Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983 63 lögreglunni gat litli maðurinn huggað sig við að þetta hafði að- eins verið draumur og að glæpir borguðu sig ekki þegar allt kom til alls. Á þann hátt má segja að tímabil kreppu-bófanna hafi haft bætandi áhrif. í þessari samantekt er ekki unnt að gera nákvæma grein fyrir ferli þessara glæpamanna og skal hér aðeins gripið niður í nokkur atvik valin af handahófi. Clyde Barrow hafði nokkra sér- stöðu í hópi kreppu-bófanna. Hann var skotglaðari en flestir þeirra og virðist hafa gengist upp í því. Hann vitnaði oft í Billy the Kid og átti gott safn vopna sem hann hafði mikið dálæti á. Tímun- um saman nostraði hann við þessi „leikföng“ sín, fægði þau og smurði. Og hann var orðlagður fyrir skotfimi. Hann stjórnaði líka samverkamönnum sínum með harðri hendi. Barrow-flokkurinn varð brátt alræmdur, jafnt meðal almennings og yfirvalda og hvorki Clyde né fylgikona hans, Bonnie Parker, nutu samúðar almennings eins og margir hinna. Barrow- flokkurinn rændi og myrti í fimm ríkjum áður en yfir lauk. Þau báru aldrei mikið úr býtum, enda réð- ust þau oftast á garðinn þar sem hann var lægstur, þ.e. bensín- stöðvar, litla veitingastaði með- fram þjóðveginum, smáverslanir og einstaka sinnum banka i smá- bænum. Þau óku stefnulaust um þjóðvegina án nokkurs markmiðs að því er séð verður. Þau höfðu engin sambönd og áttu aldrei nægilegt fé til að kaupa sig inn í samtök undirheimanna auk þess sem þau voru þar óvelkomin. Bonnie og Clyde voru útlagar f orðsins fyllstu merkingu, jafnvel frá glæpaheiminum. Flestir stór- laxar í undirheimunum hefðu framselt þau eða jafnvel skotið þau á staðnum, ef þeir hefðu haft tækifæri til. í þeirra augum var Clyde Barrow og flokkur hans „morðóðir ræflar", sem eyðilögðu „viðskiptin" fyrir hinum. Samt er Clyde og fylgikona hans Bonnie þekktustu glæpamenn aldarinnar í dag. Það er fyrst og fremst vegna kvikmyndarinnar sem Warner Brothers framleiddu árið 1967, „Bonnie og Clyde", sem fór sigur- för um heiminn á sínum tíma. I myndinni er þeim skötuhjúun- um lýst sem villuráfandi ung- mennum á stöðugum flótta þar sem þau hrekjast frá einum glæpnum til annars, í endalausri leit sinni að bjartari tilveru. Sam- kvæmt myndinni voru Barrow og stúlkan hans óhamingjusamir krakkakjánar, sem frömdu að vísu hræðilega glæpi, en meira af óvitaskap en yfirlögðu ráði. Von- leysi kreppuáranna er rækilega undirstrikað í myndinni og þar virðist Bonnie og Clyde vera eins og flestir aðrir, óöguð og örvinluð ungmenni, sem reyna að lífga upp á tilveruna með því að aka stefnu- laust um sveitir Mið-vesturríkj- anna, með útvarpið glymjandi á fullu og takandi ljósmyndir hvort af öðru á Kodak-kassavélina sína. Þessi lýsing á þeim Bonnie og Clyde er eflaust að mörgu leyti rétt. Hins vegar er farið frjálslega með ýmsar staðreyndir og ástar- samband þeirra er gert róman- tískara en það var í raunveruleik- anum. Að vísu er margt á huldu um hvernig sambúð þeirra var háttað en margt bendir til að Clyde hafi verið lítt hneigður til kvenna enda talið fullsannað að hann hafi verið kynvilltur. Bonnie mun hins vegar hafa verið hjá- kona Ray Hamilton, sem um tíma átti samleið með þeim skötuhjú- um, þar til hann var handtekinn. Þó er ljóst, að miklir kærleikar hafa verið með þeim Bonnie og Clyde, hvernig svo sem sambandi þeirra var annars háttað. Um það vitna mörg ljóð, sem Bonnie orti til Clyde. Clyde virðist hafa verið staðráð- inn í því sem unglingur að feta í fótspor eldri bróður síns, Buck Barrow, út á glæpabrautina, þótt Buck hafi varað hann við og óskað honum annars og betra lífernis. Eins og margir unglingar á þeim árum hafði Clyde mikið dálæti á bifreiðum og hann hóf glæpaferil sinn sem bílaþjófur. Það sem hann Vélbyssu-Kelly á leið í réttarsalinn. Baby Face Nelson á líkbörunum. Eftif að 167 skotum hafði verið skotið að Bonnie og Clyde lágu þau dauð í valnum. Hér má sjá hvernig bfllinn er útleikinn eftir skothríðina. Pretty Boy Floyd ásamt konu sinni (til hægri) og vinkonu. Ekki er að sjá að Dillinger sé áhyggjufullur þar sem hann styður handleggn- um við öxl saksóknarans, sem er í þann veginn að ákæra hann fyrir morð. Enda slapp hann í þetta skiptið. Seinna