Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 34
82 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983 Skíðaganga hefur átt vaxandi vinsældum að fagna hér í landi. „Lava- Loppet“ er ekki eingöngu fyrir keppnisfólk heldur fyrir fólk á öllum aldri sem hefur áhuga á að ganga sér til hressingar og tilbreytingar. Gangan er jafnt fyrir unga sem aldna, því hægt er að velja um þrjár gönguleiðir mismunandi langar. sem erlendri þátttöku. Margvísleg athugun var gerð þá þegar og í upphafi áformað að halda slíka göngu á sl. ári, en undirbúningur og kynning tekur lengri tíma en svo að það gæti tekist. Þess í stað var tekin ákveðin stefna á árið 1983 og nú mun fyrsta alþjóðlega skíðagangan, sem hlotið hefur nafnið Lava- Loppet, fara fram í Bláfjöllum laugardaginn 26. mars nk. Undirbúnings og fram- kvæmdanefnd skipuð Á sl. vori skipaði Skíðasamband íslands sérstaka nefnd til að ann- ast þetta mál í samstarfi við Flugleiðir og ferðaskrifstofuna Úrval. I nefndinni eiga sæti: Sigurður Magnússon, Ástbjörg Gunnars- dóttir, Hannes Ríkharðsson og Árni Jónsson. Með nefndinni starfa einnig Knútur óskarsson frá Úrval, Símon Pálsson og Jó- hann D. Jónsson frá Flugieiðum og ennfremur Hreggviður Jóns- son, form. Skíðasambands íslands. Alþjóða Skíðasambandið skipar veitt skíðagöngunni og fram- kvæmd hennar ómetanlega að- stoð. Ýmsar erlendar ferðaskrif- stofur hafa einnig sýnt göngunni áhuga og kynnt hana rækilega. Nú hafa um 80 erlendir þátttak- endur látið skrá sig í gönguna. Jafnframt og samhliða hefur gangan verið kynnt skíðasam- böndum allra landa og sömuleiðis samtökum fatlaðra íþróttamanna víða um Evrópu. Göngudagurinn 26. mars Lava-Loppet hefst laugardaginn 26. mars kl. 11. Lögð hefur verið göngubraut eins og meðf. mynd sýnir. Þátttakendum gefst kostur á að ganga ýmsar vegalengdir: 42,3 km, sem er hin opinbera maraþonganga, 21 km og 10 km, sem eru mjög viðráðanlegar vega- lengdir fyrir bæði byrjendur og aðra, sem leggja rneiri áherslu á að vera með fremur en að sigra. Loks verður sérstök sveita- keppni, sem einkanlega er ætluð starfsfólki fyrirtækja og stofnana svo og skólanemendum. Þrír þátttakendur skipa hverja sveit og gengur hver þeirra 10 km, eða 30 km samtals fyrir sveitina. Vonast er til að mikill fjöldi fyrirtækja og hverskyns stofnana sendi sveit til göngunnar í nafni viðkomandi stofnunar. Þátttaka í öllum vegalengdum og sveitakeppninni er miðuð bæði við konur og karla, 16 ára og eldri. Allir þátttakendur í Lava- Loppet fá sérstök viðurkenn- ingarskjöl, einnig merki til að setja á skíði sín o.fl. Þrír fyrstu í öllum flokkum hljóta sérstök verðlaun og í sveitakeppninni er keppt um veglegan bikar, gefinn af Flugleiðum hf. (Flugleiðabikar- inn). Skráning öll skráning þátttakenda fer fram hjá ferðaskrifstofunni Úrval við Austurvöll og rennur skrán- ingarfrestur út um nk. helgi. Framkvæmdanefnd fyrir Lava- Loppet mun hafa aðsetur sitt hjá Ferðaskrifst. Úrval á fimmtudag og föstudag í næstu viku, en þang- að þurfa þátttakendur að vitja sinna þátttökuskilríkja. Mikilvæg byrjun Framkvæmdanefnd Lava- Loppet hvetur allt skíðagöngufólk til þátttöku. Allir geta fundið við- fangsefni við sitt hæfi. Mikil þátt- taka og skipuleg framkvæmd eru afgerandi að þessu sinni, þar sem um fyrstu alþjóðlegu gönguna er að ræða hér á landi. Með vel heppnaðri byrjun má reikna með að Lava-Loppet verði árviss íþróttaviðburður með vaxandi þátttöku erlendra skíðamanna og þar með aukinni ferðamannaþjón- ustu. Lava-Loppet: Reiknað er með 80 