Morgunblaðið - 18.09.1983, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983
I>að er fólgin í því nokkur
kaldhæðni, að menn skuli þá
fyrst minnast margra verð-
leika Begins, þegar hann yf-
irgefur ókyrrt stjórnmálasvið
ísraels. Og þó svo að Shamir,
væntanlegur eftirmaður
hans, muni fylgja ámóta
stefnu og þó svo að öllum
hafi verið Ijóst lengi, að Beg-
in hlaut að víkja, er samt
sem áður staðan sú að ísrael-
ar telja hann hæfastan leið-
toga sinna.
Þó skilur hann við landið á
barmi efnahagslegs hruns, sundr-
að í félagslegu tilliti, friðarsamn-
ingurinn við Egypta sem um hríð
aflaði honum mikilla vinsælda er
nú nafnið eitt. Og hann hleypti af
stað styrjöld sem að vísu varð til
að uppræta iðju Palestínuskæru-
liða í Suður-Líbanon, en varð síð-
an, þegar ísraelar héldu áfram
stríðinu, eina styrjöldin sem ísra-
elar hafa ekki verið einhuga um,
að hafi verið háð til að berjast
fyrir tilveru sinni.
Begin var mælskumaður svo að
af bar. Þegar Sadat Egyptalands-
forseti og hann fluttu ræður sínar
í Knesset í nóvember 1977 talaði
Begin blaðalaust að venju, af inn-
lifun og þrótti sem honum var lag-
ið þá og aflaði honum virðingar og
aðdáunar. En frá því hann leiddi
Likud til sigurs í maí 1977 var
hann umdeildur. Vinir hans dáðu
hann og kölluðu hann „konung",
andstæðingar hans „elskuðu að
hata hann“ eins og það mætti orða
á slæmu máli.
Frá því hann missti Alizu konu
sína í fyrra og nánasta sam-
starfsmann sinn, Simca Ehrlich
varaforsætisráðherra, var sýnt að
hann var bugaður maður. Þó að
Meö Sadat í Jerúsalem 20. nóvember 1977.
hann tryði án efa að „aðgerðirnar
í Líbanon" eins og innrásin er
kölluð í ísrael, tók hann nærri sér
gagnrýni sem að honum safnaðist
og hann harmaði af einlægni
mannfall ísraela í þeim átökum.
Eftir fjöldamorðin í flótta-
mannabúðunum við Beirut og eft-
irleik þeirra varð hann aldrei
samur. Skýrsla rannsóknamefnd-
arinnar leiddi í ljós óafsakanlegt
ábyrgðarleysi og næsta óskiljan-
lega linkind, en svo virðist sem
Begin hafi í sjálfu sér ekki tekið
þá gagnrýni jafn nærri sér og
ásakanir um að hann bæri ábyrgð
á dauða hundruða ungra ísraela.
Eins og áður sagði komst Men-
achem Begin til valda í kosningun-
um 1977. Hann hafði þá setið á
þingi fyrir Herut-flokkinn, sem
hann var einn stofnandi að, í
næstum þrjátíu ár. Margir töldu
að Verkamannaflokkurinn myndi
verða við stjórnvölinn um ókomin
ár, en Begin gerði sér grein fyrir
vaxandi ólgu innan Verkamanna-
flokksins hjá sephardim-gyðing-
um og til þeirra höfðaði hann
óspart í kosningabaráttunni 1977
og með þeim afleiðingum, að hann
varð forsætisráðherra þá um vor-
ið.
Begin var þá ekki að tvínóna við
að gera þær breytingar, sem hann
hafði talað um í kosningabarátt-
unni, hann leyfði stórauknar land-
nemabyggðir Gyðinga á vestur-
bakka Jórdanár, Aröbum þar til
mestu skapraunar, hann gerði
Moshe Dayan fyrrverandi áhrifa-
mann innan Verkamannaflokks-
ins að utanríkisráðherra og af því
verður meðal annars ráðið að
ástæðan fyrir því að ísraelar hafa
enn ekki innlimað vesturbakkann
sé loforð þess efnis sem hann gaf
Dayan. í nóvember lýsti Sadat Eg-
yptalandsforseti því yfir að hann
myndi fara hvert á land sem er ef
það gæti orðið friði í þessum
heimshluta til framdráttar. —
Jafnýel í Knesset. Begin henti orð
Sadats á lofti og áður en vika var
liðin var heimsóknin fastmælum
Með Elizu konu sinni 1939.
bundin. Ýmsir lágu Begin á hálsi
fyrir fljótfærni og sögðu að kæmi
Sadat yrði það ekki af heilindum
gert. En Begin sat að venju við
sinn keip og þessir dagar Sadats í
Jerúsalem breyttu sögunni — og
breyttu ástandinu í þessum
heimshluta og vöktu með mönnum
vonir um frið. Sem að vísu nú virð-
ast fjarlægari en áður.
Þó svo að fyrsti fundur Sadats
og Begins tækist, varð að halda
áfram ef takast átti að ryðja úr
vegi þeim mörgu hindrunum sem
voru fyrir því að samningur yrði
gerður milli þjóðanna. Ágreining-
ur kom upp meðal Sadats og Beg-
ins, ástæðan virðist einfaldlega
hafa verið sú, að þeim líkaði ekki
hvorum við annan og tortryggni
var af beggja hálfu. Ezer Weiz-
mann varnarmálaráðherra ísra-
els, og Sadat náðu hins vegar
betra sambandi sín í millum. Það
var að sönnu friðarviðræðunum til
framdráttar, en vakti jafnframt
reiði Begins og lyktaði því eins og
kunnugt er með að Weizman sagði
af sér.
Menachem Begin fæddist í
Bresk-Litovsk í Póllandi í ágúst
1913. Hann ólst upp í Póllandi,
nam lög og lauk prófi í þeirri
grein. Ungur hreifst hann af
kenningum síonismans og barðist
óspart fyrir að útbreiða þær með-
al pólskra Gyðinga. Á stríðsárun-
um var hann handtekinn í ofsókn-
um nazista. Hann komst úr búð-
unum og til Litháen. Þar hand-
tóku Sovétmenn hann og sendu
hann til þrælkunarvinnubúða í
Síberíu vegna fylgni hans við síon-
isma. Honum var veitt sakar-
uppgjöf 1942 og komst þá til Pal-
estínu. Þangað hafði Áliza kona
hans komizt nokkru áður. Foreldr-
ar hans létust bæði í útrým-
ingarbúðum nazista í Póllandi.
Eftir komuna til Palestínu
leiddi hann hópinn Irgun Zvai Le-
umi, sem hélt uppi baráttu gegn
því umboði sem Bretar fóru með f
Palestínu á þessum árum. Irgun
Olyirpia CPD 3212
Fyrirferðalítil og örugg reiknivél
Áreiðanleg og fjölhœf reiknivél sem eyðir ekki
borðplássi að óþörfu.
Olympia vél sem
reikna má með
þótt annað bregðist.
Leitið nánari upplýsinga.
KJARAINI
ARMULI 22 - REYKJAVIK - SÍMI 83022
Hvaö er
Simichrome
H APPICH
1 Simichrome Po
Pojishing pjsle
Nýtt frábært fægikrem sem hreinsar og fægir
alla málma:
Gull, silfur, tin, kopar, stál og fl.
Ein túpa fyrir allt.
Varnarfilma myndast, sem heldur gljáanum lengur.
Prófiö Simichrome strax í dag og þiö notiö aldrei
annaö.
Fæst í flestum verslunum og bensínsölum.
B.Ólafsson &
Berndsen hf