Morgunblaðið - 24.08.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.08.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1983 21 Eldhressir eftir erfiöa ferð, Róbert Guðmundsson (Lv.) og Agnar Bragason (t.h.). fyrir ári, á vegum stofnunarinnar, kynnti mér aðstæður og gerði gönguáætlun í grófum dráttum. Krakkana veljum við eftir frammi- stöðu þeirra á göngunámskeiðum í Bretlandi og hafa Bretarnir í þess- um hópi allir staðið sig mjög vel á slíkum námskeiðum. Síðan höfðum við samband við Æskulýðsráð fyrir þremur mánuðum og ákveðið var að gefa íslenskum krökkum kost á að taka þátt í ferðinni og hingað erum við sem sé komin." „Við höfum verið mjög heppin með ferðina að öllu leyti,“ sagði Þórarinn Eyfjörð, en hann var einn íslensku fararstjóranna. „Það hef- ur rignt á nóttunni en verið gott gönguveður á daginn. Einhverjar áhyggjur höfðum við í fyrstu um að hóparnir myndu ekki samlagast nóg, bæði er mikill aldursmunur á þeim og sitthvort tungumálið. Þeim áhyggjum hefði mátt sleppa, því strax á fyrsta degi reyndi á gott samstarf allra krakkanna, sem þau sýndu í hvívetna og er þessi hópur samstilltur og skemmtilegur. ís- lensku krakkarnir hafa kynnst ná- ið fólki af öðru þjóðerni, myndað góð vináttutengsl og núna stefnum við að því að fara utan að ári og hitta breska samferðafólkið. Von- umst við til að geta farið í siglinga- eða hjólreiðaferð um Bretland." Þegar allir höfðu svalað kaffi- og gosdrykkjaþörf sinni spjallaði blm. við við tvo eldhressa íslenska göngumenn, þá Agnar Bragason og Robert Guðmundsson. Sammála voru þeir um ágæti ferðarinnar og mátti ekki á milli sjá í hvoru þeir höfðu þjálfast betur, göngu eða ensku. „Leiðin frá Hundavatni að Arnarvatni var erfiðust," sagði Agnar, en Róbert var ekki seinn að bæta því við að það hefði nú verið þess virði, „ég fékk nefnilega fyrstu bleikjuna í Arnarvatni". „Þegar ég verð búinn að sofa og hvílast gæti ég alveg hugsað mér að leggja upp í aðra ferð,“ voru orð Kevins Smith, þegar hann var spurður um ferðina og var nafni hans, Kevin Whittle, fyllilega sam- mála. „Það sem ég hlakka mest til við komuna heirn," sagði Whittle, „er að fá að sofa út. Þetta hefur verið stórkostlegur tími og skemmtilegur hópur. Það er svo gott að komast úr mannfjöldanum og hávaðanum heima í Bristol, þar skiptir litlu hvort maður er innan borgarinnar eða utan, það er um- ferð og hávaði allan sólarhringinn. Hérna er allt svo ótrúlega rólegt," sagði Kevin Whittle, en þetta er í fyrsta sinn sem hann fer erlendis, eins og reyndar margir Bretanna. En göngugörpunum var ekki til setunnar boðið, sundlaugin beið og fyrst þurfti að tjalda til næturinn- ar. íslandsævintýrinu lauk þó ekki í Húsafelli, í gær fór hópurinn á hestbak við Laugarvatn og í dag er honum boðið til sendiherra Breta í Reykjavík. Leiðir skiljast síðan á morgun þegar Bretarnir fljúga heim. ve Fyrirliggjandi í birgðastöð SVARTAR OG GALVANISERAÐAR PÍPUR Samkv.:Din 2440-B.S.1387 o O O ° ° ° o o O OOo Sverleikar: svart, 3/8 - 5“ galv., 3/8 - 4“ Lengdir: 6 metrar SINDRAi 5É2 .STÁLHF Borgartúni 31 sími 27222 „AÐFERÐIR SEM GERT HAFA ÞÁ GÓÐU BETRI“ NÁMSKEIÐ FYRIR STJÓRNENDUR FYRIRTÆKJA OG STOFNANA Randa Wilbur framkv.stj. markaðssviðs Tarkenton & Company Fyrirlesarinn Randa Wilbur er framkvæmdastjóri markaðssviðs Tarkenton & Company USA, sem er ráðgjafafyrirtæki um stjórnun, stofnað 1969. T arkenton er leiðandi fyrirtæki á sviði stjórnunar sem hefur beitt sér fyrir jákvæðum stjórnunaraðferðum eins og þær eru túlkaðar í bók Peters og Watermans: IN SEARCH OF EXCELLENCE sem dreift var af Stjórnunarfélaginu nýlega. Meðal fjölda fyrirtækja sem Tarkenton hefur unnið fyrir má nefna 3M Company, Exxon, Honeywell og Levi Strauss. Randa Wilbur hefur langa reynslu úr mörgum stór- fyrirtækjum sem ráðgjafi og fyrirlesari. Þær aðferðir sem hún kynnir höfum við kallað sam- stöðustjórnun. Þessar aðferðir sameina þátttöku allra stjórnenda í fyrirtækinu og tryggja mælanlegan árangur með markmiðastjórnun, gæðahringjum, gagnkvæmu upplýsingastreymi, hvatningastjórnar, orsakagrein- ingu o.fl. Randa Wilbur mun fjalla um grundvöllinn að lang- tímaárangri margra best reknu fyrirtækja Banda- ríkjanna. • FRAMLEIÐNIAUKNING Hvernig er hægt að komast í hóp best reknu fyrir- tækja landsins? • FYRIRTÆKJAMENNING • SAMSTÖÐUSTJÓRNUN • LEIÐIR TIL BREYTINGA • AÐVEKJAHINN MANNLEGA VILJA Þátttökugjald kr. 2000. Tími: Fimmtudagur 1. sept. kl. 13.30 -18.00 StaðurHótel Loftleiðir, Kristalsal. Hringið og fáið sendar nánari upplýsingar. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 44033 sem fyrst. Ráógjafaþjónusta Stjórnun — Skipulag Skipulagning — Vinnurannsóknir Flutningatækni — Birgðahald Upplýsingakerfi — Tölvuráðgjöf Markaðs- og söluráðgjöf Stjórnenda- og starfsþjálfun REKSTRARSTOFAN Samstarf sjálfstæðra rekstrarráðgjafa á mismunandi sviðum — Hamraborg 1 202 Kópavogi Sími 91-44033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.