Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 1
Sunnudagur 20. marz. - Bls. 49-96. HEIMILIS- TÖLVUR Fjölmargar tegundir eru framleiddar af tölvum og eru möguleikarnir margbreytilegir — Verð fer eftir því hversu mikið er keypt af aukahlutum il skamms tíma hefur tölvutæknin aðeins verið málefni fárra út- valdra og í augum flestra talist til ein- hvers konar hávísinda, ofar skilningi hins venjulega manns og jafnvel öllum skilningi ofar. Á síðustu árum hefur ör- tölvutækninni hins vegar fleygt svo ört fram hvað varðar fram- leiðsluhagkvæmni flókinna tölvu- hluta, að hinn venjulegi launa- maður getur nú hæglega komist yfir tölvu fyrir mánaðarkaupið og kannað leyndardóma hennar að vild. En hvað kostar þá góð heimil- istölva? Þessari spurningu er ekki auðvelt að svara í eitt skipti fyrir öll — fjölmargar tegundir eru framleiddar af tölvum og eru möguleikarnir sem þær gefa margbreytilegar. Endanlegt verð fer líka eftir því hversu mikið er keypt af aukahlutum með tölvunni en sumir þeirra s.s. prentarar og diskettustöðvar eru tiltölulegar dýrir. Vel er hins vegar hægt að komast af með tölvuna eins og segulband, auk sjónvarps. Þá bæt- ast að sjálfsögðu við þau forrit og tölvuleikir sem menn ætla sér að sýsla með — hugbúnaðurinn, sem svo er nefndur, kostar sitt. Heimilistölvur á 7—25 þúsund krónur Reynir Hugason, verkfræðing- ur, skólastjóri Tölvuskólans í Skipholti og framkvæmdastjóri Tölvubúðarinnar, er manna fróð- astur um tölvur og fór blm. Mbl. fram á viðtal við hann um heimil- istölvur. Rétt er að taka fram að í viðtalinu héldum við okkur ein- göngu við heimilistölvur á verðbil- inu 7 til 25 þúsund kr. s.s. Comm- andore Vic 20, BBC, Dragon 32, Atari 400 og 800, Apple II, Sinclair spectrum o.fl. Þess ber að geta að fáanlegar eru míni-heimilistölvur sem sumar eru ódýrari en gefa svipaða möguleika, s.s. Sinclair ZX81. Það er ekki vandalaust að velja sér tölvu af þeim mikla fjölda sem nú er á markaðinum — hinar ýmsu tegundir bjóða uppá marga r Rætt við Reyni Hugason, skólastjóra Tölvuskólans Viðtal: Bragi Oskarsson Þcim sem haldinn er tölvuæði má líkja við jóka á fjallstindi — hann lifir í sínum eigin heimi, fjarri skarkala veraidarinnar. möguleika og má líkja þessu við að velja skó, þ.e. þeir verða að passa og tölvan verður að henta þvi verkefni sem maður ætlar henni. Og þar sem tölvukaup eru gjarnan fyrsta skrefið hjá fólki sem ráðið er í að kanna myrkviði tölvu- heimsins, byrja ég á þvi að spyrja Reyni Hugason hvað helzt beri að hafa í huga við val á heimilistölvu. • „Það sem er númer 1, 2 og 3 við val á tölvu er að það sé til gott úrval af forritum fyrir hana. Þær tölvur sem ekki er til nema tak- markaður hugbúnaður fyrir eru alveg út úr myndinni — og þá er sama hversu tölvan sjálf er full- komin. Þá skiptir minnisrýmið miklu máli, enda ræður það hversu stór forrit tölvan tekur. Segja má að 16 k sé að verða lág- mark en flestar heimilistölvur eru stækkanlegar í 32 k eða meira. Með k er átt við kilobyte 1024 minniseiningar. Fyrir þá sem eru ekki inni í þessu þá getur tölva sem hefur minnisrými 1 k geymt og sýnt á skermi 1024 stafi, tölva sem er 32 k getur geymt 32.768 sem jafngildir um 16 vélrituðum blaðsíðum eða 8 dálkum af venju- legu letri hjá ykkur á Morgunblað- inu. Hugbúnaður Fólk ætti ekki að flýta sér um of við að velja sér tölvu heldur gefa sér góðan tíma og skoða helztu tegundirnar á markaðnum — at- huga hvernig því fellur útlit tölv- unnar og lyklaborð, hvort hljóðið sé gott, hvernig grafík hún býður uppá o.fl. Og ég endurtek — um- fram allt að ganga úr skugga um að nóg úrval sé af forritum fyrir hana.“ — Þegar þú talar um gott úrval forrita hvað áttu þá við mörg — eru 50 mikið eða lítið? „Það er mjög lítið. Forrit fyrir þær tölvur sem nú njóta mestra vinsælda í heiminum skipta hundruðum eða þúsundum, eftir því hvað maður vill kalla forrit, og mörg ný forrit fyrir þær eru sífellt að bætast við. Það er auðvitað ekki sama forrit og forrit — það er mikil munur á gæðum forrita SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.