Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983
93
svo sannarlega sambandi, en ekki
við þann eða þá sem þeir halda;
nei, þeir ná sambandi við djöfulinn
sjálfan!! Jú, þetta eru ef til vill
stór orð, en það er heldur ekki að
ástæðulausu að Guð varar svo
sterklega við því að þetta sé reynt.
Ég ætla einnig að gefa lesendum
nokkra hugmynd um, hvað miðlar
segja sjálfir um störf sín. Ruth
Montgomery, höfundur bókarinn-
ar A World Beyond, spyr: „Geta
sjálfskrif verið hættuleg? Svarið
er já. Því aðeins að viðkomandi
miðill sé í góðu andlegu og líkam-
legu jafnvægi er honum óhætt að
opna dyr, sem hættulegir og ill-
viljaðir andar geta gengið um.“
Hans Holzer, höfundur bókarinn-
ar Life After Death, hefur þetta
að segja: „Það er því aðeins á færi
þeirra einstaklinga, sem hafa góða
andlega heilsu, að leita látinna.
Slíkt er með öllu frágangssök fyrir
þá, sem ekki eru í jafnvægi, eða
syrgjandi fólk, nema e.t.v. með
góðri handleiðslu sérfræðinga."
Hans Holzer segir enn fremur:
„Sumar þessara sambandsleiða
eru ósviknar, aðrar ekki. Flestir
þeirra sem eiga i tilfinningabar-
áttu eru alls ófærir um að greina
þar á milli. Löngunin til að ná
sambandi og vonin um að það tak-
ist auka á líkur þess, að einstakl-
ingurinn verði ónæmur fyrir auð-
kennum svika og sjálfsblekk-
ingar.“ Hans Holzer bætir við, að
þeir sem f þessu efni séu eingöngu
knúnir áfram af forvitni, ættu að
láta slíkt ógert með öllu.
Fræg völva, Louise Heubner að
nafni, segir: „Að vera næmur og
skyggn er óeðlilegt ástand og þeir
sem hlotið hafa þessa gáfu hafa
oft rangsnúin viðhorf. Atvinnu-
miðlar hafa unnið framgangi
skyggnirannsókna meira tjón en
nokkur annar hópur manna í
heiminum. Fólk ætti ekki að
sækja ráðleggingar til miðla."
Louisp Heubner telur sig vita hvað
hún er að segja, þar sem hún rek-
ur ættir sínar til völva í sex ætt-
liði.
Brenda Crenshaw, sem er mið-
ill, segir: „Sá sem vill verða miðill
verður að gera sér grein fyrir
þeirri geigvænlegu ábyrgð sem
slíkt leggur honum á herðar og
hann verður að skilja að í því leyn-
ast hættur. Það eru andar hinum
megin sem eru reiðubúnir að taka
miðilinn eignarnámi. Til eru and-
ar sem villa á sér heimildir og geta
komið áleiðis röngum upplýsing-
um í gegnum miðilinn."
Dr. Thelma Moss, dugmikill
sálfræðingur og dulsálfræðingur,
sem kennir og stundar rannsóknir
í dulspeki við Kaliforníuháskóla,
telur að dýrkendur spíritismans
geti verið hættulegir og að svarti
galdur og galdrabrögð ýmiss kon-
ar séu heldur ógeðfelldar hliðar
dulspekinnar.
Miðlar viðurkenna sem sé, að
spíritismi sé hættulegur. Þeir
segja, að illir andar geti villt á sér
heimildir.
Tvö fórnarlömb spíritismans,
sem hér verður vitnað til, Karl
Jaspar og Rafael Gasson, fyrrver-
andi miðill, hafa varað fólk við.
Karl Jasper segir: „Ég gerði mér
of seint grein fyrir því að myrk öfl
höfðu hrifsað öll völd. Þau höfðu
þegar náð of miklum ítökum í mé r
þegar ég áttaði mig. Og það var
engin undankomuleið. Nú hafði
mér gefist að sjá andaheiminn
eins og ég hafði viljað. Illu and-
arnir voru komnir upp úr djúp-
inu.“ Rafael Gasson segir: „Leiðin
inn í andaheiminn er auðrötuð, en
það sama verður ekki sagt um út-
gönguleiðina þaðan aftur.“
Hver er það sem svarar spurn-
ingunum? Hver er það sem birtist
þér? Hver flytur skilaboðin? Svar-
ið er því miður ekki það sem þú
reiknar með.
