Morgunblaðið - 24.08.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.08.1983, Blaðsíða 18
Jg MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1983 Steypuskemmdir eftir Harald Ásgeirsson Kostnaður híbýlaeigenda af völd- um steypuskemmda er svo ógnvekj- andi að fyllsta ástæða er til þess að endurtaka áminningar til þeirra um varúð. Því er þessi grein nú birt. Fyrir ári skrifaði ég hér í blaðið grein, sem ég nefndi Varnir gegn alkalívá. Tilgangur greinarinnar var annarsvegar að vara menn við því að rasa um ráð fram og leggja í mikinn kostnað þar sem þess væri ekki þörf og hinsvegar að láta ekki einfaldar við- haldsaðgerðir dragast, þar sem það gæti valdið margfeldi kostn- aðar. Greining alkalískemmda Því miður er ekki auðvelt að greina skemmdir af völdum alk- alíefnahvarfa frá ýmsum algeng- um byggingarskemmdum, en að- gerðirnar, sem framkvæma þarf,9 verða jafnan að beinast að því að fyrirbyggja allar skemmdir. Skaðvaldurinn — alkalíefna- hvörf, sem valda þenslum í steypu, — er afar öflugur. Við einstök fylliefnakorn í steypunni myndast við efnabreytinguna gel, sem þrútnar við að taka í sig raka, og veldur þá svo mikilli spennu að sterkasta steypa lætur undan og springur. í fyrstu eru sprungurnar afar fíngerðar, háræðasprungur, en þær opna vatni leið inn í steyp- una, og þetta vatn eykur alkalí- og frostþenslu í steypunni uns eyði- legging hefur átt sér stað. Það er því ofur eðlilegt að hús- næðiseigendur fyllist kviða er þeir verða varir við sprungunet í íbúð- arveggjum sínum, ef þeir þá gera sér það Ijóst að háræðanetið er aðvörun um martröð á næstu ár- um, ef ekki er gripið til aðgerða. Samvinna um rannsóknir Góð samvinna Rannsóknastofn- unar byggingariðnaðarins, Steinsteypunefndar og Sements- verksmiðju hafa leitt til mikilla endurbóta í steinsteypugerð. í blöndun kísilryks í sementið er trygging fyrir því að alkalí- skemmdir koma ekki fram í þeirri steypu, sem það er í, og jafnframt hefir sement okkar verið stórbætt. Samvinnurannsóknum þessum hefir nú verið beint nokkurn veg- inn alfarið að leit að hagkvæmum leiðum til þess að draga úr áföll- um í hinu byggða umhverfi okkar af völdum alkalíefnahvarfa í gam- alli steypu. Þessar rannsóknir hafa þegar borið nokkurn árang- ur, svo sem m.a. kom fram í grein Hákons Ólafssonar yfirverkfr. hér í blaðinu 19. maí sl. Þetta samstarf mætti gjarnan vera fordæmi fyrir aðra, en í sömu andrá má á það benda, að við leggjum skoplítið fé í rannsóknir hlutfallslega, miðað við framlög iðnþróaðra þjóða. Með hliðsjón af hnattstöðu og eldvirkni lands okkar væri þó eðlilegra að fram- lögin væru hærri hér. Á fjölþjóðaþingi, sem haldið var í Kaupmannahöfn 21.—25. júní, vakti notkun okkar á kísilryki verulega athygli, og þótt við séum enn þeir einu sem þannig notum rykið, er þess nú að vænta að aðrir fylgi fordæminu. Eðli alkalíþensla Það er eðli alkalíþenslanna að þær eru í upphafi afar hægfara. Þess vegna koma skemmdirnar oft ekki fram fyrr en jafnvel áratug eftir að mannvirkin hafa verið steypt. Hinsvegar geta samverk- anir alkalí- og frostskemmda orð- ið mjög örar eftir að alkalíþensl- urnar hafa valdið sprungum. Þess vegna er nauðsynlegt að hefja við- haldsaðgerðirnar sem allra fyrst. í raun eru fyrirbyggjandi aðgerðir áður en skemmdirnar koma í ljós æskilegastar. Þrjár forsendur eru fyrir því að alkalíþenslur koma fram í steypu: 1. Mikið alkalímagn. 