Morgunblaðið - 24.08.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1983
33
pólitískum leíðum, segir Jón E.
Unndórsson. Vísnasöngvari getur
upplýst verkfræðinginn um það að
þetta mál var afgreitt eftir póli-
tískum leiðum fyrir liðlega ári síð-
an. í júní 1982 var gefin út reglu-
gerð um umræddan búnað sem þá
hafði verið fjallað um af hálfu
fjölda samtaka og félaga í sjávar-
útvegi og öryggismálum sjómanna
og allir aðilar samþykktu. Undan-
þáguheimild var síðan veitt sl.
haust til 1. marz sl. Málið snýst
því orðið um það að fá Siglinga-
málastofnun undir stjórn
siglingamálastjóra til þess að
vinna það verk sem stofnunin á að
vinna samkvæmt lögum landsins.
Verkfræðingurinn ætti að kynna
sér málið betur áður en hann læt-
ur hafa sig í páfagaukshlutverkið
aftur.
Jón E. Unnsteinsson segir að
veikleiki Þórs-manna fleist í því
að hönnuður búnaðarins starfar
ekki hjá vélsmiðjunni. Jón E. veit
ef til vill ekki og virðist alls ekki
skilja að það sé hugsjónamál
margra manna í Vestmannaeyjum
og í flestum sjávarplássum lands-
ins að vinna af áhugamennsku að
auknu öryggi í lífi sjómanna og
fjölskyldum þeirra. Vinna þessara
manna er ómæld og verður ekki
mæld þótt á hinn bóginn sé unnt
að mæla vinnu opinberra embætt-
ismanna eins og til dæmis Jóns E.
Unndórssonar og Hjálmars Bárð-
arsonar siglingamálastjóra. Si-
gmund Jóhannsson er ekki á laun-
um hjá vélsmiðjunni Þór og hefur
engin laun þegið fyrir tveggja og
hálfs árs vinnu við þróun Si-
gmundbúnaðarins, en samt sem
áður hefur verið um órofa sam-
vinnu og samstarf, dögum, vikum
og mánuðum saman, milli Si-
gmunds, vélsmiðjunnar Þórs og
flokks áhugamanna úr röðum sjó-
manna og útvegsbænda í Eyjum.
Það er styrkur Þórs-manna.
Leikur siglingamála-
stjóra að eldinum
„Loftbelgurinn hefur rifnað við
frostprófun," segir Jón E. í grein
sinni og áður er vikið að, „og það
ásamt öðru er einmitt ástæða þess
að Siglingamálastofnunin hefur
seinkað leyfisveitingu á Sig-
mundsbúnaðinum." Þarna talar
Jón E. Unndórsson eins og um-
boðsmaður siglingamálastjóra og
brúða, því þarna túlkar verkfræð-
ingurinn orð siglingamálastjóra
gegn eigin samþykkt. Siglinga-
málastjóri skrifaði nefnilega fyrir
liðlega ári undir tillögu til sam-
gönguráðherra þar sem Sig-
mundsbúnaðurinn var samþykkt-
ur enda umfangsmiklum tilraun-
um þá lokið með búnaðinn. Með
samþykkt ráðherra á búnaði Sig-
munds sem málið snerist eingöngu
um og síðan undanþágubeiðni til
handa siglingamálastjóra frá hon-
um sjálfum um frestun á að setja
búnaðinn á íslenzka flotann, hefur
siglingamálastjóri dregið allt
heila liðið, leikmenn, embættis-
menn, sérfræðinga og ráðherra, á
asnaeyrunum, því nú er það ljóst
að þar sem hann átti engin rök
gegn tækinu fór hann þessa leið til
þess að geta síðan leikið sér með
hugmyndina. Hvers vegna skyldi
siglingamálastjóri ekki hafa beðið
vélsmiðjuna Þór að gera tilraun
með gormabúnað, vélsmiðju sem
hefur á mörgum árum sérhæft sig
í öryggisbúnaði?
Á ábyrgð Siglinga-
málastofnunar
Mergurinn málsins er sá að
Siglingamálastofnun hefur á eng-
an hátt seinkað leyfisveitingu við
uppsetningu á Sigmundsbúnaðin-
um, enda kemur það hvergi fram í
skjölum stofnunarinnar og ekki að
furða, því hann er lögmætur sam-
kvæmt lögum landsins og Sigl-
ingamálastofnun hefur þegar
samþykkt hann á nær hundrað
skip. Hitt er aftur á móti rétt að
annarlegur áróður innan Sigl-
ingamálastofnunar og neikvætt
starf í þessum málum hefur seink-
að framgangi þess og það er
ástæðan fyrir því að allt situr fast
í höndum Siglingamálastofnunar,
þeirra framkvæmdaáhugi fraus
fastur eins og gormurinn forðum.
Það er baktjaldamakkið og óheil-
indin sem valda seinkuninni,
seinkun sem á vonandi ekki eftir
að kosta mannslíf, en það yrði á
ábyrgð Siglingamálastofnunar.
Löglegt tæki er til staðar, Sig-
mundsbúnaðurinn, en siglinga-
málastjóri hefur brugðist í verk-
stýringu á framkvæmd málsins.
Frosttilraunir í
500 klst.
