Morgunblaðið - 26.05.1983, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1983
45
Þessir hringdu . .
Zeppelin
stoppaði yfir
Öskjuhlíðinni
Klla Einarsson hringdi og hafði
eftirfarandi að segja: — Eg var
hér árið 1930, þegar Zeppelin-
flugfarið flaug yfir bæinn. Þess
vegna varð ég hálfpartinn fyrir
vonbrigðum, þegar ég las frá-
sögn af þessum viðburði f Morg-
unblaðinu nú fyrir skömmu, að
þess var ekki getið, að flugfarið
stoppaði í næstum heila klukku-
stund yfir Öskjuhlíð. Settur var
stigi niður og kostur hífður um
borð. Ég minnist þess, að kaft-
einninn stóð þar og vinkaði til
okkar. Það var fjöldi manns uppi
í Öskjuhlíð, svo að það hljóta
margir að muna eftir þessu.
Manni fannst eins og þarna
héngi heilt skemmtiferðaskip
uppi í loftinu; svo gríðarstórt var
farið. Þá minnir mig að kaft-
einninn hafi heitið Eckener en
ekki Lehmann, eins og stóð í
frásögninni.
I»essar myndir af Zeppelin tók
Kristinn Einarsson uppi í Öskju-
hlíð.
Frábær söngv-
ari í hlutverki
Turiddus
Hjálmtýr Hjálmtýsson hringdi
og hafði eftirfarandi að segja:
— Mig langar til að vekja at-
hygli á því, hve frábær tenór-
söngvari er hér á landi að syngja
hlutverk Turiddus í óperunni
Cavalleria Rusticana, sen nú er
sýnd í Þjóðleikhúsinu. Þetta er
bandaríski tenórsöngvarinn
Maurice Stern og leyfi ég mér að
benda fólki á að láta ekki ein-
stakt tækifæri úr greipum ganga
að hlusta á þennan dramatiska
söngvara, sem er tvímælalaust á
heimsmælikvarða. Mér finnst
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
mniMurmruhi'ii If
Maurice Stern
allt of lítið hafa verið gert af því
í fjölmiðlum að vekja athygli á
þessum frábæra listamanni.
27 tommu dekk
til í Mflunni
Ásgeir Heiðar, verslunarstjóri í
Mílunni, hringdi og hafði eftir-
farandi að segja: — Ég las grein
í þættinum, þar sem einhver var
að kvarta um, að 27 tommu
reiðhjóladekk væru ekki til í
landinu. Þetta er nú ekki alveg
rétt. Dekk af þessari stærð höf-
um við alltaf átt og þau eru til.
Við höfum aldrei flutt inn
reiðhjól af þessari dekkjastærð,
en höfum samt verið með slöng-
ur og dekk fyrir þau.
Sumaropnunartími
Frá og meö 24. maí til 1. september veröa
skrifstofur okkar opnar frá 8.00 f.h. til 4.00 e.h.
INGARFÉLAG ÍSLANDS ?
SUOURLANDSBRAUT 4 -- PÓSTHÓLF 5300 -- 125 RETKJAVÍK _ ISLAND
VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS
Lærdómsdeild
Verslunarskóla
íslands
verður slitiö laugardaginn 28.
maí kl. 2 e.h. í hátíöarsal skólans.
Verslunarskóli íslands.
Skrifið eða
hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til —
eða hringja mílli kl. 11 og 12,
mánudaga til fostudaga, ef þeir
koma því ekki við að skrifa.
Meðal efnis, sem vel er þegið,
eru ábendingar og orðaskipti,
fyrirspurnir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfn, nafnnúmer og heimilisfong
verða að fylgja öllu efni til þátt-
arins, þó að höfundar óski nafn-
leyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda blaðsins
utan höfuðborgarsvæðisins, að
þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja
hér í dálkunum.
GÆTUM TUNGUNNAR
Að dingla merkir að sveiflast eða vingsa en
EKKI að hringja.
Leiðréttum börn sem flaska á þessu!
límtré
sparar f yrir þig
Límtré fyrirliggjandi úr furu, eik og brenni.
Tilvalið efni fyrir þig til að smíða úr sjálfum þér til ánasgju -
og svo sparar þú stórfé um leið!
Hringdu í sima 25150 og við veitum
__ fúslega allar nánari upplýsingar.
BJORNINN HF
Skulaium 4 - Simi 25150 Reykiavik
SlGGA V/öGA í l/LVEÍWki
. A U k>
U>ltD
(.Utli