Morgunblaðið - 18.09.1983, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 18.09.1983, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 29 Á kosningafundi í ísrael upp úr 1950. vann mörg og ljót hryðjuver í Pal- estínu á þessum árum og hryðju- verkanafnbótin loddi lengi við Begin. Það er m.a. í minnum haft eftir að hann var kjörinn á þing, að Ben Gurion hafði á honum megna fyrirlitningu, nefndi hann aldrei með nafni, heldur tók svo til orða: “Á ég þá við hryðjuverka- manninn sem situr þarna á öðrum bekk ... “ Hvað sem leið umdeildum leið- um Irgun til að frelsa Palestínu og hversu mjög sem Bretar reyndu að handsama hann og settu fé til höf- uðs honum, dugði það skammt. Klókindum hans og snarræði virt- ist ekki sett takmörk. í plaggi sem hengt var upp víðs vegar um Palestínu á þessum ár- um var honum svo lýst: Aldur: 33 ár, bygging: grannur, hörundslitur: gugginn, nef: arn- arnef, sérkenni: notar gleraugu, flatfættur, hefur vondar tennur U m Begin var oft sagt að hann léti ekki stjórnast af raunsæi nú- tíðar né horfum framtíðar, heldur helför fortíðar. Guðsnafn var hon- um tamt og hann bætti oftast við að allt sem hann gerði væri í guðs- nafni. Einhver sagði líka að það væru nánast engin takmörk fyrir því, hversu maður gæti látið mikið illt/gott af sér leiða, ef hann tryði því að það sem hann gerði væri í guðs nafni. Hvað sem nú þessu líður er Beg- in horfinn af sviðinu. Einn af fáum eftirlifendum frum- herjakynslóðarinnar. Shamir mun halda stefnu hans um skeið. Síðan renna væntanlega upp aðrir tímar í ísrael, þar sem áhrifa Begins gætir ekki lengur. ísrael hefur þörf fyrir það nú. En ísraelar eiga sjálfsagt eins og fleiri eftir að milda dóminn yfir Begin þegar tímar líða fram. (Samanlskt: Jóhanna Krialjónadóttir) Bridgeskólinn Námskeið fyrir byrjendur Mánudagskvöld kl. 20.00, 19. sept. til 21. nóv. 10 skipti, 3 klst. í senn. Námskeið f. lengra komna Þriðjudagskvöld kl. 20.00, 20. sept. til 22. nóv. 10 skipti, 3 klst. í senn. Hentar þeim sem þekkja vel gang spilsins eða hafa lokið byrjendanámskeiði skólans og langar til að skerpa skiln- ing sinn á spilinu. Spilaklúhbur öll miðvikudagskvöld kl. 20.00. llpplýsingar og skráningar í síma 19847. Kennslustaður: Borgartún 18. Bridgeskólinn Fyrsta flokks hjol frá Peugeot, Wiather, Kalkhoff, S.C.O. og Everton. _ „ Reiðhjólaverslunin ORNINNt Spííalasííg 8 vió Oóinsíorg Hausttilboð STÓRKOSTLEG verðlækkun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.