Morgunblaðið - 24.08.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.08.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1983 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Myndin er tekin á flugvellinum I Manilla i sunnudag: Aquino (hvítklæddur) hefur verið skotinn til bana og öryggisverðir láta kúlum rigna yfir tilræðismanninn, sem liggur sálaður á vellinum. „... og trúi því að rétt- lætið sigri að lokum MORÐIÐ á Benigno Aquino, leiðtoga stjórnarandstöðunnar á Filippseyjum á sunnudaginn, gæti dregið alvarlegan dilk á eftir sér. Er þá bæði átt við að það veikti mjög stöðu Marcosar forseta og yki hættu á borgarastyrjöld og það gæti einnig valdið þvi, að Bandaríkjamenn, sem hafa stutt illa þokkaða stjóm Marcosar, myndu draga að sér hendi. Talsmenn stjórnarinnar í Washington hafa fordæmt morðið á Aquino og segja það bera vott um einstakt hugleysi og andstyggð og ýmsir hafa orðið til þess að skora á Keagan Bandaríkjaforseta að aflýsa viðkomu í Manilla þegar hann fer í Asíufór í nóvember. Nema því aðeins að ítarleg rannsókn hafi verið gerð og morðið verði ekki á einn né neinn hátt rakið til Marcosar. Sem stendur eru fáir, sem trúa því að Marcos og menn hans eigi ekki beina eða óbeina aðild að morðinu. Marcos hefur lýst því yfir, svo og valdamikil og óvin- sæl eiginkona hans, Imelda, að þau hafi persónulega varað Aquino við að snúa heim, þar sem hann stefndi með því lífi sfnu í hættu. Blaðamenn voru fjölmenn- ir í vélinni sem flaug með Aquino heim til Filippseyja og segja að það hafi verið tortryggilegt, að Aquino var leiddur fyrstur út úr vélinni og öðrum skipað að bíða. Þustu þá blaðamennirnir, þar á meðal mágur Aquinos, að glugg- um vélarinnar og sáu því atburð- inn gerast fyrir augum þeirra. ör- yggissveitir Marcosar voru að fylgja Aquino að bifreið rétt hjá vélinni og segja að maður, klædd- ur einkennisbúningi flugvallar- starfsmanns, hafi rifið upp byssu og skotið Aquino en sjónarvottar í vélinni staðhæfa að maður í her- mannabúningi hafi hleypt skotinu af. Hvað sem þessu nú líður, verður Marcos varla stætt á öðru en reyna að firra sig sök, en það er hætt við að það reynist erfitt. í fljótu bragði er erfitt að koma auga á hverjum öðrum var svo umhugað að koma Aquino fyrir kattarnef. Benigno Aquino var fimmtugur að aldri, fæddur 27. nóvember 1932 í Tarlac á Filippseyjum. Afi hans var hershöfðingi í uppreisn Filippseyinga gegn Spánverjum og faðir hans var þekktur stjórn- málamaður og auðugur landeig- andi. Aquino vann við blaða- mennsku, en sneri sér síðan að stjórnmálum og var kjörinn borg- arstjóri í heimahéraði sínu aðeins 25 ára að aldri. Hann var vinsæll og þótti snjall og réttlætiskennd hans og hugrekki var við brugðið. Hann kvæntist rúmlega þrítugur Corazon Cojuango, sem var dóttir eins ríkasta manns Filippseyja. Sjálfur talaði hann um sig í spaugi „sem ríka róttæklinginn", en fáir munu þó með nokkurri sanngirni geta vænt hann um að styðja kommúnisma þótt Marcos hefði það að yfirskini. Þáttaskil urðu í lífi Aquinos árið 1971. Und- irbúningur var hafinn fyrir for- setakosningar 1973, Aquino hafði nokkrum árum áður verið kosinn á þing og þótti nú líklegasti og sterkasti keppinautur Marcosar. Marcos hafði farið úr Frjálslynda flokknum með látum og varð formaður Þjóðernissinnaflokks- ins. Aquino tók þá við forystu Frálslynda flokksins og fjand- skapur hans og Marcosar varð nú endanlega opinber. Marcos sakaði Aquino um að