Morgunblaðið - 24.08.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1983
35
gild hallarbylting (coup),“ sagði
reyndur stjórnmálaleiðtogi, sem
studdi Pinochet til valda gegn All-
ende. „Annar æðsti generállinn
eða einhver í þeim hópi mun mæla
sér mót við Pinochet og segja hon-
um, að þetta gangi ekki lengur og
að hann verði að gjöra svo vel að
breyta til.“
Þó spá margir því ennþá, að
Pinochet muni komast klakklaust
gegnum þessa verstu stjórnar-
kreppu á valdatíð sinni. „Það eru
engin merki þess, að hann sé
óvinsæll meðal hersins sjálfs,“
sagði erlendur fréttaskýrandi, að-
spurður hvort herinn væri sama
sinnis og almenningur, en skv.
nýlegri skoðanakönnun nýtur Pin-
oceht aðeins 18% fylgis meðal al-
mennings. (Guardian 20/6.)
Þótt herinn sé tregur til að gera
uppsteit gegn forseta sínum, hefur
kreppuástandið vakið vantraust á
frjálshyggjustefnu hans, og ýmsir
foringjar í hernum gera nú kröfur
um afturhvarf til meiri alþýðu-
stefnu (popúlisma, þ.e. landsföð-
urleg velferðarpólitík — sbr. Per-
ónismann í Argentínu) og þjóð-
ernishyggju (andstætt auðsveipni
við erlent fjármagn). Ýmsir hall-
ast enn að því, að Pinochet kunni
að breyta um stefnu. Taki hann
upp alþýðuhyggju með virku við-
námi gegn hruni atvinnuveganna,
gæti það áunnið honum þann
stuðning, sem hann hefur misst
hjá sumum herforingja sinna.
(Guardian 20/6.)
Mannréttindabrot og
viðnám kirkjunnar
Hér hafa verið raktir fáeinir
þættir þess erfiðleikaástands, sem
nú blasir við chílisku þjóðinni, og
asta áratug, hefði mátt búast við
minnkandi hlut launþega í þjóðar-
tekjum frekar en vexti, þ.e. ef
hlutur launþega yxi eingöngu með
launahækkunum eins og Vil-
hjálmur Egilsson gefur í skyn.
Hvers vegna hefur hlutur laun-
þega í þjóðartekjum þá aukist, þó
lítið sé? Aðallega vegna þess, að
launþegum hefur fjölgað svo mikið á
íslandi. Hlutfall launþega af vinn-
andi fólki er nú rúmlega 90%, en
var tæplega 80% árið 1960 eftir
því sem fyrirliggjandi gögn benda
til.
Launþegum fjölgar m.a. vegna
eftirfarandi breytinga:
1. Giftar konur og sambýliskonur
fara i auknum mæli í launa-
vinnu utan heimilis. Á hverju
ári fjölgar þeim á vinnumark-
aði og flestar gerast launþegar.
Þess vegna hækkar hlutur
launþega í vinnuafli og þjóðar-
tekjum.
2. Almennum atvinnurekendum
fækkar einnig. Líklegt er að það
auki einnig hlutfallslegan hlut
launþega í þjóðartekjum á
sjálfvirkan hátt.
Lokst fækkar bændum á hverju
ári. Tekjur þeirra teljast sem
tekjur atvinnurekenda. Þegar
þeir sem bregða búi gerast
launþegar, sem flestir gera,
hækkar hlutur launþega í þjóð-
artekjum á sjálfvirkan hátt.
Aukning kaupmáttar umfram
megináherzla verið lögð á efna-
hags- og atvinnumál, sem eru að-
alorsök hinnar skyndilegu stjórn-
málakreppu. Að fjalla um mann-
réttindi og ástand þeirra í Chile
undangenginn áratug væri efni í
aðra grein og miklu lengri. Sem
kunnugt er, var byltingin 1973
afar blóðug, þar sem hún hafði í
för með sér aftökur þúsunda
manna, sennilega talsvert yfir
10.000 (yfir 20.000 að sögn samtak-
anna Chile Solidarity Campaign).
Æ síðan hefur harðstjórn hersins
í Chile beitt pyntingum gegn
mörgum fylgismönnum fyrrver-
andi stjórnar og til að knýja fram
játningar um undirróðursstarf-
semi. Auk þeirra, sem fangelsaðir
hafa verið, hafa meira en 2.000
manns horfið sporlaust, að sögn
Chile Solidarity Campaign.
