Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 26
74 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983 3E A DROITINSWI JUMSJÓN: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Gunnar Haukur Ingimundarson Séra Ólafur Jóhannsson Er friður í nánd? Við hvað er átt með yfirskrift /Eskulýðsdags Þjóðkirkjunnar „uppeldi til friðar“? Hvernig getum við haft áhrif á heiminn, í átt til friðar? Hvernig getum við alið upp hjá börnum hugsunarhátt friðar og samheldni? Við erum komin saman á heimili í Kópavogi Valgerður Benediktsdóttir menntaskólanemi, Guðni Gunnarsson frkvstj. barna- og unglingastarfs KFUM og K og sr. Auður Eir og sr. Ólafur, umsjónarmenn þessarar síðu. Guðni: Við hvað er átt með yfir- skrift æskulýðsdagsins? Frið milli þjóða og heimshluta, eða sátt milli þeirra sem eru í sömu fjölskyldu, búa f sama hverfi, vinna saman o.s.frv.? Ólafur: í rauninni skiptir það ekki öllu máli. Það er ekki eðlis- munur á sátt milli einstaklinga og hópa og friði milli þjóða, held- ur aðeins stigsmunur. Hvernig getum við t.d. gert ráð fyrir gagn- kvæmri afvopnun stórveldanna, ef t.d. aðilar hjónabandsins eru haldnir gagnkvæmri tortryggni og „vígbúast" á sinn hátt? Auður: Já, það hlýtur að vera samhengi milli friðar í þröngri merkingu hjá einstaklingum og víðari merkingu í heiminum. Mið- ar f rauninni ekki allt uppeldi okkar að friði — aó því, að gera okkur hæf til góðra samskipta við aðra, bæði í nánd og fjarlægð? Valgerður: Það dugar bara ekki til. Við lifum á tíma þegar yfir vofir ófriður, sem gæti tortímt öllu lífi á jörðinni. Það er ægileg tilhugsun. Hvernig er unnt annað en að vera óttasleginn við þær aðstæður? Og við finnum svo vel, að við erum bara eins og örsmá peð í þessum stóra heimi. Guðni: Ófriðurinn er vissulega nálægari okkur en oftast áður. Því verði kjarnorkuvopnum beitt, erum við öll á vígvellinum. Frið- arumræðan höfðar betur til okkar þegar Sovétmenn og Bandaríkjamenn deila um stað- setningu kjarnorkuvopna í grennd við okkur, en þegar barist er í fjarlægum heimsálfum. Auð- vitað hafa verið styrjaldir vfðs vegar um heiminn undanfarin ár. En við lifum við hræðslufrið, ógnarjafnvægi stórveldanna. Það er mjög óþægileg aðstaða. Ólafur: Mér finnst alitaf viss eigingirni felast í því, að við séum mjög áhyggjufull þegar ógnin beinist að okkur, þótt okkur geti liðið bærilega meðan verið er að myrða menn í S-Ameríku, Afg- anistan eða Afríku. Og vissulega er ekki uppörvandi að hugsa til þess, að þótt langflestir íbúa heimsins vildu raunverulegan frið, þyrfti ekki nema örfáa til þess að koma af stað síðustu styrjöldinni á þessari jörð. Valgerður: Við verðum samt að gera ráð fyrir því, að innst inni vilji allir frið og sátt milli manna. Besta leið okkar til þess að vinna að friði, hlýtur að vera, að við stuðlum að honum f umhverfi okkar. Þar hlýtur þetta allt að byrja. Þótt við séum lítils megn- ug samanborið við stórveldin, skiptir samstaða okkar mjög miklu máli. Við verðum að hafa það í huga, sem viljum stuðla að friði. Guðni: Þú álítur sem sagt, að einstaklingar geti einnig minnk- að spennu milli heimshluta og áhrifasvæða með því að kynnast og læra að virða hver annan? Valgerður: Já, sé vilji fyrir hendi. Og sé fordómum fækkað og tortryggni eytt hlýtur vfgbún- aðarkapphlaupið einnig að drag- ast saman. Auður: Ég er sammála því, að við verðum að gera ráð fyrir árangri af friðarviðleitni okkar. En teljum við alheimsfrið vera innan seilingar? Ólafur: Ég get ekki séð að t.d. kommúnismi og frjálshyggja læri að virða hvort annað þannig, að friður verði saminn þar á milli. Valgerður: En við megum ekki gefast upp! Umræðan má