Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983 Pottarím Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Ég nefndi pylsur og eggjarétti í síðasta þætti en fleira er hægt að tína til á morgunverðar- eða síðdegisverðarborðið. Gott brauð er alltaf ómissandi, nánar um það á eftir. Annað brauð- kyns, t.d. pönnukökur, klattar og vöfflur er einnig vel til fundið, þó ekki séu tíndar til uppskriftir hér. Þá fer vel á að hafa sæt- meti, t.d. sultu og gott ávaxta- salat. Góður ostur sómir sér vel á þetta borð eins og önnur borð. Það er ekki amalegt að bera fram þennan úrvals Dalabrie, sem nú er búinn til hér. Það er mikil búbót að slíkri ostagerð, eini gallinn er sá að hann er sorglega dýr. Dalayrja er ekki síðri, einkar vel heppnaður ost- ur. Og svo fer vel á að hafa væn- an bita af föstum osti, osthleif eða ostbrýni hefðu þeir gömlu sagt, t.d. af jarlinum, sem er enn einn sérstaklega velheppnaður ostur. Ávextir og grænmeti sóma sér vel á borðinu, af græn- metinu minni ég sérstaklega á sellerístöngla og gulrætur, skornar i stöngla. Grænmetið, þannig skorið, er fallegt á að líta í skál með ísmolum. Auk fegurð- araukans hressa ísmolarnir grænmetið við, ekki sízt ef það þarf að standa um stund við stofuhita. Grænmeti er hægt að skera daginn áður, vefja í plast og geyma í kæliskápnum þar til það er borið fram. Og ekki má gleyma síldinni. Brauð með rúgi og valhnetum Ekki veit ég hvaðan sú hug- mynd er komin að nota valhnet- ur og rúg í brauð, ásamt hveiti, en slíkum brauðum skýtur víða upp. Það er kannski ekki undar- legt, þessi brauð eru hreint sæl- gæti. Þið getið bakað bollur úr deginu, eða hluta þess, eða þrjú löng brauð. Brauðið er gott að geyma í frysti, setjið það þá sem snöggvast undir kaldavatnsbun- una og svo í heitan ofn, áður en það er borið fram. Þetta brauð er bezt nýbakað eða á fyrsta sól- arhring, gjarnan volgt. Það er gott með hverju sem er, t.d. pyls- unum í síðasta þætti, með ostum eða öðrum mat. 'A 1 vatn 25 gr. ger 11 dl hveiti 3 dl rúgmjöl, gjarnan gróft 100 gr valhnetur (eða hesli- hnetur), gróft saxaðar salt? 1 Leysið gerið upp í vatninu, hellið hveitinu og rúgmjölinu í, skiljið þó eftir um 2 dl hveiti. Hrærið öllu vel saman og hnoðið deigið svo það loði saman. Bætið í hveiti og/ eða rúgmjöli eftir því sem þarf, svo deigið verði auðhnoðanlegt en alls ekki þurrt. Hnoðið hnetunum saman við. Látið deigið lyfta sér í um 2—5 klst. 2 Hnoðið deigið, bætið hveiti í ef þarf. Hafið deigið fremur rekt en þurrt. Mótið deigið eins og ykkur hentar bezt. Setjið það á smurða plötu og látið það lyfta sér um um 30 mín. 3 Setjið ofninn á 250°, ef brauðin eru löng eða lítil, 200° fyrir stór brauð og þykk. 4 Setjið brauðið inn í ofn. Penslið það með köldu vatni eft- ir um 5 mín. og svo aftur eftir 10 mín. Lítil brauð þurfa um 20 mín. í ofninum, stór um 45 mín. Takið bökuð brauðin af plötunni, látið þau þorna þannig að loft leiki um þau. Vatnsausturinn gerir skorp- una stökka og gljáandi. Þriggjaávaxta- marmelaði Þegar við heyrum orðið mar- melaði dettur okkur kannsi fyrst í hug sulta úr sítrusávöxtum. En sítrúsávextir lögðu orðið ekki undir sig fyrr en á 18. öld, þegar farið var að búa.til sultu úr þeim. Orðið er ættað úr grísku, melimelon og þýðir hunangsepli. Þetta eru þó ekki venjuleg epli, heldur ávöxtur af rósaætt, sem kallast quince á ensku og Quitte á þýzku. Latínumenn lærðu af Grikkjum og kölluðu sama ávöxt melimelum og einhverjar hug- myndir hafa menn um að Róm- verjar hafi búið til marmelaði úr kvittum, hunangi og víni. Alla vega bjuggu