 4) Tví- burarnir Friðrik og Þorkell, f. 1968. Sá síðarnefndi var vanheill og hefur verið á Sólborg á Akur- eyri síðustu 10 árin. Ég, sem þetta skrifa, varð þeirr- ar gæfu aðnjótandi að kynnast þessu fólki fyrir fáum árum, og verða tengdasonur Tótu og Steins. Mér varð fljótt ljóst hvílík mann- kostahjón þetta voru. Ég kynntist líka starfi þeirra sem var erilsamt og ekki bundið við skrifstofutíma. Þáttur hennar í þeim starfa var afgreiðsla lyfja og ýmislegt fleira sem tengdist umsýslu manns Minning: „Allt sem hefur upphaf þrýtur, allt sem lifir deyja hlýtur", segir Fjallaskáldið. Ékki erum við ævinlega jafn viðbúin að mæta þessum óumdeilanlega sannleika þegar okkur finnst nærri okkur höggvið. Þannig var það líka með okkur vini og vandamenn Óskars Gíslasonar er hann lést í Land- spítalanum þann 19. þessa mánað- ar, tæplega sjötugur að aldri. Fast situr enn í minni mínu frá árunum kringum 1930 hvað mér þótti þessi ungi maður þá þegar glæsilegur, enda strax vinamarg- ur og umsetinn af æskufólki stað- arins. Óskar var bæði bráðþroska og ósérhlífinn og fyrir þær sakir oft ætlað meira af óviðkomandi en eðlilegt hefði verið. Þegar nýja Skálholt, hús foreldra hans, var byggt á árunum 1925—6, bar hann, án vitundar foreldra sinna, grjót á handbörum heilu dagana aðeins 12 eða 13 ára að aldri á móti fullorðnum karlmönnum. Var hann þannig alla tíð sérlega viljugur og hamhleypa til starfa að hverju sem hann gekk. Innan við tvítugt hóf hann nám við Verslunarskólann en hugnað- hennar. Veit ég að margir bændur og aðrir sem við hana áttu erindi munu sakna hennar og hins hlýja viðmóts og kurteisi sem hún sýndi öllum. Starf hennar var ekki þess eðlis að þess verði getið í annálum. Hún hefði eflaust við aðrar aðstæður getað unnið störf þar sem hæfi- leikar hennar og gáfur hefðu notið sín betur. En fólk eins og hún leit- ar ekki gæfunnar í fjölda nefnda eða klúbba, kemst jafnvel ekki í símaskrár, hvað þá embætt- ismannatöl. En það gerir oft til- veruna ríka og skáldlega. Það er hluti af íslendingasögum sem lík- lega verða þó aldrei skráðar. Tóta var ein af þessum hljóðu íslend- ingum sem gott er að hafa kynnst. Einlægni hennar og velvilji í minn garð og fjölskyldu minnar líður mér ekki úr huga. Hún vandaði allt sem hún gerði. Hún var listræn og hafði afar næmt auga, unni því sem fagurt er. Hún saumaði mjög vandaðan útsaum en flíkaði því ekki. Hún var náttúruunnandi og sóttist eft- ir útiveru á sumardögum. Mér eru minnisstæðar gönguferðir með henni og fjölskyldu hennar um fáfarnar slóðir í dölum Skaga- fjarðar. Það var ekki endilega feg- urð eyja eða hrikaleiki fjalla sem vakti athygli hennar, heldur hið smáa og fíngerða; litir grasa eða þytur í laufi. Gleði hennar var „heilust og dýpst við það smáa“. Hún var fíngerð sjálf og viðkvæm eins og sumarblómin. Steinn Steinsson var henni góður eigin- maður. Heimili þeirra var fagurt. Ég veit að hjónaband þeirra var hamingjusamt þó að raunir steðj- uðu að fjölskyldunni vegna van- heilinda yngsta sonarins, Þorkels. Hún var orðvör manneskja og laus við allt tildur og hégóma. Gerði sér ekki mannamun. Aldrei tranaði hún sér fram og ekki sótt- ist hún eftir margmenni. Var hún þó höfðingi heim að sækja. Það var reisn yfir henni og hátíðleika- blær en aldrei grámygla hvers- dagsins. Margar glaðar stundir átti ég á