Morgunblaðið - 19.02.1983, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1983
27
Þurrkun
— eftir dr. Jón
úttar Ragnarsson
Enda þótt þurrkun sé ein elsta
vinnsluaðferð mannkynsins,
e.t.v. sú elsta, er hún ein af fáum
slíkum sem hafa verið endur-
reistar á síðari árum, ef svo má
að orði komast.
Talið er að þurrkun sé upprunn-
in í heitum og þurrum löndum þar
sem maðurinn gerði snemma þá
uppgötvun að dýraskrokkur skil-
inn eftir á víðavangi geymdist
ótrúlega vel.
Maðurinn vissi ekki þá hvers
vegna matur skemmdist. Hann
hafði ekki hugmynd um að með
því að þurrka fæðuna kemur
hann í veg fyrir að örverur geti
tímgast vegna vatnsskorts.
Þurrkun er talin eldri en sið-
menningin sjálf og er þá miðað
við að hún hefjist þegar maður-
inn tekur upp fasta búsetu (sum-
ir telja að siðmenningin sé mun
eldri en það).
Dæmi um þurrkaðar afurðir
eru t.d. rúsínur og gráfíkjur sem
voru þekktar þegar á dögum
biblíunnar og raunar miklu fyrr,
t.d. í Mesopotamíu hinni fornu.
En þótt sólþurrkun sé ævaforn
aðferð voru þurrkarar ekki smíð-
aðir fyrr en á síðari öldum og eig-
inlegir vélþurrkarar ekki fyrr en í
kjölfar iðnbyltingarinnar á 19. öld.
Talið er að í fyrsta skipti sem
fæða var vélþurrkuð í stórum
stíl til manneldis hafi verið í
Ástralíu árið 1890. Eftir það
tóku Bandaríkjamenn smám
saman forystuna.
Þurrkun á íslandi
í heitum löndum tekur sól-
þurrkun matvæla, t.d. garð-
ávaxta u.þ.b. 3—4 daga. Hér á
landi er sólþurrkunin miklu
hægvirkari aðferð, getur tekið
vikur, jafnvel mánuði.
í rauninni er það undravert að
í jafn votviðrasömu landi hafi
sólþurrkun yfirleitt verið fram-
kvæmanleg. í reynd var hún ein
af okkar mikilvægustu vinnslu-
aðferðum.
Það var ekki aðeins heyið sem
var látið þorna úti við, í sól eða
sólarleysi eftir atvikum, heldur
var skreiðin ein helsta fæða og
úflutningsafurð landsmanna um
aldabil.
Margir virðast álíta að vélþurrk-
ari sé afar flókið tæki, en það er
öðru nær. Til þess að búa til þurrk-
ara þarf ekki annað en hitara,
blásara og þurrt loft.
Blásarinn sogar loftið inn í
hitarann og blæs því áfram yfir
fæðuna. Því betri snerting sem
er á milli lofts og fæðu þeim
mun örari er þurrkunin.
Hér verða aðeins tekin þrjú
dæmi um þurrkara. í fiskiðnaði
er hverfiþurrkarar (sjá mynd)
notaðir við þurrkun á fiskimjöli.
Kemur mjölið inn öðrum megin
en loftið hinum megin.
í mjólkuriðnaði eru úðaþurrk-
arar notaðir til að framleiða
þurrmjólk og undanrennuduft.
Vökvanum er úðað inn í þurrk-
arann og þorna droparnir á sek-
úndubroti.
Ný gerð þurrkara eru frost-
þurrkarar en hér er fæðan fyrst
fryst og síðan er ísinn látinn
gufa upp í frostþurrkaranum.
Með þessari aðferð má fá mikil
gæði.
Framtíð þurrkunar
Þurrkun hefur marga kosti fram
yfir aðrar vinnsluaðferðir. Með því
að fjarlægja vatnið sparast t.d.
miklir fjármunir við flutninga á
fæðunni á markað.
Hitt er þó meira um vert að
þurrkaður matur getur enst mán-
uðum eða árum saman án þss að
hann taki orku eða rúm í kæliskáp
eða frystikistu. Er það mikill
sparnaður.