menn slíkt til á miðöldum og krydduðu með engifer og kanel og galingal, sem er krydd skylt engiferrótinni. En í portúgölsku marmelada tekur orðið á sig þá mynd sem við þekkjum bezt, og er í fyrstu notað um kvittumauk, kvitta er marmelo á portúgölsku, úr lat- ínu melimelum. Orðið er t.d. tek- ið upp í þýzku í þessari merk- ingu um 1600 og það segir okkur svolítið um útbreiðsluna, því þegar menn kynntust marmel- aðigerðarlist tóku þeir orðið með. Svo var farið að nota það um fleiri sultur en kvittusultu, reyndar um alls konar sultu. En á 18. öld þrengist merkingin aft- FýU-Ti Pt 6ATA «. , VAL-HrUtTuBRA^tÐ, OSTUfc. oo- suuta - GCeeuft^ (CAMNðU-i 5VAf°G-AW tMGA -- Q<x stiieyrr eo&is) íkæbja AU.GrAfl l og svo ananasbitar úr dós. Það fer vel á að krydda með engifer- hnýði úr sykurlegi, eða öðru kryddi. Afhýddar möndlur gefa gott bragð og skemmtilega áferð. f staðinn fyrir börkinn er notað orangeat, sykraður app- elsínubörkur, sem er yfirleitt notaður í kökur. Skvetta af víni gefur gott bragð, koníak, brandí, viskí eða ávaxtabrennivín svo eitthvað sé nefnt. Sultan má gjarnan standa í nokkra daga eða lengur áður en hún er borin MALTIÐIR MILLI MÁLA II ur, þegar sítrussulta varð al- menn. Bretar hafa orðið kunnir fyrir marmelaðigerð. Þeir nota gjarn- an beizkar appelsínur. Það var farið að flytja þær inn frá Spáni þegar á 14. öld, en þær voru sjaldséð hnossgæti allt fram á 17. öld, og á þeim tíma voru þær oft kallaðar portyngales, sem minnir á tengslin við Portúgal. Á 17. öld var tízka meðal enska aðalsins að rækta appelsínur, gjarnan í glerhúsum. Frá þeim tíma eru til uppskriftir, sem minna á marmelaði. Þetta var ávaxtamauk, ekki eins mikið kryddað og miðaldasulta, en stíft, oft mótað í mótum, skorið í bita og borðað sykurstráð, líkt og ávaxtahlaup, sem nú telst fremur sælgæti. Á 18. öld var farið að búa til marmelaði líkt því sem við þekkjum, en framan af voru það einkum Skotar sem spreyttu sig á marmelaðigerð. f lok síðustu aldar breiddist listin svo út, og Englendingar tóku til við marmelaðigerðina. Það eru til ýmsar gerðir af marmelaði úr sítrusávöxtum. Marmelaði úr fleiri en einni teg- und með börkinn grófskorinn og ekki of sætt, er sjaldgæft sæl- gæti, sem er helzt að fá þegar marmelaði er búið til í heima- húsum. Því miður er óalgengt að fá ósprautaða ávexti hér, en það þurfa þeir að vera til að hægt sé að nota börkinn með. Ég hef fengið slíka ávexti í Kornmark- aðinum, þeir eru dýrari en venjulegir sítrusávextir, en gaman væri að eiga þess kost að kaupa þá við og við. í marmelaöið hér á eftir eru notaðir þrenns konar ávextir, þurrkaðar apríkósur, appelsínur fram, svo bragðið blandist vel. Svona marmelaði er gott með stökku ósætu kexi, t.d. hrökk- brauði, ekki sízt grófu hrökk- brauði. 250 gr. þurrkaðar apríkósur 3 afhýddar appelsínur 5 dl vatn 150—200 gr. sykur, gjarnan hrásykur 1 dós ananas, rúmlega 500 gr. dós, sem minnst sætan 50—100 gr. orangeat (3—4 engi- ferhnýði í sykurlegi) 50 gr. möndlur, afhýddar, skornar í bita (2—3 msk vin ef vill) 1 Skerið apríkósurnar í bita. Skerið appelsínurnar einnig í litla bita. Látið steina sjóða með, því í appelsínusteinunum er hlaupefni. Það er auðvelt að veiða þá upp úr í lokin. Setjið apríkósur og appelsínur í pott með vatni, notið sem víðastan pott, því þá þykknar sultan fyrr. Látið sjóða í um 20 mín. eftir að suðan kemur upp. 2 Bætið sykri í og látið sjóða þar til þetta er orðið nokkuð þykkt. Hellið þá safanum úr an- anas dósinni, og látið nú sjóða í um 30 mín., eða þar til sultan er orðin að þykku mauki. Skerið ananasinn í litla bita og bætið þeim í. Látið marmelaðið nú sjóða, þar til það er vel þykkt, en þó sem allra skemmst, svo anan- asinn haldi lögun og soðni ekki í mauk. Bragðið á og sætið ef ykk- ur finnst þess þurfa. 