Morgunblaðið - 20.03.1983, Síða 7

Morgunblaðið - 20.03.1983, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983 55 Sir Maurice Oldfield, fyrrverandi yflrmaöur leyni- þjónustu Breta, þykir að mörgu leyti vera fyrirmynd- in að sögupersónu John le Carré, George Smiley. Karla er yfirmaöur KGB í sögunum um Smiley. Yuri Andropov gegndi þvf embætti áóur en hann varó æósti yfirmaður Sovétríkjanna. gence) er skipt í MI-6 sem stjórnar neti njósnara um allan heim á meöan MI-5 beitir sér fyrir aö gera njósnara óvinarins óvirka. MI-6 hefur skipt jarökringlunni í fjögur svæöi. „Framleiöslusvæöi" eru þau kölluö. MI-5 hefur skipt sömu kringlu í sex svæöi en mikil- vægasta baráttan er viö sovéska njósnara og njósnara frá löndum Austur-Evrópu. Reiknaö er meö aö aö minnsta kosti 120 sovéskir njósnarar KGB séu starfandi á Bretlandseyjum. MI-5 hefur á sín- um snærum „Varömenn", eöa „Watchers", sem Smiley vill frekar kalla „Pickets", sem hafa þaö hlut- verk aö gæta og fylgjast meö þeim sem eru grunaöir um njósnir. Einn- ig aö reyna aö afvegaleiöa þá meö því aö láta „leka“ til þeirra röngum upplýsingum, sem þjónar aftur hagsmunum Breta. Til dæmis varö eitt sinn uppvíst aö KGB haföi komiö fyrir manni frá sér hjá bílnúmeraskrá lögreglunn- ar í Bretlandi. Þaö hafði veriö lagt fyrir manninn aö finna hvaöa núm- eraplötur voru meö áritunina: „Engar upplýsingar má gefa um ökutæki það sem hefur þetta núm- er. Ekki einu sinni lögreglunni." Til- gangur mannsins var náttúrulega aö finna út hvaöa ökutæki þaö voru sem voru notuð til aö hafa eftirlit meö Rússum. Þaö var nyt- samlegt fyrir njósnaraliöiö aö vita af þessum KGB-manni. Hvernig fær maöur starf hjá njósnaþjónustinni? Flestir njósnar- ar eru þefaöir uppi í háskólum af sérstökum mönnum sem leita eftir nauösynlegum hæfileikum til starf- ans hjá nemendum. En þaö er líka hægt aö skrifa í pósthólf 500, Parliament Street, London SW1, og kanna viöbrögöin. Sé viökom- andi talinn hæfur, fær hann þegar leynilegt persónunúmer, til dæmis F34PN, og er búinn út meö leyni- legt símanúmer svo hann geti ætíö hringt beint í gegnum símaborð varnarmálaráöuneytisins til tengi- liöar síns þar. Öll þessi númer hafa upphafstölurnar (01)-218-. Sjónvarpsþættirnir um fólkið hans Smiley’s segja frá nokkrum sér- kennilegum mönnum. Þaö eru „Ljósberinn", „Fulltrúinn" og „Svenfálfurinn", sem er dulnefni yfir erkióvin Smil- ey's, Karla. Einhvernveginn svipaö gengur þetta fyrir sig í MI-6, njósn- arar og verkefni hafa dulmál og njósnararnir eiga sér sitt eigiö stéttarmál, eins og „Moldvarpa" til dæmis. Hins vegar er þaö alveg óhugsandi aö þaö gerist í MI-6 aö njósnari sem kominn er á eftirtaun sé kallaöur aftur til starfa eins og gerist meö Smiley og aö hann geti fylgst svo vel með leyniþjónustunni eftir aö hann er kominn á eftirlaun. Þaö er í mesta lagi aö þeir njósn- arar sem komnir eru á eftirlaun heyri einhverjar gróusögur yfir glasi meö gömlum vinum af deild- inni í klúbbnum sínum viö Pall Mall. Þaö er fylgst meö starfs- mönnum njósnaþjónustunnar löngu eftir aö þeir eru komnir á eftirlaun. Þegar til dæmis Oldfield lést, ’ var íbúöin hans og sjúkra- herbergi á spítalanum rannsakaö af MI-6. Þegar hann var skorinn upp á spítalanum var skuröstofan hleruö af ótta viö aö hann segöi eitthvaö meöan hann var svæföur en þá á fólk þaö til aö vera heldur málglatt. Þaö gerist títt í lífj Smileys aö hann dettur um lík eöa landa- mæraveröi, en þaö er nokkuö sem njósnaheimur Oldfields var hreint laus viö. Hann leitaöi aldrei í vös- unum á dauöum manni eöa kíkti eftir fingraförum. KGB myröir yfir- leitt liöhlaupa eöa njósnara, sem leyniþjónustan álítur hættulega sér. Þaö er stranglega bannaö aö gera hjá MI-6 og hefur veriö svo frá 1956. Og frá því í upphafi sjöunda áratugarins hefur Mi-5 og MI-6 veriö bannað aö nota