Morgunblaðið - 24.08.1983, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1983
Tveir rússneskir úthafstogarar liggja nú bundnir við bryggju í Reykjavíkurhöfn, en munu væntanlega leggja úr
höfn seinnipartinn í dag. l*eir komu hingað til hafnar á mánudagsmorgun og einn rússneskur togari var hér í
fyrri viku. Að sögn hafnarvarða hjá Reykjavíkurhöfn er það ekki óalgengt að rússneskir togarar komi hingað til
hafnar og hvfli mannskapinn, en úthald þessara skipa er langt. Morgunbi»4i«/ kee.
Flytja þarf 1,5 millj. lítra
af undanrennu eða -dufti
frá Norðurlandi í vetur
Hjá framleiðsluráði landbúnað-
arins og mjólkursamlögunum er
verið að ræða um hvernig bregðast
skuli við þeim mikla samdrætti
sem hefur nú þegar orðið og fyrir-
Hellissandur:
Möguleikar á
uppbyggingu
kannaðir
„ÞAÐ ERU fyrstu viðbrögð hjá
okkur að reyna að átta okkur á
hvað tjónið er raunverulega mik-
ið,“ sagði Rögnvaldur ólafsson,
framkvæmdastjóri Hraðfrysti-
húss Hellissands hf., í samtali við
Mbl. er hann var inntur eftir
áformum fyrirtækisins eftir
bruna frystihúss fyrirtækisins.
Sagði Rögnvaldur að matsmenn
væru að meta tjónið en jafnframt
væri verið að kanna hvaða mögu-
leikar væru fyrir hendi með upp-
byggingu. Þessi mál yrðu síðan
rædd á stjórnarfundi í hlutafélag-
inu næstkomandi föstudag.
sjáanlegur er í vetur á mjólkur-
framleiðslunni á Suðvesturlandi.
Reiknað er með að minnkunin
komi aðallega niður á framleiðslu
á undranrennudufti til framleiðslu
á kálfafóðri og til iðnaðar, þ.e.
sælgætisframleiðslu og bakaría,
en einnig kynni undranrennuduft
að vanta til vinnslu í sumum
mjólkursamlaganna suðvestan-
lands í vetur.
Gunnar Guðbjartsson fram-
kvæmdastjóri Framleiðsluráðs
landbúnaðarins telur að á mark-
aðinn í vetur komi til með að
vanta undanrennuduft úr 1,5
milljónum lítra af undanrennu.
Sagði hann að eitthvað af und-
anrennudufti félli til á Blöndu-
ósi en annað yrði að flytja frá
Akureyri, annaðhvort til
Blönduóss til þurrkunar eða til
Selfoss því tæki til að þurrka
mjólk væru ekki til á Akureyri.
Þörf er á að hefja þessa mjólk-
urflutninga strax eftir næstu
mánaðamót að sögn Gunnars, og
verður að gera það með bílum.
Ekki væri mögulegt að flytja
mjólkina með skipum því það
tæki of langan tíma og hún
skemmdist. Möguleiki er á að
mjólkurbíll með aftanívagni
geti flutt 22 þúsund lítra í hverri
ferð og yrðu þetta þá 68 ferðir
frá Akureyri til Blönduóss eða
Selfoss.
Gunnar taldi að ekki yrði
vöntun á mjólkurvörum í land-
inu í vetur þrátt fyrir samdrátt-
inn í mjólkurframleiðslunni,
spurningin væri aðeins um til-
flutning á milli landshluta og
aukakostnað sem af honum
hlytist.
Grétar Símonarson mjólkur-
bússtjóri í Mjólkurbúi Flóa-
manna á Selfossi sagði í samtali
við Mbl. að í síðustu viku hefði
vantað 37 þúsund lítra uppá að
innvegin mjólk væri jafnmikil
og í sömu viku í fyrra sem er
4,4% minnkun og í fyrri viku
hefði vantað 33 þús. lítra sem er
3,9% minni innvegin mjólk en í
sömu viku á síðastliðnu ári.
Taldi Grétar hæpið að mjólkin
myndi aukast aftur þó að skjót-
lega brygði til betri tíðar, þar
sem ekki væri hægt að ná nyt-
inni í kúnum upp aftur eftir
svona lægð. Frekar mætti þakka
fyrir ef hún minnkaði ekki enn
meira.
