Morgunblaðið - 24.08.1983, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 24.08.1983, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1983 23 Sendur heim EINS OG fram hefur komið í fréttum, skrifaði 16 ára gamall sonur háttsetts, sovésks sendiráðsmanns í Washington bréf til Reagans forseta og bað hann um að fá að verða áfram í Bandaríkjunum. Varð nokkurt uppistand yfir þessu tiltæki stráksins, Andrei Ber- ezhkovs, og héldu Rússar því fram, að hann hefði aldrei skrifað bréfið, heldur væri það falsað. Strákurinn hélt því sama fram á fréttamannafundi, sem haldinn var rétt áður en fjölskyldan var send heim til Sovétríkjanna. Myndin af þeim var tekin þegar þau millilentu á flugvellinum í París. símamynd ap. Vestur-Þýskaland: Vopnabúr undir brautarteinum Aschaffenburg, Vestur hýskalandi, 23. ágúst. AP. LÖGREGLUYFIRVÖLD tilkynntu í dag, að fundist hefði mikið vopnabúr, skotfæri og sprengjur, undir fjölfórnum járnbrautartein- um og hefði aðeins verið einn metri ofan á það. Öldungurinn í London: „Bull og vitleysa" — segja breskir læknar London, 19. ágúst. AP. EINS OG sagt var frá í fréttum í síðustu viku, kom gamall maður til Lundúna, svo gamall, aö vsri hann íslendingur ætti hann að muna eftir Jónasi Hallgrímssyni og hafa verið kominn hátt í sextugt þegar Jón Sig- urðsson forseti lést. Hann var sem sagt fæddur árið 1823 að eigin sögn og vegabréfsins. Lundúnablaðið Daily Telegraph segir hins vegar frá því, að enskir læknar og öldrunarfræðingar, sem hafi kíkt á öldunginn, séu allir á einu máli. „Bull og vitleysa," segja þeir. „Maðurinn er að vísu gamall en fæðingarárið hefur eitthvað skolast til hjá honum, svona um 70-80 ár.“ Öldungurinn, Sayed Abdul Mabood, er fæddur í írak en býr nú í fjöllum Pakistans þar sem „annar hver maður er á annarri öld“ að sögn. Talsmaður pakist- anska sendiráðsins í London sagði, að fjallafólkið í Pakistan yrði fjarska gamalt og væri það að þakka hreinu lofti, jógurt og áhyggjulausu lífi. Hins vegar sagði hann, að ekki væri óhugs- andi, að einhverjum embætt- ismanninum hefðu orðið á mistök þegar Mabood fékk vegabréfið. Veður Akurayri 11 skýjaó Amsterdam 27 skýjaó Aþens 31 heióskírt Barcelona 23 alskýjaó Berlín 27 skýjaó BrUssel 24 heióskirt Chicago 29 heiöskirt Dyflinni 19 skýjaó Feneyjar 28 heiðskfrt Frankfurt 28 skýjaó Færeyjar 11 alskýjaó Helsinki 20 heióskírt Jerúsalem 27 heiðskirt Jóhannesarborg 18 heiðskirt Kairó 33 hsiöskírt Kaupmannahöfn 25 heiðsklrt Les Palmas 24 lóttskýjaó Lissabon 27 heióskfrt London 26 skýjaó Los Angeles 28 skýjaó Madríd 24 skýjaó Mallorka 26 skýjaó Miami 31 skýjað Moskva 18 hsióskfrt New York 32 hsiöskirt Nýja Delhi 32 skýjaó OsM 24 heióskírt París 25 skýjaó Reykjavík 11 úrk. i grennc Rio de Janeiro 22 skýjaó Róm 31 heióskirt San Fransisco 24 heiöskirt Stokkhólmur 28 heióskirt Vín 30 heiósklrt Varsjá 25 heiðskirt Vopnabúrið fannst fyrir nokkrum vikum undir fjölförn- um járnbrautarteinum milli Aschaffenburg og Hanau í Bay- ern en að sögn lögreglunnar var ekki beint hætta á ferðum þar sem skotfærin voru ekki tilbúin til notkunar. Ef einhverjir kunnáttulitlir menn hefðu hins vegar farið að eiga við þau hefði verið hætta á stórslysi. Þetta er einhver mesti skot- færafundur í Vestur-Þýska- landi eftir stríð. Lögreglan komst á snoðir um vopnin þegar hún handtók þrjá menn í vor snemma en þeir voru með ólíkindum vel vopn- um búnir. Höfðu þeir í fórum sínum þrjár hríðskotabyssur, tvær hríðskotaskammbyssur, sjálfvirka riffla og ógrynni af skotfærum. Hafa menn nokkr- ar áhyggjur af, að fleiri vopna- búr séu á þessum slóðum og að e.t.v. kunni eitthvað af vopnum að lenda í höndum hryðju- verkamanna. Talið er, að þýskir hermenn hafi komið vopnunum