Kaþólska kirkjan í Chile hefur
lagt málefnum pólitískra fanga og
fjölskyldna þeirra mikið lið, en
hefur orðið að sæta ákúrum yfir-
valda fyrir vikið og verið neydd til
að leggja niður nokkrar deildir
hjálparstofnunar sinnar, Vicaria
de la Solidaridad. (Church of
England Newspaper 17/6.) Þó fer
því víðs fjarri, að kirkjan hafi lát-
ið beygja sig í duftið, og kom það
skýrast fram í hinni miklu og
opinskáu samstöðu, sem sýnd var
með tveimur írskum trúboðum,
sem reknir voru úr landi, ákærðir
um pólitískan undirróður í apríl
sl.
Harkaleg afstaða stjórnvalda
kom naumast á óvart, þar sem
handtökur hafa aukizt á ný síð-
ustu tvö ár, og ekkert lát er á
skipulögðum pyntingum gegn and-
ófsmönnum, skv. nýlegri skýrslu
frá Amnesty International. Hafa
samtökin áhyggjur af því, að
þjóðartekjur gæti einnig aukið
hlut launþega, en vafasamt er að
hér hafi svo verið síðustu árin. Ef
tekið er mið af vexti þjóðartekna,
hefði mátt búast við mun meiri
aukningu á hlut launþega en orðið
hefur. Hér sér því enn merki
kjaraskerðinganna og láglauna-
stefnunnar sem tröllríður kjara-
þróun á fslandi.
Varist áróður fyrir
kauplækkunum
f þessum greinum hef ég gagn-
rýnt nokkuð skrif upprennandi
áróðursmanns fyrir kauplækkun-
um á fslandi. Ég hef sýnt að Vil-
hjálmur Egilsson hefur rangtúlk-
að þau gögn sem hann hefur fram-
reitt á all róttækan hátt. Honum
hefur því alls ekki tekist að sýna
að laun á íslandi séu of há. Flest
bendir til þess að þau séu mjög
óeðilega lág.
Því miður eru slík skrif ekki
óalgeng. Málflutningur áróðurs-
manna fyrir kauplækkunum er oft
á þennan hátt. Vegna þess hversu
hátt hann heyrist og hversu mikil
áhrif hann hefur í stjórnmálum,
er fyllsta ástæða til að vara al-
varlega við honum. Launafólk,
forystumenn launþegahreyfingar
og stjórnmálamenn þurfa að vara
sig á slíkum áhrifum, og taka
þeim með miklu meiri gagnrýni en
verið hefur.
þjálfað læknalið tekur nú þátt í
þessum pyntingum, en dómstólar
gera ekkert 1 málinu, þar sem lög
um neyðarástand eru enn í gildi.
(The Times 18/5, The Tablet 28/5.)
Opinská gagnrýni kirkjunnar á
pyntingum hefur farið illa í taug-
arnar á stjórnvöldum. Varð kirkj-
an að hlíta ritskoðun vegna þessa
árið 1981, og á þessu ári varð hún
að láta undan kröfum ráðherra
um ritskoðun á trúfræðslubók af
sama tilefni. (The Universe 13/5,
sbr. Catholic Herald 10/9/82.)
Alþjóðleg gagnryni
ber árangur
I síðasta mánuði kallaði stjórn
Mitterands Frakklandsforseta
sendiherra sinn heim frá Santi-
ago, og Cheysson utanríkisráð-
herra ásakaði herforingjastjórn-
ina um grófleg mannréttindabrot.
„Pinochet hershöfðingi er blölvun
þjóðar sinnar," sagði Cheysson, og
vöktu þau ummæli mikinn úlfaþyt
í herbúðum Chile-stjórnar, sem
mótmælti þessu sem órökstuddri
og heimildarlausri íhlutun um
innanríkismál Chile. (Times 20/5.)
Handtökur verkalýðsleiðtoga og
reyndar þúsunda manna, sem tek-
ið hafa þátt í mótmælagöngum
síðustu mánaða, eru þó naumast
merki þess, að mannréttindi séu
með bezta móti i ríki Pinochets,
þrátt fyrir vísbendingar um, að
hann fari nú með meiri varkárni
en áður í meðhöndlan andófs-
manna (Sunday Times 19/6), m.a.
vegna samstöðu erlendra verka-
lýðssamtaka. (Guardian 16/6.)
Eftir mótmælagöngurnar 11. maí
sl. voru u.þ.b. 6.000 manns, flestir
úr fátækrahverfum, settir í varð-
hald. (Sunday Times 19/6, en
lægri tölur áætlaðar af öðrum
blöðum.)
