Morgunblaðið - 24.08.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.08.1983, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1983 + Eiginmaður minn, JÓNAS SÓLMUNDSSON, húsgagnasmíðameistarí, Hringbraut 108, ; 'éS‘ 30 m°rgnÍ 23 á9ÚS‘ EKn Guömundsdóttir. Bróöir okkar, GUOBRANDUR SÆMUNDSSON, andaöist 23. þessa mánaöar. Léra Sæmundsdóttir, Eva Sæmundsdóttir, Guórún Sæmundsdóttir. + Móöir okkar, tengdamóöir og amma, ÞURÍOUR GÍSLADÓTTIR frá Bjarmalandi í Sandgerói, lést sunnudaginn 21. ágúst sl. Helga Kristófersdóttir, Gísli Júlíusson, Oliver G. Kristófersson, Ingíbjörg Jónsdóttir, Guólaug Kristófersdóttir, Guójón Arni Guðmundsson, Guörún Andrea Guömundsdóttir og barnabörn. + | Sambýliskona mín og móöir okkar, INGA INGÓLFSDÓTTIR, Vesturbraut 6, Keflavík, } sem lést 17 ágúst, veröur jarösungin frá Keflavíkurkirkju fimmtu- daginn 25. ágúst kl. 14.00. Fyrir hönd barna hennar, Guölaugur Jónatansson. + Maöurinn minn, HARALDUR BJÖRNSSON, fyrrverandi skipherra, Neshaga 9, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju í dag, miövikudaginn 24. ágúst kl. 13.30. Karen Olgeirsdóttir. + Móöir mín, dóttir okkar og systir, KRISTÍN L. BLÓNDAL fré Siglufiröi, verður jarösungin frá Garöakirkju, Garöabæ, miðvikudaginn 24. ágúst kl. 14.00. Lérus St. Blöndal Jónasson, Guörún J. Blöndal, Lérus Þj. Blöndal og systkini. + Útför eiginmanns míns, STEFÁNS ÓLAFS STEFÁNSSONAR, stöóvarstjóra, Kirkjutorgi 5, Sauöérkróki, fer fram frá Sauöárkrókskirkju, fimmtudaginn 25. ágúst kl. 14.00. Fyrir hönd barna, barnabarna og tengdabarna, Alma Björnsdóttir. + Útför móöursystur minnar, JÓNÍU ÓLAFSDÓTTUR JENSEN, fer fram frá Fossvogskapellu í dag, 24. ágúst, kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Halldór Þóröarson. + Útför eiginkonu minnar og móöur, ELÍNAR GUDJÓNSDÓTTUR, Bústaöavegi 91, Reykjavík, veröur gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík, fimmtudaginn 25. ágúst nk. kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag ís- landS Albert Sigurösson, Guöjón Albertsson. Minning: Teresía Guðmundsson fyrrv. veðurstofustjóri Fædd 15. mars 1901 Dáin 31. júlí 1983 Teresía Guðmundsson var norsk að ætt og uppruna. Foreldrar hennar voru Ingebret Anda, yfir- kennari í Kristiansand, og kona hans Ingeborg f. Sangesland. Teresía ólst upp í Kristiansand og tók stúdentspróf frá Kristian- sands Katedralskole 19 ára gömul. Ári síðar lauk hún kennaraprófi frá Kristiansands Lærerskole. Þá lá leiðin til háskólanáms í Osló. Þar lagði hún stund á stærðfræði, stjörnufræði og efnafræði. Mun hún þá hafa haft í huga að gerast menntaskólakennari. Árið 1925 lauk hún svo cand. mag.-prófi í námsgreinum sínum. Þá verður töluverð breyting á högum hinnar ungu menntakonu. Á þessum árum var ungur Islend- ingur, Barði Guðmundsson, frá Þúfnavöllum í Hörgárdal, við sagnfræðinám í Osló. Þau Barði og Teresía ákveða að giftast og ungu hjónin flytja til Kaup- mannahafnar, þar sem Barði held- ur áfram námi sínu. Teresía, sem eignaðist tvö börn á þessum árum tekur til við að læra íslensku, því til fslands skyldi leiðin liggja, þeg- ar Barði hefði lokið námi. Teresía stundaði íslenskunámið af alúð og nam m.a. hjá Sigfúsi Blöndal og Björgu C. Þorláksdóttur, orðabók- arhöfundum. Teresía náði mikilli leikni í íslensku máli og sérstaka athygli vakti hve lýtalausa ís- lensku hún skrifaði. Að eigin sögn hafði hún á heimilinu strangan kennara, það var eiginmaðurinn, sem var mjög ritsnjall maður. Hann leiðbeindi henni og hafði áhrif á málsmekk hennar og