heimili hennar. Föður Tótu, þeim sómamanni, Friðriki Jónssyni, sem nú sér á bak einkabarni sínu, votta ég sam- úð mína. Einnig eiginmanni henn- ist það ekki er fram í sótti, heldur sneri sér að siglingafræðum og gerðist skipstjóri á mótorbát, er hann var með í tvær vertíðir. Óskar kvæntist árið 1934 eftir- lifandi konu sinni, Láru Ágústs- dóttur úr Reykjavík. Eignuðust þau þrjár dætur sem allar eru giftar: Ernu, konu Kára Óskars- sonar múrarameistara, eru þau búsett í Kópavogi, Hrefnu, búsetta vestanhafs, sem er gift John Minner, og Ágústu, eiginkonu Ernst Kettler, kvikmynda- gerðarmanns, en þau eru búsett í Breiðholti. Óskar er fæddur í Vestmanna- eyjum hinn 6. mars 1913 og voru foreldrar hans þau merku hjón Gísli Magnússon og Sigríður Ein- arsdóttir í Skálholti. Var hann næstelstur sex systkina. Eftir að hann hætti með mót- orbát þann er að ofan getur, gerð- ist hann skipstjóri hjá föður sín- um á vélskipinu Garðari og síðar Álsey, aðallega þó við síldveiðar, og það allt fram að stríðsárum er hann tók að sigla með fisk til Bretlands yfir hið geigvænlega hættusvæði, er mörgum varð að aldurtila. Þeim siglingum hélt ar, afkomendum og öðrum sem hún var kær. Sjálfur mat ég hana æ meir, því betur sem ég kynntist henni. Baldur Hafstað I dag verður útför frændkonu minnar Þorgerðar Friðriksdóttur gerð fra vossvogskirkju. Fréttin 'm að hún hefði látist í Landspítalanum að morgni hins 22. janúar kom mér ef til vill ekki alveg á óvart þó að von mín og bæn hafi verið sú að hún mætti ná heilsu á ný. Það eru ávallt þung spor að fylgja vinum sínum á besta aldri til grafar. En hvað er góður aldur? Það er spurning sem erfitt er að svara. Nú sem endranær er það svo að mennirnir ákveða en Guð ræður. Tóta, eins og hún var kölluð af flestum vinum sínum, var fædd hér i Reykjavík 19. febrúar 1932 og ólst hér upp sín bernsku- og ungl- ingsár hjá foreldrum sínum, hjón- unum Guðfinnu Þorleifsdóttur og Friðrik Jónssvni bifreiðarstjóra sem býr nú á Asvallagötu 24. Hún var einkabarn foreldra sinna og eins og að líkum lætur naut hún mikillar ástar og umhyggju þeirra beggja í uppvexti sínum og alla tíð meðan bæði lifðu, en Guðfinna lést 1975 treguð af öllum sem kynntust henni. Eftir sem áður var Tóta yndi og eftirlæti föður síns sem hann fékk endurgoldið frá henni og fjölskyldu hennar með kærleika þeirra og umhyggju. Hann á nú dýran sjóð góðra minn- inga sem eru honum huggun nú á þessum sorgardögum. Á bernsku- heimili hennar bjó fullorðinn maður, Þorsteinn Guðmundsson að nafni, fór vel á með þeim og naut hún margs góðs frá honum og hann frá henni. Lét hún elsta son sinn bera nafn hans og segir það sína sögu. hann svo áfram til ársins 1946, er hann sneri sér aftur að síldveiðun- um. Þá var hann árið 1948 ráðinn skipstjóri á nýsköpunartogarann Bjarnarey, er Bæjarútgerð Vest- mannaeyja þá gerði út. En sú út- gerð átti sér því miður ekki langan aldur. Árið 1951 er Óskar svo ráðinn sem forstjóri fyrir Hraðfrystistöð Vestmannaeyja og þeim starfa gegndi hann næstu ellefu árin. Eftir það veitti hann forstöðu sameiginlegri skrifstofu hrað- frystihúsanna í Eyjum, eða til árs- ins 1965 þegar hann var ráðinn forstjóri útibús Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins í Vest- mannaeyjum. Þessu starfi gegndi Góðar minningar eru tengdar æskuheimili Tótu, þar var