Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 16
64
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983
Mannfjöldinn hefur hér safnast saman fyrir framan kvikmyndahúsið þar
sem Dillinger var skotinn.
Þúsundir manna komu að kistu Dillingers til að votta hinum látna virðingu
sína.
þessari umfjöllun er ekki rúm til
að rekja viðburðaríkan feril Dill-
ingers og hans manna og skulum
við láta okkur nægja að fylgjast
með síðustu dögunum í lífi hans.
Dillinger var efstur á lista FBI
yfir „óvinina" og þegar hér var
komið sögu, var orðið svo þröngt
um hann að hann taldi ráðlegast
að flýja til Mexicó. Á meðan á
undirbúningi flótta hans stóð, for
hann til Chicago þar sem hann
hugðist lyfta sér upp í félagsskap
fagurra kvenna. Hann leitaði á
náðir frú önnu Sage, sem hafði á
sínum snærum hóp vændiskvenna
og þar kynntist hann rauðhærðri
fegurðardís, Polly Hamilton
Keele. Þau fluttu saman í íbúð frú
Sage og voru óaðskiljanleg þær
tvær vikur sem Dillinger átti eftir
ólifaðar.
Dillinger gekk undir nafninu
John Lawrence en bæði Polly og
Anna höfðu strax getið sér til um
hver hann var. „Ég held að hann
hafi ekki verið kærulaus," sagði
Polly síðar. „En hann gerði aðeins
ein mistök, að treysta Onnu Sage.“
Anna átti í útistöðum við yfir-
völd og hafði tvisvar verið hand-
tekin fyrir rekstur vændishúsa.
Anna var fædd í Rúmeníu og átti
yfir höfði sér brottrekstur úr
landi. Þá hugsun gat hún ekki
hugsað til enda og nú sá hún sér
leik á borði, þegar eftirlýstasti
maður Bandaríkjanna hafði fallið
svona óvænt í fangið á henni. Hún
fór á fund góðs kunningja síns,
Martin Zarkovich, foringja i lög-
regluliði Chicagoborgar og gerði
honum tilboð: Hún skyldi fram-
selja Dillinger gegn tíu þúsund
dollara verðlaunum og loforði um
að hún yrði ekki send úr landi.
Yfirmenn Chicago-lögreglunnar
gátu að vísu ekki tryggt það sfðar-
nefnda en lofuðu að vera innan
handar í máii þessu ef hún á móti
hjálpaði við að ná Dillinger. Anna
gekk að þessu og var nú skammt
að bíða endalokanna.
Melvin Purvis stjórnaði aðgerð-
um FBI-manna í aðförinni að Dill-
inger og lögðu þau Anna Sage nú á
ráðin. Anna kvaðst oft fara með
Polly og Dillinger í kvikmyndahús
í nagrenninu og sagði hún að þau
hefðu ráðgert að fara í bíó kvöldið
eftir. Var ákveðið að þar skyldi
Dillinger gripinn. Um kvöldmat-
arleytið hinn 22. júlí, hringdi
Anna í skrifstofu FBI í Chicago.
„Við erum að fara út úr dyrunum,"
hvíslaði hún. „En ég veit ekki enn
hvort við förum i Biograph-kvik-
myndahúsið eða á Marbro." Síðan
lagði hún á.
Purvis fór með hóp manna að
Biograph og Zarkovich stjórnaði
aðgerðum þeirra sem tóku sér
stöðu við Marbro. Dillinger valdi
Biograph. Þar var verið að sýna
myndina „Manhattan Melodrama"
með Clark Gable, sem var í miklu
uppáhaldi hjá Dillinger. Önnu
tókst að koma skilaboðunum til
Purvis og fjölmennt lögreglulið
umkringdi nú kvikmyndahúsið
þar sem Dillinger og konurnar
tvær sátu og horfðu á myndina.
Purvis tók sér stöðu í anddyrinu.
Hann var með vindil í hendinni og
var ákveðið að hann gæfi merki
með því að kveikja í vindlinum um
leið og hann kæmi auga á Dilling-
er koma út.
