Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983 Þaö sem Clyde Barrow vantaði stal hann. Hér hefur hann orðið sér úti um bfl Hin 19 ára gamla Bonnie Parker fylgdi Clyde^ og byssur. á vegi hans til glötunar. Skúrkarnir frá kreppuárunum Kreppan mikla varö orsök þjóöfélagslegrar upplausnar á fjóröa áratugnum og hún leiddi ekki aöeins hörmungar og örbirgö yfir milljónir manna heldur hratt hún af staö mikilli glæpa- öldu, einkum í Bandaríkjunum. Glæpamenn fjóröa áratugarins uröu margir þjóðsagnapersón- ur í lifanda lífi þótt æriö væru manngerðirnar sundurleitar. Jafnvel enn í dag eimir eftir af frægð þessa fólks þótt þaö sé nú löngu komið undir græna torfu og reyndar féllu þeir flestir í valinn langt fyrir aldur fram, oftast eftir skotbardaga viö lögregluna. í hópi þessa ógæfufólks sem kreppan ól af sér má nefna „Vélbyssu-Kelly“, Bonnie og Clyde, John Dillinger, Lester Gillins, sem þekktur var undir nafninu „Baby Face Nelson“, og Charles Floyd, sem aðdáendur kölluöu ýmist „Pretty Boy Floyd“ eöa „Hróa hött Oklahomaríkis". Og vissulega áttu margir þeirra aödáendur, fólk sem fylgdist meö ferli þeirra í blööum og fékk á þann hátt útrás fyrir gremju sína í garö þjóðfélagsins, sem haföi leikið þaö svo grátt. Þetta voru jú allt bankaræningjar og bankar voru ekki vinsælustu stofnanir í Bandaríkjunum í þá daga. í byrjun fjórða áratugarins kom ný tegund af glæpamönnum fram á sjónarsviðið í Bandaríkjunum. Á áratugnum þar á undan var farið að bera á skipulagðri glæpastarf- semi í formi „fyrirtækja" og stórra glæpasamtaka sem höfðu á sínum snærum lögfræðinga og héldu bókhald enda var litið á þessa starfsemi sem „viðskipti" þótt óheiðarleg væru. í mörgum tilfellum náðu umsvif þessara samtaka inn í opinbera stjórn- sýslu þar sem hinir „stóru" í bransanum höfðu komið sér upp samböndum. Þegar kreppan skall á breyttist þetta og starfsemi stóru „fyrirtækjanna" lamaðist, í bili að minnsta kosti. Þeir glæpa- menn sem þá komu upp á yfir- borðið voru einfarar, þeir voru í flestum tilfellum einir á báti eða þá í mjög litlum hópum sem oftast leystust upp þegar ákveðnu verk- efni var lokið. Sumir voru sam- viskulausir óþokkar, en margir höfðu lagt út á þessa braut vegna fátæktar og umkomuleysis. Þessir menn ferðuðust á nóttunni, brut- ust inn í banka og voru hundeltir af lögreglunni borg úr borg og frá einu ríkinu í annað. Á vissan hátt minntu þeir á bófa villa vestursins nema að þeir notuðu bíla í stað hesta og Thompson-hríðskotabyssur í stað Colt 44. Þeir voru stjórnleysingj- ar, sem áttu hvergi höfðu sínu að halla og voru eins konar endur- varp frá liðinni öld, þegar menn urðu þjófar og misyndismenn til að hafa ofan í sig og á. Endur- koma þessarar tegundar glæpa- manna á fjórða áratugnum kom öllum í opna skjöldu og sennilega hefði það aldrei gerst ef kreppan hefði ekki skollið á. Blómaskeið þeirra varði líka stutt, frá 1931 til 1936 og á afmörkuðu svæði í Mið- vesturríkjunum, „glæpa gryfj- unni“ svokölluðu, þar sem rupl, rán og útlegð hafði verið eins kon- ar hefð síðan í Þrælastríðinu 1860. Glæpamenn fjórða áratugarins skildu ekkert eftir sig. Áhrif þeirra á glæpastarfsemi I Banda- ríkjunum voru engin. Aðferðir þeirra komu og dóu með þeim. En samt gleymast þeir ekki. Mamma Baker og treggáfuðu synir hennar, Vélbyssu-Kelly, Bonnie og Clyde, Pretty Boy Floyd, Dillinger, Baby Face Nei- son og Alvin Karpis, — allt voru þetta nöfn sem á sínum tíma fengu hárin til að rísa á höfðum manna og ef fréttist af nærveru þeirra í borgum eða héraði greip um sig allsherjar móðursýki. Með tímanum hafa menn þó farið að líta á feril þeirra í öðru ljósi. Þetta fólk markaði ekki tímamót í glæpastarfsemi né upphaf nýrrar tegundar glæpa. Ferill þeirra táknaði hins vegar endalok fyrri hefðar í bandarískri glæpasögu. Nú hefur mönnum orðið ljóst að gamla villta vestrinu lauk ekki í Coffeyville árið 1893 heldur í vél- byssuskothríð í Flórída árið 1935. Ef litið er til baka sjá menn einnig að afbrot þessa fólks eru smámunir hjá þeirri starfsemi sem hin skipulögðu glæpasamtök reka nú í dag. Þeir fjármunir sem þetta fólk bar úr býtum voru nán- ast engir í samanburði við þær billjónir sem glæpasamtökin raka inn árlega. Stærsta verkefni Clyde Barrow gaf honum 1.500 dollara I aðra hönd. Það var minna en A1 Capone gaf í þjórfé þegar vel lá á honum. Það fé sem bófaflokkur Dillingers hafði upp úr krafsinu á