Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983
73
72
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983
GJÓSTUR AF
LANDNORÐRI
á funheita kaffistofuna niðri í Að-
alstræti. En starf eins og blaða-
mennska krefst fórna. Sérstaklega
þegar skrifa á lifandi og fjörlega
og leiftrandi frásögn um heim-
skautadýr á kjörsvæði þeirra, án
þess að skipta um föt frá því á
blaðamannafundi hjá Bílgreina-
sambandinu.
Við Kristján ljósmyndari
ákváðum nú að ganga að iokum
dálítið um svæðið, annars vegar í
þeim tilgangi að freista þess að
ganga okkur til hita, en hins vegar
til að láta líta svo út sem við gæt-
Eftir Sveinbjörn I.
Baldvinsson
Myndir: Kristján E.
Einarsson
... 0g á einum stað
maraði roskinn Taunus
í kafi í ísnum.
Það var ískalt. Jólin voru lið-
in og búið að skipta um ár,
en það virtist ekki hafa
neitt að segja. Enn var jafn kalt.
Meira að segja hitapollurinn á
Tjörninni var hulinn ís. Og ég á
strigaskóm. Eins og hraustum
innisetumanni sæmir. Ávallt
viðbúinn að skella sér í fótbolta
eða badminton í hádeginu.
Þá datt einhverjum snillingnum
í hug að nú væri kjörið að fara í
vetrarheimsókn í Sædýrasafnið,
taka myndir af selum og ísbjörn-
um og skrifa lifandi og fjörlega og
leiftrandi frásögn um dýrin sem
pluma sig best í frosti og fimbul-
kulda.
í fyrrasumar stakk ég upp á Sæ-
dýrasafninu sem kjörnum efnivið í
greinarstúf fyrir sunnudagsblaðið.
Það hlaut dræmar undirtektir. Þá
var líka bara mannsæmandi veð-
ur, íslensk sumarblíða með sól-
skini og dálitlu roki í fangið. Nú
voru aðstæðurnar í Sædýrasafn-
inu nánast eftirlíking á eftirlætis-
aðstæðum heimskautadýra. ís-
birnir kunna vel að meta hress-
andi tólf stiga gadd og ekki spillir
ofuriítill gjóstur af landnorðri.
Gerir hreinustu kraftaverk fyrir
feldinn.
Miðstöðin í bílnum hans
Kristjáns Einarssonar
ljósmyndara gerir engin
kraftaverk, þegar hún er í lagi.
Hvað þá, þegar hún er í ólagi. Þá
gerir hún ekkert. Hún er bara
þarna og minnir á tilvist sína með
nokkrum forskrúfuðum hnöppum
og handföngum sem hægt er að
snúa á marga vegu, án þess að
nokkuð gerist.
Kristján bauðst til að fara með
mér suður eftir. Það var elskulegt.
Þegar við vorum búnir að beita
blástursaðferðinni á læsinguna og
höggva ísinguna utan af gluggun-
um, sagði hann mér að miðstöðin
hefði bilað daginn áður. Það var
líka eitthvað að pústkerfinu. í
aftursætinu sat nýr og glæsilegur
hljóðkútur sem átti að setja undir
um kvöldið.
Það var samt eiginlega ekki fyrr
en við komum út úr Fischersund-
inu að mér varð kalt. Sem betur
fór var ég með húfu á höfðinu,
ekki óáþekka þeim sem landa-
mæraverðir nota á mótum Kína
og Sovétríkjanna upp til fjalla í
Asíu. En það var þetta með striga-
skóna. Þeir hefðu sennilega dugað
vel á landamærum Sýrlands og
ísraels, en bæjarmörk Reykjavík-
ur og Kópavogs gætu eins verið
landamæri lífs og dauða þeirra
vegna, á köldum degi í janúar.
Þegar við komum suður eft-
ir, fréttum við hjá starfs-
mönnum safnsins að þar
hefði mælst rúmlega fimmtán
stiga frost þá um morguninn. Þeir
voru í kaffi. Það var funheitt í
kaffistofunni. Við Kristján geng-
um áleiðis að ísbjarnagryfjunni.