2. Virk fylliefni. 3. Verulegur raki. Ekki koma þó fram þenslur í steypu ef næg possolanefni (hér kísilryk) er í steypunni. Þannig ætti að vera hætta á alkalíþensl- um í steypum, sem steyptar hafa verið hér á árinu 1979 og síðar og raunar í steypum úr seltulitlum fylliefnum eftir 1976. Eftir að hús hefir verið steypt úr virkum efnum og ef verulegt magn af alkalíum er í steypunni verður engvu þar um breytt. Virku efnin og alkalíurnar verða ávallt í steypunni, og eina þekkta leiðin til þess að forðast þenslur er að ráð- ast að þriðju forsendunni — rak- anum. Raki í steypu í sæmilega vandaðri steypu eru gjarnan milli 75 og 100 1/m3 af vatni sem ekki binst henni. Þurrk- un steypunnar felst því í að þetta vatn gufi burt. Steypa getur líka tekið. í sig raka við leka inn um sprungur, einkum slagregnsraka. Þá getur léleg steypa drukkið í sig mikið vatn á sama hátt og syk- urmoli. Loks þéttist raki úr inni- lofti í útveggjum fyrir mismun úti- og innihita. Það eru þessi eðl- isfræðilegu vandamál, sem hafa þarf í huga þegar leitað er leiða til þess að halda steypu þurri. Uppgufun raka Uppgufun raka úr steypuveggj- um er fyrirbæri sem tengt er yfir- borði veggjanna. Þessvegna er mikilvægt að halda sem stærstu yfirborði opnu fyrir þessa uppguf- un. Nú ber einnig að hafa það í huga að raki smýgur tiltölulega auð- veldlega gegnum steypu sem vatn gengur ekki í. Þess vegna getum við varið steypu fyrir bleytu með þéttri múrhúð. Slík múrhúð tekur í sig mjög lítinn raka og blotnar í slagregni bara á yfirborði. Á með- an yfirborðið er blautt gufar að vísu enginn raki út úr steypunni, en strax og upp styttir þornar yf- irborðið og þá hefst uppgufun raka innan úr steypunni. Múrhúð af þessari gerð hefir að vísu verið fátíð á síðari árum. Múrhúð verð- ur því aðeins vatnsþétt að hlut- fallið milli vatns og sements — v/s-talan — í blöndunni sé undir 0,5. Þetta næst með því að nota fjölstærða sand, t.d. steypusand í múrinn og hæfilegt magn af loftblendi. Þess má svo geta að með því að nota grófan sand eða perlu í múrhúðina er auðvelt að mynda hrjúft yfirborð, sem þá hefir miklu stærri uppgufunarflöt. Rakajafnvægið Jafnvægið milli uppgufunar og uppblotnunar í veggjunum ræður því þess vegna hvort steypa í þeim verður þurr eða rök, og þá hvort alkalískemmdir geta komið fram eða ekki. í raun er raki samnefn- ari fyrir allar steypuskemmdir. Varnirnar snúast því um það að hefta sem mest blotnunina og hlúa að uppgufunarmöguleikunum. Steypa sú sem oftast er notuð til húsbygginga er ekki svo þétt að hún dragi ekki í sig vatn, sem á henni liggur. Séu borkjarnar úr henni settir niður í grunnt vatn kemur í Ijós að rakinn sogast gjarnan V4— 1 sm upp fyrir vatns- yfirborðið. Þetta er þó aðeins lítið vatnsmagn sem þannig dregst upp í góða steypu. öðru máli gegnir ef vatnið