Morgunblaðið - 01.10.1983, Qupperneq 16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1983
(Iji«ll7«l Friíþjófur.)
þessum árum. „Nei, ég hafði ekki
verið i listnámi af neinu tagi hér
heima,“ svarar hún spurningu
þar að lútandi, „ég tjáði mig þó
alltaf í dansi, var í sýningarhópi
í jassballett hjá Báru.
En svo kynntist ég íslenskri
stúlku sem hafði verið við nám
við Listaháskólann í Karlsruhe,
hún var mikið til hætt að starfa
að sínu og hún spurði mig hvort
ég væri ekki til í að prófa að búa
til ýmsa hluti úr leir og gipsi. Ég
sló til og síðan hef ég ekki hætt!“
Vorið 1979 fékk Sigrún vinnu
hjá íslenska ræðismanninum
Stuttgart. Hún segist hafa mál-
að talsvert af vatnslitamyndum
þá um sumarið og veturinn á
undan, sent inn möppu með 20
myndum um haustið á Listaaka-
demíuna, og var ein í hópi 200
nemenda sem fengu inngöngu í
skólann af rúmlega 1.000 sem
sóttu um inngöngu.
„Þetta kom mér mjög mikið á
óvart. En ég held jafnvel að það
hafi komið mér vel að hafa ekk-
ert setið á skólabekk, ég málaði
og hef alltaf málað myndirnar
mínar með hjartanu, maganum,
eða öllum líkamanum."
Og hún segist hafa myndirnar
ýmist á gólfinu eða á trönum
þegar hún er að mála.„Eg mála
með öllum skrokknum, stend
ofan á myndunum og halla þeim
til og frá . Maður gefur svo
miklu meira af sjálfum sér með
þessu móti.“
Það eru sterkir litir sem ein-
kenna málverkin hennar, hvítt,
svart, rautt, blátt, á veggnum
andspænis okkur eru þó nokkur
verk máluð í dökkum litum,
brúnu, svörtu, rauðbrúnu og
fleirum í þeim dúr.
„Þessar myndir málaði ég á ít-
alíu í sumar í um 40 stiga hita.
Ég held að listafólk sé alltaf að
reyna að túlka sjálft sig að ein-
hverju leyti, ég hafði átt við
veikindi að stríða í langan tíma
og það kann að vera að myndirn-
ar séu ólíkar hinum þess vegna.
Þeir segja prófessorarnir mín-
ir að það megi auðveldlega
greina íslensk áhrif í myndunum
mínum,“ heldur Sigrún áfram.
„Það er mikið rými í þeim, og
litirnir hreinir og tærir."
í flestum myndunum eru
hringlaga form, manneskjuleg
tákn, en Sigrún segist oftast
nota manneskjuna á einhvern
hátt sem fyrirmynd. „Það eru
Ein af grafíkmyndum
Sigrúnar, en hún notar
aðra aðferð en þekkst
hefur hérlendis, þar
sem hún málar hverja
koparplötu áður en
þrykkt er, þannig að
engar tvær myndir
verða eins.
(Ljósmynd Frióþjófur.)
nokkrar grafíkmyndir hérna,
þar sem fyrirmyndir eru úr nátt-
úrunni," segir hún og flettir
sundur nokkrum grafíkmyndum
sem engar eru eins.
Sigrún á eftir um eitt og hálft
ár í skólanum. „Þetta er mjög
frjáls skóli, við fáum að velja
okkur þá prófessora sem við vilj-
um vera hjá. Annað árið mitt í
skólanum var ég hjá Grikkjan-
um Sotos Michou, en hann hefur
sýnt verk sín tvisvar hér á landi,
í fyrra skiptið í Gallerí Lang-
brók fyrir tveim árum og í Ás-
mundarsal nú i sumar. Sl. tvö ár
hef ég verið í málun hjá prófess-
or Mansen."
Stóru málverkin í salnum eru
máluð með aðferð sem nefnist
„eggjatempera“. „Aðferðin er
byggð á því að blandað er saman
terpentínu, olíu og trjákvoðu í
ákveðnum hlutföllum. Síðan eru
þeytt eitt egg eða tvö og sama
magn af blöndunni sett saman
við, og þurrlitir hrærðir út í
eggjablöndunni. Ég mála ýmist
á pappír eða striga, en þessi
blanda er mjög endingargóð, og
hefur verið notuð í aldaraðir,
m.a. voru gamlar kirkjumyndir
málaðar með þessari aðferð. Ég
get líka ráðið blæbrigðum lits-
ins, og þykkt hans, get látið
hann renna ef mér sýnist svo,
eða haft hann þykkan. Það má ef
til vill líkja þessari aðferð við
aðferð vefkonunnar sem litar
sjálf það garn sem hún vefur úr.
Þetta er nokkuð tímafrekt og
kostar ákveðna forvinnu, ég er
oft um 20 mínútur að blanda
hvern lit.“
Hvernig tilfinning er það að
sýna verk sin í fyrsta sinn hér á
landi?
„Ég hefði aldrei trúað því að
ég fengi jafn jákvæðar móttök-
ur, en ég var ósköp kvíðin fyrir
opnunina!"
Hvað er svo framundan?
„Sýningunni hérna lýkur á
sunnudaginn, ég fer út aftur 14.
október. Svo langar mig til að
fara til Berlínar og sjá hvað er
að gerast þar.“ V J.
„Nota
manneskjuna
yflrleitt sem
fyrirmynd“
segir Sigrún O. Ólsen
sem nú sýnir í
fyrsta sinn hér á landi
„Viltu ekki frekar sterkt kaffi en veikt?“, kallar hún innan úr hliðar-
herberginu, þar sem vatnið sýður í katlinum og þýska Hochlands-kafTið
býður uppáhellingar. Svo kemur hún með stóran kaffibrúsa, leggur hann
á borðið sem hún er nýbúin að færa úr hliðarherberginu fram í sýningar-
salinn og segir: „Þetta borð er bara nokkuð heimilislegt hérna, ég held ég
láti það bara vera hér meðan á sýningunni stcndur." Við setjumst niður í
miðjum sýningarsalnum þar sem litrík málverkin horfa á okkur úr öllum
áttum, þau eru reyndar tvö skólasystkinin við Listaakademíuna í Stutt-
gart sem eiga verk hér í Gallerí Lækjartorgi, en Georg Frey, arkitekt og
ILstamaður, er vant við látinn. Við tökum okkur kaffikrúsir í hönd og
dreypum óspart á kaffinu meðan tíminn flýgur áfram og Sigrún stiklar á
helstu æviatriðunum.
„Ég var í gamla kerfinu í
Versló, var þar í heil 6 ár. Eftir
stúdentprófið fór ég út til Karls-
ruhe í Þýskalandi og þar kynnti
ég mér möguleikana á að læra
vefnað við Listaakademíuna, en
mér leist þó ekkert á það sem
þar var að gerast. Fyrstu tvö ár-
in mín í Karlsruhe var ég með
annan fótinn hér heima, en eig-
inmaðurinn minn var og er við
nám í arkitektúr í Karlsruhe."
Hún heldur áfram og segist
ekki hafa haft fastmótaðar
hugmyndir um framtíðina á
; s
Sigrún með eitt verka sinna, en af
þessari mynd var gert veggspjald
og notað í sambandi við samsýn-
ingu ungra kvenna við Listaaka-
demíuna.
Á Lækjartorgi fyrir utan sýningarstaðinn, Gallerí Lækjartorg.