Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983
59
Lögin gefa yfirvöldunum hættulega mikiö vald. í þessu máli hefur þaö valdid því, aö
lítill drengur og foreldrar hans hafa oröiö fyrir módursýkislegum ofsóknum. —
SVÍÞJÓD.
BLÓÐBAn
Asíðastliðnum 15 árum hafa
a.m.k. tvær milljónir manna
verið teknar af lífi án viðhlítandi
réttarhalda. Þetta kemur fram í
skýrslu, sem Amos Wako lög-
fræðingur frá Kenya hefur unnið
fyrir mannréttindanefnd Sam-
einuðu þjóðanna í Genf.
{ skýrslunni er gerður grein-
armunur á skyndiaftökum, sem
framkvæmdar eru eftir sýndar-
réttarhöld, þar sem grundvallar-
réttindi fangans eru virt að vett-
ugi, og hins vegar á aftökum, sem
fara fram algerlega án dóms og
laga á vegum viðkomandi stjórn-
valda.
Þessi háa tala, sem fram kem-
ur í skýrslunni, er ekki sundur-
liðuð, þ.e.a.s. ekki er um það get-
ið, hvaða stjórnvöld hafi verið öt-
ulust við skyndiaftökur og morð.
Er talið að slíkar upplýsingar
hefðu valdið mikilli úlfúð. óháðir
sérfræðingar telja þó að stjórn-
völd í Kampútseu og Uganda
hljóti að eiga met í þess konar
athæfi, því að um 300.000 manns
munu hafa verið teknir af lífi í
hvoru landinu um sig á síðasta
áratug.
Tvær
milljónir
líflátnar
án dóms
og laga
Eigi að síður veitir skýrslan
upplýsingar um aftökur, sem tal-
ið er að hafi átt sér stað, eða hafa
komið í ljós frá árinu 1981.
Ástæðan er sú, að á þessum tíma
fóru Sameinuðu þjóðirnar að
„veita sérstaka athygli skyndi-
aftökum og launmorðum". Talin
eru upp 18 lönd, þar sem slíkar
aftökur hafa átt sér stað, en þar
af eru fjögur, sem hafa sérstöðu
að því leyti að óvenjumikið virð-
ist hafa verið um slík glæpaverk
af hálfu stjórnvalda siðastliðin
tvö ár.
Argentína: Þúsundir manna
hafa horfið og margir fundist
látnir, „augsýnilega myrtir eftir
að hafa verið pyntaðir". Lifandi
fólki hefur verið varpað í sjóinn
eða fleygt úr flugvélum. I flest-
um tilvikum sóttu iögreglumenn
eða hermenn fólk þetta sam-
kvæmt skipunum „æðri yfir-
valda".
Guatemala: Árið 1981 voru
3.000 óbreyttir borgarar drepnir
og á síðasta ári 2.600 til viðbótar
í aðgerðum gegn uppreisnar-
mönnum. Dauðasveitir undir
stjórn ríkisstjórnarinnar fengu
skipanir um að „hreinsa byggð-
ir“, þar sem skæruliðar andsnún-
ir ríkisstjórninni störfuðu. Flest-
ir þeirra, sem drepnir voru,
reyndust vera sveitamenn af
indíánakyni.
Indland: Rúmlega 6.000 manns
voru drepnir á árunum
1979—1981 í baráttu gegn Naxa-
lite-byltingarhreyfingunni og
þeim, sem grunaðir voru um
virka baráttu fyrir þjóðfélags-
legum umbótum. „Lögreglumenn
drápu flest fórnarlömbin eftir að
þau voru handtekin, en oft voru
þau pyntuð áður.“
íran: Á milli 4.500 og 20.000
manns hafa verið teknir af lífi og
margir voru pyntaðir áður. Þar
sem réttarhöld voru yfir hinum
handteknu nutu þeir engrar
lagalegrar aðstoðar.
