Morgunblaðið - 24.08.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.08.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1983 19 Opið bréf til Björns Önundarsonar tryggingayfirlæknis - frá Mariu Magnúsdóttur Bréf þetta rita ég svo alþjóö megi vita hvernig komið er fram við starf- andi húsmæður og þær sem eru að byrja að vinna utan heimilis eftir árabil, sem sættu sig við að ala upp börn sín oft við litlar tekjur eigin- manna sem borguðu þó skatt til rikis og bæja án þess að kvarta. Skora ég því á alla sem byrja að lesa þetta bréf að klára það og hugsa um hverskonar framkoma þetta er við hóp af konum í þessu þjóðfélagi og kallaðar eru húsmæður. & ekki kominn tími til að breyta þessu nema allir líti á þessa stétt sem 3. flokks mannverur eins og Ld. negra í Afríku. Árið 1980 í desember veiktist ég, fékk blóðþykkni upp í höfuðið. Ég missti mál og tilfinningu hægra megin, einnig réði ég ekki við hreyfingar. Ég gat lengi vel ekki skrifað né lesið. Þegar ég reyndi að tala komu orðin brengluð út úr mér, eins var með lestur, það sem ég reyndi að lesa eða skrifa var sama sagan. Var ég á spítala í 12 daga og sett á blóðþynningarmeð- ul og fékk þjálfun í hreyfingum. Á spítalanum var mér sagt að fá þjálfun i Kópavoginum þar sem ég bý og var með það send heim. Ég vil taka fram að tvo karlmenn kannast ég við, annar var skorinn upp í baki, hinn fékk álíka áfall og ég. Var báðum komið í þjálfun strax í Grensásdeild Borgarspítal- ans. Eftir áramótin 1980—’81 fór ég með á bréfi nafn á þjálfara, sem ég átti að hafa samband við. En það furðulega var að enginn kann- aðist við mig sem sjúkling og varð ég með mitt brenglaða mál að út- skýra sjúkdóm minn. Fór ég ekki að svo stöddu í æfingar, en reyndi að æfa mig heima sjálf og halda heimilið sem áður. Ég átti bágt með að elda vegna tilfinningaleys- is því ég fann hvorki fyrir því ef ég brenndi mig eða skar fyrr en það var afstaðið. Eftir 2—3 mánuði fór ég snögg- lega aftur á spítala vegna ofskynj- unar og kulda. Mér var sagt eftir á að heilinn sendi röng skilaboð því nú var blóðið farið að renna í gegnum blóðþykknið. Var ég tekin af blóðþynningarmeðulunum og sett á annað meðal sem ég svo sjálf átti að auka við mig þegar ég kæmi heim. Var ég ekki nema 2—3 vikur á spítalanum í þetta skiptið. Þegar heim var komið fór ég aftur til þjálfarans og byrjaði loks f æf- ingum en það furðulega skeði að aftur var ég ekki til sem sjúkling- ur hjá Tryggingastofnuninni. Hverjum sem þar er um að kenna, allt þetta var ekki til að uppörva sjúka manneskju sem tvisvar var búið að senda heim og sama sem sagt við „sestu út í horn og lifðu við þetta". Ég var með tvo drengi heima báða í skóla svo ég var ekki á því að gefast upp. Eftir nokkurn tíma voru meðul- in farin að virka þannig á mig að ég gat engan veginn setið eða leg- ið, hvað þá farið í gönguferðir sem ég átti að gera. Varð ég að hringja í lækni einn daginn og er hann leit á meðulin sagði hann að þetta væru prufumeðul og spurði hver hefði skipað þetta magn af þessum meðulum. Var ég látin hætta strax á þeim. (Fékk ég þessa meðhöndl- un vegna titilsins sem ég ber, þ.e. húsmóðir, ég hef oft hugsað um það þennan tíma.) Það var búið að reyna að