vera handbendi kommúnista og árið 1972 var Aquino handtekinn og skömmu síðar setti Marcos á herlög í land- inu. Fjöldi manna var fangelsaö- ur, þar á meðal Aquino, ákærður fyrir morð, fjársvik, samsæris- áform og ýmislegt fleira. Eftir fjögurra ára fangelsisvist og stöð- ugar yfirheyrslur, var hann dæmdur til dauða. Lífláts- dómurinn vakti mikla reiði víða um heim og það mun meðal ann- ars hafa verið fyrir áhrif Carters Bandaríkjaforseta, að Marcos leyfði honum að fara úr landi til Bandaríkjanna til að leita sér lækninga. Þar sagðist han ætla að vera í þrjár vikur, en það teygðist í tímann og árin urðu sex. Þegar Marcos tilkynnti að kosningar yrðu á Filippseyjum á næsta ári ákvað Aquino að snúa heim og leiða stjórnarandstöðuna gegn Marcos. Hann sagðist gera sér grein fyrir að hann tæki áhættu, en á örlagastundu yrði hann að vera með þjóð sinni. „í anda Gandhis er baráttan undirbúin — þótt við verðum að færa fórnir og menn kunni að þjást er um fram- tíð þjóðar minnar að ræða, þjóð sem býr við viðurstyggilegasta harðræði sem um getur í sögunni. Ég sný því heim af fúsum og frjálsum vilja, með hreina sam- vizku og staðfastur í þeirri trú að réttlætið muni sigra að lokum," sagði í yfirlýsingu sem systir hans, Lupita Kashiwahra, sendi frá sér fyrir hans hönd. Margir hafa orðið til að harma þennan óttalega atburð. Einn talsmaður bandaríska utanrfkis- ráðuneytisins sagði að dauði Benigno Aquino Aquinos væri ekki aðeins mikið áfall fyrir Filippseyinga, heldur einnig fyrir hinn vestræna heim. „Aquino var einlægur lýðræðis- sinni og kommúnismi eitur f hans beinum. Hann var ógnun við Marcos en einnig kommúnistum." Það hefur verið umdeilt hversu Bandaríkjamenn hafa hlúð að stjórn Marcosar, þótt herlaga- setningin væri gagnrýnd á sínum tíma. Ýmsir helztu ráðamenn Bandaríkjanna hafa vitjað Marc- osar á síðustu árum, þar á meðal George Bush, varaforseti, en hann komst svo að orði í ávarpi til Marcosar: „Við dáumst að tryggð yðar og trúnaði við meginreglur lýðræðisins ... “ og þótti ýmsum sem hér væri heldur betur talað geyst. Marcos hefur farið f heim- sókn til Reagans og almennt hafa samskipti Filippseyinga og Bandaríkjamanna verið skaplegri í stjórnartíð Reagans en var í tfð Carters. Tíðar ásakanir Amnesty International um mannréttinda- brot hafa ekki haft nein umtals- verð áhrif. Að svo komnu máli er ekki ljóst hverjir stóðu að morðinu á Aquino. Það er sennilegt að Marc- os takist að hreinsa sig af allri sök. En það væri vissulega hlálegt ef rannsóknarnefnd kæmist að þeirri niðurstöðu, að kommúnist- ar bæru ábyrgð á morðinu. Af mjög augljósum ástæðum, þar sem meginvilla Aquinos — að sögn Marcosar — var að hann hneigðist að stjórnmálaskoðunum þeirra. (Heimildir AP — NYT og FEER.) Gjörvöll Kristí kirkja kveður oss með sér — eftir Hermann Þorsteinsson Inngangur Morgunblaðið hefur óskað eftir greinum frá mér í blaðið í tilefni af veru minni á heimsþingi Al- kirkjuráðsins í Vancouver dagana 24/7—10/8 sl. Ég sagði á fundi fréttamanna í biskupsgarði 15. þ.m., þar sem sagt var frá þessu þingi, að ég hefði saknað þess að sjá þar engan fréttamann ísl. fjöl- miðlanna í þeim mikla skara fréttamanna frá öllum heims- hornum, sem fylgdust nákvæm- lega með öllu því sem sagt var og gert á þessu 18 daga þingi. Fjölmiðlar heimsins vita að kristin kirkja skiptir máli og áhrifavald hennar er mikið, er hún beitir sér sameinuð. Þess vegna þarf hún umfjöllun og já- kvæða gagnrýni