3 Hellið sjóðandi vatni yfir óafhýddar möndlur, látið standa í nokkrar mínútur, og þá er auð- velt að fletta hýðinu af þeim. Skerið þær í bita. Bætið sykraða appelsínuberkinum í, rífið engi- ferið í, hrærið vel og dragið pott- inn af hitanum. Bætið möndlun- um í og víni ef þið notið það. Ausið sultunni í tandurhrein glös, það er heppilegt að geril- sneyða þau í heitum bakaraofni. Lokið þeim tryggilega. Það er þægilegast að eiga við niður- suðuglös, en önnur góð glös koma einnig vel til greina. Sult- an geymist vel í kæliskáp, ef glasið var vel hreint áður en það var fyllt. Þetta er um 11 af marmelaði. Þið fáið um 11 af marmelaði úr þessari uppskrift. Lituð egg það er hægt að mála úrblásin egg með vatnslitum eða öðrum litum. Og svo er hægt að nota laukhýði. Þó laukhýði virðist ekki áberandi skrautlegt á að líta, leynist þó fallegur litur í því, og það var notað til að lita klæði og band hér áður fyrr. Ef þið safnið laukhýði í nokkra daga, eftir því sem það fellur til, er kominn tími til að hefjast handa. Setjið hýðið í pott ásamt vatni. Liturinn verður sterkari eftir því sem meira er af hýðinu og minna af vatni. Þegar vatnið sýður, kemur undurfagur vín- rauður eða rauðbrúnn litur í ljós. Þið getið svo sett eggin í vatnið og látið þau malla í vatn- inu, eða tekið það af hitanum og látið eggin liggja í því. Þið getið fengið fram mismunandi lit- brigði með því að láta eggin liggja mislengi í litarvatninu. Liturinn kemur ótrúlega fallega út á eggjunum. Ef þið viljið frá mynztur á eggin, getið þið bundið á þau laufblöð eða annað og þá verður liturinn daufari, þar sem eitt- hvað hefur legið á þeim. Einnig er hægt að búa til batíkegg með vaxi, þ.e. dreypa vaxi á þá hluta sem eiga ekki að litast. En þá er ekki hægt að hafa vatnið sjóð- andi heitt, heldur aðeins volgt, svo vaxið bráðni ekki af, og egg- in eru þá látin liggja í vatninu. Það er t.d. hægt að lita þau ljós fyrst, bera svo vax á og lita egg- in aftur. Vaxið er svo fjarlægt í heitu vatni. Og eggin geymast frá ári til árs. Athugið að bræða vax ekki beint í potti á plötu, heldur í íláti í vatnsbaði. Það getur nefnilega kviknað í vaxi, rétt eins og feiti, ef það hitnar um of. Þegar eggin hafa verið lituð hvort sem það er í laukvatni eða á annan hátt, þá er hægt að rispa í þau mynztur, með nál eða öðru oddmjóu. Fyrir þá sem hafa gaman af að sýsla í höndunum, er eggja- skreyting fjarska skemmtileg. Og hinir sem hafa enn ekki sannfærzt, smitast kannsi af þeim listrænu. Hvernig væri að koma saman fyrir páska, ekki sízt með börnum og mála egg? Ég hef órökstuddan grun um að páskaeggjalitun með lauk- hýði sé ættuð frá Rússlandi, en þar eru eða voru páskarnir stórhátíð og eggin listilega skreytt. „ Lögmannsstofa Það tilkynnist hér með að Reynir Karlsson lögfr. hóf störf á skrifstofu minni hinn 10. mars sl. Baldvin Jónsson hrl. Kirkjutorgi 6, 101 Reykjavik. Símar 14965 og 15545. VJterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! Skólar í Englandi Mímir útvegar bæði unglingum og fullorönum skóla- vist í Englandi hvenær sem er ársins. Við erum nú að innrita í frábæran sumarskóla við suðurströndina. Talið við okkur sem fyrst, því að skrifstofu Mímis verður lokað 30. apríl. Mímir Brautarholti 4, sími 10004. Opið milli kl. 1—5 e.h.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.