sagði Dillinger að saksóknari væri „fínn karl“ og að hann kynni vei við hann. langaði i stal hann. Hann hafði einnig mikið dálæti á jasstónlist og stal m.a. saxófóni, sem hann skildi aldrei við sig enda sagður liðtækur saxófónleikari. Þegar Clyde flutti til Houston í Texas kynntist hann Ray Hamilton, sem kynnti hann fyrir vinkonu sinni Bonnie Parker. Bonnie afgreiddi þá á matsölustað og kvartaði mjög undan leiðindum og tilbreytingar- leysi. Lýsing kvikmyndarinnar á því að þau Clyde hafi kynnst þegar Clyde reyndi að stela bíl móður hennar, er því úr lausu lofti gripin. Þegar þau kynntust var Clyde 21 árs, en Bonnie 19 ára. Útlit þeirra gaf síður en svo til kynna að hér væru stórglæpamenn á ferð. Bæði voru þau lítil og grönn og Clyde hefur verið lýst svo að hann hafi verið eins og fermingardeng- ur í útliti. Þeir Ray Hamilton stunduðu í fyrstu aðallega bíla- þjófnaði og smátt og smátt færðu þeir sig upp á skaftið. Þó er ekki vitað um að þeir hafi framið al- varleg afbrot fyrstu misserin. Engu að siður var Clyde handtek- inn og dæmdur i fimm ára fang- elsi fyrir bílaþjófnaði. Skyldi hann afplána dóm sinn i hinu alræmda Eastham-fangelsi og þaðan kom hann ekki samur maður. Clyde dvaldi að visu engin fimm ár í Eastham heldur var hann látinn laus til reynslu eftir tuttugu mánuði. í fangelsinu var hann bendlaður við fyrsta morð sitt, ásamt nokkr- um öðrum föngum, sem töldu sig eiga eitthvað vantalað við einn samfanga sinn. En i Eastham var ekki óalgengt að fangar gerðu þannig út um deilumál sin og var lítið gert til að upplýsa morðið. Og þótt dvölin í Eastham yrði ekki lengri hafði hún markað sin spor. Clyde var sleppt út i febrúar 1932 og hóf þá strax blóði drifinn glæpaferil sem lauk rúmum tveimur árum síðar. Bonnie virðist hafa tekið eftir þeirri breytingu sem orðið hafði á Clyde við fangelsisdvölina, sem marka má af eftirfarandi ljóðlin- um úr ljóðinu „Sagan af Bonnie og Clyde", sem Bonnie orti ekki löngu síðar: They class them as cold-blooded killers. They say they are heartless and mean. But I say this with pride, that I once knew Clyde, when he was honest and upright and clean. Innihald þessara ljóðlina er i stuttu máli á þann veg, að þótt þau séu álitin kaldrifjuð illmenni geti hún sagt með stolti að hún hafi eitt sinn þekkt Clyde, þegar hann var heiðarlegur og óflekkað- ur. Bonnie ýkir hér ðrlítið því Clyde hafði aldrei verið heiðarleg- ur þann tima sem þau höfðu þekkst. En að þvi leyti hafði hún rétt fyrir sér, að sá Clyde sem fór inn í Eastham-fangelsið var minniháttar bilaþjófur, sem forð- aðist skotbardaga. Hann kom út sem hættulegasti glæpamaður i Texas síðan Wes Hardin leið. Hér er ekki rúm til að rekja blóði drifinn feril Bonnie og Clyde, eftir að sá síðarnefndi slapp úr Eastham. En endi var bundinn á þann feril er þau voru skotin á þjóðveginum skamt frá Dallas eft- ir þriggja mánaða stanslausan flótta undan útsendurum FBI. Dauði Dillingers John Dillinger hefur almennt verið talinn greindastur í hópi kreppubófanna enda stjómaði hann jafnan flokki „röskra" manna og skipulagði verkefni sín af mikilli útsjónarsemi. Umsvif hans komust einna næst því að líkjast starfsháttum stóru glæpa- samtakanna, enda átti Dillinger marga vini í hinum skipulagða glæpaheimi svo og víða í stjórn- sýslunni. Dillinger virðist hafa komið sér hvarvetna vel enda að- laðandi persónuleiki og hann var einn þeirra sem naut samúðar og jafnvel virðingar almennings. Naut hann einkum hylli meðal kvenna enda orðlagður kvenna- maður. Hann greip sjaldan til byssunnar og samkvæmt skýrsl- um FBI, er talið óvíst að hann hafi sjálfur nokkru sinni orðið manni að bana. Hann var því oft kallaður „The Fastest Mind and the Slow- est Gun in the Midwest.“ Hins vegar var oft heitt í kolun- um í kringum Dillinger-flokkinn þar sem byssukúlurnar hvinu á báða bóga. En það voru oftast aðr- ir en Dillinger sjálfur sem stóðu í slikum stórræðum því eins og áður segir hafði hann jafnan I kringum sig hóp „vaskra sveina" og má þar nefna Baby Face Nelson, Harry Pierpoint og Alvin Kapis. Þá er talið að Pretty Boy Floyd hafi eitthvað komið við sögu í sumum umsvifum Dillinger-flokksins. I SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.