Morgunblaðið - 24.08.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.08.1983, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 191. tbl. 70. árg. MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1983 Prentsmiðja Morgunbiaðsins AWACS-vélar heim firá Chad Washington og N’Djamena, 23. ágúst. AP. TVÆR bandarískar ratsjárvélar af AWACS-gerð hafa verið kallaðar heim frá Súdan. Vélarnar voni send- ar þangað til þess að fylgjast með bardögum í Chad, en að sögn tals- manns bandaríska varnarmálaráðu- neytisins er ekki lengur þörf fyrir vélarnar. Ákvörðun þessi hefur komið á óvart, en að sögn talsmannsins er hún á engan hátt tákn um minnk- andi stuðning Bandaríkjastjórnar við stjórnina í Chad. Hann sagði vélarnar hafa skilað því, sem af þeim var ætlast, þótt ekki færu þær í neina sérstaka könnunar- ieiðangra á meðan þær voru í Súd- an. Stjórn Hissine Habre í Chad til- kynnti í dag, að löng halarófa skriðdreka og annarra vígvéla uppreisnarmanna og Líbýumanna hefði haldið í suður út úr bænum Faya Largeau. Sagði ennfremur, að uppreisnarmenn hefðu hreiðr- að um sig 80 km sunnan við bæ- inn, þannig að bilið á milli þeirra og víglínu stjórnarhersins styttist stórum. Þeir hermenn Frakka, sem eru næstir uppreisnar- mönnum, eru þá í um 370 km fjar- lægð. Að sögn upplýsingamálaráð- herra landsins, Soumaila Maham- at, eru skriðdrekarnir sovéskir af gerðinni T-62. Sagði ráðherrann ennfremur, að af þessum tilflutn- ingum mætti ráða að uppreisnar- menn hygðu á frekari sókn á næstunni. Mahamat lét þess jafnframt getið, að um frið í Chad yrði ekki að ræða fyrr en hinir 3000 frönsku hermenn, sem í landinu eru, tækju höndum saman við stjórnarherinn í allsherjar gagnsókn gegn upp- reisnarmönnum og hrektu þá úr landi. Talsmenn hernaðarsérfræðinga, sem fylgst hafa með tilflutningum innrásarhersins, segja ummæli Mahamat ekki á rökum reist. Ekk- ert sé óeðlilegt við þessa liðsflutn- inga og þeir þurfi alls ekki að tákna, að ný sókn sé í vændum. Islamahad, Pakistan, 23. ágúst. AP. FRELSISSVEITIR Afgana urðu 16 afgönskum leyniþjónustumönnum og meðlimum úr stærsta stjórnmála- flokki landsins að bana í borginni Kandahar í suðausturhluta landsins að því er sagði í fréttum frá landinu, sem bárust til Islamabad í dag. Ekki var skýrt frá því hvaða dag þetta hefði gerst. Samkvæmt upplýsingum vest- rænna diplómata klæddust frels- issveitamennirnir afgönskum herbúningum og fóru um á stoln- um herflutningabifreiðum í að- gerðum sínum. Þóttust þeir vera stjórnarhermenn í venjulegum eftirlitsstörfum við einn þjóðvega landsins. Með þessum hætti tókst þeim að smala saman 16 manna hópi, sem síðan var ekið afsíðis og hann aflífaður. Þá var haft eftir vestrænum diplómötum, að mikið manntjón hefði orðið í bardögum á milli stjórnarhersins og frelsissveit- anna þann 11. júlí sl. Átökin áttu sér stað við borgina Ghazni skammt suður af Kabúl. Réðust frelsissveitirnar á her- flutningalest og eyðilögðu sex vörubifreiðir. Sovéskar MiG-þotur komu fljótt á vettvang og gerðu öflugar sprengjuárásir á borgina með þeim afleiðingum að sjúkra- hús stórskemmdist. Jafnframt hafa borist af því fregnir, að nokkrir hafi látið lífið í árás frelsissveitanna á bækistöð leyniþjónustunnar í Shahdarak- hverfi Kabúlborgar dagana 13. og 14. ágúst sl. Loks hafa borist ónákvæmar fregnir af átökum jafnt sunnan sem norðan höfuð- borgarinnar, Kabúl. Simamynd AP. Blóði drifið Ifk Benigno Aquino á viðhafnarbörum á heimili hans. Marcos sakaður um Aquino-morðið Manila Fílinnunifinm 97 á rtl'i ul AP Manila, Filippseyjum, 23. á(fúst. AP. LEIÐTOGI stjórnarandstöðunnar á Filippseyjum, Salvador Laurel, dró í dag opinberlega í efa þá yfirlýsingu Marcosar forseta, að stjórnvöld hefðu á engan hátt átt þátt í dauða Benigno Aquino, sem skotinn var til bana á flugvellinum í Manila á sunnudag. Laurel sagði á þinginu í dag, að ef stjórnvöld létu ekki fara fram hlutlausa rannsókn á dauða Aquino gæti það leitt til þess að friðsamt fólk gripi til vopna gegn valdhöfum. Aquino var leiðtogi stjórnarandstöðunnar á Filippseyjum. Þá hélt japanskur blaðamaður því fram á fréttamannafundi, sem hann efndi til í gær, að öryggis- verðir stjórnvalda hefðu orðið Aquino að bana á flugvellinum í Manila. „Ég var um borð í sömu vél og Aquino og sá úr vélinni hvar tveir eða þrír öryggisverðir stjórnarinnar drógu upp skamm- byssur sínar og skutu hann i höf- uðið af mjög stuttu færi,“ sagði blaðamaðurinn, Kiyoshi Wakam- iya. Aquino var skotinn aðeins ör- fáum augnablikum eftir að hann sté fæti á fósturjörðina eftir þriggja ára sjálfskipaða útlegð í Boston í Bandaríkjunum. Hélt japanski blaðamaðurinn því jafn- framt fram, að öryggisverðirnir er skutu Aquino hafi orðið mannin- um, sem sakaður hefur verið um morðið, að bana. Sá hafi í raun ekki verið annað en óbreyttur her- maður. Marcos forseti gaf þá yfirlýs- ingu út í dag, að sumt benti til þess að meintur banamaður Aqu- ino hafi verið „byltingarsinni" og „vanur morðingi." Þrátt fyrir þessi ummæli hafa stjórnvöld ekki skýrt frá því hver ódæðismaður- inn er. Það eina, sem látið hefur verið opinskátt af hálfu stjórn- valda, er að hann hafi dulbúið sig sem flugvallarstarfsmann. Meira en 50.000 manns höfðu í morgun vottað Aquino virðingu sína, þar sem líkið lá á viðhafnar- börum á heimili hans í Manila. Hefur verið stöðugur straumur fólks að heimili hins látna frá því í gærmorgun. Fjölskylda hans var væntanleg frá Bandaríkjunum í dag til þess að vera viðstödd útför- ina. Áframhaldandi ókyrrö s,ra,ra nd AP Illa gengur að stilla til friðar í Líbanon. Stöðugar skærur ríktu á milli hermanna kristinna hægrisinna og drúsa í gær. Þá urðu franskir gæslu- liðar fyrir skotárás snemma dags, en svöruðu henni í sömu mynt. Fjórir ísraelskir hermenn særðust í sprengingu í Bekaa-dalnum í gærdag. Myndin að ofan sýnir sprengjuvörpu í einu vígja bandarísku gæslu- liðanna í Beirút. Enn ein sókn frelsissveita

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.