Eins og ég gat um áður hafa
margir belgir verið sprengdir til
þess að komast að styrkleika við
ýmsar aðstæður, bátum hefur ver-
ið sökkt, hvolft, og gúmmíbjörg-
unarbátar hafa verið sjósettir með
Sigmundsbúnaðinum undir sjáv-
armáli, tilraunir hafa verið gerðar
í sundlaug í 500 klukkustundir í
frosti og þar hefur búnaðurinn
verið reyndur með 1—3 senti-
metra ísbrynju, heldur með 5—15
sm ísbrynju og búnaðurinn hefur
ávallt virkað við þá ísingu sem
skipið sjálft myndi þola, í allt að
20 stiga frosti. Loftorkan sem not-
uð er í Sigmundsbúnaði hefur
bjargað flestum mannslífum hér
við land og víðar, því þessi orka
þykir það öruggasta í langstærst-
um hluta björgunartækja um all-
an heim. Hér á landi er 30—40 ára
reynsla að baki. í sjónvarpi í vetur
var gormabúnaðurinn sýndur með
600 kg orku en Sigmundsbúnaður-
inn býr yfir 6—50 tonna orku.
Klær kerfismanna
Jón E. reynir að gera læsinguna
á Sigmundsgálganum tortryggi-
lega án raka, en hún er stillt fyrir
25—30 kg átak til þess að hún
hrökkvi ekki upp við hnjask eða til
dæmis við fikt barna sem kynnu
að koma um borð í viðkomandi
skip.
Það alvarlegasta í málflutningi
Jóns E. Unndórssonar er það hve
hann leggur mikla áherzlu á að
hér séu miklir fjármunir í húfi.
Þegar um er að ræða sinnuleysi
Siglingamálastofnunar á því að
sjá til þess að unnið sé að uppsetn-
ingu búnaðar sem búið er að lög-
leiða, til þess eins að því er virðist
að bíða eftir öðrum búnaði sem
býr þó ekki yfir sömu möguleikum
og siglingamálastjóri segir í sömu
setningu að sé bæði ósamþykktur
og samþykktur, þá er ekki hægt að
komast hjá því að velta því fyrir
sér hvort einhverjar klær kerf-
ismanna í þessu máli eygi gróða-
von sem milliliðir.
Öryggi sjómanna
Þetta mál snýst um öryggi sjó-
manna, út í gegn varðar það ör-
yggi sjómanna af hálfu þeirra sem
þekkja kosti Sigmundsbúnaðarins
til hlítar, en sem betur fer talar
Jón E. Unndórsson af sér í grein
sinni og einmitt þess vegna fyrst
og fremst var ástæða til þess að
svara honum. Eyjamenn vildu í
samráði við vélsmiðjur í öllum
landsfjórðungum vinna hratt og
markvisst að smíði Sigmundsbún-
aðar í flotann, en því verki var
unnt að ljúka á einu ári. Jón E. er
hins vegar talsmaður þeirra sem
hnusa eftir peningalyktinni, því
það staðfestir Jón E. Unndórsson í
lokaorðum sínum í nafni siglinga-
málastjóra þar sem segir: „Miklir
fjármunir eru í húfi og vitað er, að
beðið er erlendis eftir niðurstöð-
um Siglingamálastofnunar Is-
lands."
Baráttumenn fyrir framgangi
Sigmundsbúnaðarins miða ekki
við það hve miklir peningar eru í
húfi, þeirra viðmiðun eru manns-
lífin sem eru í húfi.
fWOT%iinJWafttfr
Metsölublad á hverjum degi!
Frisenette
snýr aftur
DÁVALDURINN Frisenette er enn
á ný væntanlegur hingað til lands og
mun skemmta víða um land í sept-
ember nk. í þetta sinn mun Frisen-
ette heimsækja staði þar sem hann
hefur ekki komið áður og með í fór-
inni verður hinn góðkunni hljómlist-
armaður Magnús Þór Sigmundsson
ásamt kynni og skipuleggjanda ferð-
arinnar, Kristni T. Haraldssyni.
Síðast þegar Frisenette kom
hingað til lands, sl. vetur, hafði
hann ákveðið að draga sig í hlé
enda kominn yfir áttrætt, en hann
hefur nú látið til leiðast að koma
enn á ný þar sem honum hefur á
undanförnum mánuðum borist
fjöldi bréfa með hvatningu til að
koma aftur til íslands og sýna list-
ir sínar. Fyrsta skemmtun Frisen-
ette að þessu sinni verður á Sel-
fossi þann 1. september og síðan
liggur leiðin vestur á firði og það-
an norður og austur, en síðasta
skemmtunin er fyrirhuguð í Vest-
mannaeyjum þann 17. september.
Dávaldurinn Frisenette á skemmtun í Háskólabíói sl. vetur. (Ljésm. Mbi. rax.)
INGIMAR EYDAL
OG EDDAN
„ Nú gefst ykkur tækifæri á að sigla með Ingimar Eydal,
og hljómsveit hans, á Eddunni.
Hljómsveitin, sem gert hefur garðinn frægan í Sjallanum,
Akureyri, mun halda uppi feikna stuði allan tímann.
Dansmúsík við allra hæfi.
Rifjið upp gamlar stundir og eignist nýjar, í eftirminnilegu
hringsóli með Eddunni.
Verslunarferð til Newcastle
Innifaldar tvær nætur á hóteli í Newcastle
Hringsól (með hálfu fæði) Kr.:
8.800.-
9.730.-
AKUREYRINGAR!
ök hópferð
Uppiýsingar gefur umboðsmaður Akureyri
Ingimar Eydal sími 96-21132______________________________
FerðasKrifstota, Iðnaðarhusinu, Hallveigarstig 1 „simar 28388 og 28580