Morgunblaðið - 12.06.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.06.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1983 81 Ráðherrafundi EFTA lokið Hálfsárslegur ráðherrafundur EFTA, Fríverslunarsamtaka Evrópu, var haldinn í Bergen dagana 1.—3. júní sl. Fyrir ráðherrafundinn var haldinn sameiginlegur fundur ráð- gjafanefndar EFTA og ráðherranna. í fréttatilkynningu frá við- skiptaráðuneytinu segir að fund- irnir hafi að verulegu leyti snúist um efnahagsástandið í ríkjum EFTA og viðskiptalöndum þeirra, og auknar kröfur til stjórnvalda í þessum ríkjum um verndarað- gerðir í ýmsu formi til að hamla gegn atvinnuleysinu heima fyrir. I tilkynningunni segir ennfrem- ur að viðskiptaráðherrarnir hafi verið sammála um að öllum ráðum yrði að beita til að sporna gegn vaxandi hömlum í alþjóðavið- skiptum þar eð verndarstefna gæti tafið mjög fyrir bata í al- þjóðaefnahagsmálum og skaðað öll ríki, ekki síst hin smærri, sem væru enn háðari óhindruðum að- gangi að erlendum mörkuðum en stærri ríkin. Ráðherrafundurinn í Bergen lýsti yfir ánægju með boð forsæt- isráðherra Svía til leiðtoga ann- arra EFTA-ríkja um fund þeirra í Svíþjóð á næsta ári, þar sem rædd yrðu sameiginleg hagsmunamál ríkjanna sjö. Að loknum þessum ráðherra- fundi EFTA var haldinn fundur í sameiginlegri nefnd EFTA-ríkj- anna og Júgóslavíu, þar sem viðskiptaráðherrar ríkjanna und- irrituðu stefnuyfirlýsingu um aukið samstarf við Júgóslavíu, einkum á sviði viðskipta, iðnaðar og ferðamála. Matthías Á. Mathiesen, við- skiptaráðherra, sat þessa fundi af íslands hálfu og með honum þeir Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytis- stjóri í viðskiptaráðuneytinu, Hannes Hafstein, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu og Valgeir Ársælsson, varafastafulltrúi ís- lands hjá EFTA í Genf. Öllum þeim mörgu sem minntust min meö heimsóknum kveöjum og gjöfum á fimmtugsafmæli mínu hinn 26. aprá sl. erufluttar innilegustu þakkir. Eggert Haukdal. BILLINN BÍLASALA SÍMI 79944 SMIÐJUVEGI4 KÓPAVOGI Allt á fullu Nu veistu hvert þú átt að fara ef þig vantar Hi-Fi skáp. HAGSYNN VELUR ÞAÐ BESTA HfSOAGNlBÖlLIN BlLDSHÖFÐA 20 - 110 REYKJAVÍK 8 91-81199 og 81410 KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.