Morgunblaðið - 24.08.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.08.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1983 Úrslit í Hitachi- golfmótinu UM HELGINA fór fram hið árlega Hítatchi Open-golfmót á vegum Golfklúbbs Selfoss. Úrslit uröu þau aö án forgjafar sigraöi Sig- uröur Héöinsson GK á 83 högg- um, annar varö Ingólfur Báröar- son GOS meö 85 högg og Óskar Pálsson GHR varö þriöji meö 87 högg. Keppni meö forgjöf lauk meö sigri Ægis Magnússonar GOS, en hann lék á 70 höggum nettó. Ann- ar varö Sveinn Sveinsson, einnig úr GOS, meö 71 högg, og þriöji varö Ólafur H. Ólafsson GK meö 76 högg. Elías Einarsson GK fékk verölaun fyrir aö vera næstur holu eftir upphafshögg á 6. braut, en kúlan hjá honum var 2,84 metra frá holunni, og Ární Óskarsson fékk samskonar viöurkenningu fyrir árangur sinn á 9. braut, en kúlan hans var 4,81 m frá holu. — SUS Námskeið í fimleikum VALDEMAR Zhismowsky, þjálfari hjá Gerplu, mun dagana 27.—30. ágúst nk. leggja land undir fót og kenna grunnþjálfun í fimleikum fyrir kennara og þjálfara á Akur- eyri. Þarna opnast gott tækifæri fyrir Norölendinga aö bæta við kunnáttuna og tilkynna þarf þátttöku til ÍBA, sem annast framkvæmd námskeiösins. B-námskeiö í fimleikum 16 þjálfarar luku B-stigs nám- skeiöi í fimleikum sem haldið var hjá íþróttafélaginu Gerplu. Þátt- takendur voru, auk Reykjavíkur- svæöisins, frá Borgarfiröi og Vestmannaeyjum. Kennarar voru Valdemar Zhismowsky og Mar- grét Bjarnadóttir. Fjögur ungmenni á leiki Andrésar Andar FJÖGUR frjálsíþróttaungmenni hafa veriö valin til þátttöku ( Andrésar Andar-leikjunum í frjálsíþróttum í Kongsberg í Nor- egi 3. og 4. september næstkom- andi. Fjórmenningarnir eru Súsanna Helgadóttir FH, Bryndis Guö- mundsdóttir Á, Bjarki Haraldsson USVH og Guómundur Ragnars- son USAH. Unglingakeppni FRÍ frestað Unglingakeppni FRÍ hefur af óviðráðanlegum ástæóum verió frestaö um eina viku til 3. og 4. september næstkomandi. Keppnin fer fram í Reykjavík og þar eiga þátttökurétt sex beztu frjálsíþróttaungmenni ( hverri grein. Maraþonhlaup MEISTARAMÓT íslands í mara- þonhlaupi karla og 10 km götu- hlaupi kvenna fer fram í Hafnar- firói sunnudaginn 4. september næstkomandi. Hefst maraþon- hlaupiö klukkan 10 árdegis og 10 km hlaupið klukkan 10.15. Aö- staöa fyrir keppendur veröur í Lækjarskóla. Þátttökutilkynn- ingar skulu hafa borist skriflega fyrir 28. ágúst næstkomandi, til Síguröar Péturs Sigmundssonar, Framnesvegi 46, Reykjavík. Þátt- tökugjald er krónur 80.- og má greiðast á keppnisstaö. íslandsmeistarar Fram • Knattspyrnuliö Fram í þriója aldursflokki varó íslandsmeistari í knattspyrnu um síðustu helgi. Liö Fram sigraói Stjörnuna í úrslitaleiknum 8—0. Lió Fram hefur veriö sigursælt i sínum aldursflokki í sumar. Þessi mynd var tekin af liðinu aó loknum úrslitaleiknum. Meö piltunum á myndinni eru til vinstri í efri röö Ólafur Orrason og Jóhannes Atlason þjálfari, sem náö hefur geysilega góöum árangri meö yngri flokka Fram í gegnum árin og ávallt gert einhvern af flokkum félagsinsaö meisturum. Lengst til hægri er svo formaður knattspyrnudeildar Fram, Halldór B. Jónsson. Fram þarf ekki aö kvíða framtíöinni ef þessir bráöefnilegu piltar halda áfram á sömu braut. Stigameistaramótið í golfi: Sigurður sigraði eftir hörkukeppni ÍSLENZKA stigameistaramótiö fór fram á Grafarholti laugardag og sunnudag þ. 20. og 21. ágúst. Rétt til þátttöku höföu 16 stigahæstu einstaklingar í stigamótum GSÍ. Til leiks mættu 15 keppendur og léku þeir holukeppni. Eftir keppni á laugardag voru 4 keppendur eftir: Björgvin Þorsteinsson, Siguröur Pétursson, Ragnar Ólafsson og Eirík- ur Þ. Jónsson. í undanúrslitum sigraöi Siguröur Björgvin í hörkuleik á 19. holu, en Ragnar vann Eirík 5:4. Báöir úrslitaleikirnir voru spenn- andi og tvísýnir og lauk þannig, aö Björgvin sigraöi Eirfk í keppninni um 3. sætiö, 2:0, en í keppni um 1. sæti bar Siguröur sigurorö af Ragnari, 3:1. Ahorfendur voru • Sigurvegararnir í íslenska stigameistaramótinu í golfi. Lengst til hægri er Sigurður Björgvinsson sem lenti í ööru sæti en sigurvegarinn Ragnar Ólafsson er annar frá