stíl. Árið 1929 flytjast þau Teresía og Barði Guðmundsson til íslands. Settist Teresía þá að í nýju landi, sem átti hana sem góðan þegn æ síðan. Svo sem fyrr er getið áttu þau hjón tvö ung börn og voru svo heppin að fá góða húshjálp, svo Teresía gat stundað vinnu utan heimilis. En hún hafði fengið vinnu á Veðurstofu fslands, sem þá var fáliðuð stofnun með aðeins sex starfsmenn. Teresía hafði um skeið haft áhuga á veðurfræði og tók nú til óspilltra mála við að búa sig undir að ljúka embættisprófi í þeirri grein við Háskólann í Osló. Hæg voru heimatökin, þar sem vinnu- staðurinn var Veðurstofan, en þar var hægt að hafa aðgang að flestu sem um veður hafði verið skráð. Námið, sem hún stundaði með fullri vinnu og heimilishaldi, gekk afburða vel, enda var konan vel í stakk búin með undirbúnings- menntun, starfshæfni og náms- getu. Og árið 1937 fær hún þriggja mánaða frí frá vinnu til að ljúka prófinu. Prófritgerð Teresíu fjallaði um áhrif landslags á úrkomumagn á fslandi. Frammistaða hennar við þessa prófraun var með þeim ágætum að hún hlaut næst hæstu einkunn, sem veitt hafði verið í veðurfræði við Háskólann í Osló. Aðeins þáverandi forstöðumaður veðurstofunnar í Bergen, dr. Sverre Pettersen, hafði hlotið hærri einkunn. Teresía var enn- fremur fyrst kvenna til að ljúka embættisprófi í veðurfræði við há- skólann. Teresía hafði áhuga á fagi sínu og hefði gjarnan viljað leggja eitthvað af mörkum á sviði þess- arar ungu fræðigreinar. En ekki var hægt um vik á næstu árum. Heimsstyrjöld skall yfir og fylgdi henni brátt hernám landsins. Veð- urstofan var í hers höndum í þeirra orða bókstaflegri merkingu. Útvarp veðurfregna var lagt niður og herinn lagði tölu- verðar hömlur á starfsemi Veð- urstofunnar. Að stríðinu loknu skyldi Veð- urstofan taka til við sín fyrri störf og auk þess þurfti að aðlagast nýj- um tímum. Veðurstofustjóri, dr. Þorkell Þorkelsson, var kominn fast að sjötugu. Hann bað um lausn frá embætti, þó hann væri ekki kominn alveg að aldursmörk- um. Dr. Þorkell var afburða vís- indamaður og átti ólokið ýmsum verkefnum, sem hann var að fást við. Auk þess hefur hann eflaust talið að betra væri að nýr maður tæki strax við þegar svo miklar breytingar hlutu að vera fram- undan. Og þá var það í janúar 1946, að sá undarlegi atburður verður í lífi Teresíu Guðmundsson, að ráð- herra Veðurstofunnar hringir til hennar og spyr hvort hún vilji taka að sér embætti veðurstofu- stjóra. Henni varð nánast bilt við. Hún vissi vel, að það var ekki hægur sess sem í boði var. Fram- undan voru mikil og erfið skipu- lagsstörf. Og það sem verra var, forstöðumaður hlaut á næstu ár- um að vinna minna í fagi sínu en aðrir fræðingar. En á hinu leyt- inu. Teresía var eindregin kven- réttindakona og hafði í ræðu sem riti hvatt konur til þess að skorast Kristín L. Blöndal Minningarorð Fædd 31. janúar 1948. Dáin 18. ágúst 1983. Enn á ný hefur maðurinn með ljáinn verið á ferð og í þetta skipti finnst manni hann hafa slegið helst til nálægt manni sjálfum; líf er horfið. Líf ungrar konu sem hefur þroskast og vaxið í nánasta umhverfi manns sjálfs. ósjálfrátt spyr maður guð og sjálfan sig: „Af hverju þetta líf?