Morgunblaðið - 26.06.1983, Side 10
58
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983
Frá tónlistarkennslu í grunnskólum Reykjavíkur.
Atta tónmenntakennarar útskrifudust frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík 26. maí
síðastliðinn, en nám í tónmenntakenn-
aradeild skólans tekur þrjú ár. Nú er mikill
skortur á menntuðum tónmenntakennurum á
landinu, jafnvel á þéttbýlissvæðinu á suðvestur-
horninu. Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða
sambærilegt próf, píanókunnátta, grunnþjálfun í
tónmenntun og tónheyrn og almennir músík-
alskir hæfileikar.
Námið er metið í einingum og þarf að ljúka 60
einingum í tónlistargreinum og 30 í uppeldis-
fræðum til að Ijúka prófi. Á meðal þess, sem
kennt er, er hljómfræði, hljómborðsleikur, tón-
heyrn, tónlistarsaga, píanóleikur, söngur og kór-
stjórn og valgreinar. Námið í uppeldisgreinunum
skiptist í sálar-, uppeldis- og kennslufræði og
æfingakennslu.
Enn er hægt að sækja um skólavist, en inn-
tökupróf haldin í haust skera úr um það hverjir
fá skólavist í vetur.
Markmið kennslunnar er að gera nemend-
urna hæfa til að kenna tónlist í grunnskólum
landsins, en hún er ein af skyldugreinum þar.
Ein af meginforsendum tónlistaruppeldis er að
nemandinn sé virkur sem flytjandi, túlkandi og
skapandi listamaður. í því augnamiði er lögð
áhersla á að nemandinn sé virkur í tónlistar-
starfi og námi og hafi sjálfur farið í gegnum það
námsefni sem hann síðar leggur fyrir nemendur
sína.
„Sjálfsögd mannréttindi
ad læra og kynnast tónlist“
— segja Geirþrúdur Bogadóttir og Carl Möller sem
eru nýútskrifuð úr tónmenntakennaradeildinni
Carl Möller og Geirþrúður Boga-
dóttir útskrifurtust úr tónmennta-
kennaradeild Tónlistarskólans nú í
vor. Carl hóf nám í deildinni eftir
20 ára músíkstarf, en Geirþrúður
stundaói nám í V erslunarskólanum
og hóf nám í tónmenntakennara-
deildinni að því loknu.
„Ég valdi þetta nám nú fyrst og
fremst af þeirri ástæðu að þetta
er fjölbreytt nám og gefur góðan
þverskurð af tónlist, miklu frem-
ur en að ég gerði mér skýra grein
fyrir því hvað ég yrði að náminu
Ioknu," sagði Geirþrúður. „En
námið hefur síður en svo valdið
mér vonbrigðum, þó ég hafi ekki
gengið að því með því hugarfari
að verða kennari," og í sama
streng tók Carl.
„Ég er búinn að starfa í yfir 20
ár í dægurtónlist og fannst kom-
inn tími til að ég færi að læra
eitthvað í þeim efnum og ákvað
að fara í tónmenntakennara-
deildina. Mér hefur fundist nám-
ið í heild mjög skemmtilegt og
haft mjög gaman af að starfa
með bekkjarsystkinum mínum,
sem flest eru nýkomin út úr
skólakerfinu. Mér hefur gengið
nokkuð vel að samlagast þeim,
held ég, og hef fundið stuðning og
hvatningu frá þeim. í hópnum
hefur verið mjög góður andi ríkj-
andi, mikil samheldni og sam-
vinna og fólk reynt að styðja
hvert annað. Það var dálítið erf-
itt fyrir mig að setjast á skóla-
bekk, eftir meira en 20 ára hlé, en
maður er ótrúlega fljótur að að-
laga sig og þá skiptir ekki
minnstu að eiga vísa samherja og
stuðning, þar sem skólafélagarnir
eru,“ sagði Carl.
„Það er til
gott popp
og slæmt
popp“
— segirÞórunn
Ingvadóttir
„Það hefur verið mjög gaman að
kenna, krefjandi, en jafnframt gef-
andi,“ sagði Þórunn Ingvadóttir sem
kennt hefur tónmennt í eitt ár við
Fellaskóla í Breiðholti og útskrifaðist
vorið 1982 úr tónmenntakennara-
deild Tónlistarskólans.
„Þá kom mér það mjög á óvart
hvað skólayfirvöld og samkennarar
höfðu mikinn skilning á mikilvægi
þessa fags. Ég hef alls ekki haft
það á tilfinningunni í vetur að
þetta fag væri aukafag, heldur
þvert á móti. Námið skiptist í tvo
þætti, fræðilegan og verklegan þátt
og það er hægt að koma kennslunni
þannig frá sér að fræðilegi þáttur-
inn verði hluti verklega þáttarins.
Skólinn sem ég kenndi við var
mjög vel búinn hljóðfærum og
námið í Tónlistarskólanum hefur
nýst mér mjög vel í kennslunni. Ég
kenndi 7—10 ára krökkum, en
kenndi einnig í forföllum 11 ára
krökkum. Kennslustundir hjá
hverjum bekk eru tvær í viku, en
aðeins önnur þeirra er skylda.
Skólinn ræður því sjálfur, hvernig
hann notar hina kennslustundina,
hvort hann notar hana undir tón-
listarkennslu eða eitthvað annað.
Skólakórarnir eru eitt af því sem
kemur í hlut okkar tónmennta-
kennara og í vetur var ég með 60
manna kór og þar af voru 17 strák-
ar.