Kvikmyndasýningunni var nú
lokið og Dillinger og fylgikonurn-
ar tvær komu út. Þau gengu til
vinstri eins og búist hafði verið við
og þegar þau gengu framhjá Purv-
is dró hann upp eldspýtu og
kveikti í vindlinum. Um leið gengu
FBI-mennirnir fram og þéttu
hringinn. Hinir frakkaklæddu lög-
reglumenn voru þöglir en skyndi-
lega var eins og Dillinger fyndi á
sér að ekki var allt með felldu.
Anna Sage hafði dregist aftur úr
og þegar Pollý sá alla þessa
skuggalegu, frakkaklæddu menn
hljóp hún í burtu. Purvis sagði síð-
ar svo frá, að hann hefði kallað:
„Upp með hendur, Johnnie," og
Dillinger hefði þá tekið á rás um
leið og hann dró upp skammbyssu.
Þessi lýsing kemur þó ekki heim
og saman við lýsingu sjónarvotta.
Tökum lýsingu frú Esther Gousin-
ow sem dæmi: „Ég sat við glugg-
ann í íbúð minni á annarri hæð,
beint á móti kvikmyndahúsinu. Ég
tók eftir að það var eitthvað
óvenjulegt á seyði þetta kvöld.
Allir þessir einkennilegu menn,
sem biðu, eins og eftir kærustum
sínum. Siðan sá ég mann koma út
úr kvikmyndahúsinu ásamt tveim-
ur stúlkum. Þá sá ég þrjá menn
ganga að þeim aftan frá og síðan
heyrði ég skothvelli og ungi mað-
urinn féll á gangstéttina. Ég hélt
fyrst að þetta væri rán en síðan
datt mér skyndilega Dillinger í
hug og þar sem mennirnir skutu
án viðvörunar var ég viss um að
fórnarlambið væri Dillinger."
Dillinger var skotinn fjórum
skotum, þar af var eitt í hálsinn
aftanverðan af mjög stuttu færi.
Hann féll fram fyrir sig og ber
sjónarvottum saman um að hann
hafi ekki svo mikið sem gert til-
raun til að draga upp byssu sína.
Purvis talaði til hans en fékk ekk-
ert svar. Dillinger var dauður. Þar
með var lokið einhverjum um-
fangsmestu mannaveiðum í sögu
Bandaríkjanna.
Eins og áður segir var Dillinger
orðin þjóðsagnapersóna í lifanda
lífi. Múgur og margmenni safnað-
ist saman á morðstaðnum og
margir dýfðu vasaklútum sínum í
blóð glæpamannsins, til að eiga til
minningar. Þúsundir manna komu
að kistu hans til að votta hinum
látna virðingu sína og hálfgert
öngþveiti varð við jarðarförina
vegna fólksfjölda.
En réttvísin hrósaði sigri og
sannaðist hér enn, að glæpir borga
sig ekki. FBI slapp þó ekki með
öllu við gagnrýni vegna þeirrar
aðferðar sem notuð var til að
koma lögum yfir John Dillinger.
Eitt blaðanna fjallaði um málið í
leiðara og sagði þar m.a.: „Ef
hugprýðinni hefði verið fyrir að
fara hjá FBI-mönnum, hefðu þeir
einfaldlega gengið að Dillinger og
handtekið hann. Hvers vegna voru
allir þessir menn svona hræddir
við hann einan?"
(Samantekt: Sv.G.)
Stór-
Húsiö
opnað
kl. 19.30.
Aðgangur
ókeypis.
hjá Seltjarnarneskirkju
Sigtúni fimmtudaginn 25. marz kl. 20.30.
Skoda-bifreið
að verðmæti
95 þúsund
FJÖLDI GLÆSILEGRA VINNINGA
Flugferö til Kaupmanna-
hafnar meö Flugleiöum.
Ferö meö ms. Eddu, o.fl.
svo sem húsbúnaður, raf-
tæki, vöruúttekt og margt,
margt fl.
— ( 3DAL — EGILL ÁRNASON HF Skeifunni 3, sími 82111.
(h HAGAMEL 39 \tr A«J~fÁaTíjTnfr:. simar V vf T '022< J 20530 "m tiSk " líÍKt1yjöiíj<öli)adiikil UíðiIajjyiJáj siltjarnasneii '‘Zanv
i LANDSBANKT ÍSLANDS Hjólbarðaverkstæði Vesturbæjar V/Esso Ægissíðu — Símar 23470—26784 (Jón ólafsson)