„Viljum ad mark-
aðurinn ráði“
— segir Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri
á Seltjarnarnesi
Kaupmannasamtökin hafa sent
bæjarstjórn Seltjarnarness bréf þess
efnis aö opnunartími verslana í
Reykjavík og á Seltjarnarnesi sé
samræmdur, en eins og kunnugt er
af fréttum er Vörumarkaðurinn aö
reisa stórmarkað á Seltjarnarnesi,
sem opnar um þessar mundir. Á Sel-
tjarnarnesi er frjáls opnunartími
verslana.
Sigurgeir Sigurðsson, bæjar-
stjóri á Seltjarnarnesi, sagði í
samtali við Morgunblaðið að efni
bréfsins yrði tekið fyrir á næsta
fundi í bæjarstjórn, sem yrði 14.
september, en bréfið hafi borist
það seint að ekki hefði verið hægt
að taka það fyrir á seinasta fundi
bæjarstjórnar, sem var 17. ágúst.
„Ég get lítið tjáð mig um þetta
erindi að svo stöddu. Við erum á
móti öllum boðum og bönnum í
þessu efni og teljum að þar verði
markaðurinn að ráða, en við mun-
um að sjálfsögðu ræða þeirra er-
indi,“ sagði Sigurgeir aðspurður
um þetta mál.
Vatnstæring hjá Hitaveitu Seltjarnarness:
Pottofnar eða forhitun
í byggingarskilmála
„VIÐ HÖFUM um nokkurt skeið haft
af því vaxandi áhyggjur, að klóríd-
magniö í vatninu hjá okkur sé aö
aukast frá því sem þaö hefur verið og
á því hafa ekki fundist viöhlýtandi
skýringar,'* sagði Sigurgeir Sigurös-
son, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, en
bæjarstjórn Seltjarnarness hefur sett
það í byggingarskilmála hjá sér að
annaðhvort sé vatn notað til upphitun-
ar forhitaö eða að ofnar séu úr potti.
„Til þess að hafa vaðið fyrir neð-
an okkur, þar sem þetta er ekki
mikið mál ef um það er hugsað
strax frá byrjun, höfum við gert
ráðstafanir til þess að í bygg-
ingarskilmála hjá okkur í framtíð-
inni sé annað hvort um pottofna að
ræða eða forhitun á vatninu. Þarna
er um varúðarráðstöfun að ræða,
helst vildum við auðvitað finna
lausn á þessu vandamáli, en það
hefur reynst erfitt og þeir vísinda-
menn sem við höfum tilkvatt, hafa
ekki getað gefið okkur önnur ráð.
Við erum hreint ekki eina hitaveit-
an á landinu sem á við tæringar-
vandamál að etja og okkar vanda-
mál er sem betur fer ekki stórt,"
sagði Sigurgeir.
Sigurgeir sagði að þetta hefði
einhvern aukakostnað í för með sér.
Á móti kæmi að Hitaveita Seltjarn-
arness væri sennilega í dag sú ódýr-
asta í þéttbýli.
Hreindýraveiöar:
Mikið spurt um
veiðileyfi
„ÞAÐ ER MIKIÐ spurt um þessi veiðileyfi og margir hafa beðið um að leyfi
verði tekin frá fyrir þá,“ sagði Jóhannes Hermannsson, hjá Ferðamiðstöð
Austurlands, þegar Morgunblaöið spurðist fyrir um, hvernig gengi að selja leyfi
til hreindýraveiða. Veiðitíminn er frá 1. ágúst til 20. september og hefur
Ferðamiðstöð Austurlands heimild til að auelýsa og selja veiðileyfi.
Leyfin gilda allt tímabilið og er
verðið kr. 16.500 fyrir hvert dýr. Við
bætist timakaup eftirlitsmanns (ca.
120 kr. á tímann). Þá er einnig boð-
ið upp á flug frá Reykjavík, fram og
til baka, á 2.500 kr. Bændur leggja
síðan til bíl við veiðarnar, en menn
verða sjálfir að útvega sér far upp
að barnaskólanum á Skjöldólfsstöð-
um, en þar er miðstöð veiðimanna.
Jóhannes sagði þetta í fyrsta sinn
að einstökum hreppum væri heimil-
að að selja leyfi til hreindýraveiða.
