Morgunblaðið - 10.03.1983, Side 31

Morgunblaðið - 10.03.1983, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1983 31 Viljum ekki láta líta á okkur sem plágu Þessar glæsilegu stúlkur úr Kópavogi komu niður á Morgun- blað, hundóánægðar með „niðrandi og villandi" frásögn Morgunblaðs- ins af unglingaráðstefnunni á laug- ardaginn. Á baksíðu Morgunblaðs- ins á sunnudaginn stóð í mynda- texta að fjallað væri um vandamál unglinga á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er rangt," sögðu þær. „Það var verið að fjalla um málefni ungl- inga í Kópavogi. Það er alltaf verið að tala um þetta svokallaða „ungl- ingavandamál", en það er það nafn sem fullorðnir eru gjarnir á að gefa því sem við köllum einfaldlega „málefni" okkar. Með því að tala sífellt um „vandamál" er verið að líta á okkur sem plágu, og við eigum erfitt með að sætta okkur við það.“ í textanum var einnig talað um það að þeir unglingar sem stæðu að ráðstefnunni væru margir hverjir þeir sömu og kæmu saman á Hall- ærisplaninu um helgar. Þetta töldu stúlkurnar að væri aukaatriði, og til þess eins fallið að gera lítið úr vinnu þeirra á ráðstefnunni. Eitt atriði enn í myndatextanum vildu stúlkurnar gera athugasemd við. Sagt var að allir fullorðnir hafi orð- ið að yfirgefa ráðstefnuna eftir að flutningi inngangserinda var lokið. „Þetta er alrangt," sögðu stúlkurn- ar, „það var enginn rekinn út, held- ur fóru þeir fullorðnu einfaldlega." Þessir ákveðnu fulltrúar unglinga í Kópavogi heita frá vinstri talið í efri röð: Halldóra Ingþórsdóttir, Þórdis Ingadóttir og Ragna Sæmundsdóttir. f neðri röð frá vinstri eru Elína Smáradóttir, Hólmfríður Ólafsdóttir og María Lea Guðjóns- dóttir. Flugleiðir draga í efa í auglýsingu í Morgunblaðinu í gær að efri kúplingsdæla í SAAB 99 fáist í Cannes í Frakklandi. Að athuguðu máli segjum við: RUGL Metnaður SAAB liggur í því að búa til bíla með lága bilanatíðni og reynslan sýnir að það hefur tekist - hins vegar verður aldrei komið alveg í veg fýrir bilanir, - og lendi SAAB- eigandi í þeirri aðstöðu að þurfa efri, nú eða neðri kúplingsdælu - hvort heldur er í Cannes eða annarsstaðar í Evrópu þá er það minnsta mál í heimi því það eru milli 12 og 1300 SAAB verkstæði og þjónustuaðilar víðsvegar um Evrópu til þjónustu reiðubúnir á stundinni. POGETUR AffiGGJULAUS FARIÐ MEÐSAAB-INN HNNTIL EVFCPU Rugleiðum óskum við alls hins besta, með kúplingsdælukveðjum TÖGCUR HR SAAB UMBOÐÍÐ BÍLDSHÖFÐA 16, SÍMI 81530

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.