Krakkarnir tóku kennslunni
mjög vel og það segir heilmikið.
Það er einnig annað í þessu og það
er það, að þeir nemendur sem eru
að kynnast tónlist í fyrsta skipti,
eru miklu þakklátari nemendur, en
þeir sem njóta tónlistarkennslu
„Læra að njóta þess
sem vel er gert“
— segir Guðfinna Dóra Ólafsdóttir
Geirþrúður Bogadóttir
Er námið erfitt?
„Nei, það er ekki beint hægt að
segja það, en námið er þar fyrir
ekki auðvelt," sögðu þau bæði.
„Það stigþyngist og síðari stig
byggja á því sem lært hefur verið
fyrir, eins og gengur. Sum fög eru
beinlínis þannig að ekki er hægt
að fara í þau, öðru vísi en að
kunna vissa hluti. En námið er
ekki erfitt svo framrlega sem þú
hefur gaman af tónlist og að
starfa með börnum. Það er ekki
um neitt óyfirstíganlegt að ræða,
en það er ekki ráðlegt að fara í
þetta nám nema maður hafi tals-
vert mikinn áhuga á músík og
einhverja getu á því sviði líka“.
Hvernig líst ykkur á að fara nú
að starfa við kennsluna?
m
Carl Möller
„Við erum hvergi smeyk við
það. Það væri bara óskandi að við
hefðum verið fleiri sem útskrif-
uðumst. Það er synd að margir
skólar skuli vera vera algerlega
án tónmenntakennslu. Það eiga
að vera sjálfsögð mannréttindi,
að læra og fá að kynnast tónlist.
Það er mjög spennandi að vera að
fara að kenna. Við höfum aðeins
fengið að kynnast því í gegnum
æfingakennsluna og ef eitthvað
er, þá hefur það heldur kveikt í
okkur en hitt. Þegar maður er
farinn að kenna, er maður einn á
báti og verður að standa sig, en
okkur finnst að námið hafi búið
okkur vel undir kennsluna,"
sögðu þau Geirþrúður og Carl að
lokum.
„Atvinnumöguleikar í starfinu eru
nær ótakmarkaðir, vegna þess að það
vantar mjög mikið kennara bæði í
þéttbýli og í dreifbýli," sagði Guð-
finna I)óra Ólafsdóttir, sem hefur
kennt tónmennt við grunnskóla í um
20 ár og kennir einnig kennslufræði
við tónmenntadeild Tónlistarskólans
í Reykjavík.
„Ein af ástæðunum fyrir þessu
er sú að tónmenntakennslan hefur
verið aukin úr einum tíma í tvo á
viku í grunnskólanum. Það hefur
breytt ótrúlega miklu um stöðu
greinarinnar. Þegar aðeins var
einn tími á viku og nær ekkert
námsefni fyrir hendi var tón-
menntakennslan ákaflega lítils
metin námsgrein.
Nú hefur hins vegar átt sér stað
einhvers konar tónlistarvakning.
Þúsundir barna og unglinga um
allt land stunda tónlistarnám í frí-
stundum sínum, leika á hljóðfæri,
syngja í kórum og í ótal bílskúrum
eru krakkar að skapa sína eigin
tónlist. Það er frekar hljótt um
þetta ef miðað er við ýmis önnur
tómstundastörf, og þegar gerðar
eru kannanir á því hvað unglingar
aðhafast í frístundum sínum, hefur
mér fundist að þessi þáttur verði
útundan.
Þetta er grein sem erfitt er að
kenna, þar sem hún er svo mikið á
tilfinningasviðinu, en um leið og
kannski vegna þess er hún lifandi
og skemmtileg, þar sem bæði er
unnið með lifandi efni og lifandi
fólk. Starfið býður upp á mikið
frelsi, innan gæsalappa, því ef
kennari er hugmyndaríkur getur
hann haft mjög mótandi ahrif á
námið og komið námsefninu á
framfæri eftir sínum leiðum, innan
þess ramma sem markaður er af
fræðsluyfirvöldum.
í skólanum hér reynum við að
undirbúa nemendur, þannig að
námið komi þeim að sem bestum
notum, þegar út í kennsluna er
komið. Samfara þjóðfélagsbreyt-
ingum hafa einnig átt sér stað
breytingar á kennsluháttum og
meiri kröfur eru gerðar til nem-
enda en þegar ég var í skólanum
fyrir 20 árum. Námið hefur verið
lengt, æfingakennsla aukin mjög
mikið, strax í september á öðru
námsári byrja nemendur að taka
þátt í henni. Það eru nú einnig
gerðar kröfur um aðfólk hafi lokið
stúdentsprófi og hafi meiri þekk-
ingu á tónlist þegar það kemur inn
í tónmenntakennaradeildina,"
sagði Guðfinna Dóra.
— Telur þú að það eigi að færa
hljóðfærakennsluna í auknum
mæli inn í grunnskólana úr einka-
skólunum.
„Að mínu mati verður hóp-
kennsla á hljóðfæri aldrei jafn góð
og einstaklingskennsla. Þess vegna
tel ég það vafamál hvort færa eigi
hljóðfærakennsluna inn í grunn-
skólann, því þá yrði tæpast um ein-
staklingskennslu að ræða. Því er
ekki að leyna að það er dýrt að
senda börn sín í tónlistarskóla og
þar hafa ekki öll börn sömu að-