Þann 14. júní horfðust herfor-
ingjarnir í augu við stærstu mót-
mælagöngur valdatíma síns, þegar
hundruð þúsunda söfnuðust sam-
an í mótmælaskyni. Yfir þúsund
manns voru handteknir, fjórir
drepnir og 9 særðir. (The Times
16-18/6.)
Auk þessa hefur þúsundum
manna verið sagt upp vinnu vegna
verkfalls í koparnámum landsins
— 1.800 að sögn yfirvalda, en
miklu fleiri að sögn verkalýðsfé-
lagsins. (Times 20/6.) Þótt ríkis-
stjórnin fylli í skarðið með því að
ráða atvinnuleysingja í þeirra
stað, hefur eldmóður verkalýðsins
ekki dvínað, og er nú verið að
skipuleggja allsherjarverkfall,
sem væntanlega hefur skollið á,
þegar þetta kemur á prent.
Það er táknrænt fyrir þau um-
skipti, sem nú hafa orðið, að sam-
tök vörubílstjóra og eigenda vöru-
bíla stendur framarlega í verk-
fallsbaráttunni, en þau samtök
áttu stóran hlut í því að lama
Allende-stjórnina og greiða fyrir
byltingunni 1973. Forystumanni
vörubílstjóra hefur nú verið varp-
að í fangelsi. (BBC 22/6.)
Það er auðvelt að líta smáum
augum áhrifin af gagnrýni er-
lendra ríkja, en það hefur sannazt,
að Chile-stjórn er hörundsár fyrir
slíkri gagnrýni. Það er mikilvægt,
að við Tslendingar leggjum lóð
okkar á þá vogarskál. Fulltrúar
ríkisvalds og flokka jafnt sem fé-
lagssamtök og einstaklingar ættu
að láta frá sér heyra með kröfum
um, að hætt verði pyntingum við
pólitíska fanga og að þingræðis-
stjórn verði endurreist hið bráð-
asta í Chile.
Bókasafn
Kópavogs:
Vinsælda-
listi og
tölvu-
skráning
ÚTLÁN bóka í Bókasafni Kópavogs
hafa aukizt nokkuð síðustu ár. 1976
voru alls lánaðar rúmlega 49.000
bækur en á síðasta ári alls um
155.000 bækur. f marz síðastliðnum
voru svo hafin útlán hljómplatna og
snælda og hafa þegar veriö lánuð út
um 500 eintök af þeim, segir meðal
annars í frétt frá Bókasafni Kópa-
vogs.
Þá segir ennfremur í fréttinni,
að áformað sé að taka upp mynd-
bandaþjónustu, þar sem lögð verði
áherzla á menningar- og fræðslu-
efni. Þá hefur bókasafnið tekið
upp tölvuskráningu bókakostsins
og stefnt er að því að skrá öll út-
lán safnsins inn á tölvuna með þar
til gerðum ljósapenna.
Fréttinni fylgir einnig yfirlit
yfir útlán bóka í febrúar
síðastliðnum. Kemur þar fram, að
alls voru þá lánaðar 4.981 bók, þar
af 1.044 bækur eftir innlenda höf-
unda. Vinsælustu höfundarnir
voru Guðrún frá Lundi með 37 út-
lán, Snjólaug Bragadóttir með 35
útlán, Ingibjörg Sigurðardóttir
með 30 útlán, Indriði Ulfsson með
22 útlán og Ármann Kr. Einarsson
með 21 útlán. Tveir þeir síðast-
töldu eru barnabókahöfundar.
HOLLU STUFÆÐI
IKKillKBIll
■11111111
imifB
DR. JON OTTAR
IRAGNARSSON
nTTibtrmnii
HOTELBORG.
PALL ARNASON
YFIRMATSVEINN
GjAFVERÐ
BLANDAÐ SALAT í FORRETT
GUFUSOÐIN LÚÐA M/RÆKJUSÓSU,
BRÚNUM HRÍSGRJÓNUM, RÓSAKÁLI,
GULRÓTUM OG SÍTRÓNU.
LJÚF HOLLUSTUMÁLTÍÐ Á AÐEINS KR. 198.-
HEIMSMEISTARINN NOEL JOHNSSON
í einni hollustumáltíð eru um það bil 400 hitaeiningar,
nægilegt til þess að þú verður vel mett(ur) en ekki svo
mikið að þú sofnir við matarborðið. Um næringargildið
er ekki að efast, dr. Jón Óttar Ragnarsson lagði á ráðin
með samsetningu réttanna, í samráði við Pál Ámason
yfírmatsvein.
NJÓTIÐ KONUNGLEGRAR MÁLTÍÐAR
í TUARTA BORGARINNAR