“ En enginn býst við svari. Hún Stína er horfin yfir móð- una miklu og það er með þessa kveðjustund sem aðrar, að staldr- að er við og litið til baka yfir lífs- hlaup þess er heldur á brott. I þetta sinn er svo sannarlega margs að minnast. Það eru ekki margir sem hafa komið jafn víða við og hún Stína, jafnvel þótt þeir hafi haft til þess mun lengri tíma. Atorku hennar, dugnað og æðruleysi hafa fleiri undrast en ég og þótt undarlegt að jafn mikill kraftur geti búið í einni manneskju. Auðvitað erum við öll misjafnlega af guði gerð, en hjá henni var það ekki eitt heldur allt. Það var sama hvað hún tók sér fyrir hendur, allt var fram- kvæmt með lipri hönd og léttri lund. Hún vann öll heimilisstörf og handavinnu með sérstökum dugnaði og hugmyndaauðgi eins og ekkert væri sjálfsagðara en að kunna þetta allt án þess að læra neitt sérstaklega til þess, hún tal- aði og las fjöldamörg tungumál, var leikin og drenglynd í íþróttum, spilaði á hljóðfæri og slöng, unni fögrum Ijóðum og las mikið af þeim og einnig orti hún talsvert sjálf. Þau ljóð sýna glögglega næmni og hrifningu höfundarins af náttúru jarðar og fegurð him- insins, lífi sem bærist og býr í öllu. Stína var mikill náttúruunnandi og fór í gönguferðir, bæði langar og stuttar, innanlands og utan. Hún gekk hlíðarnar upp í Hvann- eyrarskál jafn léttfætt og hún gekk brekkurnar upp á Græn- landsjökul. Stína fæddist á Siglufirði 31. janúar 1948, næstelsta barn þeirra Guðrúnar og Lárusar Blöndal. Hún átti stóran systkinahóp sem hún þreyttist aldrei á að segja ekki undan erfiðum verkefnum ef því væri að skipta. Árið 1946 var ekki skylda að auglýsa stöður opinberra starfs- manna, svo sem síðar varð. Ráð- herrar höfðu vald til að velja menn til starfa að eigin geðþótta. Ráðherra hefur að sjálfsögðu ekki haft mikla þekkingu á störfum Veðurstofunnar og starfsliði hennar. Hann mun hafa leitað til þáverandi veðurstofustjóra og beðið hann að benda á þann starfsmann, sem hann taldi best í stakk búinn til starfsins. Dr. Þorkell var af gamla skólanum svokallaða, og enginn sérstakur kvenréttindamaður. En það lýsir hve glöggur hann var og sann- gjarn, að benda á Teresíu til starfsins þó það væri algert ný- mæli hér á landi að konu væri fal- ið slíkt ábyrgðarstarf. Eftir að hafa unnið á Veðurstof- unni hálfan fjórða tug ára og helming þess tíma undir stjórn Teresíu, og í nánu samstarfi við hana, hef ég oft rennt huga að því hve vel var ráðið, þegar hún var valin veðurstofustjóri. Þarna voru karlmenn, sem vel hefðu komið til greina og voru vel verki farnir. En þegar ég lít yfir árin fullyrði ég að þeir hefðu ekki gert betur en hún. Ég var nýbyrjuð að vinna á Veð- urstofunni þegar nýi veðurstofu- stjórinn tók við. Ég hitti hinn nýja yfirmann minn á vakt og óskaði til hamingju með starfið. Teresía var ekki himinlifandi yfir framanum. Mér fannst henni ógna það mikla breytingarstarf, sem framundan var og henni var ekki sársauka- laust að hugsa til þess að ekki yrðu tómstundir til fræðiiðkana í næstu framtíð. En starfið var hafið og hún tók til við það með dugnaði og kjarki. Strax á útmánuðum 1946 átti að halda ráðstefnu Alþjóðaveður- fræðistofnunarinnar í London, svo og flugmálaráðstefnu í Dublin. Hinn nýi veðurstofustjóri þurfti nauðsynlega að sitja þessar ráð- sögur, syngja með, fara með í ferðalög og útskýra lífið og tilver- una. Þar var Stína elsta systirin sem allir treystu á, lífið og sálin í hópnum. Stina fór í Verslunarskóla Is- lands og varð stúdent þaðan árið 1969. En fyrir hana var stúd- entspróf eingungis byrjunin. Það var hennar eðli að prófa sem flest og reyna að skilja sem mest og má segja að líf hennar hafi einkennst af þessum löngunum. Eftir stúd- entspróf kenndi Stína einn vetur í Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Eftir það, árið 1970, fór hún til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.