Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983 SvipniYnd á sunnudegi Val Begins forsætisráðherra ísraels ,á nýjum varnarmála- ráðherra, Moshe Arens, hefur um margt mælzt vel fyrir. Þ6 kemur öllum saman um, að Ar- ens telst til harðlínumanna i stjórnmálum og það er viðbúið, að hann verði erfiður viðskiptis og hann er ekki líklegur til að vera sérlega lipur í samningum. Þó búast menn við, að hann verði viðræðubetri en Sharon, fram- ganga hans öll er hæglátari og hann hefur ekki þann metnað sem Sharon að taka við forsæt- isráðherraembættinu af Begin. Arens hefur verið sendiherra ís- raels í Bandaríkjunum í tvö ár og þar telja embættismenn að skipan hans gæti orðið til þess að samskipti landanna tveggja færu ögn batnandi og ekki van- þörf á að margra dómi. Moshe Arens er fæddur i Kaunas i Litháen 27. desember 1929. Faðir hans var kaupsýslu- maður og hafði oft farið i við- skiptaferðir til Bandaríkjanna og þekkti því vel til. Þegar heimsstyrjöldin síðari brauzt út ákvað hann að taka sig upp með fjölskylduna og hún sté á land í Bandaríkjunum 1939. Þegar ísrael lýsti yfir sjálfstæði sinu 1948 var Moshe Arens að hefja nám í flugvélaverkfræði, en hafði um hríð verið starfandi i æskulýðssamtökum bandarískra Gyðinga. Hann hafði gegnt her- þjónustu í Bandaríkjunum og gat sér hvarvetna gott orð fyrir dugnað og góðar gáfur. Þegar Arabar réðust á Israel í maí 1948 hélt hann til ísrael. Hann gekk til liðs við Irgun Zvai Leumi, skæruliðasamtökin margum- ræddu, en þar var Begin í fyrir- svari. Sjálfur hefur Arens sagt, að faðir hans hafi ekki verið ýkja hrifinn af þvi, að sonur hans ákvað að flytja til ísraels. „Hann vildi að ég yrði um kyrrt og yrði milljónamæringur með árunum," hefur hann sagt. Þegar hann er spurður um, hver ástæð- an hafi verið fyrir því að hann hafi ákveðið að taka sig upp og fara úr öruggu lífi og námi, sem honum féll vel hefur hann sagt, að það hafi verið tilfinningaleg þörf sem knúði hann til að fara og taka þátt í baráttunni. Þegar hann varð sendiherra í Banda- ríkjunum og blaðamenn spurðu hann þessa sagði hann með nokkrum þunga. „Fólk spyr af hverju fórstu til ísraels 1948? Ég spyr á móti. Af hverju fórst þú ekki? Þetta var eina tækifærið að lokinni Helförinni, þar sem við gátum fært sönnur á að við gætum lifað af og við gerðum það.“ Eftir stríðið 1948 vann Arens með eiginkonu sinni Muriel Eis- enberg, sem var fædd í New York, á samyrkjubúi rétt við landamæri ísraels og Jórdaníu skammt frá Betlehem. Þau hjón eiga fjögur börn, tvö eru við nám í Bandaríkjunum, en tvö gegna herþjónustu í ísraelska hernum Moshe Arens Moshe Arens (til vinstri) ásamt Weinberger varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. nýr varnarmálaráðherra ísraels um þessar mundir. Upp úr 1950 kom Arens aftur til Bandaríkj- anna að ljúka námi í flugvéla- verkfræðinni og síðan starfaði hann við þá grein í nokkur ár, en flutti svo alfarinn til ísraels árið 1957. Hann vakti athygli fyrir snerpu og áræðni, kurteislegt viðmót en einörð framkoma hans aflaði honum margra fylg- ismanna. Hann var kosinn á ísraelska þingið og var þar að- sópsmikill í mörg ár, en þrátt fyrir það hefur hann sagt að honum finnist stjórnmál alls ekki skemmtileg. „Þvert á móti, satt að segja finnst mér pólitík oft bráðleiðinleg. Aftur á móti kemst maður í snertingu við margt sem er fróðlegt og upplýs- andi og það hefur gert að verk- um, að ég hef vasast í stjórnmál- um.