I skýrslunni eru ýmis önnur
lönd nefnd, þar sem fram hafa
farið aftökur frá árinu 1981. Þar
á meðal eru Brasilía, írak,
Kampútsea, Líbanon, Filippseyj-
ar og Suður-Afríka. í þessari
skýrslu er þó ekki getið um þrjú
ríki í rómönsku Ameríku þar
sem mannréttindi hafa mjög ver-
ið virt að vettugi. Þetta eru Bóli-
vía, Chile og E1 Salvador, en
ástandið þar hefur gefið tilefni
til sérstakra rannsókna af hálfu
mannréttindanefndar Samein-
uðu þjóðanna.
— MARTIN BAILEY
ararétti í Tékkóslóvakíu. Þau tóku
það nærri sér þrátt fyrir allt, sem
þau höfðu mátt þola.
Það sama hafði komið fyrir
kvikmyndaleikstjórann Evu Kol-
ouchova nokkru áður. Þegar hún
var við nám í Cambridge í Eng-
landi árið 1972, var henni tilkynnt,
að réttað hefði verið í máli hennar
og hún dæmd í fangelsi að henni
fjarstaddri fyrir að hafa stutt Al-
exander Dubceck og umbótatil-
raunir hans árið 1968. Eva sneri
ekki aftur heim. Hún fékk vinnu
hjá Granada-sjónvarpsstöðinni og
er eina útlenda konan, sem orðið
hefur kvikmyndaframleiðandi og
stjórnandi á hennar vegum.
„Innrás" (1980), heimildarmynd
um innrás Rússa í Tékkóslóvakíu
árið 1968, var hennar hugmynd, en
þar er lýst harmleiknum, sem
breytti sögu Tékka á fáum dögum.
„Óvinir ríkisins" er eðlilegt fram-
hald þeirrar myndar og sýnir af-
leiðingarnar fyrir manninn sjálf-
an og fjölskylduna.
— JANET WATTS
iVÉLMENNIi
„Slangan“
kemur til
sögunnar
Isíðasta mánuði var kynnt í Bretlandi nýtt vél-
menni, búið leysigeisla, og standa vonir til að það
geti snúið niður efni í bílaskrokka og flugvélar 60 sinnum
fljótar og miklu nákvæmar en þau tæki
sem nú þekkjast.
Vélmennið er eins og risastór slanga, sem býr sig til
atlögu, og er því kallað því vel viðeigandi nafni „Cobra". í
Culham-rannsóknastofunum skammt frá Oxford
fékk ég tækifæri til að sjá vélmennið að verki.
Frammjótt „andlitið" á því skimaði eftir málmplötu eins
og dýr sem leitar að bráð, en sneið síðan plötuna niður
eftir ýmsum mynstrum af fullkominni nákvæmni.
Þetta minnti mig á „Gullfingur", James Bond-myndina,
en í stað þess að vera stjórnað af mannshendinni var það
tölva, sem skipaði fyrir um hreyfingar vélmennisins.
Tölvan útilokar öll mannleg mistök og lítur ekki við öðru
en réttum málmi á réttum stað. Það getur t.d. ekki hagað
sér eins og „vitlausa" vélmennið japanska, sem nú nýlega
drap mann, sem var svo óheppinn að verða á vegi þess og
það hélt vera málm.
Uppfinningamaðurinn og faðir „Cobru" heitir Tveror
Johnson og þótt ýmsir „sérfræðingar" segðu honum, að
vélmennið væri ein vitleysa frá upphafi til enda, tókst
honum samt að öngla saman nokkru fé auk 25% styrks frá
iðnaðarráðuneytinu breska. „Ég geri mér vonir um að
geta selt vélmennin mín til Japan," segir Johnson, og
verðið fyrir hvert stykki verður um 4,2 millj. ísl. kr.
Vísindamenn við Culham-rannsóknastofurnar segja, að
„Cobra" sé fullkomnari en nokkurt annað vélmenni í
heimi og að það sé svo fjölhæft, að það geti næstum ráðið
við hvað sem er. — ÁDRIAN BERRY
■ STÓRIÐJA
Víðar ,,álstríð“
en á Islandi
Vatnið, sem knýr
hverflana í Ak-
osombo-vatnsorku-
verinu í Volta-fljóti í
Suður-Ghana, hefur
nú um 20 ára skeið
fært bandarísku ál-
félagi sem á silfur-
fati eitthvert hið
lægsta raforkuverð
sem um getur í heim-
inum. Samningurinn
um raforkukaupin
var undirritaður árið
1962 og jafnvel enn í
dag þarf Valco-álfé-
lagið ekki að greiða
meira en fimm og
hálft mill fyrir kíló-
wattstundina, en eitt
mill er einn þúsund-
asti úr einum doll-
ara.
