Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983
75
Frumvarp um lækkui
á sköttum:
Dagaði uppi
á þingi í
annað sinn
FRUMVARP til laga um breyt-
ingu á lögum um tekjustofna
sveitarfélaga, sem felur í sér
lækkun fasteignagjalda sumar-
bústaða, dagaði nú uppi á þingi í
annað sinn. „Við erum mjög
óánægðir með að frumvarpið var
ekki samþykkt því að þetta er
mikið réttlætismál fyrir sumar-
bústaðaeigendur um allt land,“
sagði Helgi Steinar Karlsson,
formaður Múrarafélags íslands og
talsmaður sumarbústaðaeigenda í
Öndverðarnesi, í samtali við Mbl.
„Af þeim sökum er nú verið að
kanna áhuga sumarbústaðaeig-
enda á að stofna heildarsamtök
sem hefðu það hlutverk að vernda
hagsmuni sumarbústaðaeigenda,
t.d. meö lækkun fasteignagjalda
af sumarbústöðum og niðurfell-
ingu á sýslu- og vegasjóðsgjaldi,"
sagði Helgi. Hann sagði ennfrem-
ur að það væri óréttlátt að dómi
sumarbústaðaeigenda að fast-
eignagjöld af sumarbústöðum
skuli vera jafn há og fasteigna-
skattar í þéttbýli. Því væri í frum-
varpinu gert ráð fyrir að fast-
eignagjöld af sumarbústöðum
yrðu 'A af samskonar sköttum í
kauptúnum, sökum þess að notk-
unartíminn væri vart meiri en 3
mánuðir á ári. Helgi taldi einnig
ekki réttlátt að innheimta sýslu-
vegasjóðsgjald af sumarbústaða-
eigendum því að í mörgum tilvik-
um æki fólk aðeins á þjóðvegum
og vegum sem það hefði sjálft lagt
að sumarbústöðum sínum. Að-
spurður sagði Helgi að aðallega
þingmenn blandaðra kjördæma,
þ.e. dreifbýlis og þéttbýlis, stæðu
gegn frumvarpinu, en samt taldi
hann að meirihluti væri fyrir
samþykkt þess á þingi.
Að lokum má geta þess að Pétur
Sigurðsson, Vilmundur Gylfason,
Guðmundur J. Guðmundsson og
Guðmundur G. Þórarinsson voru
flutningsmenn frumvarpsins.
Ítalía:
Kommúnistar
þiggja mútur
Torino, 18. marz. AP.
BORGARSTJÓRINN í Torino á
ftalíu, sem er kommúnisti, sagði af
sér í gær og tók þannig á sig ábyrgð-
ina á mútuhneyksli, sem valdið hef-
ur orðstír kommúnistadokksins þar
í landi miklum hnekki, en hann hef-
ur þótzt vera heiðarlegastur allra
stjórnmáladokka Ítalíu. Borgarstjór-
inn, Diego Novelli, tók við stöðu
borgarstjóra í Torino árið 1975, en
áður hafði það embætti verið í hönd-
um kristilegra demókrata. Ennfrem-
ur hafa nú tíu borgarembættismenn
í Torino, þeirra á meðal varaborgar-
stjórinn, Enzo Biffi, sem er úr röðum
sósíalista, verið handteknir vegna
mútuhneykslis þessa, sem stafar af
meintum mútum við sölu á tölvum.
Kommúnistaflokkur ítallu, sem
er stærsti kommúnistaflokkur
Vestur-Evrópu og næststærsti
stjómmálaflokkur Ítalíu á eftir
kristilegum demókrötum, stjórnar
flestum stærstu borgum landsins í
samvinnu við sósíalista, sem er
þriðji stærsti flokkur landsins.
Afsögn Novellis nú á sér stað sam-
tímis því, sem dómstólar í Róma-
borg keppast við að rannsaka kær-
ur, er fram hafa komið um, að
sumir þeirra, sem þar sitji í borg-
arráðinu, en það er í höndum
vinstri flokkanna, hafi „smurt á“
kostnaðarreikninga sína.
Enrico Berlinguer, leiðtogi ft-
alska kommúnistaflokksins, hefur
borið blak af borgarstjóranum í
Torino og lýst því yfir, að nú sé í
gangi ófrægingarherferð á hendur
kommúnistaflokknum í því skyni
að sverta nafn hans, sem hafi ver-
ið og sé enn óflekkað af allri spill-
ingu.
íöp-
3.300,-
PASKA-
TILBOÐ
Útvarp meö lang- og miöbylgju og fimm faststillingar. Segulbandstæki
sem spilar báöum megin.
Þetta tæki er þrautreynt viö erfiðustu aðstæður um allt land.
Breidd 178 mm
Hæð 62 mm
Dýpt 160 mm
rjrrnnr
! |ti n ti n jSSÉg 1n"imtn
SKIPHOLTI 19 S. 29800