Morgunblaðið - 24.08.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.08.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1983 13 Litla stúlkan sem getið er um í myndinni. Kjötsneiðar taka á rás Kvikmyndir Ólafur Jóhannsson Kjötsneiðar taka á rás Nafn á frummáli: Poltergeist. Handrit: Steven Spielberg, Micha- el Grais og Mark Victor. Framleiðendur: Spielberg og Frank Marshall. Leikstjórn: Tobe Hooper. Myndatökustjóri: Matthew F. Leonetti. Tónlist: Jerry Goldsmith. Eitthvert mesta undur í kvikmyndasögu síðari ára er hinn alkunni Steven Spielberg, höfundur ævintýramynda á borð við „Raiders of the Lost Ark“, „Close Encounters of the Third Kind“, „1941“ og „Jaws“ svo eitthvað sé nefnt. í þessum undramanni sameinast fágætir eðliskostir: ímyndunarafl myrk- fælins drengs, markaðsvit og síðast en ekki síst verkfræðileg snilli. í nýjustu mynd Spielbergs Poltergeist sem nú skrýðir sali Nýja Bíós njóta þessir eðlisþætt- ir sín prýðilega. Myndin sem fjallar um ásókn illra anda er uppfull af kúnstugum tækni- brellum sem sífellt koma á óvart einsog þegar gamalt tré i húsa- garði rifnar skyndilega upp með rótum og teygir arma sína inn f svefnherbergi þar sem tvö lítil börn skjálfa af myrkfælni eða þegar kjötstykki á eldhúsbekk tekur skyndilega á rás og breyt- ist í ólögulega lfffærahrúgu. Ég gæti haldið áfram að telja upp skringileg atriði sem bera hug- arflugi meistarans fagurt vitni en það er ekki hlutverk þess sem ritar kvikmyndadóma að svipta hulunni af spennuatriðum þeirra mynda er hann fjallar um. Ég vil aðeins bæta hér við að næstum hvert einasta „hryllingsatriði" er tæknilega fullkomið, aðeins örlar á klaufaskap í síðasta at- riði myndarinnar þegar sér inní heim hinna dauðu. Það er ber- sýnilegt að rásin inní hinn heim- inn er búin til úr búmull og lér- efti. Sem sagt í Poltergeist nýtur hinn myrkfælni verkfræðisnill- ingur Steven Spielberg sín full- komlega en hvað um sölumann- inn Steven Spielberg. Sá kauði er hér líka í fullu fjöri — enda vafalaust minnugur þess að „1941“ var litin fremur óhýru auga af fjármagnseigendum í Hollywood — þannig spilar Spielberg hér ekki aðeins á taug- ar áhorfandans heldur og ýtir hann einnig við og við á tárapok- ana svo viðkvæmar sálir neyðast til að sjúga upp í nefið. Að vísu er myndin ekki jafn viðkvæmn- isleg og næstnýjasta afkvæmi Spielberg „ET“ þar sem ýtt var á tárapokana með reglulegu milli- bili. En er hægt að komast hjá því að vatna músum þegar fimm ára telpa hverfur skyndilega úr hlýjum fjölskyldufaðmi oni kalda gröf en áfram hljómar hin engilbjarta rödd í húsi foreldr- anna? Ég hef ekki í augnablik- inu handbærar tölur er sýna markaðsstöðu Poltergeist en vart er við öðru að búast en þetta hugarfóstur Spielberg (kappinn samdi söguna) geri það gott á kvikmyndamörkuðum heimsins. Hitt er svo aftur annað mál að persónulega fannst mér mynd þessi nokkuð yfirdrifin jafnvel svo á stundum að ef ekki hefði komið til frábær tæknileg út- færsla hefði maður brosað útí annað. Spielberg virðist reyndar af ásettu ráði hafa dregið nokk- uð úr óhugnaðinum sem sögu- þráðurinn ber með sér, þannig beitir hann lýsingu á afar list- rænan hátt — svo mjög á stund- um að fegurðin verður hryll- ingnum yfirsterkari. Ef hann hefði nýtt sér til fulls áhrifa- mátt lýsingar og leiktjalda í þá veru að skapa hrylling hefði myndin vafalaust orðið enn magnaðri martraðarvaldur. Hann hefði jafnvel getað magn- að hryllinginn enn með því að taka myndina ekki í lit. En Stev- en Spielberg er maður ævintýris þess sem gerist handan hinnar hversdagslegu tilveru en á sér samt stað dag hvern innra með milljónum