kyn- ferðislega kúgun við ráöningu ný- liöa til njósna. Oldfield var mjög á móti öllu ofbeldi en í einu tilfelli felldi hann dauöadóm yfir manni. Þaö var þegar Oldfield var næstæöstur yfirmaður hjá MI-6. Breskur njósnari var tekinn fastur af KGB og eftir dularfullum leiöum náöi þaö eyrum Oldfields aö njósnarinn væri tilbúinn aö taka eiturpillu í staö þess aö ganga í gegnum pyntingar KGB. Oldfield brá í brún viö þessar fréttir en ör- yggiö er fyrir öllu í þessum viö- skiptum. Eftir mjög leynilegum leiðum var eiturpillunni komiö til njósnarans, sem gleypti hana og dó þannig meö fullri rænu. David Cornwell hefur skrifaö allar sínar bækur undir dulnefn- inu John le Carré. Ástæöuna fyrir því segir hann vera þá aö á meöan hann vann hjá MI-6 hafí þaö verið nauösynlegt starfans vegna og hann hélt dulnefninu eftir aö hann hætti í þjónustunni því honum fannst þaö hljóma betur en sitt eigiö nafn. Cornwell segir: „Sagan í sjón- varpsþáttunum Smiley’s People er ekki gripin úr lausu lofti. Þaö byrj- aöi meö því að ég hitti útlægan Rússa á Hampstead Heath. Hann hafði sloppiö frá Petrograd áriö 1917 og gekk nú sinn daglega labbitúr í hverfinu sem hann bjó í, 200 metra á þremur tímum því hann haföi mjög aumar lappir og naut þess líka aö tala viö hvern þann sem hann hitti á labbi sínu. Ég tók einn daginn son minn meö mér til aö sýna honum mann sem haföi upplifaö rússnesku bylting- una. Og Rússinn sagöi okkur sína hlið á byltingunni og hann sagöi vel frá. Rétt eins og konan hans, sem var frá Eistlandi, þegar hún talaöi um lífiö í útlegöinni. Svo ég setti svolítið af persónum þeirra í söguna mína, því mér fannst eins og „Karla“ heföi helst viljaö útrýma þeim báöum.“ John le Carré vinnur mikiö og honum finnst eins og hann skrifi alltof mikiö. 450 síöur minnkar hann niöur í 120 áöur en hann er ánægöur meö verkið. Þaö er aö koma út eftir hann ný bók, The Little Drummer Girl. Hann segir: „Ég keyri á svörtu kaffi og einum stórum vindli um miðjan daginn. Og ég hef lært aö viröa þessa svörtu daga þegar mér gengur ekkert aö skrifa og ég verö ólán- samur. Reyndar er ég yfirleitt ekki hamingjusamur. Ég er eins og Smiley í þeim efnum ..." að er til heillandi lítil skáldsaga eftir breska rithöfundinn og heim- spekinginn G.K. Chest- erton (höfund sagn- anna um fööur Brown), sem heitir Maöur er nefndur Fimmtudagur. Hún er um njósnara, sem öryggis- þjónusta Breta hefur komiö fyrir í framkvæmdanefnd Evrópudeildar anarkista. Aöeins sjö manns hafa traust félaga sinna til aö sitja í nefndinni. Þykir sjálfsagt aö dul- nefna þá eftir vikudögunum og njósnarinn fær nafniö Fimmtudag- ur. Hann kemst aö því eftir spenn- andi atburöarás aö Mánudagur, Þriöjudagur, Miövikudagur, Föstu- dagur og Laugardagur eru líka njósnarar frá öryggisþjónustunni. Sá eini sem erfitt er aö átta sig á er formaöur nefndarinnar, Sunnu- dagur. Hann er ööruvísi en hinir meölimir nefndarinnar, gáfaöri og voldugri, meira traustvekjandi en fullur mannkærleika. Kannski er hann eini anarkistinn af þeim sjö eöa kannski er hann yfirmaöur ör- yggisþjónustunnar bresku og hef- ur sent hina í nefndina. Mörgum finnst þeir sjá part af Smiley í persónu Chestertons, Sunnudegi, og vilja halda þvi fram aö John le Carré, höfundur njósnasagnanna um Smiley, hafi haft Sunnudag í huga þegar hann skapaöi persónu sína. (Samantekið og þýtt — ai) KVEIKJUNA Heimsþekktar vörur á frábæru veröi. Kerti frá AUTOLITE — BOSCH — CHAMPION. Platínur — Kveikjulok, Hamrar, Þéttar og Kveikju- þræöir frá USA og V.-Þýskalandi. / / EIHN Nnn I OFMIil Utilifsmenn og björgunarsveitir athugiö Unimog Benz-torfærubifreiöar fyririiggjandi nýinnfluttir og mjög vel meö farnir. Aðeins 4 eftir af þessum hörkutólum. Upplýsingar í síma Baldursson hf., Síðumúla 33, sími 81711.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.