Morgunblaðið - 01.10.1983, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1983
Hagþróunin - Er jafti-
vægi á næsta leiti?
Hér fer á eftir í heild erindi sem Brynjólfur
Bjarnason, forstjóri Almenna bókafélagsins,
flutti á fundi Verslunarráös íslands sl. miöviku-
dag.
— eftir Brynjólf
Bjarnason
Er tekist er á við umræðuefnið
„Hvað er framundan í íslenskum
efnahags- og atvinnumálum?"
verður að hafa ofarlega í huga að
mjög margir ákvörðunarþættir
stjórnvalda liggja enn ekki fyrir.
Má þar nefna fjárlög, lánsfjár-
áætlun og þjóðhagsáætlun.
í þessu stutta erindi verður
fjallað um hagþróunina og leitast
við að svara spurningunni hvort
jafnvægi sé á næsta leiti. Við-
fangsefni þau er kynnt hafa verið
undir þessum lið mun ég reyna að
fjalla nokkuð um.
Vcislunni er lokið
Ekki þarf að fara mörgum orð-
um um ástand efnahagsmála
okkar íslendinga á fyrri hluta
þessa árs, öllum hérstöddum eru
kunnar þær ráðstafanir er ný rík-
isstjórn greip til þegar hún var
mynduð 26. maí sl. Meginþættir
þeirra eru: lækkun gengis, auk
bráðabirgðalaga um launamál,
ráðstafanir í sjávarútvegsmálum,
ráðstafanir til verndar lífskjörum,
frestun á greiðslum vegna verð-
tryggðra íbúðarlána og verð-
lagsmál. Síðan þessar ráðstafanir
voru gerðar, hefur ríkisstjórnin
unnið að ýmsum málum, mikil-
vægast er þó stefnumörkun í efna-
hagsmálum, þ.e. gengisstefnan,
vaxtastefnan og stefna í pen-
ingamálum. Hér verður gengið út
frá að meginlínur liggi fyrir um að
gengi verði haldið stöðugu, raun-
vextir gildi og jöfnuði verði náð í
ríkisfjármálum á næsta ári. Þetta
er sagt í trausti þess, að þessi rík-
isstjórn hafi markað sér stefnu
aðhalds i stað undanláts, eins og
gilt hefur hér á landi mörg undan-
farin ár. Á undanláti höfum við
einfaldlega ekki efni lengur, veisl-
unni er lokið.
I þeirri umfjöllun um verðbólg-
una sem nú fer fram, er mikiivægt
að gera sér grein fyrir nokkrum
atriðum- Hraði verðbólgunnar var
kominn á það stig að erfitt var að
gera sér ljósa grein fyrir afleið-
ingunum. Mæling verðbólgu hefur
einnig verið mikið til umfjöllunar,
ekki síst nú, þegar hæð hennar
hefur verið svo stjarnfræðileg sem
raun ber vitni. Oftast hefur sam-
anburður farið fram með þeim
hætti að mæla hækkun verðlags
miðað við sama tíma árið áður,
þ.e. tólf mánaða breyting. Þannig
mælt hefur verðbólgan náð 100% í
júlí, ágúst sl. Með sömu aðferð má
ætla að verðlag um áramót verði
um 75% hærra en tólf mánuðum
fyrr. Á sama hátt, ef allar ráða-
gerðir fara eftir, verður verðlag
þegar kemur fram yfir mitt ár
1984 rúmlega 20% hærra en ári
áður. Þessar tölur er rétt að nefna
hér, því ætla má, að fundarmenn
séu að mæla sínar rekstrartölur í
samanburði við árið áður.
n, Þessi mæling segir hins vegar
ekkert um hraða verðbólgu á
ákveðnum tímapunkti, verðbólgu-
stig. Nú er farið að mæla verðlag
mánaðarlega, en algengt er að
mæla þriggja mánaða breytingu
verðlags og reikna til árshraða.
Þannig mælt var verðbólguhrað-
inn um 130% í maí-júní sl. og má
gera ráð fyrir að verði kominn
niður í 30% í árslok. Háð fjöl-
mörgum óvissuþáttum má ætla að
um mitt ár 1984 verði hraði verð-
bólgunnar milli 15—20%. Þennan
mælikvarða ber að hafa i huga við
ýmsa ákvörðunartöku, en þó sér-
staklega í þeirri vaxtaumræðu er
nú fer fram. Afar mikilvægt er að
gera sér grein fyrir að raunvexti
ber að mæla m.v. væntingar (ex-
pectations), þ.e. á hverju viðkom-
andi á von. Hætt er við að í um-
fjöllun stjórnmálamanna nú um
nafnvexti, leiðist þeir út í að und-
irbjóða hver annan og missi sjón-
ar af markmiði um raunvexti. Þeir
eru hins vegar mikilvægir í efna-
hagsstefnu og þá sérstaklega með
tilliti til hæðar þeirra í viðskipta-
löndum okkar.
