Morgunblaðið - 26.05.1983, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 26.05.1983, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ1983 39 fclk í fréttum Lois Maxwell ásamt Sean Connery. „Kæri mig ekki um krakka á fertugsaldri“ — segir Miss Moneypenny í Bond-myndunum + Hún er engin Bond-stúlka hún Lois Maxwell, en þrátt fyrir þaö hefur enginn getaö rænt hana hlutverkinu sem Miss Moneypenny, einkaritarinn í öll- um Bond-myndunum. „Tólf ár í Bond-myndunum skilja eftir sín spor,“ segir Lois. „Ég hef þekkt þá alla... Roger Moore hef ég þekkt síöan ég var 17 ára og þekki hann jafn vel og væri hann maðurinn minn. Sean Connery aftur á móti eins og hann væri elskhugi minn.“ Leikarinn George Lazenby, sem kom einu sinni inn sem James Bond í myndinni „í þjón- ustu hennar hátignar", ávann sér ekki mikla hylli hjá Lois Maxwell: „Þetta var vissulega ungur og snöfurmannlegur maöur, en ég var ekki hrifin af honum. Hann komst ekki í hálfkvisti við Sean eöa Roger," segir Lois. „Ætli þaö sé ekki mér aö þakka aö Roger tók viö af Sean. Viö vorum saman á kon- unglega leiklistarskólanum áriö 1944 og höfum haft samband síöan. Hann hefur allt til aö bera, röddina, kynþokkann og skemmtilega framkomu aö undanskildu því, aö hann er hin mesta nánös, hann hefur aldrei nokkurn tíma boðiö mér upp á glas. Ég ætla aö halda áfram í Bond-myndunum svo lengi sem Roger Moore gerir þaö. Ef þeir koma hins vegar fram meö ein- hvern unglinginn á fertugsaldri þá er ég hætt. Hugsið ykkur bara, ég 55 ára gömul, dálítiö daöurgefinn einkaritari og ný- karaöur krakki rétt skriöinn yfir þrítugt!" Lois Maxwell var gift kvik- myndaframleiðandanum Peter Marriot, en hann lést áriö 1973. Þau áttu tvö börn, Melindu og Christian. Thermor ELDAVÉLA- SAMSTÆÐA Ódýrari en þú átt að venjast“ Thermor eldavélasamstæðan er valin af þeim er vilja vönduð og góð tæki, ódýrt. En það eru bara ekki allir sem átta sig á því, hversu hagkvæm þessi kaup éru. Lítið við og skoðið THERMOR tækin það KJÖLUR SF. Borgartún 33.105 Reykjavik. Símar 21490 - 21846 Metsölukkid á hverjum degi! SPUNNIÐ UM STALÍN eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN Voroshíloff. Zhukov hefur mikið sjálfstraust eftir alla sigrana í styrjöldum. En Voroshíloff getur ekki neitað því, að honurn líkar vel við hann. Hann er viðfelldinn maður. En hann var of vingjarnlegur við Bandaríkja- mcnn, þcgar hann hitti þá í Þýzkalandi. Það vita þeir allir. Og það hefur verið notað gcgn honum í hvíslingum meðal æðstu manna Sovétríkjanna. En hann heldur þó sínu, þrátt fyrir ónáð um tíma. Útlegð í Odessa er sanngjörn, finnst Voroshíloff. Útlegð vegna vinsælda! Meðan Voroshíloff klæðir sig í marskálksbúninginn, lcita margar hugsanir á hann. Sumar gamlar. Sumar frá borgarastyrjöldinni. Það hefur alltaf verið gott á milli þeirra Stalíns, og hann hefur náð þeim frama að verða styrjaldarkommissari, þ.e. hermálaráðherra. Og varafor- sætisráðherra. Það er ekki lítill árangur af olíuverkamanni í Bakú. Skemmtilegasta minningin er samt ferðin með Stalín á Teheran-ráðstefnuna. Það voru góðir dagar. Og þá fann hann svo sannarlega til sín. Stalín lék á als oddi. Og hann kunni vel við sig í hópi sigurvegara. Það var merkilegt að fylgjast með því, hvernig heimsvaldastefna Trotskys óx eins og æxli inn í heila Stalíns. Voroshíloff óttast hana í aðra röndina. En inn á sér hefur hann þá sannfæringu, að heimurinn eigi að vera eitt ríki: eitt sósíalískt ríki. Óendanlega fagur heimur alþjóða komm- únisma. Rússland átti allt gott skilið. En þó getur það ekki um aldur og ævi setið eitt að þeirri einu dýrð, sem skiptir máli, þ.e. að baða sig í sól þeirrar stefnu, sem Marx hafði mótað, Lenin hrint í framkvæmd og Stalín fullkomnað. f þeim veruleika, sem er dýrlegri en allur annar veruleiki. Hann er að hugsa um að minnast á þetta við Stalín í kvöld og skála fyrir þessari framtíð. Hann hcfur aldrei brugðizt honum og ætlar ekki að gera. Hann hefur fórnað miklu fyrir vináttu þeirra. Jafnvel sjálfsvirð- ingu sinni andspænis Túkhachevsky. Það var Ijótur leik- ur. Og hann reynir að hrista af sér þessa smánarlegu minningu, en getur það ekki. Hann verður yfirþyrmandi þrcyttur. Það er eins og þessi minning sé þung byrði, sem er að sliga hann. Hann sezt. Túkhachevsky, já. Hann ætlaði að verða Naf)óleon Sovétríkjanna. Hann hafði margt í það, en þá hefði hugsjóninni verið stungið undir stól. Hann man það eins og það hafi gerzt í gær, þegar öryggislögreglan handtók Túkhachevsky og hann varðist, en slasaðist í átökunum. Þeir báru hann á sjúkra- börum á fund þeirra Stalíns í Kreml. Marskálkurinn var ekki særðari en svo, að hann gat staðið af hörku upp í hárinu á Stalín. Þeir rifust og voru svo háværir, að hann hélt að þakið mundi fjúka af Kremlarhöl þann dag. Þú ert svikari, hrópaði Stalín. Nei, það er lygi, æpti Túkhachevsky. Þú ætlaðir að gera byltingu. Það er einnig lygi. Víst ætlaðirðu að gera gagnbyltingu og fá hjálp Þjóð- verja, lofaðir þeim Úkraínu í staðinn. Samstarfsmaður nasista! Það er lygi. Ég svík ekki land mitt og þjóð, það vita allir. Land þitt og þjóð! hrópaði Stalín með fyrirlitningu. Þetta er ekki land þitt og þjóð. Þú ert ekki verður þess að snerta rússneska mold. Herinn mun ekki þola þetta sam- særi þitt. Herinn lætur ekki handtaka markskálk sinn hljóða- laust, hrópaði Túkhachevsky. Ég er yfirmaður hersins, æpti Stalín á móti. Sem betur fer! Þú ert svikari! Ég hef engan svikið. Þú ert af aðalsættum, játaðu það! Ég er af lágaðli, það er ckkert launungarmál. En ég hef verið góður kommúnisti og hætti lífi mínu fyrir flokkinn, landið og þjóðina í borgarastyrjöldinni. Þú hefur verið óvinur þjóðarinnar alla tíð. Þú hefur aldrei trúað á flokkinn. Aldrei á byltinguna. Ekki frekar en Trotsky. Víst, en þú ert að svíkja byltinguna! Stalín varð æfur við þessi síðustu orð markskálksins, sleppti sér: framhald

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.