fá fyrir mig talþjálfun en það reyndist erfitt. Öllu þessu stóðum við í hjónin og átti maðurinn minn að keyra mig ásamt því að stunda vinnu og getur því hver og einn sagt sér hvernig ástandið var orðið eftir eitt og hálft ár. Maðurinn minn er ekki atvinnurekandi eða vinnur á eigin vegum, hann er venjulegur launþegi. Eftir þetta reyndum við að koma mér á Reykjalund en það gekk svona og svona. Ég var farin að fá furðuleg köst þar sem ég var orðin alvarlega taugaveikluð. Var ég mikið ein alla daga og gerði mér ekki grein fyrir hvað var að ske. Yngri sonur minn sem heima var, var þá 11—12 ára og tók þetta mjög á hann. Kom hann alltaf beint heim úr skólanum og kom oft inn á dag þegar hann var úti að leika sér til að athuga hvort ailt væri í lagi. Ég spyr því Björn Önundarson, eru þetta þessar félagslegu að- stæður sem þú lítur á þegar þú metur okkur húsmæðurnar í ör- orkustigann. Þá langar mig að segja þér að þú ert staddur á ís- landi en ekki á Indlandi. Ég átti ekki börnin mín sem félagslega hjálp ef eitthvað kæmi fyrir mig nú eða í ellinni. Þegar eitt og hálft ár var liðið frá því að ég veiktist komst ég loks á Reykjalund. Vil ég því nota þetta tækifæri til þess að þakka allt það sem fyrir mig var gert þar. Var ég loks þar sett í talþjálf- un og endurhæfingu, eins létta vinnu sem mig var farið að lengja eftir að prófa. Þar kom fram að þessi köst sem ég hafði verið að fá voru flogaköst. Á Reykjalundi var ég í tvo og hálfan mánuð. Er ég kom heim fór ég að vinna á hinum almenna vinnumarkaði og vann ég í fjóra mánuði hálfan daginn. Varð ég þá að gefast upp því þetta var of erfið vinna fyrir mig. Það virðist ætla að verða mjög erfitt fyrir mig að fá létta vinnu við mitt hæfi. Varð ég eftir þetta að fá nudd á bakið vegna misræmis í hreyfing- um sem ollu nú kvölum. Þá skeður það einu sinni enn að valdakóng- urinn Björn önundarson vill ekk- ert styrkja þennan sjúkling og helst ekkert af honum vita. Það er gott að vera kóngur í ríki sínu en þetta ríki átt þú ekki einn, Björn Önundarson. Eftir þetta fór ég fram á það að fá örorkumat en það hafði ég ekki fengið né nokkra aðra hjálp, s.s. húshjálp. Ég fékk í eitt ár 1000.- kr. á mánuði en ef ég María Magnúsdóttir hefði fengið húshjálp hefði ég orð- ið af 1000.- krónunum. ótrúlegt en satt. Það leið ekki langur tími þar til ég fékk bréf frá Tryggingastofnun ríkisins. Var ég beðin um að senda ljósrit af tekjum eiginmannsins sl. árs til stofnunarinnar. Ég hringdi og talaði við ritara tryggingayfir- læknis, sem er Björn Önundarson. Tjáði hún mér að þetta væri alltaf gert er fólk fengi örorkumat. Fór ég nú niður í Tryggingastofnun og bað um ritara Bj. ön. Spurði ég hana með hvaða heimild Trygg- ingastofnun færi fram á ljósrit af tekjum eiginmannsins. Sam- kvæmt lögum sagði hún. Hvaða lögum?, spurði ég, því samkvæmt landsiögum verða öll lög að koma frá Alþingi og ég vissi ekki að til væru þau lög frá Alþingi sem greindu frá því að örorkumeta ætti giftar konur eftir tekjum eig- inmanna. Þetta voru lög sem Tryggingastofnunin ákvæði sjálf. En í rauninni kæmi þeim ekkert við hvað maðurinn minn hefði I tekjur. Það væri starfsmat sem ég bæði um til að ég vissi, hvað ég gæti starfað og þyrfti því ekki að tyg&ja alltaf upp hvað hefði komið fyrir mig við atvinnurekendur. Tók hún þá bréfið af mér og bað mig að hafa samband við Trygg- ingastofnunina eftir nokkurn tíma sem ég svo gerði. 