Morgunblaðið - 24.08.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1983
31
Séð yfir athafnasvæði Sambandsverksmiðjanna.
Iönrekstur Sambandsins á Akureyri 60 ára:
Moruunblaftið/KÖE
Hagnaður fyrri helming
ársins 9,1 milljón króna
ÞAÐ var glatt á Hjalla við verk-
smiðjur Iðnaðardeildar Sambands-
ins á Akureyri síðastliðinn laugar-
dag, en þá var þess minnst að 60 ár
eru talin frá upphafi iðnrekstrar
Sambandsins á Akureyri. Árið 1923
hóf lítil verksmiðja starfsemi sína á
Aukureyri og voru þar afullaðar
gsrur. Síðan þá hefur Iðnaðardeild
Sambandsins vaxið upp I það að
vera stærsti vinnustaður landsins,
með um 750 manns á launaskrá og
100 manns að auki í sameignar- og
dótturfyrirtækjum. Afmælisins var
minnzt á Akureyri með fjölbreytt-
um hátíðahöldum á verksmiðjulóð-
inni. Sú nýjung var við hátíðahöldin
að unnið var í verksmiðjunum í dag
og voru þær jafnframt opnar al-
menningi til sýnis.
Dagskrá hátíðahaldanna hófst
með því að blásið var til leiks með
gamalli gufuflautu, sem áður var
notuð til að kalla starfsfólk til
vinnu. Notkun hennar var bönnuð
á stríðsárunum, þar sem talið var
að hún gæti haft truflandi áhrif á
starfsemi erlenda setuliðsins. í
stórum dráttum var dagskrá há-
tíðahaldanna eftirfarandi: 12.30
til 14.45. Verksmiðjukynning.
14.30. Lúðrasveit Akureyrar lék
við Þorsteinsklett. 15.00 Hátíðin
sett: Júlíus Thorarensen, formað-
ur Starfsmannafélags verksmiðj-
anna. Hátíðarræða: Hjörtur
Eiríksson, framkvæmdastjóri
Iðnaðardeildar. Vígsla Þorsteins-
lundar. Ýmsar skemmtanir og
veitingar frá 12.30 til 17.00. Sér-
stök dagskrá var fyrir börn og
nutu þau hennar af fölskvalausri
gleði.
í tilefni þessa var blaða-
mönnum boðið að skoða verk-
smiðjur Iðnaðardeildarinnar á
Akureyri og þeim kynnt saga
hennar, þróun og staða. Eins og
fram hefur komið hófst starfsem-
in með lítilli afullunarverksmiðju
árið 1923. Árið 1935 var hafin
fullkomin sútun hjá skinnaverk-
smiðjunni Iðunni og var fram-
leiðslan fyrst í stað að mestu ým-
is konar leður og síðan loðsútun á
gærum. 1969 brann hluti verk-
smiðjunnar og eftir endurbygg-
ingu var áherzlan lögð á pels-
verkaðar gærur og er megin hluti
framleiðslunnar fluttur út á mis-
munandi vinnslustigi.
Ullarvinnsla byrjaði í smáum
stíl á Gleráreyrum árið 1897, þeg-
ar Tóvinnufélag Eyfirðinga hóf
starfsemi sína. Síðan tók Verk-
smiðjufélagið á Akureyri Ltd. við
rekstrinum, en það seldi síðan
Sambandinu eignir sinar 1930.
Mikil aukning hefur síðan orðið á
öllum sviðum ullariðnaðarins og
hefur fullvinnsla og útflutningur
verið markmiðið. Á Sambandið
nú hlut í ullarvinnslu víða um
land. Helztu deildir ullariðnaðar-
ins eru loðbandsdeild, vefdeild,
prjónadeild, hönnunardeild og
umboðsverzlun.
Fataiðnaður er talsverður hjá
Iðnaðardeildinni. Þar eru aðal-
lega framleiddar buxur, yfirhafn-
ir og skór fyrir innanlandsmark-
að. Stærstu framleiðsluein-
ingarnar eru Hekla, stofnuð 1948
og Iðunn, sem stofnuð var árið
1935, en hún er eina skóverk-
smiðjan í landinu.
Sé litið á umfang Iðnaðardeild-
arinnar í heild, kemur í ljós, að á
fyrstu 6 mánuðum þessa árs nem-
ur hagnaður 9,1 milljón króna, en
á sama tíma i fyrra var 8,5 millj-
óna króna tap á rekstrinum. Þá
hefur heildarframleiðslan fyrstu
6 mánuðina numið um 400 millj-
ónum króna, sem er 96% aukning
í krónutölu miðað við sama tíma í
fyrra. Á sama tímabili hefur út-
flutningur aukizt um 106% í
krónum talið. Framleiðslan
skiptist þannig milli deilda, að
framleiðsla ullardeildar nemur
um 200 milljónum, skinnaiðnaðar
122 milljónum og fataiðnaðar 78
milljónum.
LANDSMÁLAFÉLAGIÐ VÖRÐUR
Gestir Varðar úr Edinborgarferð
Nú efnum viö þaö sem um var rætt og höldum myndakvöld frá Edinborgarferöinni 8. júlí sl.
Hittumst í Valhöll, Háaleitisbraut 1, annaö kvöld, fimmtudaginn 25. ágúst kl. 20.30.
Takið meö ykkur myndir og hittiö aftur ferðafélagana.
Kaffiveitingar. Landsmálafélagið Vörður.
FARSKIP