í frjálsum fjöl- miðlum. íslenska kirkjan er nær jafngömul Alþingi og er verulegur áhrifavaldur í ísl. þjóðlífi. Fjöl- miðlar okkar eru ósparir á að fjalla um mál Alþingis, eins og vera ber. Og páfinn í Róm fær ómælda athygli fjölmiðla hér, ef hann upplýkur munni sínum eða fer í ferð og ekki skal það lastað. En það er heldur lítil fyrirferðin á frásögnum af kirkjunni okkar { fjölmiðlum hér. Tímabært er að það breytist því kristinni kirkju er ekkert mannlegt óviðkomandi. Hún mun í vaxandi mæli láta sig varða og skipta sér af þróun þjóð- félagsmála, sem stjórnmálamenn okkar tíma virðast alveg vera að missa tök á. Þess vegna hvet ég nú og hér ísl. fjölmiðlafólk til að vakna til umhugsunar og ná- kvæmrar athugunar á háttum og gerðum kristinnar kirkju á okkar tímum. Hennar hlutverk er að boða hinn upprisna Drottin Jesú Krist og vera Ijós og salt í heimi hér svo enginn þurfi að villast né rotna í sjúkum og niðurlægðum mannheimi. Of margir hjá fjölmiðlum okkar eru tómlátir og fáfróðir um mál- efni kristinnar kirkju (hafa ekki talað við hana eftir ferminguna). Þetta er mikið mein, því fleira skiptir máli í daglegri umfjöllun en verðbólgan á fslandi! Svo ann- ars hugar eru fréttamenn okkar oft þegar rætt er um málefni kristinnar kirkju, að þeir komast ekki milli húsa með óbrenglaðar frásagnir! Skörp athygli og frá- sagnarhæfni virðist beinast að öðru, sem máli skiptir líka — en ekki öllu. Vek athygli á að Kirkju- þing ísl. þjóðkirkjunnar hefst um miðjan október nk. Þangað eru allir fjölmiðlamenn velkomnir — óboðnir. Kirkjan okkar er ekki fullkomin og því væri örvandi og heilsusamlegt fyrir hana að fá málefnalega og jákvæða umfjöll- „Þá, nú og þegar“ Myndlist Bragi Ásgeirsson Þá, nú og þegar, nefnist sýning þrjátíu smáverka, er Kristján Kristjánsson hefur gert og kynnir í Galleríi Langbrók fram að 29. ágúst. Þetta er fjórða einkasýning Kristjáns, sem hefur sérhæft sig á sviði klippimynda, sem eru einnig uppistaðan á þessari sýn- ingu, en einnig eru þar nokkrar túsk-myndir og vatnslitatækni er hann nefnir B.T. Klippimyndir Kristjáns hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir sérkennilega og þróttmikla út- færslu, sem hér hefur ekki sést áður í þeirri tækni er hann iðu- lega notar. — Á þessari sýningu kemur þessi aðferð helst fram f myndunum „Við veljum gorg- onsóla" (4), „Löngun" (12), „Þre- vetur' (24) og „Gegnum spegil- inn“ (27). í þessum myndum þykir mér að komi fram bestu eiginleikar gerandans vegna svipmikillar útfærslu og óheftra vinnubragða. í myndum Krist- jáns kemur oft fram rík munað- arfull kennd, ásamt því að hið ástþrungna blómstrar. í heild virkar þessi sýning ekki átakamikil, frekar slétt og felld og næsta fáguð úr hófi fram í vinnubrögðum. Hér sakn- ar maður hugdirfsku og fram- sækni, sem einkennir oft verk ungra listamanna þótt að tækni- leg vinnubrögð beri alls ekki að lasta. Það er vissa mín að Krist- ján Kristjánsson hafi til að bera stórum meiri og umbúðalausari tjákraft en fram kemur á þessari sýningu. Athygli mína vöktu hin skemmtilegu hönnuðu vegg- spjöld og þar þykir mér Kristján vera samkvæmur sér og fara á kostum, — þau eru sennilega það athyglisverðasta á syningunni. Hér er áræðni meiri en 1 hinum nosturlega gerðu póstkortahug- myndum, sem eru uppistaða sýn- ingarinnar. ósjálfrátt óskar maður eftir meiru af slíku frá hendi Kristjáns Kristjánssonar. Bragi Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.