íshella lá yfir öllu svæðinu og á
einum stað maraði roskinn Taun-
us í kafi í ísnum. Hann hafði víst
verið of seinn að forða sér þegar
frysti um haustið. Ég velti fyrir
mér hvort miðstöðin hefði verið í
ólagi. Hvort þessi bíll væri ef til
vill leifar af öðrum blaðaleiðangri
til að taka myndir af selum og
ísbjörnum og skrifa lifandi og
fjörlega og leiftrandi frásögn.
Hefði ég ekki verið með hendur í
vösum, hefði ég tekið ofan.
„Nei, góðan daginn," var kallað
úr gryfjunni. Birnirnir voru tveir.
Það var sá stærri sem kallaði,
„það var mikið að einhver hunsk-
aðist til að líta inn. Það er nú
veðrið til að skreppa bæjarleið
núna, ha.“
„Góðan daginn, við erum frá
Morgunblaðinu," sagði ég.
„Já, það er allt í lagi með það,“
svaraði bersi, „hvað get ég
gert...“ minni björninn ræskti
sig og gekk nær, „... Ég á við,
hvað getum við gert fyrir ykkur,"
flýtti sá stóri sér að bæta við.
„Við ætluðum nú bara að fá að
taka af ykkur nokkrar myndir og
skrifa síðan lifandi og fjörlega og
leiftrandi frásögn ...“ byrjaði ég.
„Já, það er nefnilega það. Það er
allt í lagi, ég er eimmitt... ég
meina, við vorum einmitt að gera
hreint hjá okkur, við hjónin, núna
fyrir jólin svo það er alveg kjörið
að mynda hérna núna. Ég bendi
sérstaklega á vegghleðsluna hérna
á norðurveggnum. Ég hlóð þetta
sjálfur — Birna hjálpaði mér að
tína grjótið. Þetta er að vísu ekki
Drápuhlíðargrjót, en gerir sama
gagn. Ég ... — við Birna höfum
nú verið að reyna að gera svolítið
huggulegt hérna í kring um
okkur.“
„Hvaðan komið þið og hvernig
kunnið þið við ykkur hérna í Firð-
inum,“ spurði ég og mundaði
pennann.
„Við erum frá Grænlandi, en
eigum ættir að rekja allt norður á
Pól. Forfeður okkar flýðu pólinn
snemma á öldinni, þegar þar fór
að vera stanslaust rennerí af alls
konar ævintýramönnum. Þeir
virtust helst vera að leita óspilltr-
ar náttúru og hvíldar frá ys og þys
stórborganna, þessir menn, en for-
feður okkar höfðu af þessu ansans
ári hreint mikið ónæði. Þejr gerð-
ust því eins konar pólitískir flótta-
menn, ha, ha, ha, og héldu til
Grænlands."
„Við höfum haft það prýðilegt
hérna," sagði Birna, „nema hvað
það hefur óneitanlega verið hálf
dauflegt hérna að undanförnu,
eftir að safninu var lokað. En við
erum nú lítið fyrir það að kvarta.
Þetta eru erfiðir tímar fyrir
marga, segja forystumennirnir."
„En þið hittið vel á núna,“ byrj-
aði Björn, „þetta er sko veður sem
vit er í. Eitthvað annað en þessi
hitasvækja á sumrin, sól upp um
alla veggi. Nei, það er alveg kol-
ómögulegt."
Kristján smellti myndum af
parinu og við bjuggumst til brott-
ferðar og hugðumst heilsa upp á
útseli annars staðar í safninu. Við
kvöddum því ísbirnina, en að
skilnaði báðu þeir okkur að skila
því til selanna að þeir væru vel-
komnir til sín í kvöldmat hvenær
sem væri.
Þegar okkur bar að garði við
dvalarstað selanna, var þar
ekkert að sjá nema breiðu
af ís og dálitla vök skammt frá
okkur. Við vorum um það bil að
krókna er hér var komið sögu og
hugðum gott til glóðarinnar, að
komast í bæinn fyrir kaffi, þar eð
við hefðum ekki fundið neina seli,
en í þann mund skaut upp kollin-
um, í þess orðs fyllstu merkingu,
selur, sem kvaðst heita Sæmundur
eftir kunningja einhvers forvera
síns. Sagði hann nafnið hafa fylgt
ættinni lengi. Innan skamms
bættist svo annar selur í hópinn.