sígur eða sogast niður í steypuna og ef steypan er ekki þétt. Þá getur vatnsmagnið verið mikið og getur þá jafnvel mettað steypuna. Sé steypan alkalí-virk ónýtist hún, ef ekkert er að gert. Sama gildir um steypu sem ekki er loftblendivarin gegn frost- skemmdum. Augljóst er síðan að netsprungur í steypunni auðvelda aðgang vatnsins, og örvar það niðurbrotið. Þess vegna verða skemmdirnar líka svo ásæknar strax eftir að sprungukerfið myndast. Raki samnefnari fyrir skemmdir Frostskemmdir, alkalískemmd- ir, málningaskemmdir, ryðgun járna og fúaskemmdir t.d. í gluggakörmum stafa af óhag- kvæmu jafnvægi milli uppgufunar og uppblotnunar í veggjunum. Auk þess má minnast á að upp- Haraldur Ásgeirsson „Þad er eðli alkalíþensl- anna að þær eru í upp- hafi afar hægfara. Þessvegna koma skemmdirnar oft ekki fram fyrr en jafnvel ára- tug eftir að mannvirkin hafa verið steypt. Hins- vegar geta samverkanir, alkalí- og frostskemmda orðið mjög örar eftir að alkalíþenslurnar hafa valdið sprungum.“ blotnun veggja táknar mikla upp- gufun úr þeim, og sú uppgufun krefst umtalsverðrar orku, sem að verulegu leyti er á kostnað húshit- unarinnar. Það er þvf eftir miklu að slægjast með því að halda rak- anum frá steypunni. Hvað er til varnar? Ljóst er að hægt er að þurrka út steypuna með þvi að klæða hana með vel útloftuðum klæðningum. Ýmsir hafa notfært sér þetta og sumir að óþörfu. Um aðferðirna má segja það að hún gjörbreytir oft útliti húsanna, en verst er að hún er svo kostnaðarsöm að oft veldur almenningur ekki að beita henni. Ýmsir hafa gripið til þess ráðs að draga úr orkuþörf hýbýla sinna með því að koma fyrir ytri ein- angrun undir klæðningunni. Einn- ig þekkist að nota sérstakar múr- aðferðir á slíka ytri einangrun, og þarf þá útlit húsanna að taka miklum breytingum. Það dregur hinsvegar ekki úr kostnaðinum að bæta einangrunina heldur hækkar hann. Þessar aðferðir eru því svo kostnaðarsamar að þær eiga að- eins við ef hætta er á eyðileggingu steypunnar. Ymsir stjórnmálamenn hafa látið í ljós hug sinn um það að til þurfi að koma opinber aðstoð við þá þegna sem þurfa að gripa til svo kostnaðarsamra aðgerða. Enn er ákvarðana þó beðið. Þótt ekki sé farið í meiriháttar viðhaldsaðgerðir er ýmislegt hægt að gera til þess að halda skaðvald- inum niðri. Eftirfarandi er ráð- gjöf mín. 1. Hafið vakandi auga með því ef rakaskemmdir í steypu koma í ljós. Merki um slíkar skemmdir geta verið að málning flagnar af og fram koma háræðasprungur og skelluútfellingar. 2. Þéttið alla lárétta fleti svo sem gafltoppa, veggstalla, svalahand- rið, svalakverkar, skyggni, glugga- syllur o.s.frv. Við minni aðgerðir má nota til þess bitumen eða but- ylgúmborða. 