lítilla vera sem að kveldi leggja þreyttan koll á kodda. Þannig er lífið; hið hvers- dagslega er jafnframt hið óræð- asta og oft hið ógnvænlegasta og þarf ekki hús haldin reimleika til að miklir atburðir eigi sér stað f litlum kolli. Zukofsky-námskeið 1983: Tónleikar í Háskólabíói Tónlist Jón Ásgeirsson Efnisskrá: Rkhard Strauss: Tod und Verklárung Olivier Messiaen: Uppstigningin Modest Mussorgsky: Myndir á sýningu í sjö sumur samfleytt hefur snillingurinn Paul Zukofsky miðlað ungum tónlistarmönnum af reynslu sinni og afburða þekkingu á samtímatónlist á námskeiðum þeim sem við hann hafa verið kennd og haldin á vegum Tónlist- arskólans í Reykjavík. Starfsemi þessi fór hægt af stað en efldist mjög með árunum og náði hámarki á lengsta og mesta námskeiðinu, sem haldið var í fyrrasumar og endaði með eftirminnilegum flutn- ingi á tveimur mestu stórvirkjum þessarar aldar: 5. sinfóníu Mahlers og Vorblóti eftir Stravinsky. Svo mikið var ekki færzt í fang að þessu sinni, enda var námskeiðið að þessu sinni allt minna i sniðum en hið síðasta, styttra og fámenn- ara. Og nú hefur verið ákveðið að þetta námskeið verði hið síðasta í núverandi mynd. Það hefur sem sé komið á daginn að starfsemi af þessu tagi á sér ekkert hólf í hinu ágæta íslenzka menntakerfí. Það er Tónlistarskólanum ofvaxið fjár- hagslega að standa straum af því, og það þótt til hafi komið ágætur styrkur fjölda einstaklinga og fyrirtækja og nú síðast myndarleg- ur stuðningur Flugleiða. Ef til vill er kreppan að segja til sín. En illt væri ef við reyndumst ekki hafa ráð á að þiggja hið ágæta framlag Zukofskys til tónmenntar íslenzkra ungmenna. Þessvegna ber að fagna því, sem skilja má af orðum Jóns Nordals skólastjóra Tónlistarskól- ans í efnisskrá þessara tónleika, að gert sé ráð fyrir einhverju fram- haldi þessarar starfsemi, þótt enn sé óráðið með hvaða hætti það verði. Þó að þau verk sem flutt voru á þessum tónleikum séu ekki jafn stórbrotin og kröfuhörð og þau sem flutt voru í fyrra og áður voru nefnd, mundu þó flestir telja að óreyndu að þau væru varla með- færi nemendahljómsveitar sem að verulegum hluta er skipuð börnum og reynslulitlum unglingum. En svipað má segja um mjög mörg þau verk sem verið hafa viðfangsefni á Zukofsky-námskeiðum undanfar- inna ára. Þar hefur árlega verið lyft grettistökum. Og enn sannaði stjórnandinn óvenjulega hæfni sína til að efla einbeitingu hinna ungu hljóðfæraleikara og laða fram hjá þeim hæfileika og getu sem þeir hafa sjálfir naumast vitað að þeir byggju yfir. Slík reynsla hlýtur að vera uppörvandi og var- anlegur fengur ungum og verðandi listamönnum. Við þessi þáttaskil í starfi Paul Zukofskys hér á landi ber að þakka honum mikilsvert framlag hans á undanförnum árum, jafnframt því sem látin er í ljós ósk um að við megum með einhverjum hætti njóta áfram velvildar hans og áhuga á framgangi tónlistar á ís- landi. Það er við hæfi að láta hér fljóta með þakklæti til þeirra sem unnið hafa mikil og erilsöm störf við skipulagningu og framkvæmd Zukofsky-námskeiðanna undanfar- in sjö ár, en þar hafa verið í forystu fyrst Þorgerður Ingólfsdóttir og síðan í þrjú ár Rut Magnússon. H ARSN YRTIS YNIN G Á BROADWAY Fimmtudag, 25. ág., kl. 20. Kennarar frá JINGLES-skólanum í London, Maureen og Lawrence, klippa og greiöa á sviðinu. Það nýjasta í hárgreiðslu! Áhugafólk velkomiö. Húsiö opnaö kl. 19.30. Mætum stundvislega! Aögöngumiöinn gildir sem happdrættismiöi. Vinningur er vikukennsla á JINGLES-skólanum í London. Skipholti 17. P.O. Box 237 121 Reykjavík. Símar 91-25818 — 27220.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.