Vandinn er sá að þurrkun
veldur talsverðum útlitspjöllum
á mörgum matvælum. Auk þess
er oft erfitt að væta þurrkuð
matvæli upp eftir vinnsluna.
Á seinni árum hefur áhugi á
þurrkun aukist á nýjan leik, ekki
síst í þróunarlöndum þar sem
kostnaður við að koma upp kæli-
og frystikerfum er mikill.
I’urrkuð matvæli
Þau matvæli sem einkum eru
þurrkuð eru ýmsir vökvar, t.d.
mjólk (þurrmjólk), undanrenna
(undanrennuduft) og kaffi (kaffi-
FÆDA
OG
HEILBRIGEM
Þessi grein er í sérstök-
um greínaflokki sem
fjallar um vinnslu mat-
væla. Þessi grein er sú
þriðja í röðinni.
duft). Auk þess er t.d. krydd og te
ávallt þurrkuð.
Enda þótt þurrkaðar afurðir
séu ekki afgerandi liður á mark-
aðnum eru þær engu að síður
snar þáttur í mataræði okkar,
t.d. nær allur mjölmatur, ýmsar
pakkavörur og þurrkaðir ávext-
ir.
Skreiðin er að vísu ekki sá bú-
hnykkur sem hún var í eina tíð,
en hún er engu að síður ennþá
mikilvæg útfluningsvara og
harð- og bitafiskur er vinsæll
innanlands.
Lokaorð
Þurrkun verður seint sú und-
irstöðugrein sem margir mat-
vælafræðingar hafa vonað. Engu
að síður er hún mikilvæg
vinnsluaðferð og vegur hennar
fer heldur vaxandi.
Helust kostir hennar eru þeir
að hún stöðvar alla örveruvirkni
og þar með örveruskemmdir í
matvælum. Auk þess verður
fæðan margfalt auðveldari í
flutningum.
Á hinn bóginn er enn langt í
land að öll þau vandamál sem
þurrkunin skapar í sambandi við
bragð og útlit hafi verið leyst.
Fara miklar rannsóknir fram á
þessum þáttum.
Bridge
Arnór Ragnarsson
Bridgefélag
Reykjavíkur
Nú er lokið 30 umferðum af 43
í aðaltvímenningskeppni félags-
ins og er útlit fyrir hörkubaráttu
um efstu sætin. Staða efstu para
er nú þessi:
Jón Baldursson —
Sævar Þorbjörnsson 291
Sigtryggur Sigurðsson —
Stefán Guðjohnsen 273
Aðalsteinn Jörgensen —
Stefán Pálsson 267
Jón Ásbjörnsson —
Símon Símonarson 253
Hjalti Elíasson —
Jakob R. Möller 240
Hermann Lárusson —
Ólafur Lárusson 234
Esther Jakobsdóttir —
Erla Sigurjónsdóttir 226
Guðmundur Arnarson —
Þórarinn Sigþórsson 221
Sigurður Sverrisson —
Valur Sigurðsson 216
Ásmundur Pálsson —
Karl Sigurhjartarson 208
Guðlaugur Jóhannsson —
Örn Arnþórsson 200
Næstu 7 umferðir verða spil-
aðar nk. miðvikudag í Domus
Medica kl. 19.30 stundvíslega.
Bridgedeild
Skagfirðinga
Þriðjudaginn 15. febrúar lauk
aðalsveitakeppni deildarinnar. í
siðustu umferð spiluðu tvær
efstu sveitirnar innbyrðis og
lauk þeim leik með sigri sveitar
Guðrúnar Hinriksdóttur gegn
sveit Lárusar Hermannssonar
19—1. Auk Guðrúnar spiluðu
Ármann Lárusson, Bjarni Pét-
ursson, Haukur Hannesson,
Ragnar Björnsson og Sævin
Bjarnason.
sveit stig
Guðrúnar Hinriksdóttur 129
Lárusar Hermannssonar 117
Tómasar Sigurðssonar 101
Sigmars Jónssonar 96
Baldurs Ásgeirssonar 93
Þá var spiluð stutt tvímenn-
ingskeppni með rúbertuformi,
efstir urðu:
Jón Hermannsson —
Ragnar Hansen 16
Sigurður Sigurjónsson —
Sveinn Sveinsson 12
Sævin Bjarnason —
Ármann Lárusson 11
Næsta þriðjudag mæta félagar
í Bridgefélagi Keflavíkur til ár-
legrar keppni milli félaganna.
