Morgunblaðið - 24.08.1983, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1983
Chile á barmi
byltingar?
Viðnám gegn hruni og gagnrýni á herstjórnina
— eftirJón Val
Jensson cand. theol.
Herforingjastjórnin hefur
neyðzt til að bregðast við yfir-
standandi efnahagskreppu með
því að slá af stolti sínu og hverfa
aftur til aukinna ríkisafskipta,
sem svo mjög einkenndu stjórn
Allendes. Strangt eftirlit hefur
verið tekið upp með bankakerfinu
og hömlur lagðar á gjaldeyriávið-
skipti. Meginaðstoð til handa at-
vinnulausum er í formi atvinnu-
bótavinnu, sem sér 470.000 manns
fyrir störfum, þ.e. um 13% vinnu-
færra manna. Laun eru þó í algeru
lágmarki, allt niður í sjö krónur á
tímann fyrir kvenfólk (með nokk-
urri viðbót, ef þær eiga börn) og
upp í 3.100 kr. á mánuði til fjöl-
skyldufeðra. Þetta hefur ekki
nægt til að kæfa gagnrýnisradd-
irnar. Flestir verkalýðsleiðtogar,
atvinnurekendur og bændur krefj-
ast nú aukinnar ríkisaðstoðar og
efnahagsráðstafana.
Svar stjórnvalda hefur verið, að
viðreisn atvinnulífsins verði að
eiga sér stað innan ramma og
samkvæmt leikreglum hins frjálsa
markaðskerfis, sem tekið hefur
verið upp. Atvinnumálaráðherra
Chile, Perez Hormazabal hers-
höfðingi, neitar því, að frjáls-
hyggjustefna Friedmans hafi
bruðgizt í Chile. „Við göngum nú í
gegnum erfiðleikatímabil, þar sem
sérhver borgari verður að taka á
sig fórnir.“ (Times 17/5.)
Á valdi erlends fjármagns
Augljóst er þó, að þrýstingur á
stjórnvöld hefði leitt til mun víð-
tækari efnahagsráðstafana, ef
ekki kæmi til, að Alþjóða-gjald-
eyrissjóðurinn (IMF), sem aðhyll-
ist frjálshyggjupólitík (monetar-
isma), fyrirbýður Pinochet-
stjórninni meiri íhlutun um
efnahagsmál. Reglur sjóðsins
meina þannig stjórninni að prenta
fleiri peningaseðla til að styrkja
atvinnulíf landsins. (Sunday Tim-
es 22/5.) Sjóðurinn hefur sterk tök
á herforingjastjórninni vegna
stuðnings henni til handa til að
framlengja vangreiddar skuldir.
Sjóðurinn hefur því getað staðið
gégn þeim vilja stjórnarinnar að
hækka tollmúra, eins og Allende
forseti gerði við svipaðar aðstæð-
ur. Ennfremur hefur Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn hindrað Pin-
ochet-stjórnina í að nota þá sjóði,
sem hún vill láta ganga til stór-
aukinna ríkisútgjalda. Nær allt
það fé, sem til landsins berst, er
nú notað til að borga upp gamlar
skuldir frá uppgangsárunum á
seinni hluta síðasta áratugar.
(Times 17/5.)
Gagnrýni úr
eigin herbúðum
Leigh hershöfðingi var einn
hinna fjögurra leiðtoga í sam-
Raúl Silva Henriquez erkibiskup í
Santíago: Einarður gagnrýnandi
mannréttindabrota í Chile. Hann
lætur nú af störfum fyrir aldurs sak-
ir, 75 ára að aldri.
Síðari grein
steypustjórn hersins (junta milit-
ar), en lenti síðar upp á kant við
Pinochet í innbyrðis valdabaráttu
og var vikið úr stjórninni 1978.
Hefur hann síðan gagnrýnt Pin-
ochet berlega og hvatt til þess, að
hraðað verði þróun til lýðræðis.
Leigh lýsir nú þeirri skoðun sinni,
að ástandið sé orðið uggvænlega
líkt því, sem var fyrir valdatöku
hersins 1973. „Rétt eins og þá
stöndum við nú uppi með forseta,
sem hlustar ekki og vill ekki láta
undan kröfum hvorki frá her
þessa lands né almennum borgur-
um.“ (Sunday Times 19/6.)
í öðru viðtali við Sunday Times
(22/5) segir hann: „Land, sem skil-
ar um fjögurra milljarða dollara
þjóðarframleiðslu á ári og skuldar
21 milljarð dollara, er illa á vegi
statt. Ef ríkisstjórnin tekur upp
harðari afstöðu og fæst ekki til
samráðs við þjóðina, þá mun hún
ekki reynast fær um að halda í
völd sín til 1989, eins og ætlunin
er.“
Tvísýnt um afstöðu
hcrsins
Dreifibréf ganga nú manna á
milli í hernum, þar sem foringjar
eru hvattir til að grípa til sinna
ráða til varnar þjóðarhag. Það
ófremdarástand, sem skapazt
hafi, geri nauðsynlegt að breyta til
um æðstu stjórn hers og þjóðar.
