Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983
67
Athugasemd frá
AA-samtökunum
AÐ GEFNU tilefni óskar Landsþjón-
ustunefnd AA-samtakanna að taka
fram eftirfarandi vegna landssöfn-
unar SÁÁ, sem nú stendur yfir:
„AA-samtökin standa ekki að
fundum til kynningar á meðferð-
arstofnunum, enda rekstur þeirra
og fjármálaumsvif þeim viðkom-
andi víðs fjarri hlutverki samtak-
anna. Þau hafna allri utanaðkom-
andi fjárhagsaðstoð og sjá sér
efnalega farborða með frjálsum
samskotum félaga.
AA-samtökin eru sjálfstæð
heild og óháð hvers kyns félags-
skap öðrum, hvort heldur er á veg-
um opinberra aðila eða einstakl-
inga, sem vinna að áfengismálum
utan samtakanna. Ofangreint eru
menn beðnir að hafa í huga þegar
AA-samtökin ber á góma.“
Nýliðafundur
hjá Hvöt
HVÖT, félag sjálfstæðiskvenna,
mun halda nýliðafund mánudaginn
21. mars nk. í Valhöll kl. 20.30. Þeim
konum sem gengið hafa í félagið sl.
2 ár er sérstaklega boðið, en að
sjálfsögðu er allt sjálfstæðisfólk
velkomið, segir í frétt frá Hvöt.
Fundir sem þessi eru orðnir
fastur liður í starfsemi Hvatar og
var sá síðasti haldinn fyrir 2 ár-
um. Markmiðið er að kynna nýlið-
um í félaginu starfsemi Hvatar og
Sjálfstæðisflokksins í heild. ólöf
Benediktsdóttir fyrrverandi for-
maður Hvatar mun segja ágrip af
sögu Hvatar, Bessí Jóhannsdóttir
ræðir um núverandi og framtíð-
arstarfsemi félagsins og Inga Jóna
Þórðardóttir framkv.stj. Sjálf-
stæðisflokksins kynnir starfsemi
flokksins. Síðan munu Ragnhildur
Helgadóttir og Friðrik Sophusson
ræða kosningabaráttuna fram-
undan. Að lokum flytur Albert
Guðmundsson ávarp. Fundarstjóri
verður Sólrún B. Jensdóttir. Kaffi-
veitingar verða. Rannveig
Tryggvadóttir leikur á píanó.
Samhygðarfundir
gegn ofbeldi
Á mánudagskvöld heldur hreyf-
ingin Samhygð árstíðarfundi í 46
löndura undir kjörorðinu „Samhygð
gegn öllu ofbeldi".
Samhygð á fslandi heldur sinn
fund í Sigtúni og er markmiðið
með þessum fundum að gefa ungu
fólki á öllum aldri tækifæri til að
koma saman og taka virkan þátt í
því að skemmta sér og öðrum
frjálslega og óþvingað, segir m.a. í
frétt frá samtökunum.
Lautjardag frá kl. 10-4 og sunnudag frá kl. 1-5
SÝNUM:
NYJA BILA:
323 allar gerðir
626 bíl ársins frá Japan
allar gerðir
929 Sedan og Hardtop
(mjög fáir bílar til
ráðstöfunar)
929 Station er því miður
uppseldur
NOTAÐA BILA
Glæsilegt úrval af notuðum Mazda
bílum í 1. flokks ástandi og með
6 mánaða ábyrgð. Meðal annars:
Gerð
Árg. Ekinn
929 LTD 4 d. ’82 ......... 20.000
626 Sedan 4 d. ’82 ....... 12.000
626 Hardtop 2 d. ’82 ..... 12.000
323Saloonsj.sk. ’82 ...... 16.000
323 3 d. sj.sk. ’82 ...... 14.000
929 4 d. ’81 ■......11.000
626 Hardtop 2 d. ’81 ......21.000
323 5d.sj.sk. ’81 ........ 11.000
929 Station sj.sk. ’80 ... 31.000
626 Sedan 4 d. ’80 ....... 43.000
esió
reglulega af
ölmm
fjöldanum!
Við bjóðum ykkur ennfremur að reynsluaka
hinum nýja framdrifna Mazda 626.
Eftir það er auðskilið af hverju hann
var kosinn bíll ársins 1983 í Japan.
Verið velkomin um helgina!
mavna
■ I IQnifeJQ
BÍLABORG HF
Smiðshöfða 23 sími 812 99