Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983 61 Sagan um Sigga sem loksins sofnaði vært og treysti Corda tölvunni fyrír pabba sínum og fótboltanum frá Hong Kong Siggi horfir alltaf á ensku knattspyrnuna í sjónvarpinu og heldur mest upp á Asgeir Sigurvinsson af öllum íslensku átrúnaðargoðunum. Þótt hann sé ekki nema sjö ára er hann löngu byrjaður að sparka sjálfur og mamma hans segir reyndar að hann lifi eiginlega ekki fyrir annað en fótbolta og aftur fótbolta. Gallinn var bara sá að Siggi átti engan bolta sjálfur og það rættist ekki úr vandamálinu fyrr en pabbi tilkynnti einn góðan veður- dag að nú þyrfti hann að fara alla leiðina til Hong Kong í áríðandi erindagjörðum. Siggi var ekki seinn á sér að rifja upp að þaðan kæmu margir boltar og pabbi tók vel í það að kaupa knöttinn langþráða í heimaborginni sjálfri. Það fannst Sigga ennþá flottara og hann möglaði ekki einu sinni þótt pabbi yrði í burtu í meira en tvær vikur Siggi var bjartsýnn á gang mála ... allt þar til hann heyrði að pabbi yrði að koma víða við á heimleiðinni. Hann þekkti nú reyndar minnst af þessum útlensku nöfnum sem talað var um en skildi nóg til þess að sjá að pabbi yrði í hinu mesta basli við að koma sér heim. Hann þyrfti að taka helling af járnbrautarlestum um allar trissur, hingað og þangað ætlaði hann í bílaleigubílum, alls staðar þurfti að útvega hótelherbergi og svo þurfti pabbi greyið að fljúga á milli nýrra landa og nýrra borga mörgum sinnum. Jafnvel þótt pabbi væri klár myndi óðagotið örugglega verða svo mikið að hann týndi boltanum einhvers staðar á leiðinni... - gott ef hann týndi bara ekki sjálfum sér líka! En þótt útlitið væri allt í einu orðið æði dökkt beit Siggi á jaxlinn. Hann bar kvíða sinn í hljóði, bylti sér í rúminu á kvöldin og hugsaði til þess með skelfingu ef eitthvað færi nú úrskeiðis. bað var ekki fyrr en kvöldið áður en pabbi fór að hann gat ekki orða bundist lengur og trúði honum fyrir sínum. Pabbi brosti hins vegar sallarólegur, sótti nokkur blöð með útlenskum texta og sagði Sigga að hafa engar áhyggjur. Corda tölvan hjá Arnarflugi væri með allt á hreinu og á örfáum mínútum hefði hún pantað flug, hótel, lestarferðir og bílaleigubíla á hverjum stað. Meira að segja hefði hún bókað fýrir sig leikhúsmiða eitt fríkvöldið og í lokin skellt allri ferðadagskránni á pappír svo að hann gerði nú enga vitleysu og gleymdi t.d. ekki að skipta um lest á réttum tíma, réttum stað og meira að segja á réttum brautarpalli. Siggi sofnaði með bros á vör. Haldið þið að hann fái boltann sinn? Við hjá Arnarflugi erum ekki í nokkrum vafa um að pabbi kemst með hann áfallalaust á leiðarenda. Flugfélag með ferskan blæ ARNARFLUG Lágmúla 7, sími 84477

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.