Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983 Hver kannast ekki við Burt Reynolds, hjarta knúsarann með súkkulaðiandlitið? Leikarann sem veit hvað áhorfendur vilja sjá? Það líður varla ársfjórðungur án þess að mynd með Burt sé frumsýnd, enda er mað- urinn óvenju duglegur. Burt ber ald- urinn vel, hann er 46 ára. A síðast- liðnu ári voru þrjár myndir með hon- um frumsýndar; Sharky’s Machine, „The Best Little Whorehouse in Tezas“ með Dolly Parton og „Best Friends" með Goldie Hawn. Allar þessar myndir voru með þeim best sóttu vestanhafs, og Burt er einn af þeim fáu sem getur stært sig af því að hver sú mynd sem hann leikur I hlýtur góða aðsókn, enda er hann hæstlaunaði leikarinn í Bandaríkj- unum um þessar mundir. Hætti lífinu fyrir hlutverk Þegar Burt ákvað að reyna fyrir sér í kvikmyndaiðnaðinum, ungur, óreyndur og óþekktur, var honum kurteislega sagt að hann væri á rangri hillu. En Burt var nautþrár og fékk hlut- verk vegna þess að hann var vilj- ugur til að hætta lífinu. „Ég tók eftir því að í hverri einustu mynd var ætíð lítið hlut- verk fyrir brjálæðing, sem var nógu heimskur til að láta henda sér ofan af húsþaki eða út um brennandi glugga á annarri eða þriðju hæð. Og áhyggjurnar sem mamma hafði af mér! Ég man að eitt sinn hringdi ég heim og sagði fjölskyldunni að ég hefði fengið hlutverk i sjónvarps- mynd. Fjölskyldan settist spennt fyrir framan sjónvarpið og bjóst auðvitað við snjöllum háalvar- legum leik af minni hálfu, en tók rétt eftir mér áður en ég var kraminn undir jarðýtu áður en fyrsta auglýsingin birtist." Burt brosir þegar hann rifjar upp að hann og Clint Eastwood voru „Burt Reynolds svaf hér“ reknir sama daginn. „Framleið- endurnir sögðu að við værum vonlausir." Burt nýtur þess að rifja upp gömlu dagana og hlær þegar hann segist hafa strokið að heiman. „Ég sagði lögreglunni að ég væri einstæðingur því ég vildi ekki koma óorði á pabba.“ Á vegg fangaklefans, sem hann var læstur inni nóttina þessa, stendur krotað: Burt Reynolds svaf hér. Vafasöm framtíð Það væri rangt að segja að framtíðin hafi brosað sínu blíð- asta framan í Burt. En hann reyndi sitt besta og á gagn- fræðaskólaárunum eyddi hann öllum stundum á knattspyrnu- vellinum, raunar í allar íþróttir sem kröfðust slagsmála í einni eða annarri mynd. Það var sérgrein hans. Honum vegnaði vel en gat ekki gerst atvinnu- maður vegna umferðarslyss. Hann innritaðist í Palm Beach-háskólann og stundaði leiklistina af kappi. „Watson Duncan þriðji breytti lífi mfnu. Hann sá eitthvað í mér sem ég vissi ekki af.“ Burt taldi sig hafa fundið lífsstarfið. Árið 1958 fékk hann verðlaun fyrir besta leik í „Outward Bound“. En hann fékk enga peninga út úr þvf og varð að framfleyta sér með alls kyns vinnu. Hann vann í eldhúsi veit- ingahúss um stund, „vaskaði upp“, bætir hann við, og vann sem dyravörður nokkur kvöld. Tvö ár liðu og Burt læddist bakdyramegin inn í sjónvarps- stöð. Hann sá þar myndir gerð- ar, m.a. sá hann kappana Fred- eric March og Spencer Tracy „Ég hefði ekki fengið hlutverkið liti ég út eins og bakhluti strætis- vagns“. Játning glæsilegrar konu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.