Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983 95 Kominn tími til að sjón- varpið bjargi andlitinu — búiö aö draga SATT á asnaeyrum í þrjá mánuöi Þaö hefur aldrei þótt vænna manna siöur að draga aöra á asnaeyrunum. Báknið margum- talaöa hefur þó alla jafna virt slíka mannkosti aö vettugi. Nú hefur sjónvarpið gert sig sekt um slfkan leik og fórnarlambiö er SATT. Rúmir þrír mánuöir eru nú liön- ir frá því Músíktilraunum lauk meö pomp og pragt og vel heppnuðu lokakvöldi í Tónabas. Sá atburöur var festur á filmu um miðjan desember og óhætt er aö segja, aö vinnubrögö Framsýn- ar/ísmyndar í því tilviki voru ekki lakari en hjá sjónvarpinu á neinn hátt. Um svipaö leyti var loklö við gerö 22 mínútna þáttar meö hljómsveitinni Egó. Hafa allir lokiö upp einum munni og sagt hann vera „meiriháttar" (svo notuö séu orö vinar míns Finnboga Marin- óssonar). Aö því er Járnsíöan best velt, veitti sjónvarpiö munnlegt vilyrði fyrir kaupum og sýningum á þess- um þáttum, ellegar heföi ekkert oröiö af gerð þeirra sökum fjár- skorts SATT. Þættirnir voru því geröir í trausti þess, aö sjónvarpiö keypti þá. Nú eru marsmánuöur hálfnaöur og ekkert hefur enn bólaö á þess- um þáttum. Fari fram sem horfir, er ekki úr vegi aö ætla, aö þættirn- ir veröi báöir orðnir ágætis forn- gripir, heimild um löngu liðinn tíma, loks þegar þeir koma fyrir augu landsmanna. SATT hefur enn ekki fengiö ákveðin svör um kaup á þessum þáttum. Þegar svo bætast viö fróttir af því, aö sjónvarpiö sé hætt við fyrir- hugaöa söngvakeppni og einnig þátttöku í Eurovision 1984 í skjóli fjárskorts, á sama tíma og Mezzo- forte er aö sýna fram á þaö svart á hvítu, aö íslensk popptónlist stendur erlendri fyllilega jafnfætis, er ekki hægt annaö en staldra viö. Hvers konar stofnun er sjón- varpiö eiginlega? Þaö er Ijótt að segja þaö á prenti, en halda mætti aö ráöamenn þessarar stofnunar, sem byggir efni sitt á myndmáli, væru blindir. Hvenær ætla ráöa- menn sjónvarpsins, sem og aðrir æviráönir kerfisbubbar, aö opna augu sín fyrir því, aö íslensk popptónlist er ekki eitthvaö „ann- ars flokks rusl“? Þaö er e.t.v. til lítils aö benda þessum mönnum á eitt eöa neitt. Þeir vita allt best sjálfir eins og svo títt er um menn í fílabeinsturnum. Þaö er hins vegar ekki úr vegi aö skora á ráöamenn sjónvarpsins aö taka sig almennilega saman í and- litinu áöur en allt er um seinan, kaupa þessa þætti og umfram allt sýna þá, áöur en Bubbi Morthens heyrir sögunni til. ______ sSv. Imgmn QJjadot á wvmöíii Ingunn Gylfadóttir eins og hún kemur fyrir á plötuumsiaginu. „Hálfskrýtiö að heyra eigin rödd á hljómplötu“ — segir Ingunn Gylfadóttir, sem syngur öll lögin á plötunni Krakkar á krossgötum ingur á tónlistarsviöinu þótt ekki sé hún oröin gömul, 14 ára. Hún kom aö eigin sögn fyrst fram í sjónvarpi þegar hún var 4 ára, en geröi þá lítiö meira en að horfa á splunkunýja skó á fótum sór, sem henni voru gefnir. Næst tróö hún upp meö vinkonum sínum þegar hún var 10 ára og þá aftur í Stund- inni okkar. „Mér finnst vera góö meining í öllum textunum á plötunni/ bætti hún viö. „Þeir hafa allir einhvern boöskap, auk þess aö vera ööru- vísi en margir þeirra texta, sem stelpur hafa til þessa veriö aö syngja.. Þá sagöi hún einnig aöspurð, aö í raun heföi hún ekki almennilega gert sér grein fyrir því, hvað þaö er aö syngja inn á hljómplötu fyrr en komiö var í stúdíóiö. „Upphaflega var nú ætlunin aö viö syngjum þetta saman, vinkonurnar, en svo æxlaöist þaö þannig, aö ég söng þetta bara ein.