ekki hætta. Unglingar hugsa mikið um þessi mál, um friðarmál, trúmál, um tilgang tilverunnar. Umræðuhópar myndu a.m.k. hjálpa okkur að átta okkur á mál- unum, taka afstöðu og mynda okkur skoðanir. Guðni: Við þurfum einnig upp- lýsingar til þess að geta rætt og hugleitt þessi mál að viti. Hver kynslóð hefur viss áhrif á gang heimsmála. Við verðum að trúa því, að við getum haft áhrif á Guðni: En við getum ekki reynt að fela hið illa í heiminum fyrir börnunum. Þau mega vel kynnast stríðshrjáðu og kúguðu fólki, til þess að sjá misrétti og eymd heimsins, en ekki einungis betri hliðar hans. Ólafur: Þó er varasamt að gera hið neikvæða spennandi og eftir- sóknarvert — eins og stundum verður með ódæðisverk og bófa kvikmyndanna. Auður: Þá detta mér í hug stríðsleikföngin. Haldið þið að börn álfti þau eintóma skemmt- un, eða setji þau í samhengi við raunverulega illsku? Guðni: Ég sé engin tengsl þar á milli. Ég þekki þessi leikföng not- framlag kynslóðar okkar til þess- ara mála. Auður: Og okkar kynslóð hefur áhrif á þá næstu. Gætum við sett málin þannig fram, að friðarum- ræðan höfði til barna okkar? Hvað finnst ykkur? Guðni: Óskin um frið í heimin- um varðar okkur öll, ekki sfst börnin, því að þeirra er framtfð- in. Þessi mál koma við sögu í upp- eldinu, t.d. á heimilunum. Hvern- ig er t.d. brugðist við vandamál- um sem þar koma upp? Er beitt hörku og einstrengingshætti, eða er reynt að ræða ólík sjónarmið og komast að samkomulagi, sem allir geta sætt sig við? Sé sfðari kosturinn valinn, hlýtur það að stuðla að því, að ala frið og sátt- fýsi upp með börnunum. Og þá er nauðsynlegt, að kynna börnunum forsendurnar fyrir vilja foreldr- anna, og að foreldrarnir þekki börn sín nógu vel til þess að skilja afstöðu þeirra. Því spurningin er alltaf þessi: Hvernig metum við aðra menn? Sem kristnum mönn- um ber okkur að iíta á aðra menn sem bræður og systur. Friðarvon mannkynsins byggist á uppeldi í kærleika og sáttfýsi. Valgerður: Ég er sannfærð um, að æskuárin hafa mjög mikla þýðingu í þessum efnum. Skoðan- ir og líf foreldra móta börnin mjög mikið, þrátt fyrir önnur sterk áhrif. Foreldrar geta alið börn sín upp í fordómum eða for- dómaleysi, tillitssemi eða tillits- leysi. Auðvitað getur umhverfið spillt fyrir uppeldinu. T.d. eru ofbeldismyndir í sjónvarpinu ekki til þess fallnar að auka virð- ingu fyrir lífinu. uð þannig, að allir þátttakendur eru fyrirfram sáttir við leikreglur og afleiðingar þeirra. Þannig er það aldrei í styrjöldum manna og þjóða, síst í kjarnorkustyrjöld. Valgerður: Ég held að þessir stríðsleikir barna spegli þá veröld sem hinir fullorðnu hafa mótað og barnið er hluti af og sýni e.t.v. það ástand sem ríkir í heiminum. Mér finnst framleiðsla slíkra vopna siðlaus atvinnuvegur, en hann virðist samt skila framleið- endum drjúgum arði. Ólafur: Við búum hins vegar við þær aðstæður, að ekki er nóg fyrir okkur að segja „burt með ... “ Við verðum þá að geta bent á annað betra í staðinn. Mér finnst gott til þess að vita, að þrátt fyrir ytri ófrið og skuggalegt ástand i heiminum, eigum við frið Guðs, vegna Jesú Krists. Von kristins manns er alltaf sú, að Guð snúi öllu hinu illa til góðs, sé endan- legur sigurvegari í tilverunni. Og sú von hlýtur að hafa áhrif á líf okkar, hvetja okkur til að lifa frið. Valgerður: Það er einmitt reynsla mín gagnvart þessum óendanlegu spurningum, að ég finn öryggi í því að biðja til Guðs. Það róar mig í óvissunni. Guðni: Trúin á sigur Jesú Krists yfir illsku og dauða gefur okkur möguleika á að bregðast við illu með góðu. Þess vegna höldum við áfram að stefna að friði í heiminum. Auður: Og þennan innri