3. Fjarlægið málningu og laus efni og þéttið vel meðfram glugga, og dyrakörmum. Þéttið einnig vel djúpt undir undirstykkjum karma án þess þó að skemma dropraufar. Við þessa aðgerð má gjarnan nota þéttiefni af „polysuflíð“-gerð. 4. Ef mála á veggfletina notið þá málningu sem „andar“ vel, t.d. akryl. Fjarlægið gamla málningu vandlega og hafið nýju málning- una ekki þykkari en nauðsyn kref- ur. Minnist þess að rakinn í steyp- unni veðrur að þorna út. 5. Til eru efni, sem hægt er að bera á yfirborð steypu svo þau verði vatnsfælin. Algengust eru svonefndir silikonar, sem eru keðjusameindir, sem leggjast í filmu á yfirborðið, svo það hrindir vatni af sér. Þetta eru alldýr efni, en eru þó ekki varanleg, einkum vegna þess að útfjólubláir geislar sólarinnar hafa skaðleg áhrif á þau. Loks hafa komið á markaðinn skyld efni nú á síðustu árum, svonefndir silanar. Silanar eru stuttar sameindir, sem smjúga steypuna líkt og vatn, og því er haldið fram að þau bindist steyp- unni og geri hana varanlega vatnsfælna. Takmörkuð reynsla er þó enn fyrir hendi hér á landi. Enda þótt þessi efni séu dýr geta þau samt sparað íbúðareigendum enn meiri kostnað. Leitið ráðgjaf- ar sérfróðra manna við notkun þeirra. 6. Fylgist með ástandi steyp- unnar eftir aðgerðir og lagfærið ef fram koma nýir lekastaðir. Vissulega væri það æskilegt að ráðgjöf eins og sú sem hér að framan er gefin væri byggð á meiri rannsóknum við okkar sér- stöku aðstæður. Þess mun þó langt að bíða að aðstæður skapist við Rb til bættra rannsókna á hús- byggingartæknisviði, þar sem ástandið er nú þannig að ekki er hægt að koma fyrir nauðsynleg- ustu tækjum, svo sem slag- regnsskáp, sem stofnunin á. Hönnuð hefir að vísu verið ný rannsóknastofa og grunnur henn- ar byggður. Þetta hefir getað gerst með styrkjum frá Norræna iðnaðarsjóðnum, Sementsverk- smiðju, Steypustöðvum og frá Byggingarsjóði rannsókna- stofnana atvinnuveganna. Lán, sem tryggt er af Byggingarsjóði RA, vantar þó fyrir framhaldinu og fáist það lán ekki verður í því löng bið að aðstaðan batni. Haraldur Ásgeirsson rerkfræóing- ur er forstjóri Rannsóknarstofnun- ar byggingariðnaðarins. Ingólfs billiard skiptir um húsnæði INGÓLFS billiard, ein af þremur billiardstofum sem starfræktar eru í Reykjavík um þessar mund- ir, flutti fyrir skömmu í nýtt hús- næði við Hverfisgötu 105, en áður var stofan til húsa við Nóatún. Billiardstofurnar í Reykjavík eru þá allar komnar í einn hnapp, ef svo má segja, því ein stofa er við Hverfisgötu nálægt Regnboganum og önnur á horni Hverfisgötu og Klapparstígs. Örn Ingólfsson er eigandi Ing- ólfs billiard, en hann hefur rekið stofuna um árabil. Örn sagði að menn væru farnir að kalla Hverfisgötuna „Billiard-stræti" núorðið. Ekki taldi hann þó að stofunum stafaði hætta af þess- ari nálægð hver við aðra. Þvert á móti. Það væri með billiard- stofur eins og húsgagnaverslan- ir, þær þrifust hvergi betur en einmitt hlið við hlið. Þcssi mynd var tekin þegar hið nýja húsnæði Ingólfs billiard var vígt sl. miðvikudag. Eigandinn, Örn Ing- ólfsson, er lengst til hægri, en með honum á myndinni er kona hans, María Thoroddsen, og íslandsmeist- arinn í snóker, Kjartan Kári Frið- þjófsson. Morioinbladid/Ól.K.M. Nýja húsnæðið er 175 fer- metrar að stærð, eða um 50 fer- metrum stærra en það gamla. Fjögur borð eru í stofunni og athafnarými fyrir spilara nægi- legt. Á veggjum hanga batik- myndir eftir afríska listamenn og í einu horninu er setustofa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.