Það hefur ekki hjálpað Pin-
ochet-stjórninni, að margar sögur
ganga nú um spillingu meðal
sumra herforingja og vanda-
manna forsetans. Þótt slík
auðgunarstarfsemi sé tiltölulega
lítil miðað við hina útbreiddu
spillingu í herjum Argentínu og
Bólivíu, þá eru þessi sérstöku fríð-
indi frændfólks og ráðgjafa Pin-
ochets álitin blettur á heiðri hers-
ins, sem enn lítur á sig sem af-
bragð annarra herja Suður-Amer-
íku hvað snertir starfsheiður og
drengskap. (The Guardian 20/6.)
Einnig hefur það aukið á
óánægju í hernum, að þrjózka og
ósveigjanleiki Pinochets hefur
egnt almenning til reiði, svo að
allt er að komast úr böndum.
Fæstir telja þó almenna uppreisn
eða jafnvel vopnaskák í herjum
landsins líklegt. „Þetta verður sí-
Hlutur launþega í
þjóðartekjum minní
á íslandi en víða
Skrif dr. Vilhjálms Egilssonar gagnrýnd
— eftir Stefán
Ólafsson lektor
„Myndin sýnir að
hlutur launa í þjóðar-
tekjum á íslandi, árin
1962 og 1976, var lægri
en í Skandinavíu og
Bretlandi. Danmörk var
undantekning árið 1962,
en síðan hafa þeir snar;
lega stungið okkur af. A
tímabilinu óx hlutur
launa um 9% á íslandi,
17% í Danmörku og Sví-
þjóð, um 13% í Noregi
og um 7% í Bretlandi.“
Djarfar túlkanir
í fyrri grein minni gerði ég all
ítarlega úttekt á fyrri hluta grein-
ar Vilhjálms Egilssonar (Mbl. 9.
júní sl.), þar sem hann heldur því
fram að vöxtur ráðstöfunartekna
sýni, að laun séu of há á íslandi.
Þar gerði ég grein fyrir hvernig
mælingar Þjóðhagsstofnunar á
ráðstöfunartekjum hafa orðið
ýmsum áhugamönnum um kjara-
skerðingar efni til mistúlkunar og
rangfærslna um kjör launafólks.
Mörg fleiri slík dæmi má finna í
umræðu um kjaramál, sem ástæða
væri til að gagnrýna.
I síðari hluta greinar sinnar
birtir Vilhjálmur Egilsson önnur
gögn, sem hann telur að sýni enn
frekar að laun á íslandi séu of há.
Það eru tölur um hlut launþega í
hreinum þjóðartekjum. (Mynd I.)
Hann birtir reyndar fjögur línurit
um þetta sem ekki eru öll alveg
samhljóma vegna ónákvæmni.
Þeim er það þó sameiginlegt að
sýna lítillega aukningu á þeim
hluta þjóðartekna, sem telst koma
í hlut launþega.
Allar eru þessar tölur óná-
kvæmar og ófullnægjandi, eins og
starfsmenn reiknistofnana myndu
fyrstir benda á og ítreka. Þó leyfir
Vilhjálmur Egilsson sér að draga
mjög frjálslega niðurstöður af
þeim um breytingu kaupmáttar á
milli ára. Meðal annars segir hann
að launþegum hafi „verið hlíft við
skellinum" í þjóðarbúskapnum ár-
ið 1968, og einnig árin 1974—5.
Þessi gögn eru algjörlega óhæf til
þess að styðja slíkar niðurstöður.
Launafólki hefur alls
ekki veriö hlíft
við kreppum
Ef allir eiga að taka skellum af
rýrnun þjóðartekna jafnt, þá
rýrna kjör allra jafn-mikið og
þjóðartekjur. Eðlilegast er fyrir
launafólk í þessu tilliti að bera
saman þjóðartekjur og greidd
tímalaun i einstökum starfsstétt-
um. Eins og sjá má af línuriti í
fyrri hluta greinar minnar, lækk-
aði kaupmáttur launa mun meira
en þjóðartekjur frá 1974. Fleiri
gögn má leggja fram er sýna það
sama. Launþegum hefur aldrei
verið hlíft við kjararýrnun af
efnahagsáföllum í seinni tíð. Hið
rétta er að launafólk og stundum
sérstaklega láglaunafólk, hefur
borið þessar kreppur í miklu rík-
ari mæli en atvinnurekendur og
hálaunafólk!