í 2. Kor. 11:3—4 og 12—15 segir
svo: „En ég er hræddur um, að
eins og höggormurinn tældi Evu
með flærð sinni, svo kunni og
hugsanir yðar að spillast og leið-
ast burt frá einlægri og hreinni
tryggð við Krist. Því að ef einhver
kemur og predikar annan Jesúm
en vér höfum predikað, eða þér fá-
ið annan anda en þér hafið fengið,
eða annað fagnaðarerindi en þér
hafið tekið á móti, þá umberið þér
það mæta vel. En það sem ég geri,
mun ég gjöra til þess að svipta þá
tækifærinu, sem færis leita til
þess að vera jafnokar vorir í því,
sem þeir stæra sig af. Því að slíkir
menn eru falspostular, svikulir
verkamenn, er taka á sig mynd
postula Krists. Og ekki er það
undur, því að satan sjálfur tekur á
sig ljósengilsmynd. Það er því ekki
mikið þó þjónar hans taki á sig
mynd réttlætisþjóna. Afdrif
þeirra munu vera samkvæmt
verkum þeirra." Róm. 16:17—18:
„Ég áminni yður bræður, að hafa
gát á þeim, er vekja sundurþykkju
og tæla frá þeirri kenningu, sem
þér hafið numið. Sneiðið hjá þeim,
því að slíkir menn þjóna ekki
drottni vorum Kristi, heldur eigin
maga, og með blíðmælum og fag-
urgala blekkja þeir hjörtu hrekk-
lausra manna." Op. 12:12 segir:
„Fagnið því himnar og þér sem í
þeim búið. Vei sé jörðunni og haf-
inu, því að djöfullinn er stiginn
niður til yðar i miklum móð, því að
hann veit, að hann hefur nauman
tíma.““
Fái fálkaorðuna fyrir réttsýni
Magnús H. Skarphéðinsson skrif-
ar:
„Þó ég sé nú þeirrar skoðunar að
forsetinn okkar hefði sýnt okkur
óbreyttum borgurum betra for-
dæmi með því að vera sparari á
orðuveitingar, samkvæmt einu af
þremur kosningaloforðum hans
hér um árið, þá er lag núna samt
fyrir svo sem eina veitingu þessa
mánuðina. En það væri að veita
honum Guðmundi H. Garðarssyni
fálkaorðu af æðstu gráðu lýðveld-
isins. Seint hefði ég trúað því að
þeir Kanar ættu eftir að hafa vit
fyrir okkur fslendingum, en Guð-
mundur er maðurinn sem þorði,
kom, sá og sigraði í fiskstautamál-
inu, sem þetta land okkar stendur
og fellur með.
Guðmundur kom og barðist
fyrir því, að við værum ekki með
eitthvert mótmælajarm út af ör-
fáum frændum okkar hér í hafinu
í kringum landið. Harðindin, sem
dunið hefðu yfir landið og þjóðina,
hefðum við misst fisksöluna í Am-
eríku, hefðu verið af allt annarri
stærðargráðu en elstu menn gætu
munað úr harðindaminnum þjóð-
arinnar. Við hefðum komist ná-
lægt eða framúr móðuharðindun-
um miklu hér um öldina, hefðum
við misst Long John Silver-sam-
bandið núna.
Guðmundur ætti að fá orðuna
fyrir réttsýni og innsæi, þegar
hann sagði að leikslokum að þetta
hefði verið stærsta pókerspil sem
íslenska þjóðin hefði tekið þátt í
með atkvæðagreiðslunni frægu á
Alþingi: 28 atkv.:29 atkv. Hvað ef
við hefðum tapað? Það var allt
lagt undir og potturinn stór 1 það
skiptið."
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Þeir þvældust fyrir hvor öðrum.
Rétt væri: Þeir þvældust hvor fyrir öðrum.
SIG6A V/öGA í ‘ÍiLVERAN
HEIMSÓKN TIL JÁRNBLENDI-
FELAGSINS Á GRUNDARTANGA
Forráðamenn Járnblendifélagsins á Grundartanga hafa
boöiö félagsmönnum Stjórnunarfélagsins aö heimsækja
fyrirtækið föstudaginn 25. mars nk. Markmiö heimsókn-
arinnar er aö gefa félagsmönnum innsýn í skipulagningu
og rekstur Járnblendifélagsins og hvernig tekist er viö
stjórnun þess.
