Morgunblaðið - 24.08.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.08.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1983 AFINNLENDUM VETTVANGI VALUR INGIMUNDARSON Breyttar ferðavenjur hér á landi: Algengara að erlend- ir ferðamenn ferðist á eigin vegum en áður Erlendum feröamönnum, sem hingað komu til lands í júlí, fjölgaði um 10,3 af hundraði miðað við sama mánuð í fyrra, en hins vegar fækkaði þeim í júní um 4,4 af hundraði. Ferðamannastraumurinn hefur því verið háður sveiflum og óstöðugleika í sumar, sem hefur sett mark á atvinnulífið. Gott dæmi þess er nýting herbergja á stærstu hótelum Reykjavíkur í júlí. Þótt mun fleiri erlendir ferðamenn hafi þá lagt leið sína hingað en á síðasta ári fækkaði hótelgestum töluvert. Ástæðan er ugglaust sú að ferðavenjur útlendinga hér á landi hafa tekið umtalsverðum breytingum í sumar. M.ö.o. hefur mjög færst í vöxt að erlendir ferðamenn ferðist á eigin vegum til að draga úr kostnaði, en njóti ekki aðstoðar ferðaskrifstofu við skipulagningu dvalarinnar hér eins og áður. Aflvaki þessarar þróunar er vafalaust hið nýja skemmti- ferðaskip ms. Edda sem og bílferj- an Norröna; og fullyrða má að ferðir skipanna tveggja hingað séu sennilegasta skýringin á fjölg- un erlendra ferðamanna i júlí. Samkvæmt upplýsingum Farskips höfðu í upphafi ágústmánaðar á bilinu 3.200—3.500 útlendingar komið hingað til lands með Eddunni og um 1.000 bifreiðir ver- ið fluttar með skipinu í sumar. Að sögn Steins Lárussonar, forstjóra Úrvals, hefur rekstur Norröna gengið jafnvel betur nú en á síð- asta ári. Sagði Steinn að sam- kvæmt tölum frá 3. ágúst sl. hefðu 2.256 útlendingar komið hinað með ferjunni í sumar og 736 bílar. Ljóst er að einkum Þjóðverjar, Norðurlandabúar, Bretar og Frakkar koma sjóleiðina til fs- lands, en ferðir hinna síðast- nefndu hafa verið mun tíðari en í fyrra. Var aukning milli ára um 13,3 af hundraði í júní og 17,4 af hundraði í júlí. Algengt er að Bretarnir láti flytja bifreiðir sínar með annarri hvorri ferjunni, Norröna eða ms. Eddu, eins og reyndar fjölmargir ferðamenn af meginlandinu og Norðurlöndum. Ef tölur um fjölda útlendinga hér í sumar eru skoðaðar kemur í ljós 11.727 komu hingað í júní, en 12.273 á sama tíma á síðasta ári. Er fækkunin sem sagt 4,4 af hundraði. í júlí í ár komu hins vegar 19.748 útlendingar til lands- ins, en 17.906 í fyrra. Fjölgunin er því 10,3 af hundraði. Þess ber þó að geta að í þessum tölum Útlend- ingaeftirlitsins eru þeir varnar- liðsmenn, sem komu hingað um- rædda mánuði taldir með; en fjöldi þeirra var um 400—550 í hverjum mánuði. Sem fyrr sækja Bandaríkja- menn mest hingað til lands, en í júní fjölgaði þeim um 23,3 af hundraði í samanburði við síðasta ár, og 24,5 af hundraði í júlí. Næstir í röðinni koma Vestur- Þjóðverjar. Þó var aukningin í ferðum þeirra hingað ekki eins mikil og Bandaríkjamanna, eða um 5,3 af hundraði í júní og 7,6 af hundraði í júlí. Síðan sigla Bretar og Frakkar í kjölfarið. Ferða- mönnum frá hinum Norðurlönd- unum fækkaði hins vegar um 18,6 af hundraði í júní, en fjölgaði um 5,2 af hundraði í júlí, miðað við sömu mánuði í fyrra. Það er athyglisvert að af þeim þjóðum sem mest ferðast hingað fækkaði einungis Frökkum í júlí. Stafar þessi fækkun án efa af þeirri ráðstöfun frönsku ríkisstjórnar- innar á þessu ári að takmarka ferðamannagjaldeyri. Loks má nefna að tala þeirra ítölsku ferða- manna sem komu hingað i júlí óx um 91,1 af hundraði, þ.e. úr 206 í 404. Ef við víkjum að flugfélögunum tveimur, Flugleiðum og Arn- arflugi, þá er ljóst að nokkur frá- vik hafa orðið í farþegaflutning- um frá því 1982. T.a.m. fjölgaði þeim Bandaríkjamönnum sem komu hingað í júní í sumar á veg- um Flugleiða um 24,1 af hundraði, miðað við í fyrra. Á hinn bóginn fækkaði farþegum frá Evrópu í þessum mánuði um 8,3 af hundr- aði. Hér er átt við alla þá farþega sem komu með flugvélum félags- ins, útlendinga sem Islendinga. Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flugleiða, sagði að í upphafi hefði verið gert ráð fyrir einhverjum samdrætti í Evrópufluginu í sumar vegna hins bága efnahags- ástands, bæði hér á landi og ann- ars staðar í Evrópu, og sakir ferj- anna Norröna og ms. Eddu. í inn- anlandsfluginu fækkað einnig far- þegum í júnímánuði um 6,5 af hundraði, miðað við 1982. Ekki var unnt að fá upplýsingar um fjölda farþega Flugleiða í júlí vegna þess að tölur þar að lútandi liggja ekki enn fyrir. Að sögn Magnúsar Oddssonar, svæðisstjóra Arnar- flugs í Evrópu, gekk áætlunarflug- ið milli meginlandsins og fslands mun betur í júlí í ár en í fyrra. Nú hefðu 5.260 farþegar komið frá Evrópu til landsins, en á sama tíma fyrir ári 2.070. En félagið hóf sem kunnugt er áætlunarflug á þessari leið 1982. Aftur á móti var um nokkra fækkun að ræða í farþegaflutning- um Arnarflugs innanlands í júlí, eða 10 af hundraði miðað við í fyrra. Hvernig gengur heyskapurinn? Suðurland: Mikið eftir af verkum en stutt í að unglingarnir fari í skóla „I>að má segja að ástandið sé svo til óbreytt í heyskaparmál- um hérna á Suðurlandi. Þetta hefur verið mikil ótíð og tregt með heyskapinn,“ sagði Hjalti Gestsson, ráðunautur hjá Bún- aðarsambandi Suðurlands, í samtali við Mbl. er hann var inntur eftir gangi heyskapar sunnanlands. „Annars er aðalvandamálið núna,“ sagði Hjalti, „hvað mik- ið er eftir af verkum, en stutt í að unglingarnir fari í skólana. Nýtast því þurrkstundir verr þó þær gefist einhverjar eftir að unglingarnir verða farnir. Nú er einnig komið fram yfir 20. ágúst og farið að styttast í fjallferðir. Við þetta bætist að minna hey hefur fengist af því sem slegið hefur verið vegna þess að minni grasspretta var en venjulega. Það gras sem er óslegið er þó nokkuð skemmt og ekki lengur 1. flokks og áhyggjum veldur hvað nýrækt hefur sprottið hægt. Það þarf að þorna mikið um til að hægt verði að nýta þau tún sem óslegin eru, þau eru víða það blaut. Ég get þó sagt frá einu sem ánægjulegt er. Það er hvað fé virðist vera rólegt í högum ennþá. Engin hreyfing virðist vera komin á það, þrátt fyrir höfudagur sé að nálgast og féð ennþá vel dreift í högum. Ég óttast þó að dilkar verði rýrir, því þetta hefur verið grasleys- isár og úthagar mjög snöggir. En fénu virðist líða vel og eng- in áföll hafa orðið inn til af- rétta," sagði Hjalti. Gestsson á Selfossi. Skagafjörður: Brúnin - þurrkur var Bæ, Hófða.strónd, 22. ápíut BRÍININ hefur heldur en ekki lyfzt á bændum þessa daga, þar sem þurrkur var á fbstudag og laugardag, en fjallaskúrir voni þó sums staðar á sunnudag og lítur út fyrir þurrk í dag, mánudag. er að lyftast á bændum um helgina og horfur á töluverðum heyfeng Hey voru mjög mikil úti en hafa nú náðst inn mjög víða og margir hafa líklegast náð alveg upp. Sums staðar var þó heyskapur skammt kominn fyrir þennan þurrk og nokkrir eiga óslegið ennþá. Mikið gras er víðast komið og eru því vonir til að heyfengur verði tölu- verður þó hey séu sums staðar hrakin. Malbikun á vegum er töluverð í héraðinu, bæði á Sauðárkróki og Hofsósi og einnig eitthvað fram Skagafjarðarbraut, framan Sauð- árkróks. Berjaspretta er talin mjög léleg og kartöfluspretta rýr, en getur þó lagazt nokkuð ef ekki koma frost og hlýindi verða það sem eftir er sprettu. Snjóað hefur fjórum sinnum í fjöll i júll og ágúst og sumarið verður því alltaf talið mjög votviðra- og hregg- viðrasamt. — Björn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.