Öll túlkun Vilhjálms á þessum
gögnum er mjög djörf og vafasöm,
og honum alls ekki samboðin,
jafnvel þó vinnuveitendur hans
séu hrifnir af slíkum skrifum.
Hlutur launafólks í
þjóðartekjum segir mjög
lítið um launakjör
Vilhjálmur Egilsson fullyrðir að
hlutur launþega I þjóðartekjum
hafi aukist óeðlilega mikið og sé
orðinn of hár. Ástæðuna telur
hann vera of mikla hækkun kaups.
Þegar nánar er skoðað kemur í
ljós að hann telur þetta m.a. eiga
við á tímabili þar sem kaup hefur
dregist verulega aftur úr þjóðar-
tekjum. Þessi niðurstaða hans um
of hátt kaup er röng vegna þess að
hlutur launþega hækkar að miklu
leyti af öðrum orsökum en kaup-
hækkunum.
í öllum þróuðum þjóðfélögum
hækkar hlutur launa í þjóðartekj-
um af sjálfvirkum ástæðum, sem
geta verið að miklu leyti óháðar
launaþróun. Megin ástæðan getur
t.d. verið sú að launþegum fjölgi
beinlínis, þannig að þeir verði
meirihluti vinnandi fólks. Þá er
eðlilegt, að hlutur launa í þjóðar-
tekjum aukist að minnsta kosti að
sama skapi. Þannig er eðlilegt,
vegna breyttra atvinnu- og félags-
hátta, að hlutur launamanna auk-
ist.
Þess vegna er við því að búast
að hlutur launþega í þjóðartekjum
á íslandi hafi aukist á undanförn-
um árum. Annað væri óeðilegt!
Það er þó merkilegra, að margt
bendir til þess að hlutur hafi
hækkað of lítið á íslandi miðað við
fjölgun launþega og vöxt þjóðar-
tekna.
Mynd l.
HLUTUR LAUNÞEGA í HREINUM ÞJÓÐARTEKJUM
Heímild: Framreikningur VSÍ
Síðari grein
Hlutur launa í þjóðar-
tekjum á íslandi er
minni en í ná-
grannalöndunum
Þegar við höfum nú staðfest
það, að eðlilegt sé að búast við
vaxandi hlut launa í þjóðartekj-
um, jafnvel þó laun standi í stað,
er rétt að skoða þessa þróun á ís-
landi í samanburði við önnur lönd.
Á mynd II er vísbending um það,
að hlutur launþega á Islandi er
fremur lítill í alþjóðlegum sam-
anburði, og hefur auk þess vaxið
hægar en víða. Þetta er andstætt
því sem oft er gefið í skyn á ís-
landi, þ.e. að hlutur launa sé óeðli-
lega hár. Þessar upplýsingar er
sjálfsagt að draga fram í dags-
ljóstið hér, án þess að ég vilji
túlka þær á svipaðan hátt og
Vilhjálmur gerir í grein sinni.
Óverjandi er með öllu að tengja
slíkar upplýsingar við þróun
kaups á svo einfaldan hátt sem
hann gerir.
Myndin sýnir að hlutur launa á
íslandi árin 1962 og 1976 er lægri
en í Skandinavíu og i Bretlandi.
Danmörk var undantekning árið
1962, en síðan hafa Danir snarlega
stungið okkur af. Á tímabilinu óx
hlutur launa um 9% á fslandi,
17% í Danmörku og Svíþjóð, um
13% í Noregi og um 7% í Bret-
landi.
Það ber að ítreka, að slíkur sam-
anburður hefur mjög takmarkaða
meiningu, þegar ekki er tekið tillit
til atvinnuhátta og þjóðartekna í
viðkomandi löndum. En hann er
settur fram hér til að leiðrétta þá
útbreiddu trú, að hlutur launa á
íslandi sé óeðlilega hár, og hafi
vaxið óeðlilega hratt. Hið gagn-
stæða er líklega nær sanni.
Hvers vegna eykst hlut-
ur launa í þjóðartekjum?
Megin gagnrýnin á skrif Vil-
hjálms Egilssonar um þetta efni
hlýtur þó að beinast að beinni
túlkun hans á kjaraþróun og rétt-
lætingu hans á frekari kjaraskerð-
ingu út frá gögnum þessum. Túlk-
un hans er óverjandi, vegna þess
að hlutur launþega í þjóðartekjum
eykst af öðrum ástæðum en kaup-
hækkunum einum saman. Þegar
kaupmáttur greidds tímakaups
hefur dregist aftur úr þjóðartekj-
um eins og hér hefur verið á síð-