Dagskrá:
12:00 Mæting viö Síöumúla 23.
12:15 Lagt af staö í langferöabíl.
13:00—14:00 Sigling meö Akraborginni.
14:30 Komið að verksmiöjunni.
14:30—15:15 Verksmiöjan skoðuð undir leiösögn.
15:15—15:30 Kaffiveitingar.
15:30—17:30 Fundur með forráöamönnum Járnblendi
félagsins um skipulag og stjórnun fé-
lagsins. Þeir sem þátt munu taka í fund-
inum af hálfu Járnblendifélagsins eru:
— Jón Sigurðsson forstjóri
og eftirfarandi deildarstjórar:
— Guölaugur Hjörleifsson
— Sigtryggur Bragason
— Jón Hálfdánarson
— Pétur Baldursson
— Stefán Reynir Kristinsson
— Jón Steingrímsson
Þar sem fjöldi þátttakenda í heimsókninni er takmark-
aöur eru félagsmenn vinsamlegast beðnir aö tilkynna
þátttöku sem fyrst í síma 82930.
A STJÖRNUNARFÉLAG
ÍSLANDS
SIÐUMÚLA 23 SÍMI 82930
KAUPÞING HF
VERÐBRÉFASALA
Gengi pr. 21. mars ’83 m.v. 4,2%
Ávöxtun umfram verötryggingu
(Daglegur gengisútreikningur)
Spari-
skírtaini
rfkissjóös
1970 2. flokkur
1971 1. flokkur
1972 1. flokkur
1972 2. flokkur
1973 1. ftokkur
1973 2. flokkur
1974 1. flokkur
1975 1. flokkur
1975 2. flokkur
1976 1. flokkur
1976 2. ftokkur
1977 1. flokkur
1977 2. flokkur
1978 1. flokkur
1978 2. flokkur
1979 1. ftokkur
1979 2. flokkur
1980 1. flokkur
1980 2. flokkur
1981 1. flokkur
1981 2. flokkur
1982 1. ftokkur
1982 2. flokkur
Gangi m.v. 4.2 4,2% ávöxt- Gsngi m.v.
ávðxtunar- unarkrafa Happdrssttis- 4,2% ávöxt-
krölu gildir lán ríkis- unarkröfu
pr. kr. 100.- fram til: sjóös pr. kr. 100.-
11.724 5.02. 1984 1973 — B 4.289
10.200 15.09. 1985 1973 — C 3.662
9.518 25.01. 1986 1974 — D 3.165
7.668 15.09. 1986 1974 — E 2.235
5.892 15.09. 1987 1974 — F 2.235
5.789 25.01. 1988 1975 — G 1.498
3.739 15.09. 1988 1976 — H 1.386
2.812 10.01. 1993 1976 — I 1.100
2.079 25.01. 1994 1977 — J 993
1.865 10.03. 1994 1981 1.fl. 204
25.01. 1984*
2503 1983-Verötryggö veöskulda-
10.09. 1983
25.03. 1983
* Eftir þessa dagsetningu gilda
vextir bréfanna sem eru lægri en
10.09. 1983*
25.02. 1984*
15.09. 1984*
15.04. 1985*
25.10. 1985*
25.01. 1986*
15.10. 1986*
1.04. 1985*
1.10. 1985*
nafn-
bréf m.v. 7—8%
ávöxtunarkröfu.
N»*n- Avöxtun
4,2%.
Óverðtryggð veðskuldabróf
18% 20% 47%
1 ár 66 67 81
2 ár 56 58 75
3 ár 48 50 72
4 ár 43 45 69
5 ár 39 40 67
Sölugsngi m.v. vaxtir umtram
2% afb./ári (HLV) várötr.
1 ár 96.49 2% 7%
2 ár 94,28 2% 7%
3 ár 92,96 2%% 7%
4 ár 91,14 2%% 7%
5 ár 90,59 3% 7%
6 ár 88,50 3% 7%%
7 ár 87,01 3% 7V.%
8ár 84,85 3% 7%%
9 ár 83,43 3% 7%%
10 ár 80,40 3% 7%
15 ár 74,05 3% 7%
KAUPÞING HF.
Húsi verzlunarinnar, 3. hæð. sími 86988.
og varðbrafaula. Wguiniðhjn atvfnnuhúanaaðfa. flárvaafa. þfóðhao-
fr«öi-, rakstrar- Ofl fðtvuréðgjðf
r.'í' ■