Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983 Rödd úr fortíöinni Um Peter Schram og elstu hljóðritunina Heimsmetabók Guinness hefur nú bætt nafni Peter Schram í skrá sína og ekki að ástæðulausu. Hvers vegna? — kann einhver að spyrja sem von er enda hefur maðurinn verið óþekktur til þessa. Peter Schram var söngv- ari á öldinni sem leið, en hans er þó hvergi getið í alfræðibókum um tónlist. Hins vegar komst nafn hans í hámæli meðal áhugamanna um hljóðupptökur nú fyrir skömmu er sívalningur, sem hafði að geyma söng Peters, kom í leitirnar. Hér er um að ræða upptöku frá árinu 1889, og er það elsta hljóðupptaka sem varðveist hefur svo vitað sé. Það er því að vonum, að Peter er nú efstur á óskalista þeirra sem safna fágætum hljóðupptökum. Peter Schram í hiutverki Leporello árið 1878. Peter Schram fæddist árið 1819 og er ekki vitað að neinn söngvari sem fæddur er fyrr hafi látið hljóðrita söng sinn, að minnsta kosti hefur engin slík upptaka varðveist. Henry Plesants heitir maðurinn sem á heiðurinn af þess- ari merku uppgötvun. Hann var tónlistargagnrýnandi í Fíladelfíu á árunum fyrir stríð, en er nú bú- settur í Englandi og skrifar tón- listargagnrýni fyrir stórblaðið „International Herald Tribune". Hann er mikill áhugamaður um gamlar hljóðupptökur og á sjálfur digurt safn af gömlum hljómplöt- um. Auk þess ferðast hann um heiminn með gamlar hljóðupptök- ur á segulbandi og heldur fyrir- lestra um þetta áhugamál sitt. Þar til upptaka Peters Schram kom í leitirnar hélt Henry, eins og aðrir áhugamenn á þessu sviði, að frum- herjarnir hefðu verið Jean-Bapt- iste Faure, hinn frægi franski barítonsöngvari, sem fæddur var árið 1831. Undrun hans varð því mikil þegar Gunnar Ahlen, tón- listargagnrýnandi „Svenska Dagbladet" sagði honum, er þeir hittust í hádegisverðarboði í Stokkhólmi árið 1974, að hann hefði undir höndum hljóðupptöku með rödd Peters Schram, dönsk- um barítonsöngvara, sem fæddur var árið 1819 og að þessi maður, Peter Schram, hefði verið nem- andi Manuel Garcia, sem var þjóð- sagnapersóna um sína daga. Daginn eftir bauð hinn sænski tónlistargagnrýnandi Henry að hlusta á upptökuna, sem var afar frumstæð og með forneskjulegri rödd, sem söng á dönsku kafla úr innkomu Leporello í „Don Gio- vanni" og hluta af aríunni án und- irleiks. Fyrsta spurningin sem vaknaði í huga Henrys var, hvort hér væri um ósvikna upptöku að ræða og í framhaldi af því: Hver var Peter Schram? Hann hófst því handa við að rannsaka málið og í fyrirlestri í New York nú nýverið kynnti hann niðurstöðu sína. „Nafn Peters Schram fannst hvergi í hinum viðurkenndu ritum um óperu og söng, né í alfræðibók- um á ensku, frönsku, þýsku eða ítölsku," sagði Henry. „En ég var svo heppinn að eiga 50 bindi af „Leipzig Allgemeine Muskialische Zeitung" frá 1798 til 1848 með sér- stöku hefti með efnisyfirliti: í heftinu fann ég það sem ég leitaði að: „Schramm, barítonsöngvari í Kaupmannahöfn." Og samkvæmt tilvísuninni fann ég í einu bindinu frá árinu 1847, fréttabréf frá Kaupmannahöfn, þar sem höfund- ur nefnir sérstaklega baríton- söngvara Konunglega leikhússins, „Herr Hansen og Herr Schramm sem báðir séu frábærir söngvarar og vel menntaðir í list sinni". Á meðan Henry vann að rann- sókn sinni lék hann upp upptök- una fyrir sérfræðinga, sem flestir hölluðust að því að upptakan væri fölsuð. Sjálfur var Henry hins vegar sannfærður um að svo var ekki: — „Ef einhver ætlaði sér að falsa svona nokkuð hefði hann ekki valið söngvara, sem var óþekktur utan Danmerkur og sem syngur Leporello á dönsku," segir hann máli sínu til stuðnings. Henry sneri sér til danska sendiráðsins í London og fann þar greinargóða skýrslu um ævi Schram í gömlu uppsláttarriti. Þar kom m.a. fram, að Peter Schram var fæddur 5. september 1819, dáinn 1. júlí 1895 og hann var talinn vera í hópi bestu söngv- ara og leikara i langri sögu Kon- unglega leikhússins. Ferill hans náði yfir 63 ár, þar af 48 ár sem söngvari, frá 1841—1889 og síð- ustu árin sem leikari. Þar með var komin fram sönnun fyrir því að Peter Schram var raunverulega til og hafði getið sér gott orð sem söngvari. En hvernig stóð á hljóð- rituninni? Flemming André Larsen, blaða- fulltrúi í danska sendiráðinu, sem sá reglulega um þátt í danska út- varpinu, stakk upp á því að leika hina gömlu hljóðritun í einum þætti sínum ef það mætti verða til þess að einhverjir hlustenda gætu gefið nánari upplýsingar. Þætti Larsens var útvarpað 21. septem- ber 1978. í framhaldi af því feng- ust þær upplýsingar, að í riti einu um gamlar hljóðupptökur og grammófóna, eftir Knud de Heg- ermann-Lindencrone, væri að finna klausu um upptöku þessa þar sem fram kom, að uppruna- lega upptakan hefði farið fram ár- ið 1889 á heimili Gottfried M. Ru- ben, konsúls, sem var kolakaup- maður og mikill áhugamaður um nýjar uppfyndingar, einkum og sér í lagi hvað varðaði hljóðritun. Henry varð nú að hafa upp á Hegermann-Lindencrone til að komast að raun um hvar hann hefði fengið upplýsingarnar um sívalning Rubens og eftir tals- verða fyrirhöfn komst hann að því að rithöfundurinn var búsettur á Mallorca og hófust nú bréfaskrift- ir á milli þeirra. Hegermann-Lindencrone sagð- ist hafa verið í sambandi við Vict- or Ruben, son konsúlsins, og hefði Ruben yngri átt þrjá stóra tré- kassa, fulla af hljóðritunar-sívaln- ingum, sem faðir hans hafði átt. Hegermann-Lindencrone fékk að taka nokkrar upptökurnar upp á segulband. Gottfried Ruben hafði gert sér það til gamans að bjóða listamönnum heim til sín eftir sýningar og í samkvæmum þess- um hafði hann stundum hljóðritað kafla úr verkunum sem verið var að sýna í það og það skiptið. Sí- Tölvusýning T ónabæ s&rosss®- fvb'B TB1 -VÖV- \JUPP' SKB'Fl Einar J. Skúlason Hverfisgötu 89, Reykjavík, s. 24130.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.