Jafnframt væri þetta í fyrsta skipti
sem Ferðamiðstöð Austurlands hef-
ur milligöngu um sölu veiðileyfa.
„Hér áður var heimilt að selja slík
leyfi og hafði yfirhreindýraeftir-
litsmaður Austfjarða umsjón með
sölunni. Því var hætt vegna vondr-
ar umhirðu, menn skildu dýr eftir í
sárum og lftið var fylgst með því
hvort menn tóku 1 dýr eða fleiri. Nú
verður framkvæmdin allt önnur.
Fylgdarmaður verður að vera með í
ferðum. Sá verður að vera hrein-
dýraeftirlitsmaður eða einhver sem
hann vísar til,“ sagði Jóhannes.
Berjaspretta:
Smáhrafl ef
veður batnar
„ÞAÐ VERÐA engin ber að ég
held,“ sagði Finnbogi Lárusson,
Snæfellsnesi, í samtali við Mbl. í
gær. „Ég átti í gær leið fram undir
jökli eins og kallað er, og hugaði
að berjum á nokkrum stöðum á
leiðinni. Þarna er geysilega mikið
berjaland, en það sést varla ber á
þessu svæði núna. Það sem var af
krækiberjum var bara smælki og
bláberjakoppa sá ég ekki. Þetta
gera kuldarnir og vætan í sumar.
Það gæti orðið smáhrafl af kræki-
berjum um miðjan september ef
vel viðrar, annars ekkert."
Mbl. hringdi á nokkra staði í
nágrenni Reykjavíkur, og var alls-
staðar sömu sögu að segja, berin
ætla ekki að láta á sér kræla i
sumar frekar en sólin.
Mismunandi daggjöld sjúkrahúsa:
Vistgjald á elliheimili 456 krónur
en 5029 kr. á Borgarspítalanum
MJÖG ER mismunandi hvað legu-
dagur sjúklings á sjúkrahúsi kost-
ar þjóðfélagiö. Að sögn Páls Sig-
urðssonar ráðuneytisstjóra í heil-
brigðis- og tryggingaráðuneytinu
sem jafnframt er formaður dag-
gjaldanefndar, en daggjaldanefnd
reiknar út daggjöld sjúkrahús-
anna. Markast þessi mismunur
annarsvegar af því hvað sjúkra-
stofnanirnar veita mismunandi
þjónustu og hinsvegar af hag-
kvæmni í stærð þeirra.
Sem dæmi um þennan mismun
má nefna að samkvæmt núgild-
andi gjaldskrá kostar hver legu-
dagur mest í Borgarspítalanum í
Fossvogi eða 5.029 á meðan dag-
urinn í Sjúkraskýlinu á Þing-
eyri, þar sem kostnaðurinn er
lægstur, kostar 594 krónur. Þess
ber að geta að Borgarspítalinn
er eitt stóru sjúkrahúsanna á
daggjöldum því kostnaður við
Landakotsspítala og Sjúkrahús-
ið á Akureyri er greiddur beint
af fjárlögum eins og Ríkisspítal-
anna. Svo tekin séu fleiri dæmi
þá kostar dagurinn á Sjúkra-
húsinu á Húsavík 1.767 krónur á
meðan dagurinn kostar 3.340 á
Sjúkrahúsinu í Keflavík.
Af öðrum stofnunum sem dag-
gjaldanefnd ákveður daggjöld
fyrir má nefna að á dvalar-
heimilum aldraðra kostar dag-
urinn 456 krónur, hjá Sjúkrastöð
SÁÁ á Silungapolli 1.102 krónur,
hjúkrunardeild Elliheimilisins
Grundar 623 krónur og Sunnu-
hlið í Kópavogi 1.245 krónur.
Innifalið í þessum daggjöldum
er hvers konar þjónusta sem
innlögðum sjúklingum er látin í
té á sjúkrastofnunum. Saman-
stendur daggjaldið af rekstrar-
daggjaldi, sérstöku álagi til við-
halds og tækjakaupa og svoköll-
uðu halladaggjaldi sem er til að
greiða niður halla sem áður hef-
ur myndast hjá viðkomandi
sjúkrahúsi. Að sögn Páls Sig-
urðssonar var halli sjúkrahús-
anna að meðaltali 12% á síðasta
ári.