erlendum þátttakendum Skíðaganga er hraðvaxandi íþróttagrein hér á landi sem annarsstaðar. Þúsundir einstaklinga leggja í auknum mæli áherslu á að tileinka sér þessa hollu íþróttagrein, sjálfum sér og sínum til ánægju og heilsubótar, enda er skíðaganga viðurkennd sem ein besta alhliða líkamsrækt sem völ er á. Aðrir leggja stund á skíðagöngu sem keppnisíþrótt og á þeim vettvangi eru haldnar skíðagöngur víðsvegar um heim með þúsundum þátttakenda. Má í því sambandi nefna Vasagönguna í Birkebeinergönguna í USA o.m.fl. Talsvert hefur borið á því und- anfarin ár, að erlendir aðilar hafa sent hingað til lands fyrirspurnir um slíkar göngur, sem fram að þessu hafa þó ekki verið fyrir hendi. M.a. hafa erlendir áhugaað- ilar í þessum efnum snúið sér til ferðaskrifstofunnar Úrvals og í framhaldi þess var haldinn við- ræðufundur snemma árs 1981 með nokkrum ferðaaðilum, svo sem fulltrúum Ferðamálaráðs, Flug- leiða, Úrvals og Skíðasambands- ins. Lýstu allir aðilar sig fylgjandi því að koma á fót alþjóðlegri skíðagöngu, sem síðar gæti orðið árviss viðburður með innlendri Svíþjóð, Holmenkollenmarsinn í Oslo, sérstakan fulltrúa til eftirlits með undirbúningi og framkvæmd göngunnar. Er það Rolf Nyhus frá Noregi, þrautreyndur skíðagöngu- maður og skipuleggjari slíkra skíðagangna. Víðtækt kynningar- starf erlendis Störf undirbúningsnefndar und- anfarna mánuði, hafa ekki síst miðað að því að kynna Lava- Loppet erlendis. Þar hefur mark- aðsdeild Flugleiða og söluskrif- 1 stofur í hinum ýmsu löndum haft með höndum afgerandi starf og 'V' TRACK SKIING CENTER REFRESHMENT BLAFJÓU KERLI^JGARHNJÚKUR T___I HROSSAHRYGGIR j STORIDALUR Á þessu korti má sjá gönguleiðirnar í Bláfjöllum. Hvað er Lava Loppet? Lava Loppet er alþjóöleg skíöaganga, sem allur almenningur getur tekiö þátt f. Meöal þátttakenda veröa nokkrir erlendir göngugarpar, sem tekiö hafa þátt í álíka göngum víöa um heim. Hvar og hvennr er Lava Loppet? Gangan fer fram í Bláfjöllum dagana 26. mars nk. og hefst kl. 11.00 f.h. Alllr þátttakendur byrja og enda á sama staö. Hve langt verður gengiö? Þátttakendur geta valiö um 3 mismunandi göngu- leiöir: 42,3 km, 21 km og 10 km. Sveitakeppni Lava Loppet 3ja manna sveitakeppni fer einnig fram og er hún ætluö t.d. fyrir skóla og fyrlrtæki. Allir þelr, sem náö hafa 16 ára aldri geta tekiö þátt f sveita- keppninni. Lágmarksgöngulengd fyrir hverja sveit er 30 km. Verölaun veröa veitt fyrir 3 fyrstu sætin og gilda þar bestu tímarnir. Hversu góður þarftu að vera? Hver og einn velur sér vegalengd eftir eigin getu og gengur á þeim tíma er honum hentar. Enginn þarf aö flýta sér. Útlveran og ánægjan er fyrir öllu. Hvað kostar að taka þátt í göngunni? Þátttökugjald í 42,3 km gönguna er kr. 300 á mann. Þátttökugjald í 21 km gönguna er kr. 250 á mann. Þátttökugjald í 10 km gönguna er kr. 150 á mann. Verölaun Verölaun veröa veitt fyrir 3 fyrstu sætin ( karla og kvennaflokki á hverri gönguleiö fyrlr sig. Hvar er hægt að skrá þátttöku? Feröaskrifstofan Úrval sér um skráningu þátttak- enda í gönguna svo og um ferölr frá Umferöar- miöstööinnl og Hótel Loftleiöum aö göngusvæö- inu. Hvernig kemstu til Reykjavíkur? Flugleiöir bjóöa flug frá öllum landshlutum til Reykjavíkur á mjög hagstæðum kjörum. Svo sem: Fjölskyldufargjöld. Helgarfargjöld meö flugi og gistingu. Hópfargjöld. Nánari upplýsingar veita skrifstofur Flugleiöa, umboösmenn og feröaskrifstofur. Fyrsta alþjóðlega skíðagangan sem fram fer hér á landi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.