Sæmundur sagði að þar færi Bára
Rán Ægisdóttir sambýlingur sinn.
„Hafið þið búið hér lengi?"
spurði ég.
„Við erum búin að vera hérna i
nokkur ár,“ svaraði Bára Rán.
„Það er ágætt að búa hérna, þann-
ig lagað, að vísu ósköp einmana-
legt núna í seinni tíð. Kemur ekki
nokkur maður nema rétt
þjónustufólkið."
„Það var oft ansi líflegt hérna á
meðan safnið var opið almenn-
ingi,“ bætir Sæmundur við. „Þá
var stanslaus gestagangur alla
daga á sumrin og maður fékk stöð-
ugt aðhald við sundæfingarnar.
Núna safnar maður bara spiki af
hreyfingarleysi og leiðindum.
Ekki komumst við í bíó eða leik-
hús eða á Kjarvalsstaði. Það er
fjandakornið ekkert við að vera.
Þetta er ófremdarástand og yfir-
völdunum til mestu skammar."
„Hvernig kemur ykkur saman
hér í lauginni?"
„Það er nú mesta furða," svarar
Bára Rán. „Við reynum að hafa
þetta allt á lýðræðislegum grund-
velli hérna og greiðum atkvæði ef
ágreiningur kemur upp um eitt-
hvert mál. Einn selur, — eitt at-
kvæði. Það er okkar kjörorð. Sæ-
mundur vildi reyndar fyrst að at-
kvæðavægið færi eftir vigt, en ég
fékk hann ofan af því. Eini gallinn
við fyrirkomulagið hjá okkur er
sá, að það kemur dálítið oft fyrir
að tillögur eru felldar á jöfnum
atkvæðum."
Við Kristján vorum orðnir
krókloppnir og fórum að
hugsa okkur til hreyfings.
Það var ekkert fjörlegt eða leiftr-
andi við okkur þar sem við norp-
uðum þarna við selalaugina og
sjálfum fannst okkur það mesta
furða að við skyldum þó enn vera
lifandi eftir þessar innisetu-
mannraunir. Peter Freuchen hefði
nú víst ekki látið sér þetta fyrir
brjósti brenna. En hann var líka
betur klæddur á sínum ferðum.
Nú var komið kaffi og við ekki í
námunda við mannabyggð. Ekkert
nema heimskautadýr í kringum
okkur. Meira að segja harðlokað
hjá öpunum, sem þó hefðu hugs-
anlega getað minnt okkur lauslega
„Ykkur finnst þið geta sett
hvaða bull sem er á prent, bara
ef það er innan gæsalappa!“
Lifandi og fjörleg og leiftrandi frásögn af
heimskautadýrum í eðlilegu umhverfi sínu og tveimur innisetumönnum í kröppum
dansi við náttúruöflin í Kapelluhrauni.
um líka brugðið okkur í gervi
rannsóknarblaðamanna, ef svo
bæri undir. Við kvöddum því
Sæmund og Báru Rán, boruðum
höndunum ofan í vasana og rölt-
um af stað.
Við höfðum ekki stigið nema
nokkur skref þegar við gengum
fram á gæsahóp sem kannski var
líka að reyna að fá í sig hita með
því að vaga þarna eftir hélaðri
jörðinni.
Við hugðumst nú ekki eiga nein
samskipti við þessa fugla og létum
því sem ekkert væri og horfðum í
aðra átt þegar við nálguðumst
hópinn. Rétt í þann mund er við
stikuðum kæruleysislega framhjá
vatt ein gæsin sér að okkur með
nokkrum þjósti og sagði: „Eruð þið
blaðamenn?" Hinar gæsirnar
staðnæmdust hjá henni.
Það liðu nokkrar sekúndur í
magnaðri þögn, en síðan
svöruðum við og sögðum að
svo væri, reyndar blaðamaður og
ljósmyndari ef út í það væri farið.