“ Moshe Arens hefur heldur ekki haft neina sérstaka ánægju af sendiherrastarfinu. Hann sagðist líta svo á, að þetta væri eins og hver önnur vinna sem yrði að inna af hendi, og skyldu- tilfinning hans væri rík og því reyndi hann að leysa það vel af hendi. Hann hefur einnig sagt, að hann geri sér fyllilega grein fyrir því að starf sendiherra ísraels í Bandarikjunum er um þessar mundir ákaflega við- kvæmt og vandasamt. Meðan Moshe Arens sat í Knesset varð hann formaður utanríkis- og varnarmálanefnd- ar þess, sem er mjög ábyrgðar- mikil nefnd. Hann hafnaði boði Begins um að verða varnarmála- ráðherra þegar Ezer Weizmann sagði af sér vegna þess að hann var andvígur friðarsamkomulagi við Egypta og Camp David og sagði að í friðarsamningnum fælust of miklar tilslakanir af hálfu ísraela. Eins og áður er vikið að þykja þeir þó ekki líkir menn Arens og Sharon, fráfarandi varnarmála- ráðherra. Þeir eru báðir afdrátt- arlausir harðlínumenn og ósveigjanlegir í afstöðu til Araba. Svo afdráttarlausir eru þeir í skoðunum sínum, að stundum virðist sem Begin sé hæglátur friðarsinni við hlíðina á þeim. Munurinn felst líklega einkum í því að Moshe Arens hefur aldrei verið haldinn valda- fíkn og vinir hans segja að það sem ætti bezt við hann væri ein- falt og fábrotið líf utan sviðs- ljóss og mannfunda og hann hef- ur oft og einatt harmað það, að hann hefur ekki getað stundað það starf, flugvélaverkfræði, sem hann menntaði sig til af ósviknum áhuga á sínum tíma. En þrátt fyrir eindregna af- stöðu og oft og tíðum harla ein- strengingslega eru þó flestir heldur sáttir við skipan hans. Einfaldlega vegna þess að hann er að flestra dómi yfirvegaðri maður en Sharon, og hann er að minnsta kosti fús að hlusta á rök annarra þó að ekki sé þar með sagt að hann falli frá sínum eig- in skoðunum. texti: Jóhanna Kristjónsdóttir Ókeypis sumarleyfi Sarasota, Florida, U.S.A. Fyllið út skilmerkilega og sendið til: Sarasota, Surf and Ftacquiet Club, 5900 Midnight Pass Ftoad, Sarasota, Florida, U.S.A 33581. Nafn ....................................Fjölskyldustærð..... Heimilisfang ................................................ Þeim heppnu munum við veita 7 daga sumarleyfi. Innifalið: 2ja herb. íbúð í fjölbýlishúsi með tveimur baðherbergjum, staðsett viö Mexíkóflóa. Falleg strönd með hvítum sandi. Sundlaug, tennisvöllur, allur húsbúnað- ur fylgir svo og sængurföt og þessháttar. Þetta ókeypis frí fær heppin fjölskylda (allt að 5 manns) til aö kynna íslendingum sumarleyfisaðstöðu okkar. Vinningur verður dreginn út 1.5. 1983. Vinningurinn verður tekin út frá 1.5. ’83—31.12. ’83 (fer eftir aðstæðum. Flugfar og matur ekki innifalinn. Félagsfundur veröur haldinn fimmtudaginn 24. mars 1983 kl. 8.30 e.h. að Suöurlandsbraut 30, 4. hæö. Dagskrá: 1. Félagsmál. 2. Önnur mál. 3. Erindi: Málefni heyrnarskertra, flytjandi Vilhjálm- ur Vilhjálmsson framkv.stjóri. Mætið vel og stundvíslega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.