gott að koma, ávallt átti ég þar vinum að mæta er viku góðu að mér í einu og öllu. Lærdómsríkar og þrosk- andi voru sumarstundirnar þegar hún ásamt okkur fleirum frænd- systkinum kynntumst íslenska sveitalífinu, náttúrunni, mannlíf- inu og lífsviðhorfunum sem höfðu sín góðu áhrif á okkur öll, á bernskuheimili mæðra okkar að Þverlæk í Holtum. Það kom því eins og af sjálfu sér að Tóta hefur alla tíð staðið mér nærri þó að fjarlægðin okkar á milli hin sfðari ár hafi valdið því að samverustundirnar urðu færri en við báðar hefðum viljað. Tóta lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1952. Eflaust hefur framtíð henn- ar að nokkru verið ráðin þá því á jólum 1953 giftist hún skólabróður sínum Steini Þ. Steinssyni og með honum hélt hún ótrauð út í lífið umvafin kærleika hans frá þeim degi til hennar hinsta dags. Þau settust að í Danmörku um nokkurra ára bil þar sem Steinn stundaði nám í dýralækningum. Hún sótti tíma í sálarfræði í Kaupmannahafnarháskóla eftir því sem tími leyfði frá því að gæta bús og barna sem hún gerði af stakri prýði. Á heimili þeirra var gott að koma og nutum við hjónin þar margra gleðistunda sem eru okkur ógleymanlegar. Þau komu heim að námi loknu með börnin tvö, Þorstein við- skiptafræðing sem búsettur er í Hafnarfirði, kona hans er Sigur- björg Guðmundsdóttir og eiga þau tvö börn, og Finnu Birnu sem einnig á tvö börn, hún býr á Sauð- árkróki með manni sínum Baldri Hafstað. Haustið 1960 fluttu þau til Sauðárkróks er Steinn varð héraðsdýralæknir í Skagafirði. Þar fæddust 1968 tvíburabræð- urnir Friðrik og Þorkell. Á Sauðárkróki undu þau hjónin hag sínum vel og síðari árin hafa þau átt margar gleðistundir í samvistum við hina stórbrotnu náttúrufegurð Skagafjarðar sem engan lætur ósnortin sem kynnst hefur. Þær stundir voru ofarlega í huga Tótu og minntist hún á þær og þau hughrif sem þær skildu eft- ir, við mig stuttu fyrir andlát sitt. Að leiðarlokum leita á hugann minningar um góða, hógværa og trygglynda konu sem gott var að þekkja. Henni fylgja góðar bænir fjölskyldu okkar, með þakklæti fyrir samvistir og vináttu fyrr og síðar. hann um sautján ára skeið, eða þar til hann varð að hætta því sökum veikinda. Ekki gat Óskar þó með öllu sagt skilið við sjóinn heldur keypti sér á efri árum lítinn vélbát, sem hann skrapp á til veiða í frístund- um sínum. En til hvers nú að vera að telja upp öll þessi störf, er maðurinn hafði með höndum? Það er ein- ungis til þess gert að sýna að hann bjó yfir verðmætum hæfileikum sem urðu alþjóð að notum. Og því skyldum við ekki reyna að meta að verðleikum kosti þess fólks, sem samleið á með okkur á lífsbraut- inni? Enn er þó ótalinn sá kostur Óskars Gíslasonar er ég mat öll- um öðrum meir — en það var hans góða hjartalag — kostur sem aldrei um alla eilífð verður metinn til fjár. Þau hjónin Óskar og Lára bjuggu allan sinn búskap í Vest- mannaeyjum fyrir utan örfáa mánuði eftir að þau giftust, en þann tíma voru þau í Reykjavík. í Eyjum áttu þau lengst af heima í húsinu Sólhlíð 3, er þeir reistu saman Óskar og faðir hans. Ekki mátti þessi ágæti mágur minn til annars hugsa en að jarð- neskar leifar hans fengju þar leg í mold er hann hafði lifað öll sín æsku- og manndómsár — á eyj- unni hans fögru. Með þessum línum fylgja inni- legustu samúðarkveðjur okkar hjónanna til Láru og dætranna. Sigurður Guttormsson „„Dáinn, horfinn!" — Marmafrogn! Iflvílíkt orð mig dvnur yfir! En éff veit að látin.n lifir; það er huggun harmi gegn.