Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 35
Verðlagsstofnun: Svar við athugasemd vegna verðkönnunar VEGNA ummæla Þóris H. Óskars- sonar form. Ljósmyndarafélags ís- lands, í Morgunblaðinu 16. mars sl. um verðkönnun Verðlagsstofnunar á Ijósmyndastofum, telur Verðlags- stofnun rétt, að fram komi eftirfar- andi: í fyrsta lagi er ekki hægt að bera saman verð á ákveðinni þjón- ustu, nema að sú þjónusta sé sem líkust hjá þeim aðilum þar sem verð er kannað hjá. í þessari könnun er m.a. birt verð á ferm- ingarmyndatöku og er þar lagt til grundvallar myndataka, 12 lappar og 2 stækkanir 13x18 sm og er Þórir óánægður með að síðasta at- riðið, 2 stækkanir, séu teknar með í þennan „pakka". Þetta er ein- faldlega gert vegna þess að nokkr- ar stofur selja ekki þessa þjón- ustu, nema því aðeins að allir þessir liðir, þ.m.t. stækkanir séu innifaldar í verðinu og gefa þær stofur ekki upp verð án þessara stækkana. Reyndar er tekið fram í skýringum með könnuninni að í slíkum tilvikum sé val neytandans óeðlilega mikið skert. f öðru lagi skal á það bent, að einnig er í könnuninni birt verð sérstaklega á stækkun þeirri sem tekin er með í fermingarmynda- tökunni. Þannig getur neytandinn i meginatriðum séð hvað mynda- taka og 12 lappar kosta á hverri einstakri ljósmyndastofu, án um- ræddrar stækkunar. En gera má þó ráð fyrir, að flestir þeir sem kaupa slíka þjónustu, geri það ein- mitt til þess að fá stærri myndir heldur en lapparnir eru. Gagnrýni sú sem fram kemur í skrifum Þóris, fellur þannig um sjálfa sig. Verðlagsstofnun leggur á það áherslu, að verðkönnunin gefi rétta mynd af verðlagningu á þeirri þjónustu sem könnunin beinist að. Jóhannes Gunnarsson, Verðlagsstofnun. Opið bréf til fólks af þýzku þjóðerni Þess minnast margir, að árið 1949 var svo mikill skortur á vinnuafli í sveitum íslands, að ráðlegt þótti að leita eftir ungu fólki í Þýzkalandi, er gegna vildi bústörfum hér, en hingað hafði borizt vitneskja um að ungt fólk þar leitaði verkefna og vista utan Þýzkalands. Á vegum Búnaðarfélags íslands fóru um vorið til Þýzkalands Jón Helgason og Þorsteinn Jósepsson og vistuðu hingað um 260 manns, er komu svo í maí og júní til bú- starfa vítt um sveitir landsins. Næstu árin þar á eftir kom all- margt fólk til viðbótar frá Þýzka- landi, á sömu og öðrum vegum til ýmissa starfa hér. Vitað er að sumt af þessu fólki hafði hér stutta dvöl en ýmsir undu vistum vel hér og hafa fyrir löngu hlotið íslenskan þegnrétt. Með bréfi þessu er viðleitni sýnd til að ná til þessa fólks og kanna hvert hafi orðið hlutskipti þess í nýju samfélagi hér á íslandi og hvar í stétt og starfi það er nú. Forsenda er meðal annars sú, að í Vestur-Þýzkalandi er uppi ráða- gerð um að á komandi sumri komi hingað aðilar frá þýzkum fjölmiðl- um (sjónvarpi) til heimsókna og viðtals við fólk úr umræddum hópum og fá þannig innsýn og vitneskju um hvernig þessu litla þjóðarbroti hefur vegnað hér norður við heimskautsbauginn. Sem svör við þessu opna bréfi er óskað eftir nöfnum, heimilisfangi og svo stétt og stöðu einstakl- inganna. Aðrar og fleiri upplýs- ingar mega gjarnan fylgja, er við- eigandi þykir að tilfæra, þó að trúnaðarmál séu ekki færð á vettvang. Og geta ber svo þess hvort vinsamleg móttaka yrði veitt aðilum frá umræddum fjöl- miðlum. Svör við málaleitan þessari óskast sem fyrst, send í lokuðum bréfum til: Frú Karin Hartjenstein, Grenimel 27, Reykjavík. NORSKIR svefnpokar frá iMÍaw/ Rover Þ. 1,6 kg. +/-0°C. Thermoguard. Kr. 1.610. Trolltind Þ. 2,7 kg. -35°C. Thermoguard/Álefni. kr. 3.450. Speider’n Jostedal, tvöfaldur Þ. 1,9 kg.-12°C Thermoguard. Kr. 1.890. Þ. 2,1 kg. -20°C. Thermoguard/Dúnn Kr. 3.450. í aff Storheia, tvöfaldur Trollheimen Þ. 2,1 kg. -18°C. Thermoguard. Kr. 2.225. Þ. 1,4 kg. -5°C. Dúnn. Kr. 3.840. Glittertind Þ. 2,6 kg. -20°C. Thermoguard. Kr. 3.105. Þ. 1,7 kg. -15°C. Dúnn. Kr. 4.180. Combi Tirich Mir Þ. 1,45 kg. +5°C. Thermoguard. Kr. 1.220. Þ. 2,2 kg. -25°C. Kr. 5.213. Jötunheimen jr. Himalaya Þ. 2,4/2,2 kg. -25°C. Thermoguard. Kr. 2.470. Þ. 2,3 kg. -35°C. Dúnn Kr. 6.930. Gefiö nytsamar fermingargjafir. Póstsendum. w w utiuf Glæsibæ, sími 82922. 5^ “T SENDUM UM ALLT LAND. Takkasímar með 10 númera minni. Hringir síðasta númer aftur ef það var á tali. Mjög tær hljómur. Vandaðir símar, samþykktir af Póst og Síma. lferð frá krónum 1550 SKIPHOLTI 19, SÍMI 29800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.