hægri. Morgunbiaöið/ óskar sæm • Verölaunahafar í keppninni um Fannarsbikarinn ásamt þeim sem að mótinu stóðu, Valur er lengst til vinstri en Hanna lengst til hægri. ótrúlega fáir, þegar þess er gætt, aö þarna voru samankomnir allir beztu kylfingar landsins og reyndu meö sér í holukeppni, sem er jafn- an mjög spennandi og skemmti- legt fyrir áhorfendur aö fylgjast með henni. Umsjón meö keppni þessari haföi John Nolan, golfkennari, og gaf hann jafnframt öll verölaun til hennar. Sem forkeppni fyrir stigameist- aramótiö fór fram á föstudeginum svokölluö AM-AM-keppni. Þar sigraöi sveit, sem var skipuö eftir- töldum kylfingum: Óskar Sæ- mundsson, Höröur Guömundsson, Þorbjörn Kjærbo og Baldvin Har- aldsson. Sl. laugardag og sunnudag fór fram í Grafarholti opin kvenna- keppni um Fannarsbikarinn. Að keppni þessari stóöu Hanna og Valur Fannar og gáfu þau öll verö- laun til hennar, sem voru hin glæsilegustu. Fyrir fyrstu þrjú sæt- in í keppninni fengu konurnar háls- men, og fyrir að vera næst holu á 2. braut var vandað úr í verölaun. Þátttakendur i keppninni voru 30 og uröu úrslit þessi: högg nettó 1. Kristine Eide NK 93-21 = 72 2. Lóa Sigurbjörnsd. GK 89+17 = 72 3. Ágústa Dúa Jónsd.GR 86+13 = 73 4. Margrét Guöjónsd.GK 91+18—= 73 Næst holu á 2. braut, eöa 92 sm. var Ágústa Guömundsdóttir GR. Nýliðakeppni Nýliöakeppni fór fram á Korp- úlfsstöðum þ. 16. þ.m. Þátttakend- ur voru 18 og uröu úrslit sem hér segir: högg nettó 1. Eggert Steingrímsson 80+20 = 53 2. Ólafur Tómasson 78+24 = 54 3. Haukur Otterstedt 87+28 = 59 4. Höröur Sigurösson 87+28 = 59 Bezta skor haföi Eyjólfur Berg- þórsson 77 högg. Magnús sigraði á Akureyri MAGNÚS Birgisson Golfkiúbbi Akureyrar sigraöi ( Ingimundar- mótinu í golfi, sem fór fram á Ak- ureyri um helgina. Leiknar voru 36 holur, keppendur voru um 60 víös vegar aö og fór mótiö mjög vel fram og ekki spillti veðrið sem var mjög gott báöa dagana. Úrslit uröu þessi: Án forgjafar: 1. Magnús Birgisson, GA 153 2. Sverrir Þorvaldsson, GA 156 3. Björn Axelsson, GA 162 Meö forgjöf: 1. Sverrir Þorvaldsson, GA 142 2. Magnús Birgisson, GA 145 3. Ólafur Sæmundsson, GA 145 Ragnarsmótiö í golfi kvenna fór einnig fram á sama tíma og uröu úrslit þessi: Án forgjafar: 1. Þórdís Geirsdóttir, GK 175 2. Kristín Þorvaldsdóttir, GK 188 3. Inga Magnúsdóttir, GA 192 Meö forgjöf: 1. Auöur Aöalsteinsdóttir, GA 142 2. Jónína Pálsdóttir, GA 158 3. Rósa Pálsdóttir, GA 165 Tekió skal fram aö reglur í mót- inu eru þannig aö sigurvegarar án forgjafar geta ekki unniö til verö- launa meö forgjöf. AS Settu báðar nýtt heimsmet í hástökki ULRIKE Meyfarth frá V-Þýska- landi og Tamara Bykova frá Sov- étríkjunum settu um helgina sameíginlegt heimsmet ( há- stökki kvenna á Evrópumótinu í London. Þær stöllur stukku báöar 2,03 metra, en Meyfarth telst sig- urvegari þar sem hún var fyrri til að fara þá hæö. Meyfarth sagöi eftir stökkiö aö hún væri mjög ánægö meö árang- urinn og aö hún heföi veriö staö- ráöin í að setja met þrátt fyrir aö hún væri meidd á fæti. „Þetta var sálrænn sigur frekar en líkamlegur, því þegar ég nota þetta (bendir á höfuöiö á sér), þá fylgir skrokkur- inn eftir.“ Bykova sagöist hins vegar vera óánægö meö stökkiö hjá sér, hún væri búin aö stökkva þessa hæö oft innanhúss, en núna heföi hún veriö mjög þreytt eftir heimsleik- ana í Helsinki á dögunum, þannig aö þess vegna heföi hún ekki náð betri árangri. Opin ul- keppni UM NÆSTU helgi, laugardaginn 27. ágúst fer fram hin árlega Geir P. Þormar unglíngakeppni hjá GK. Það er opin unglingakeppni fyrir 16 ára og yngri kylfinga landsins. Aö venju veröa óvenju glæsileg verölaun í boöi. Keppnin hefst kl. 14.00. Persónuleg met í 1500 GUNNAR Birgisson ÍR og Viggó Þ. Þórisson FH settu persónuleg met í 1500 metra hlaupi á frjáls- íþróttamóti í Kaupmannahöfn í vikunni. Gunnar hljóp á 4:06,5 mínútum og Viggó á 4:18 mínút- um rúmum, en nákvæman tíma hans vantar. Á öðru móti kepptu Sigurður Magnússon ÍR og Hafliöi Magga- son ÍR í hástökki og stukku báöir 1,85 metra, en sá árangur er jöfn- un á persónulegu meti þess síö- arnefnda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.