Spilað verður í Drangey, Síðu-
múla 35 að þessu sinni.
Bridgefélag
Selfoss og
nágrennis
Úrslit í einmenningskeppninni
(firmakeppninni), sem lauk 27/1
1983.
Vilhjálmur Þ. Pálsson —
(Þórður Árnason 127 stig) 332
Leif Österby —
(109) 302
Gunnar Þórðarson —
(Sundhöll Selfoss 77) 300
Kristmann Guðmundsson —
Fossnesti 105) 300
Þorvarður Hjaltason —
(Stefnir hf. 114) 298
Þórður Sigurðsson —
(Vélgrafan sf. 67) 295
Gestur Haraldsson —
(Ljósmst. Hauks Gíslas. 93) 288
Friðrik Larsen —
(Fossvélar hf. 106) 287
Hrannar Erlingsson —
(Suðurgarður hf. 79) 283
Brynjólfur Gestsson —
( Rafveita Selfoss 98) 283
Lokastaðan í GÁB-barómet-
ernum: 9.12. 1983.
Gunnar — Kristján 194
Vilhjálmur — Sigurður 165
Sævar — Gísli 129
Sigfús — Kristmann 105
Páll — Leifur 76
Þorvarður — Sigurður 69
Larsen — Grímur 67
Einar — Gísli 64
Jónas — Kristján 64
Eygló — Valey 52
Bridgefélag
Selfoss
Önnur umferð aðalsveita-
keppni Bridgefélags Selfoss og
nágrennis var spiluð fimmtu-
daginn 10. febrúar og urðu úrslit
leikja þessi:
Sveit Brynjólfs Gestssonar
— Suðursveit 9—11
Sveit Þórðar Sigurðssonar
— Sigga 20- 2
Sveit Ragnars Óskarssonar
— Valeyjar Guðmundsdóttur4—16
Sveit Hrannars Erlingssonar
— Páls Árnasonar 10—10
Sveit Sigfúsar Þórðarsonar
— Gunnars Þórðarsonar 18— 2
Sveit Jóns B. Stefánssonar
— Stefáns Garðarssonar 17— 3
Staða efstu sveita að loknum 2
umferðum:
Sveit Þórðar Sigurðssonar 40
Sveit Sigfúsar Þórðarsonar 38
Sveit Páls Árnasonar 30
Suðursveit. 30
Sveit Brynjólfs Gestssonar 24
Sveit Jóns B. Stefánssonar 18
Þriðja umferð keppninnar var
spiluð fimmtudaginn 17. febrú-
ar.
Suðurlandsmótið í
sveitakeppni
Suðurlandsmótið i sveita-
keppni fór fram á Hvolsvelli
helgina 11.—13. febrúar sl. með
þátttöku 15 sveita. Mótið var
mjög jafnt og spennandi allan
tímann og það var ekki fyrr en í
síðustu umferðinni sem úrslitin
réðust.
Lokastaða mótsins varð þessi:
Sveit Gunnars Þórðarsonar, B.S. 231
(Gunnar Þórðarson, Kristján M.
Gunnarsson, Valgarð Blöndal og
Auðunn Hermannsson.)
Sveit Leifs Österby, B.S. 224
(Leif Österby, Brynjólfur Gestsson,
Halldór Magnússon og Haraldur
Gestsson.)
Sveit Sigfúsar Þórðarsonar, B.S. 214
(Sigfús Þórðarson, Kristmann Guð-
mundsson, Kristján Jónsson, Jónas
Magnússon, Vilhjálmur Pálsson og
Jón Hauksson.)
Það urðu því sveitir Gunnars
Þórðarsonar og Leifs österby
sem unnu rétt til þátttöku á ís-
landsmóti.
"TELEX FRR Í5LENSKR SJÓNVRRPINU.
ÞEIR ERU RÐ BJÖDR OKKUR EITTHVRÐ SEM
ÞEIR KRLLR KVÖLDSTUNO i NEÐRI OEILD"