“ Friðrik, Steinn og börn. Ég og fjölskylda mín biðjum ykkur allr- ar blessunar Guðs, huggunar og friðar. Hann helgi minninguna um góða konu. Stína I dag kveðjum við kæra vinkonu og skólasystur. Tóta var fædd í Reykjavík, dóttir hjónanna Guð- finnu Þorleifsdóttur og Friðriks Jónssonar. Hún var einkabarn foreldra sinna og ólst upp við mik- ið ástríki þeirra. Við minnumst skólaáranna í Menntaskólanum í Reykjavík með Tótu, sem alltaf var hinn góði, glaði félagi og æskuheimilis hennar á Ásvalla- götunni, þar sem hógværðin og góðleikinn ríkti. — Þar var gott að koma. Tóta giftist skólabróður sínum, Steini Þ. Steinssyni. Þau bjuggu sín fyrstu búskaparár í Kaup- mannahöfn, þar sem hann var við nám í dýralækningum, en síðan á Sauðárkróki, þar sem hann gerðist héraðsdýralæknir. Þau eignuðust fjögur börn, þrjá syni og eina dóttur. Tóta og Steini voru mjög samhent hjón jafnt í gleði og sorg. í nóvember sl. var Tóta lögð helsjúk inn á Landspítalann, þar sem hún háði svo sitt dauðastríð af hetjulund og Steini vék vart frá sjúkrabeði hennar. Tóta var hin góða húsmóðir, eig- inkona og móðir. Hún undi sér bezt á heimili sínu, sem bar snyrtimennsku hennar og vand- virkni fagurt vitni. Hugljúf og góð, þannig mun Tóta lifa í minningu okkar og við þökkum henni samfylgdina og biðjum henni guðsblessunar. Steina og börnunum sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur svo og Friðriki föður hennar. „Drottinn gef þú dánum ró og hinum líkn sem lifa.“ Unnur, Stella, Níní Qpið bréf frá SDÍ: Forðagæslu- mönnum verði veitt fulltingi SAMBAND dýraverndunarfélaga fs- lands hefur fyrir skömmu sent öllum bæjarstjórum landsins, oddvitum og borgarstjóranum í Reykjavík, bréf, þar sem gerð er að umtalsefni nauð- syn bættrar umhirðu á búfénaði landsmanna. Hefur SDÍ sent blöðum og öðr- um fjölmiðlum afrit af þessu bréfi sem undirritað er af for- manninum, Jórunni Sörensen, en þar segir m.a. á þessa leið: „Á hverjum vetri berast SDl fjölmargar kvartanir og kærur vegna lélegrar — jafnvel engrar — fóðrunar búfjár, auk margs konar vanhirðu. Virðist. forða- gæslumönnum oft á tíðum reynast mjög erfitt að knýja fram viðun- andi úrbætur, þannig að sömu mönnum líðst alls konar draslara- gangur, að maður tali ekki um hrein lögbrot, gagnvart skepnum sínum ár eftir ár. Þetta er stjórn SDÍ mikið áhyggjuefni og hefur hún í mörg ár leitað leiða til úr- bóta. Því biðjum við þig að veita forðagæslumanninum fulltingi við framkvæmd forðagæslulaganna þannig að búfé líði ekki fyrir fóð- urskort og vanhirðu í sveit þinni." I því sambandi minnum við einnig á 2. gr. laga um dýravernd er hljóðar þannig: „Öllum þeim, sem eiga dýr eða ráða yfir þeim að öðru leyti eða hafa umsjá með dýrum fyrir eig- anda þeirra eða annan rétthafa, er skylt að sjá um, að dýrin fái nægi- legt vatn og fóður við sitt hæfi og viðhlítandi umhirðu. Eiganda eða öðrum rétthafa er skylt að sjá dýrum fyrir hæfilegum vistarver- um (geymslustað, vörzlustað), skjólgóðum og rúmgóðum, enda er skylt að ræsta slíka staði með við- unandi hætti." Með bestu kveðjum f.h. stjórnar SDÍ Jórunn Sörensen. Óskar Gíslason Vestmannaegjum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.