Morgunblaðið - 24.08.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.08.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1983 25 Náttúruöflin gengin í lið með Skaftfellingum í haftiargerð Vík, Mýrdal. SKAFTFELLINGAR hafa lengi bar- ist fyrir hafnargerð við Dyrhólaey eða við Vík. Ein af þeim hafnar- hugmyndum var á þá leið að loka sundinu á milli Reynisfjalls og Reynisdranga og gera síðan höfnina austan við drangana. I hinum þrálátu vestanáttum sem verið hafa í sumar koma glöggt fram breytingar á sjávar- straumnum og sandburði með ströndinni. Við Reynisfjall hefur myndast sandtangi sem nær núna meira en hálfa leið yfir sundið að Reynis- drögum. Einnig er sýnilegt að rif er að myndast í suðaustur frá dröngunum. Þetta veldur því að mun kyrrari sjór og minna brim er núna austan við Reynisdranga en áður var. Erlendis frá hafa borist fréttir um nýstárlegar tilraunir til hafn- argerðar með því að reka niður staura í fjörur og láta síðan sjáv- arstrauma um að fylla að þeim. Með því að færa þessa staura allt- af framar og grjótverja uppfyll- inguna sem sjórinn hefur myndað hefur tekist að mynda rif og varn- argarða. Hér virðast náttúruöflin ætla að eiga frumkvæðið en við erum ekki í stakk búin til þess að nýta okkur það að fylgja þessari hafnargerð eftir, sem þegar er búin að leggja til tugþúsundir tonna af sandi í uppfyllingu. Annars má sjá víðar í Mýrdaln- um merki þess að náttúruöflin og tímans tönn vinna hægt og bítandi að mótun umhverfisins. Austan Dyrhólaeyjar og Reyn- isfjalls hefur sjórinn grafið úr fjörunni og er fjaran þar nú um 100 m norðar en hún var fyrir um einu ári. Stór bergfylla hefur hrunið úr Dyrhólaey suður af vit- anum og þar hefur myndast sprunga þannig að fyrirsjáanlegt er að þar á eftir að hrynja meira úr berginu. Strengd hefur verið snúra ofan við sprunguna og eru ferðamenn varaðir við að fara nærri brúninni þar sem þetta get- ur hrunið hvenær sem er. í hamrabrúnum Reynisfjalls að sunnan eru einnig miklar sprung- Á myndinni má sjá rifíð sem farið er að teygja sig út frá Reynisfjalli og hálfa leið út í Reynisdranga. Dyrhólaey í baksýn. Ljó«m. Reymr lUgnarmon. ur sem benda til þess að ásýnd fjallsins eigi eftir að breytast mik- ið jafnvel svo að unnt verði að gera veg framan við það. Ef til vill er þó alvarlegasta landeyðingin fyrir Víkurbúa af völdum Múlakvíslar, en hún hefur nú undanfarin ár fengið óáreitt að grafa burtu heilu landspildurnar af svokölluðum Höfðabrekkujökli og sandöldunni á milli Kerlinga- dalsár og Múlakvíslar. Er nú svo komið að einungis er eftir mjór tangi á milli ánna og þegar hann verður á burt eiga bæði Múlakvísl- in og Kötluhlaup greiðan aðgang vestur til Víkur. Almannavarna- nefnd Víkurumdæmis hefur hvað eftir annað bent á þessa hættu undanfarin fjögur ár og óskað eft- ir fjármagni til gerðar varnar- garðs en án árangurs. R.R. Innsiglingin er nú mun kyrrari en hún áður var. Hluti erlendu keppendanna í íslandsrallinu skoðaði Gullfoss á leiðinni norður í land, þar sem keppnin hefst a morgun. MorgunblaAið/ Gunnlaugur R. íslandsrallið hefst á morgun: Fjórir fslendingar meðal keppenda ÍSLANDSRALL Jean Claude Bertr- and hefst á morgun kl. 9.00 er kepp- endur verða ræstir inn á Sprengi- sandsleið frá Bárðardai. Eknar verða fjórar leiðir og tekur keppnin fímm daga og lýkur henni þriðjudag- inn 30. september. Vitað er um tutt- ugu og þrjú farartæki, sem taka þátt í rallinu og eru tvær íslenskar keppnisbifreiðir þar á meðal. Bræðurnir Ómar og Jón Ragn- arssynir munu aka Subaru 1800 4WD frá Subaru-umboðinu, þeim sama og mæðgurnar Helga Jó- hannsdóttir og Jónína Ómarsdótt- ir luku Ljómarallinu á um sl. helgi. Þeir Þorsteinn Ingvasson og Gunnlaugur Rögnvaldsson munu skipa hinn íslenska keppnisbílinn sem verður Lada Sport frá bíla- leigu Akureyrar. Gunnlaugur mun fylgjast með rallinu fyrir Morgun- blaðið. Allir fjórir eru alvanir keppni I rallakstri. Farartækin erlendu sem aðallega saman- standa af jeppabifreiðum eru flest sérlega vel búin og slá íslensku keppnisbílunum þar alveg útaf laginu. Meginmarkmið islensku ökumannanna er að athuga hvort hægt er að skila lítið breyttum bíl- um í gegnum rall af þessu tagi og að kynnast hvernig skipulag ralls- ins er. Á fimmtudag er Sprengisands- leið ekin, en næsta leið sem er um Fjallabak verður á laugardag. Þriðja leiðin hefst á sunnudags- morgun og þá flengjast keppendur yfir Kjalveg. Á þriðjudag er ekin síðasta leið íslandsrallsins og verður þá Kaldidalur ekinn frá Húsafelli og alla leið að Miðdal, en línuvegur er á milli er verður ekki hluti af keppninni. Nánari lýsing á íslandsrallinu verður gefin á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.