65% öryrki var það sem yfirlæknir mat mig. Þá kem ég að meginefni máls- ins. Veit alþjóð að yfirtrygginga- læknir metur fjöldann af öllum eiginkonum ekki meira en 65% ör- yrkja vegna félagslegra aðstæðna og vegna þess að þær eru giftar, jafnvel þó aðrir læknar telji þær margar hverjar vera meiri ör- yrkja. Sem sagt giftar húsmæður eru ekki manneskjur í hans aug- um, þær eru sníkjudýr og þær eru metnar eftir því. Ég spyr því yfirtryggingalækni, hverskonar dómur er þetta á heimavinnandi húsmæður sem margar hverjar voru farnar að vinna utan heimilis eftir aðstæð- um en þó ekki búnar að fá félags- leg réttindi í almennum sjóðum. Hvað sjálfa mig snertir er ég þó búin að eiga 5 börn og öll eru þau skattgreiðendur, jafnvel sá yngsti þó lítið sé. Að mínu mati er ég ekki manneskja í augum yfír- tryggingalæknis, heldur dýr sem hægt var að nota meðan það gaf af sér afurðir og geti það ekki unnið eftir það á húsbóndinn að leggja á sig tvöfalda vinnu, jafnvel þre- falda, því oft eru aðstæður þannig að hann verður að fylgja kröfu húsfélags eða meðeiganda eða að selja allt sem búið er að vinna fyrir í gegnum tíðina. Það er þungur dómur. Svo vogar trygg- ingayfirlæknir sér það, að ætla að meta mig eftir tekjum sem eru ekki raunhæfar. Ég gæti skilið þetta ef ég væri að þiggja ein- hverjar bætur sem væru gjöf. En á íslandi eru bætur skattlagðar sem ég held að sé eina landið í veröldinni sem það gerir. Þakka ég svo fyrir dóminn sem ég fékk og býð tryggingayfirlækni að athuga það að margir eigin- menn, sem eru með 65% öryrkja á sínum vegum, eru um fimmtugt og ekki er það betra þegar bæði hjón- in eru orðnir öryrkjar, maðurinn af of miklu vinnuálagi. Til skýringa á bótum öryrkja þá á 75% öryrki að fá bætur, en 50—74% örorku má greiða með tilliti til efnahags og annarra fé- lagslegra aðstæðna eftir mati tryggingayfirlæknis. Ég held að betra væri að húsmæður mættu ekki sækja um örorkumat því þessi dómur er andlega niðurlægj- andi. Ég er ekki eina gifta hús- móðirin sem hefur fengið þessa meðhöndlun og vona ég að þær séu sammála mér og bréf þetta sé fyrir okkur allar. María Magnúsdóttir er húsmódir í Kóparogi. Mest fyrir peningana! Mazda B 1800 Pickup Léttur og lipur skúffubíll, sem ber 1 tonn. 5 gíra kassi og 1800 cc vél, sem er í senn aflmikill og sparneytinn. Ríkulegur búnaður og sæti fyrir 2 farþega auk öku- manns. Margar gerðir af léttum, lausum húsum fáanlegar. Verð aðeins kr. 221.400 gengisskr. 9.8.83 BILABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99 Mest Mazda E 1500 Pallbíll Þessi bíll hefur þegar sannað ágæti sitt við fjölbreyttar aðstæður í íslensku atvinnulífi. Hann er frambyggður, með 1 tonns burðarþoli, byggður á sterkri grind og með tvöföldum afturhjólum. Hann er óvenju þægilegur í hleðslu og afhleðslu, þar sem pallgólfið er alveg slétt og án hjólskála og hleðsluhæðin er aðeins 73 cm með skjól- borðin felld niður. Verð aðeins kr. 214.800 gengisskr. 9.8 83. BILABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.