þarna fyrir á síðustu dögum síðari heimsstyrjaldar eftir að flug- vélar bandamanna höfðu sprengt í loft upp lest, sem flutti skotfæri og annan her- búnað. Hafmeyjan sjötug Kaupmannahöfn, 23. ágúst. AP. ÁRIN út og árin inn situr „Haf- meyjan litla“ á sínum stað, fagnar gestum sem koma til Kaupmanna- hafnar og bíður þess að prinsinn komi og íeysi hana úr álögum ... Svo segir í AP-skeyti frá Kaup- mannahöfn í dag, en Kaupmanna- hafnarbúar héldu veglega veislu í dag vegna þess að hafmeyjan átti sjötugsafmæli og ber aldurinn vel. Eins og alkunna er, reit H.C. Andersen hina hugljúfu sögu um litlu hafmeyjuna fyrir nær hundrað og fimmtiu árum og er sú saga meðal þekktari verka Andersens. Bronsstyttan af hafmeyjunni litlu var þó á sínum tíma ekki síður reist til heiðurs dönsku ballerínunni Ellen Price, en hún hafði hrifið Carl Jacobsen, stofn- anda Carlsbergs-bjórverksmiðj- anna er hún fór með hlutverk litlu hafmærinnar í samnefnd- um ballett. Myndhöggvarinn Edvard Erikson var fenginn til að gera styttuna. Þar sem baller- ínan neitaði að sitja fyrir nakin hljóp eiginkona listamannsins i skarðið. Hafmeyjan litla hefur mátt þola ýmsa niðurlægingu um dag- ana, hausinn hefur verið höggv- inn af henni og ausið yfir hana málningu. En hún hefur einnig notið aðdáunar og hrifningar Dana sem gesta sem til Kaup- mannahafnar koma. f dag lék lúðrasveit sérstak- lega henni til heiðurs „Hún á af- mæli í dag“ og helstu mektar- menn Kaupmannahafnar voru á svæðinu, sömuleiðis ambassa- dorar 24ra erlendra ríkja. Varað við múgsefjiin vegna ótta við AIDS Vín, 23. ágúst. AP. PRÓFESSOR við háskólann í Har- vard í Bandaríkjunum, dr. Edward H. Kass, varaði í dag við múgsefjun og of miklum ótta við sjúkdóminn AIDS, eða áunna ónæmisbæklun. Sagði hann, að aðeins væri vitað um 2.000 manns í 17 löndum, sem hefðu tekið hann. Kass, sem kominn er til Vínar til að sitja alþjóðlegt þing um smitsjúkdóma, sagði við frétta- mann AP-fréttastofunnar, að enn væri ekkert, sem benti til, að AIDS yrði að meiriháttar vanda- máli eða faraldri nema e.t.v. með- al kynvillinga. Benti hann á, að einu undantekningarnar frá því væru dreyrasjúklingar, sem hefðu fengið blóð úr sýktum kynvilling- um, og lítill hópur kvenna og Haiti-búa, sem hefðu smitast af tvíkynhneigðum mökum sínum. „Þetta eru einu smitleiðirnar," sagði Kass. „Hjúkrunarkonur, læknar eða herbergisfélagar AIDS-sjúklinga hafa ekki smitast af þeim.“ Athuganir lækna við St. Pierre-sjúkrahúsið í Brússel leiða i ljós, að vitað er um 15 AIDS- sjúklinga í Afríku en ekkert er vit- að um þá annað. Kass sagði, að 18 milljónum dollara væri nú varið til rannsókna á þessum sjúkdómi í Bandaríkjunum og hvatti hann aðrar þjóðir til að leggja meira af mörkum. Fenner Reimar og reimskífur Fenner Ástengi Vald Poulsen Suöurlandsbraut 10, sími 86499. Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: HULL/GOOLE: Jan .. 5/9 Jan .. 19/9 Jan .. 3/10 ROTTERDAM: Jan .. 6/9 Jan .. 20/9 Jan .. 4/10 ANTWERPEN: Jan .. 7/9 Jan ... 21/9 Jan ... 5/10 HAMBORG: Jan ... 26/8 Jan ... 9/9 Jan ... 23/9 Jan .,. 7/10 HELSINKI: Helgafell ... 12/9 Helgafell ... 6/10 LARVIK: Hvassafell ... 29/8 Hvassafell ... 12/9 Hvassafell ... 26/9 Hvassafell ... 10/10 GAUTABORG: Hvassafell ... 30/8 Hvassafell ... 13/9 Hvassafell ... 27/9 Hvassafell ... 11/10 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell 31/8 Hvassafell 14/9 Hvassafell 28/9 Hvassafell 12/10 SVENDBORG: Hvassafell 1/9 Dísarfell 12/9 Hvassafell 15/9 Hvassafell 29/9 ÁRHUS: Hvassafell 1/9 Dísarfell 12/9 Hvassafell 15/9 Hvassafell 29/9 GLOUCESTER MASS.: Skaflafell 20/9 HALIFAX, KANADA: Skaftafell .....’. 22/9 m SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.