Þetta raforkuverð
er aðeins um fimmt-
ungur þess sem aðrir
álframleiðendur í
þriðja heiminum
greiða og Ghana-
menn sjálfir verða að
borga 30 mills fyrir
kílówattstundina. f
síðasta mánuði lauk
fyrstu lotu samn-
ingaviðræðnanna um
nýtt rafmagnsverð,
en Ghana-stjórn
krefst þes, að það
verði hækkað upp í
25 mills. Að því er
embættismenn í
Accra segja, myndi
þessi hækkun færa
þjóðinni 85 milljónir
dollara í auknar tekj-
ur og er víst lítill vafi
á, að þær kæmu sér
vel eins og ástandið
er í landinu.
Samningurinn við
Valco-álfélagið hefur
verið mjög umdeildur
síðan hann var und-
irritaður af ríkis-
stjórn Nkrumah.
Samkvæmt honum
var ábyrgst, að félag-
ið, sem er í eigu Am-
erican Aluminium
Kaiser Corporation,
gæti fengið rafork-
una á föstu verði í 30
ár og að þvf búnu
gert annan samning
til 20 ára með líkum
skilmálum. f Ghana
hefur alla tíð verið
litið á þetta verð sem
Jeriy Rawlings:
Knýr á um hærra
rerð.
skammarlega lágt,
enda varð það fljótt
ljóst, að samningur-
inn batt í raun hend-
ur ríkisstjórnarinnar
allan líftíma Akos-
ombo-stíflunnar.
Yfirvöld í Ghana
hafa lengi reynt að fá
rafmagnsverðið
hækkað og raunar
tekist að tvöfalda
það þótt lítið sé, en
nú er í fyrsta sinn
kominn verulegur
skriður á endurskoð-
un samningsins. Er
það að þakka flug-
liðsforingjanum
Jerry Rawlings, sem
komst til valda í
Ghana fyrir rúmu
ári, en hann hefur
sett sér að rétta hlut
Ghana-manna í
viðskiptum þeirra við
erlend fyrirtæki.
f þessum samning-
um hefur þó hvorug-
ur aðilinn mjög
sterka stöðu. Með
fullum afköstum tek-
ur álbræðslan til sín
um 65% af afli virkj-
unarinnar, sem einn-
ig sér öllu Ghana
fyrir raforku og einn-
ig að nokkru leyti
Togo og Benin. Að
undanförnu hefur ál-
bræðslan auk þess
þurft á minni orku að
halda. Framleiðslan
hefur minnkað vegna
samdráttarins á
heimsmarkaði og
talsmenn Valcos
segja, að þrátt fyrir
27 milljóna dollara
hagnað á árinu 1981,
þegar skattar höfðu
verið greiddir, geri
erfiðleikar móðurfé-
lagsins því ókleift að
greiða hærra raf-
orkuverð. Þeir segja
einnig, að fáránleg
ofskráning gjaldmið-
ils Ghana valdi þvi,
að i raun sé raforku-
verðið miklu hærra
en opinberlega sé upp
gefið.
Báðir aðilar vilja
komast að samkomu-
lagi. Ghana-menn
vegna þess að þeir
þurfa á gjaldeyrinum
að halda og Valco
vegna þess að það er
eitt arðbærasta
fyrirtæki Kaisers-
samsteypunnar.
Samningaviðræður
munu að líkindum
standa enn um
nokkra hríð og
Ghana-menn vona að
þeim takist að fá
Valco til að reisa
nýja álbræðslu í
landinu, sem hag-
nýtti sér innlend hrá-
efni í stað þess að
flytja þau inn eins og
nú er gert.
— PATRICK BISHOP