Morgunblaðið - 19.02.1983, Síða 33

Morgunblaðið - 19.02.1983, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1983 33 Júmbó-matvælaiðjan hf. í nýtt húsnæði: Veruleg aukning varð í fram- leiðslu í fyrra JÚMBÓ-raatvælaiðjan hf. flutti um síðustu áramót starfsemi sína að Kársnesbraut 124 í Kópavogi, að sögn Péturs Sveinbjarnarsonar, sem sagði fyrirtækið vera orðið eitt stærsta hér á landi í framleiðslu á svonefndum „skyndibita réttum“. „Það varð veruleg aukning á framleiðslu fyrirtækisins á síð- astliðnu ári og í dag eru fram- leiddir undir vörumerki Júmbó 15 tegundir skyndirétta, m.a. kaldar og heitar samlokur, langlokur, hamborgar og pizzur svo eitthvað sé nefnt," sagði Pétur ennfremur. Framkvæmdastjóri Júmbó- matvælaiðjunnar hf. er Guðvarð- ur Gíslason, matreiðslumeistari, sem er á meðfylgjandi mynd með hluta framleiðslunnar. Janúar — október 1982: Utlán fjárfestingar- lánasjóða jukust um 51,15% milli ára HEILDARÚTLÁN fjárfestingarlánasjóða fyrstu tíu mánuði sl. árs námu 1.179 milljónum króna, borið saman við 780 milljónir króna á sama tíma árið 1981. Aukning útlánanna er því liðlega 51,15% milli ára. fbúðalán til einstaklinga námu fyrstu tíu mánuðina á síðasta ári um 462 milljónum króna og höfðu aukizt úr 267 milljónum króna á sama tíma árið á undan. Aukn- ingin milli ára er því liðlega 73%. Heildarlán til fyrirtækja námu fyrstu tíu mánuði sl. árs um 621 milljón króna, samanborið við 458 milljónir króna á sama tíma árið 1981. Aukningin milli ára er því tæplega 35,6%. Af fyrirtækjum var mest lánað til sjávarútvegsfyrirtækja eða um 277 milljónir króna, borið saman við 203 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Aukningin þar á milli ára er því liðlega 36,45%. Til iðnaðarfyrirtækja var lánað samtals 156 milljónir króna, borið saman við 121 milljón króna á sama tíma á árinu 1981. Aukning- in milli ára er því 28,93%. Jón B. Stefánsson ráðinn starfsmanna- stjóri hjá Eimskip JÓN B. Stefánsson hefur verið ráðinn starfsmannastjóri Eimskipafélags íslands í stað Guðmundar Halldórssonar, sem tekið hefur við forstöðu markaðsskrifstofu Eimskips í Hollandi. Jón B. Stefánsson hefur lokið prófi frá Kennaraskóla íslands og íþróttakennaraskóla fslands, auk þess sem hann hefur sótt ým- is námskeið í Bandaríkjunum, Noregi og víðar á sviði mennta- og félagsmála, að því er segir í nýjasta fréttabréfi Eimskips. Á árunum 1975—1978 var Jón æskulýðsfulltrúi Selfosshrepps, en hefur frá árinu 1978 verið fé- lagsmálastjóri Selfoss. í því starfi hefur Jón tekið virkan þátt í félagsmálum á Selfossi. Hann hafði auk þess umsjón með íþróttafréttum Sjónvarpsins um tveggja ára skeið. Jón mun hafa yfirumsjón með starfsmanna- málum vöruafgreiðslunnar og skrifstofunnar, segir ennfremur í fréttabréfinu. Fræðsluþættir frá Geðhjálp Batahorfur sjúklings Spurt er: „Hvenær er geðsjúkl- ingur talinn vonlaus og hvað er þá gert?“ Þessari spurningu er mjög erf- itt að svara svo vel sé, þar sem fólk leggur misjafna merkingu í hugtakið „vonlaus". Orsakir og þróun geðsjúkdóma eru mismun- andi og getur í sumum tilfellum orðið erfitt að segja til um, hve- nær batahorfur sjúklingsins eru litlar eða engar. Markmið geðheilbrigðisþjón- ustu er að veita öllum þeim ein- staklingum sem til hennar leita þá þjónustu er þeir þurfa á að halda og mögulegt er að veita. Hér á landi hefur aðstaða til geðlækninga breyst mjög til batnaðar síðasta áratuginn. Um- önnun og meðferð geðsjúklinga er háð þeim viðhorfum sem ríkj- andi eru á hverjum tíma í þjóð- félaginu. EF viðhorfin gagnvart sjúklingunum eru jákvæð, opnast fleiri möguleikar fyrir þá og starfsaðstæður eru bættar. Þetta hefur sínar víxlverkanir í för með sér. Um leið og starfsliði finnst starf þess metið að verð- leikum, fyllist það bjartsýni og leggur sig fram um að reyna að ná eins góðum árangri og hægt er. Viðhorf starfsliðs, sem starf- ar með geðsjúklinga, hefur mikla þýðingu. Afturbati hjá mörgum er hægur, tekur langan tíma og krefst mikillar þolinmæði. Oft er framför í byrjun meðferðar, síð- an kemur bakslag og eftir lang- an tíma verða e.t.v. framfarir aftur. Mörgum þykir erfitt að sjá ekki árangur af starfi sínu fyrr en eftir marga mánuði eða jafnvel ár. Stefnan hér á landi hefur verið sú að hvetja starfs- fólk til þess að missa ekki móð- inn og trúna á einstaklinginn ef illa gengur, heldur að endur- skoða þær starfsaðferðir sem í gangi eru og breyta þeim, en gef- ast aldrei upp þar til einstakl- ingurinn hefur náð bestu mögu- legu heilsu. Á undanförnum árum hafa orðið miklar framfarir í meðferð geðsjúkra og batahorfur aukist. Til dæmis þurfa langdvalar geð- sjúklingar ekki að tilheyra þeim hópi sjúklinga sem taldir eru ólæknandi þar sem þess eru dæmi, að geðsjúklingar hafa út- skrifast eftir áratuga dvöl á sjúkrahúsi. Sé orsök geðsjúk- dómsins lífeðlisleg, t.d. heila- skemmd, getur verið rétt að leggja aðaláherslu á að viðhalda þeirri starfsgetu sem fyrir hendi er. Þar með er ekki sagt, að við- komandi einstaklingur sé von- laus, heldur má ekki gera meiri kröfur til hans en hann getur staðið undir án þess að hann fyllist vonleysi. Of miklar kröfur geta verið jafn skaðlegar og of litlar og því er best að stilla kröfunum í hóf, en meta ástand hvers sjúklings fyrir sig og þarf- ir hans fyrir umönnun og með- ferð. Þórunn Pálsdóttir fersUb\oro. ® afsv°no Qróðor6os> oy Istaðoo'T': etat.d. ^''ðsS^^oana sWr’ð!elrWoroa- '?69 staettve'®'á 150 kt. Ha&"diNpa Gróöu LYKILLINN AÐ VANDAÐRI LITPRENTUN MYNDAMÓT HF.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.