Ég hætti við að nefna þetta með
lifandi og fjörlega og leiftrandi
frásögn. Við bjuggumst auðvitað
við að næst myndi gásin hafa orð
á því hvað þetta hlyti að vera
spennandi starf og að hún þekkti
mann sem ætti endilega að taka
viðtal við, hann væri bara svo
óframfærinn sjálfur. En það var
ekki það sem fyrir henni vakti.
„Mig hefur lengi langað til að
hitta blaðamenn."
Já, var það ekki, hugsaði ég,
liggur eitthvað á hjarta, um hús-
félagið kannski, eða sjónvarps-
dagskrána, eða stjórnarskrármál-
ið.
„Þið komið nefnilega illa fram
við okkur gæsirnar. Reyndar gera
margir aðrir það líka, en þið eruð
alveg óþolandi."
„Nú,“ sagði ég og brosti, velvilj-
aður.
„Já. Þið eruð alltaf að skrifa
einhvern bannsettan þvætting
sem er nú kannski ekki svo skrýtið
þegar maður lítur á þetta samfé-
lag sem þið eru að skrifa um, en
það sem okkur sárnar er þetta:
Þegar þvættingurinn og vitleysan
keyrir um þverbak hjá ykkur, þá
bregst það ekki að þið setjið hann
„Pað var mikið
að einhver hunskaðist
til að líta inn.“
„Pað kemur ekki nokkur
maóur, nema rétt
þjónustufólkið.“
á milli gæsalappa. Ykkur finnst
þið geta sett hvaða bull sem er á
prent, bara ef það er innan gæsa-
lappa. Það er alveg ófært.
Ekki er ykkur sama um hvað er
á milli fótanna á ykkur, ha. Það
virðist stundum skipta öllu máli,
miðað við framboðið í bókabúðun-
um. Okkur gæsunum er ekki held-
ur sama hvað er á milli fótanna á
okkur. Þið ættuð að hugleiða það
næst þegar þið ætlið að fara að
setja einhverja vitleysu innan
gæsalappa."
Að þeim orðum sögðum struns-
uðu gæsirnir á brott með þótta-
fullu fasi, en við stóðum eftir agn-
dofa eins og hjarðmennirnir í jóla-
guðspjallinu og reyndum að átta
okkur á stöðunni. Brátt varð
okkur kalt, að standa svona og af-
réðum að láta þetta gott heita.
ar eð gæsin hafði ekki sagt
neitt um fjárhús eða jötu,
létum við ógert að svipast
um eftir slíkum mannvirkjum en
héldum rakleitt að fólksvagninum
hans Kristjáns. Af gömlum vana
og kannski í von um að eitthvert
kraftaverk hefði gerst, kveikti
hann á miðstöðinni. Tími krafta-
verkanna reyndist liðinn.
Á leiðinni í bæinn varð þessi
vísa til:
Um mig vindar naprir næða,
nærri heggur fuglahjal.
íshafsföt og óbein ræða
eru það sem koma skal.
MEIRIHÁTTARHLJÓMPLÖTUÚTSALAN
HLJÓMPLÖTUÚTSALA ÚTGEFENDA ’83
HEFST Á MORGUN — MÁNUDAG
Rosalegt úrval af íslenskum og erlendum hljómplötum og kassettum á gjafveröi
Allt upp í
80%
(Mlerp
Hækjartorg
afsláttur
LÆKJARTORGI. PÖNTUNARSÍMI 15310.
VANDAÐ TÍMARIT UM STJÓRNMÁL
Meðal efnis að þessu sinni:
Sjálfsþurftarbúskapur — eða samstarf við útlendinga (viðhorfin í orku- og iðnaðarmálum — Kenningar Milton
Friedmans — Ástand og horfur í efnahagsmálum — Þrígreiningarkenning Monterquieus — Dulbúin barátta KGB.
Gerist áskrifendur aö Stefni — þaö borgar sig.
Tímaritið Stetnir
Sjálfstæðishúsinu Valhöll,
Háaleitisbraut 1, 105 Rvk.
Áskriftarsími 82900