frið tekur ekkert frá okkur — ekki einu sinni kjarnorkustyrjöld. En hann á að koma upp á yfirborðið, knýja okkur til verks í heiminum. Hvað sagði Jesús? „Sá, sem varðveitir mitt orð, skal aldrei að eilífu deyja," segir Jesús Kristur. Að varðveita orð hans felur í sér að lifa eftir því, leggja sig eftir að kynnast boð- skap þess, bera vitni um Krist í verki og orði. Jesús gerði og sagði margt, sem höfðaði til manna, snart þá, gladdi þá og huggaði. Hann mælti margt lausnarorðið sem bjargaði vonlausum manni, græddi sjúka sál. Þessi orð hans höfum við í heiðri, minnum okkur á þau, tökum þau til okkar — enda ætlast Jesús til þess að hver maður meðtaki fagnaðarboðskapinn. En stundum er eins og gleymist, að Jesús var stöku sinnum harðorður, því hann var hreinskilinn og reyndi aldrei að breiða yfir misfellur með því að hagræða sannleikanum eða tala tæpitungu. Hann sagði mönnum til syndanna, og þess vegna þoldu þeir hann ekki, held- ur deyddu, vildu þagga niður í þessari óþægilegu rödd sannleikans. Gyðingar hafa alltaf litið stórt á sig sem útvalda þjóð Guðs. Jesús, sonur Guðs, bendir þeim á, að þeir séu þrátt fyrir allt syndarar, bandingjar lygi Djöfulsins. Hættir okkur ekki einmitt til þess að líta eins á okkur og Gyðingarnir gerðu? Við erum kristin þjóð — við erum börn Guðs, og þar með þurfum við ekki að hugsa meira um það, eða hvað? Jú, við þurfum þess. Hver þekkir ekki bresti sína? Hver þekkir ekki kvíðvænlegt ástand í heiminum — einnig í hinum svonefndu kristnu löndum? Ef við viljum vera kristin, leyfum við orði Krists að tala til okkar — einnig þegar það dæmir okkur óhjá- kvæmilega. Annars verður trúin eins og koddi til þess að sofna við. Við þurfum að varðveita orð Jesú — því fylgir loforð hans um eilíft líf. Við höldum ekki áfram að vera krist- in nema við leyfum því að tala til okkar — bæði til frelsunar og áminningar, lausnar og dóms. Og þá mótar orð hans líf okkar, kemur þar fram í verki, gefur okkur kærleika og einurð til þess að bera sannleika Krists vitni. BIBLÍULESTUR vikuna 13.—19. mars Sunnud. 13. mars: Jóh. 6:1-15. a) Jesús kemur því til leiðar, að allir fá nóg, vilji þeir þiggja. b) Hann kom ekki í þennan heim til þess að verða verald- legur konungur, og vissi, að leið hans til sigurs var ekki hefðbundin leið sigurvegara. Mánud. 14. mars: Matt. 25:31-46. a) Mönnum verður skipt í tvo hópa á efsta degi. b) Kristur kemur til okkar í hinum minnsta bróður, sem þarfnast liðsemdar. c) Höfum við vakandi auga fyrir því, að taka rétt á móti hinum þurfandi? Þriðjud. 15. mars: Matt. 26:1-16. a) Menn vildu þagga niður í óþægilegum sannleika. Á hið sama sér stað á okkar dögum? b) Stafaði afstaða lærisveinanna gagnvart komunni af öfund? Skilningsleysi? Miðvikud. 16. mars: Matt. 26:17-30. a) Jesús gefur Júdasi kost á að snúa við — hætta við svikin. b) Jesús stofnar altarissakramentið — líkami og blóð hans er gefið okkur, til fyrirgefningar syndanna og sáttar við Guð. Fimmtud. 17. mars: Sálm. 118:1-9. a) Miskunn hans varir að eilífu — við hvað er átt? b) Drottinn er með mér — hvernig getur sálmaskáldið fullyrt það? Hvernig getum við vitað, hvort Drottinn er með okkur? Föstud. 18. mars: Sálm. 118:10-18. a) í nafni Drottins — með styrk Drottins, fyrir tilstilli Drottins. Fær Drottinn að setja stimpil sinn þannig á líf okkar? b) V.14 er kjarni sálmsins. Getum við tekið undir það heilshugar? Laugard. 19. mars: Sálm. 118:19-29. a) V.22 er fyrirheiti um Krist og sigur hans í upprisunni. Og allur kaflinn fjallar um sigur Krists. b) Eigum við það hugarfar lofgerðar sem kemur fram í v.21?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.