öllum ferli sínum var minna en lítil deild í Mafíunni hefur á ein- Nöfn þeirra vöktu óhug en þó var aðdáendahóp- urinn stór um eftirmiðdegi á veðhlaupa- brautinni. Það er einnig athyglisvert að þessir menn voru tiltölulega hættulitlir hvað varðaði líf manna og limi. Fyrirrennarar þeirra í villta vestrinu voru mun mann- skæðari. Wes Hardin, sem var í meðallagi í hópi byssubófa á síð- ustu öld, drap yfir fjörtíu manns. Sá mannskæðasti af Kreppu- hópnum, Clyde Barrow, varð þrettán manns að bana áður en yfir lauk. Glæpamenn fjórða ára- tugsins voru vissulega vopnaðir og fljótir að gripa til byssunnar þeg- ar svo bar undir. En þeir fóru ekki skjótandi um göturnar né lögðu veitingakrár í rústir eins og fyrir- rennarar þeirra í villta vestrinu. Þeirra sérgrein var rán og þeir héldu sig við það. Morðin frömdu þeir í fáti og sjálfsvörn. Þeir sluppu svo lengi sem raun bar vitni, einungis vegna þess að yfirvöld voru óviðbúin. Einn sam- verkamanna úr Barrow-flokknum lýsti þessu seinna með eftirfar- andi orðum: „I þá daga þurftum við ekki annað en að klippa á símalínur til að komast undan. I dag hefðu Bonnie og Clyde ekki lifað af vikuna." Þegar áhrifa kreppunnar gætti ekki lengur hurfu „einfararnir" af sjónarsviðinu og við tóku Mafiósar og færðu glæpastarfsemina aftur i skipulegt horf að dæmi stórfyrir- tækja. Eina minnismerkið sem Kreppu-bófarnir skildu eftir sig var FBI. bandaríska alríkislög- reglan. Áður höfðu fáir vitað um starfsemi þessarar stofnunar en árið 1935 var FBI orðin víðfræg og sumir starfsmenn hennar þjóð- hetjur. Og það var einmitt FBI sem átti mestan þátt í að gera nöfn ólánsmannana á fjórða ára- tugnum ódauðleg. í umsögnum sínum, sem birt voru svo til dag- lega í fjölmiðlum, voru J. Edgar Hoover og hans menn ekkert að skafa utan af hlutunum: „Hug- lausar skepnur", „rotturnar", „glæpakvikindin", „morðhundarn- ir“, „viðurstyggilegar flær“, „óvin- ir almennings", og fleira í þessum dúr. „Óvinir almennings" var nafn- giftin sem náði mestri útbreiðslu þótt í því fælust viss öfugmæli. Margir þessara bófa nutu samúð- ar stórra hópa í þjóðfélaginu, einkum þeirra sem minna máttu sín, og má þar nefna Pretty Boy Floyd og John Dillinger, sem naut mikillar hylli meðal kvenna. En þótt engum dytti i hug að fegra feril þessara bófa hafa menn þó með tímanum reynt að gera sér grein fyrir þeim aðstæðum og um- hverfi sem þeir voru sprottnir úr og dæma þá eftir því. f rauninni voru þeir kvistir af sama tré og Jesse James, Dalton-bræður, Billy the Kid og Belle Starr. Bófar fjórða áratugarins komu upp á yfirborðið þegar milljónir manna voru atvinnulausar og von- leysið hélt fólki í heljargreipum. Þetta voru tímar „kaldhæðnislegr- ar örvæntingar", eins og einn sagnfræðingur hefur orðað það, „þegar fólk gaf dauðann og djöful- inn i allt og alla.“ Að fylgjast með glæfraverkum hinna yfirlýstu „óvina“ var ódýr- asta skemmtunin sem völ var á. Menn þurftu ekki annað en að eiga fyrir dagblaði eða kveikja á út- varpstæki til að verða sér úti um þá ánægju. Þetta var alveg eins og að lesa hasarblað eða sjá „Vestra" í bíó. Eini munurinn var sá að hér var um raunverulega atburði að ræða, sem voru að gerast á líðandi stund og jafnvel í sömu borg eða ríki. Atburðirnir sjálfir voru jafn ferskir og nýjustu fyrirsagnir dagblaðanna. Og stór hluti fólks las ekki eingöngu um ævintýri út- laganna aðeins til að fylgjast með, heldur með dulinni aðdáun og samúð þvl, einsog áður segir, þeir rændu aðeins banka, sem voru við- sjárverðar stofnanir í hugum al- mennings í kreppunni. Ef til vill er þessu ástandi best lýst með orðum Harry Pierpont, sem var Iengst af í flokki með Dill- inger, er hann var fyrir rétti og sagði við saksóknara: „Ég er ekki sama manngerð og þú, sem stelur frá ekkjum og munaðarleysingj- um. Þig skortir hugrekki til að gera það sama og ég.“ í þessum orðum Pierpont má ef til vill lesa dóm almennings yfir yfirvöldum og þá einkum dómsvaldinu. Litla karlinn í þjóðfélaginu dreymdi um að ná sér niðri á yfirvöldum og hann dreymdi forboðna drauma um að rísa upp og steyta hnefann framan í yfirvöld, storka þeim, eins og bófarnir gerðu, taka það sem hann langaði í og aka um þjóðvegina með fallegum stúlkum. Þannig hugsuðu menn sér líf út- laganna þótt slíkt væri oftast fjarri sanni. Seinna, þegar bófarn- ir lágu 1 valnum, yfirbugaðir af

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.