“ Ingunn er ekki aöeins mjög frambærileg söngkona, heldur leikur hún á trommur í hljómsveit- inni Mari(a) á Seyöisfiröi. Hún leik- ur einnig á píanó og því til staö- festingar lét hún sig ekki muna um að renna léttilega í gegnum eitt lag á blaöamannafundi, sem efnt var til á fimmtudag í tilefni útkomu plötunnar. í raun má segja, að aödragand- inn aö útkomu plötunnar eigi sér upphaf fyrir um áratug, á þelm dögum er hljómsveitin Einsdæmi var og hót. Á stefnuskrá þeirrar hljómsveitar var m.a. aö gefa út plötu, en ekkert varö úr því á líf- dögum þeirrar sveitar. Þeir Gylfi Gunnarsson og Ólafur Már Sigurösson, sem nú standa aö baki útkomu plötunnar Krakkar á krossgötum, voru báöir í hljóm- sveitinni Einsdæmi, þannig að segja má, aö draumur þeirra um plötuútgáfu rætist loksins núna. Svo aftur sé vikiö að Ingunni sagöi hún Járnsíöunni, aö tæpast myndi hún leggja þaö fyrir sig aö syngja inn á plötur. Hún ætlaöi sér aö halda áfram í skólanum og sjá til hvaö framtíðin bæri í skauti sór. — SSv. Michael Jackson tekur sporiö. „Ég er sjólf mjög ánœgö meö útkomuna á plötunni, en, jú, þeg- ar þú nefnir þaö, er hálf skrýtiö aö heyra sína eigin rödd svona aftur og aftur á hljómplötu," sagöi Ingunn Gylfadóttir er Járnsíöan rabbaöi stuttlega viö hana (vikunni. Ingunn var aö senda frá sér sína fyrstu hljómplötu og þaö er fyrir- tækiö Einsdæmi sf. á Seyöisfiröi, sem stendur á bak viö útgáfuna. Járnsíöan hefur áöur lítillega skýrt frá þessari plötu, en hún er um margt mjög áhugaverö. Ingunn er ekki neinn nýgræö- Járnsfðunni bárust í vikunni fregnir af þv( af Pétri Grétarssyni, einum besta jasstrommuleikara landsins, heföi hlotnast sérstakur heiöursstyrkur frá Berklee Coll- ege of Music i Boston, þar sem hann hefur stundaö nám undan- farin misseri viö góðan oröstír. í frétt frá skólanum segir m.a., aó styrkur þessi, aó upphæó 750 Bandaríkjadalir, sé veittur fram- haldsnemendum, sem sýnt hafi mjög áþreifanlegar framfarir á tónlistarsviöinu. Berklee-skólinn, sem fyrlr löngu er viöurkenndur sem elnhver fremsti jasstónlistarskóli heimsins. Á lista skólans yfir fræga fyrrum nemendur má m.a. nefna Quincy Jones, sem flestir ættu aö kannast viö þótt ekki séu þeir jass-frík, Gary Burton, Toshiko Aklyoashi og Joe Zawinul, annan höfuöpaur- anna í Weather Report. UFO og Yazoo að hætta Allt bendir nú til þess aö UFO, ein fremsta rokksveit Breta í tæpan áratug, sé nú um þaó bil aö leggja upp laupana. Phil Mogg, söngvari og höfuö- paur sveitarinnar, fékk tauga- áfall á tónleikum flokksins ( Aþenu fyrir skemmstu og var lagöur inn á sjúkrahús. Hefur honum verió skipaó aö hafa hægt um sig vilji hann lifa eitthvaö áfram. Þá hafa þær fregnir borist, að stutt só í þaö aö dúettinn Yazoo skilji eftir stuttan, en skemmti- legan feril. sem gaf af sér eina mjög góöa breiöskífu. Tvær stuttar úr útlandinu Ástralirnir í Men At Work viröast ekki vera neitt eins- dæmi eins og glögglega kom fram í siðustu viku. Fyrir hálfum öörum mánuöi unnu þeir þaö afrek að eiga samtímis vinsæl- ustu breiösktfuna og smáskíf- una beggja vegna Atlantsál- anna. Michael Jackson endur- tók afrek þeirra í fyrri viku er lag hans Billie Jean og breiö- skífan Thriller sátu samtímis í efstu sætunum i Bretlandi og Bandaríkjunum. Þaö voru Bítl- arnir, sem manna fyrstir afrek- uöu þetta, en aörir sem náö hafa þessum merka áfanga eru Monkees, Simon & Garfunkel og Rod Sfewart. Stewart afrek- aöi þetta fyrir 12 árum, en nú hafa sumsé tveir aöilar gert slíkt á nokkrum vikum. Pétur Grétarsson fékk styrk frá Berklee College of Music

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.