Fjárútvegur innanlands
Vaxtastefna hefur að sjálfsögðu
mikilvæga þýðingu nú, þegar tak-
ast á á við erlendar skuldir og
fjármagnsmöguleika á innlendum
vettvangi. Erlendar skuldir munu
nú í árslok verða um 60% af þjóð-
arframleiðslu, en voru um síðustu
áramót um 48%. Til samanburðar
má geta þess, að áfallaárin
1967/68 voru erlendar skuldir af
þjóðarframleiðslu um 10% og árin
1974/75 um 20%. Nú, þegar þriðja
áfallið verður, höfum við ekkert
svigrúm, því verður aðhald að
koma í stað undanláts. Ekki er það
svo að áfall áranna 1982/83 sé það
mesta, því gert er ráð fyrir tekju-
samdrætti upp á tæp 8%, eða
heldur meira en var 1975, en áfall-
ið var mun meira 1967/68, eða
tæpra 12% tekjusamdráttur og ef
lengra aftur er leitað um 14%
1949/52.
Varðandi möguleika á lántökum
erlendis, má búast við mun meiri
varkárni af lánveitendum en verið
hefur undanfarin ár, sérstaklega
með tilliti til ótta margra um hrun
fjármálakerfis heimsins og er
nærtækast að vísa til erfiðleika
landa í rómönsku Ameríku,
Austur-Evrópu og Afríku við að
greiða skuldir sinar. Ekki er
ástæða til að búast við að við verð-
um flokkuð með þessum þjóðum,
hitt er ljóst, að sá vaxtamunur,
sem bankar áskilja sér í slíkum
viðskiptum, mun verða hærri en
áður.
Miðað við þá stefnu að erlendar
skuldir verði ekki auknar sem
hlutfall af þjóðarframleiðslu, ger-
ir vitaskuld mjög erfitt fyrir um
fjármögnun fjárfestinga, afborg-
anir o.fl. Markmiðið eitt um
óbreytt hlutfall gefur möguleika á
erlendum lántökum að upphæð
4000 m.kr. á næsta ári, eða í það
minnsta um 2000 m.kr. minna en
lánsfjárþörf ríkissjóðs og atvinnu-
vega er. Því þarf fyrirsjáanlega að
útvega mikið fjármagn innan-
lands, en i þvi sambandi verða
ráðamenn að vera raunhæfir og þá
ekki missa sjónar af mikilvægi
raunvaxta ef auka á innlendan
sparnað.
„Timburmennirnir“
standa yfir
Þegar fjallað er um horfur á er-
lendum mörkuðum og viðskipta-
kjör, er óhjákvæmilegt að fyllast
nokkurri von um aukna heims-
verslun og að iðnríkin hafi flest öll
Rafmaqnsbilun!
NeyÖar -
þjónusta
ncíft sem nýtan dag
Neytendaþjónusta Rafafls sem undanfarin ár hefur sinnt viögeröum, víkkar nú út
þjónustuna og býöur þér viögeröarmann strax hvenær sólarhringsins sem er.
Ef rafmagnsbílun veröur, þá hringir þú í síma 85955, og símsvarinn okkar gefur þér upp
símanúmer þess sem er á vakt.
'RAFAFL
SlMI: 85955
NEYTENDAPJONUSTA
Námskeið
um sam-
skipti og fjöl-
skyldulíf
NÚ UM mánaðamótin hefjast
námskeið í Reykjavík undir heit-
inu Samskipti og fjölskyldulíf.
Markmið þeirra er að miðla
þekkingu til fólks sem eykur á
sjálfsvitund og sjálfsöryggi. í
því sambandi eru teknir fyrir
ákveðnir þættir er varða ein-
staklinginn sjálfan, bakgrunn
hans og fjölskyldu. Liður í þess-
ari fræðslu er umfjöllun um
samskipti í sambúð. Námskeiðin
eru ætluð þeim sem vilja átta
sig á tengslum við aðra og auka
þekkingu sína um mannleg sam-
skipti.
Leiðbeinendur eru sálfræð-
ingarnir Álfheiður Steinþórs-
dóttir og Guðfinna Eydal.
Fyrra námskeiðið hefst 3.
október og það siðara þann 25.
október.
Úr rrétutilkynningii.